Alþýðublaðið - 29.07.1949, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 29.07.1949, Qupperneq 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 29. júlí r1949. Útgefandi: Alþýðuflokkuriim. Eitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía MöIIer. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Albýðuprentsmiðjan hJ?. ÞJÓÐVILJINN í gær gerir fund samvinnunefndar nor- rænnar alþýðuhreyfingar hér og heimsókn verkalýðsleiðtóga hinna Norðurlandaþjóðanna hingað á dögunum enn einu sinni að umræðuefni. Er grein þessi fyrir ýmissa hluta sakir merkileg heimild um sálar- ástand þeirra manna, sem skrifa blað Moskvuutibúsins hér á landi. Þar er lögð megin- áherzla á endurtekningu lyg- innar varðandi norræna úti- fundinn á Árnarhóli, en að öðru levti rekur sig þar eitt á annars horn, svo að lesendur gætu ætlað, að greinarhöfundi hefði ekki verið sjálfrátt, þeg- ar hann færði þessa ritsmíð sína í letur. Kommúnistar hafa haldið því fram, að samvinnunefnd norrænnar alþýðuhreyfingar iéti bað eitt til sín taka, að halda veizlur til að stvtta verkalýðsleiðtogum Norður- landaþjóðanna stundir, og Þjóðviljinn hér kallaði liana „selskabsklúbb“. En höfundur Þjóðviljagréinarinnar í gær virðist h.eldur betur vera á ann- arri skoðun. í hans augum er samvinnunefnd norrænnar al- þýðu'hreyfingar svo hættuleg stofnun, að hann ályktar, að hún hljóti að eiga sinn þátt í því, að starfsemi kommúnista á Egyptalandi hafi verið bönn- uð og bannið látið ná til allra blaða’ og tímarita kommúnista þar í landi! Svo mikið er víst, að greinarhöfundur hefur það fyrir satt, að menn Stefáns Jó- hanns hér uppi á íslandi hafi lagzt sælir til hvíldar að kvöldi þess dags, er Alþýðublaðið flutti fréttina af atburði þess- um! Ekki tekur betra við, þegar greinarhöfundur fer að fjalla um þau ummæli H. C. Han- Eens, fjármálaráðherra Dana, að takmark jafnaðarmanna sé að finna „hinn gullna meðal- veg sósíalismans og lýðræðis- íns“. Þau tekur hann sem játn- ingu um, að jafnaðarmenn hafi nú endanlega yfirgefið veg só- síalisma óg lýðræðis! Nafnlaus spenkingur ungra íhaldsmanna hafði sem kunn- ugt er áður gert þessi orð H. C. Hansens að umræðuefni í Morgunblaðinu, og greinarhöf- undur Þjóðviljans hyggst ber- sýnilega koma til liðs við hann í deilunni við Alþýðublaðið. Má með sanni segja, þegar gerður er samanburður á gáfnafari þeirra félaga, að líkur sækir líkan heira. Greinarhöfunaur Þjóðvilj- ans fjölyrðir mjög um það, hvað Alþýðuflokksmenn á ís- landi séiTháðir samherjum sín- um á hinum Norðurlöndunum. En ekki er samræminu fyrir að fara í þessum þætti málflutn- ings hans, því að fyrr en varir er hann farinn að bulla um það, að Stefán Jóhann hafi sagt gestunum fyrir verkum, skip- | að þeim að tala á Arnarhóli og látið þá vinna baki brotnu við að „lappa upp á fylgi íslenzka Alþýðuf lokksins' ‘! Svo þylur greinarhöfundur- inn fullum rómi þá gömlu og nýju lagleysu samkórsins, að Alþýðuflokkurinn sé dauðvona eða dauður. Þetta sungu kom- múnistar, íhaldsmenn og Fram- sóknarmenn einnig fyrir síð- usíu kosningar. En kosninga- úrslitin leiddu í Ijós, að Al- þýðuflokkurinn var eini flokk- urinn í landinu, sem átti auknu fylgi að fagna. Síðan hefur hann sýnt það lífsmark að hafa forustu um myndun ríkis- stjórnar á íslandi og steypa kommúnistum af stóli í Alþýðu rambandi íslands. Kommúnist- um finnst því áreiðanlega, að það .sé eitthvað annað en að Al- þýðuflokkurinn sé dauðvona eða dauður, enda myndi Þjóð- viljinn naumast eyða orku sinni jafn mikið og raun ber vitni um í baráttu við Alþýðu- flokkinn, ef skriffinnar hans tryðu í raun og veru þeim þvættingi sjálfra sín, að hann , væri dáinn og grafinn. i Þó kastar fyrst tólfunum, þegar greinarhöfundur Þjóð- ! viljans sakar Alþýðuflokkinn um að hlýða pólitískum utan- stefnum og þiggja fé erlendis j frá til starfsemi sinnar. Komm- únistar hafa sennilega ekki j verið að hlýða pólitískum ut- anstefnum, þegar Brynjólfur Bjarnason sat leynifund Kom- inform í Helsingfors á dögun- um og Einar Olgeirsson annan ' slíkan Ieynifund í Prag, svo að ekki sé minnzt á smámuni dns og þá, þegar Áki Jakobs- son sat flokksþing danskra j kommúnista, Kristinn Andrés- i:on talaði á útifundi kommún- : ista í Kaupmannahöfn og Ein- ’ ar Olgeirsson á útifundi kom- múnista í Osló sem „minister i den islandske regjering“? j Kommúnistar hafa sennilega ekki heIj.Œ þrgið fé erlendia frá til starfsemi sinnar? Ósköp geta sumir menn orðið sein- heppnir, þegar þeir leiðast út í að tala eða skrifa reiðir! Samvinna Alþýðuflokksins við samherjana erlendis fer fram fyrir opnum tjöldum. Þar er engu að leyna. En kom- múnistar bera sig að eins og þjófur á nóttu, þegar þeir fara til fundar við vini sína og hús- bændur erlendis; sú samvinna á af skiljanlegum ástæðum að vera í myrkrunum hulin, og kommúnistar þurfa ekki að hafa fyrir því að endurgreiða fé það, sem þeir þiggja erlend- is, því að þar er ekki um að ræða lán, heldur Júdasarpen- ínga. Það er hinn mikli munur á kommúnistum og jafnaðar- mönnum. Nýtt hefti af Vinn- unm ið líf. VINNAN,^. tímarit Alþýðu- sambands Islands, júní—júlí- hefti er komin út, fjölbreytt að efni og skreytt rnörgum mynd- um. Af efni blaðsins má nefna- Maí-söngur, kvæði eftir Þor- stein Halldórsson, Norska al- þýðusambandið 20 ára, eftir Alfred Ska, Húsnæðismálin, Islenzkur ósigur, Þing danska alþýðusambandsins, eftir Jón Sigurðsson, Aneurin Bevan — verkamannaleiðtoginn frá Wales, Sjómennirnir, lóðið og sementið, Hátíðahöld verka- lýðsins 1. maí, eftir Sæmund Ólafsson, Mannlaus skip á höf- um úti, Bréf alþýðusambands- íns til ríkisstjórnarinnar, Bréf alþýðusambandsstjórnar um kaupgjald og dýrtíðarmálin, og loks eru í ritinu kaupgjaldstíð- indi og sambandstíðindi. Meðan togarar bíða eftir afgreiðslo er dútlað við annaðj — Slvsið á Laugarnessvegi. — Dænii um ökuníðinga. Bræðrafélag fríkirkjunnar efnir til skemmtiferðar til Her- dísarvíkur og suðurnesja næst- komandi sunnudag kl. 3. Þátt- takendur snúi sér til Jóns Ara- sonar, Hverfisgötu 32. EG TAliAÐI VIÐ erlendan mann fyrir fáum dögum, sem dvalið hefur hér á Iandi um skeið og kynnzt mörgu. Það fór fyrir honum eins og mörgum öffrum erlendum mönnum, sem hingað koma, að jþeir undrast framtak þjó&.rinnar og finnst allt sé hér í miklum önnum, framfarir stórstígar og velmeg- un ríkjandi, en ýmslegt bendi til þess að vel megi gæta næstu skrefa svo að ekki fari illa, þar sem dýrtíðin fari vaxandi þrátt fyrir baráttuna við hana. HANN VAR NÝBÚINN að skoða hinn glæsilega háskóla okkar og umhverfi hans, og eftir að hafa gert það spurði hann mig: „Hvernig stendur á því að verið er að einmitt nú að laga háskólalóðina, að búa þár út garð með ærnum tilkostnaði og allmiklum mannafla? Gat það ekki beðið?“ Ég svaraði: „Beðið, nei. Við erum búnir að bíða eftir því að háskólagarður- inn sé fullgerður svo árum skiptir, og mér finnst til dæm- is að það hefði ekki getað beð- ið.“ „NEI,“ SVARAÐI HANN og brosti. „En hvernig er það, hafa ekki togarar orðið að bíða eftir afgreiðslu hér í höfninni vegna skorts á vinnuafli einmitt þessa daga sem ég hef verið hér og verið er að la*ga háskóla- garðinn? Og hvernig getur það átt sér stað, að vinnuafl skuli sett í ónauðsynlegar fram- kvæmdir eða svo gott sem með- Ríkisafskipti að skapi íhaldsins y KJARNINN í stjórnmálabar- áttunni um allan hinn frjálsa heim er hinn sami: Á alþýðan að stjórna atvinnulífinu eða eiga ör- fáir auðmenn að stjórna því? Jafnaðarmenn um allan heim berjast fyrir því, að alþýðan — hinir ábyrgu kjósendur — geti með lýð- raeðislegum stjórnmála- áhrifum hindrað atvinnu- leysi, hindrað kreppur og hindrað að fáir menn safni oísagróða fyrir vinnu fjöld- ans. íhaldið berst fyrir því að auðmennirriir geti hald- ið kverkatökum sínum á þjóðunum með því að stjórna atvinnutækjunum. BARÁTTAN er því um það, hversu mikil ítök ríkið á að hafa í atvinnulífinu. Hér á landi Segja íhaldsmenn, að ríkið eigi engin afskipti að hafa af slíkum málum, og þannig er hugsjón þeirra í orði. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hin eiginlega stefna íhaldsins, heildsal- anna og atvinnurekend- tnna, er þessi: Ríkið má ekki skipta sér af neinu, sem einstaklingurinn getur grætt á. Hins vegar má rík- ið hirða allt, sem einstak- lingarnir ekki treysta sér til að græða á. SAGAN ER ÞÓ EKKI ÖLL. íhaldsmennirnir hafa ýmis spil á hendi, og meðal ann- ars hefur þeim, þrátt fyrir prédikanir sínar, tekizt að gera hið opinbera að fjár- hagslegri mjólkurkýr fyrir sig og fyrirtæki sín. Þeir leyfa ríki eða bæ, allranáð- ugast, að leggja til fé í fyr- irtækin, þó ekki svo mikið að ríkið hafi nein áhrif á reksturinn. Með þessu fa þeir fé, fá hlunnindi ýmis og vernd fyrir sig, og tryggja sér oft góða við- skiptavini. TÖKUM EITT LÍTIÐ DÆMI. Hér í bæ er til fyrirtæki sem selur tilbúna stein- steypu. Þegar það var stofnað, lét íhaldið bæjar- stjórn samþykkja að leggja til rösklega 200 000 kr. í fyrirtækið, en einstakling- ar, þar á meðal sements- kaupmaðurinn Hallgrímur Benediktsson, eiga meiri- hluta í fyrirtækinu. Vinstri flokkarnir vildu að bærinn ætti þetta fyrirtæki einn, en það mátti íhaldið ekki heyra nefnt. Þegar bærinn var svo orðinn „litli bróðir“ í félagi við HBen&CO og fleiri, þótti sjálfsagt að fyr- irtækið fengi lóð í miðju sandnámi bæjarins. Það eru góð hlunnindi. Svo gætu menn látið sér detta í hug, að fyrirtækið keypti varla sement hjá öðrum en HBen &CO. Segjum nú svo, að bærinn keypti tilbúna stein steypu í götuspotta eða eitt- hvað slíkt. Ætli íhalds- mennirnir myndu þá ekki benda á, að bærinn ætti að verzla við sín eigin fyrir- tæki? ÞANNIG er kóngulóarvefur- inn saman ofinn. Bærinn er orðinn „litli bróðir“ HBen &Co (væntanlega með sam- þykki HBen í bæjarstjórn), og leggur til fé. Bærinn er hlunnindagjafi og sennilega viðskiptavinur fyrirtækis, sem vafalaust kaupir sitt sement af HBen&Co. Sæmi legur „business“ hjá bæjar- fulltrúanum! ÞETTA ERU RÍKISÁFSKIPTI sem íslenzkir íhaldsmenn eru fylgjandi. Þetta eru ekki þau ríkisafskipti, sem jafnaðarmenn berjast fyrir. Þeir hafa allt annað í huga. an togararnir, grunnmúr ís- lenzks atvinnu- og afkomulífs, verða að bíða?“ MÉR VARÐ ORÐFALE. Vit- anlega hafði hann á réttu að standa, en ég hafði ekki v-eitt þessu ahygli. Hér er fjárhags- ráð og önnur ráð. Þau eig'a sjá svo um, að þær fram- kvæmdir, sem allt byggist á, þurfi ekki að stöðvast vegna þess að vinnuaflinu sé beint inn á ónauðsynleg'ar brautir. En þetta er ekki gert. Það sýnir að ekki er nógu gott skipulag á hlutunum hjá okkur. Mér er sagt að undanfarið hafi það komið fyrir að togarar hafi jafnvel orðið að bíða allt að tvo sólarhringa eftir afgreiðslu vegna skorts á verkamönnum. Það sjá vitanlega allir. sjálfir, að þetta nær ekki nokkurri átt. YFIRLEITT VERÐUM VIÐ að leggja alla áherzlu á grunn- múr íslenzks atvinnulífs, allt verður að gera, sem í mannlegu valdi stendur, til þess að þessi atvinnuvegur stöðvist ekki, Allt annað verður að víkja fyrir þeirri nauðsyn. Þetta ættum við að hafa betur í huga framvegis en við höfum gert til þessa. MÉR ÞÆTTI GAMAN að vita hvorum áreksturinn í Eyrrakvöld, milli strætisvagns- :ns og vörubifreiðarinnar, var að kenna. Þrátt fyrir strangar reglur, leiðbeiningar lögregl- unnar og áminningar, aka ýms- ir vagnstjórar eins og brjálaðir menn um .göturnar. Fyrir nokkrum dögum ók ég upp brekkuna frá Elliðaánum upp í Mosféllssveit. Brekkubrúnin er eins og kunnugt er næstum al- veg blind. Á undan mér var vörubifreið og vann hálfilla, ég fór vitanlega ekki fram úr henni, enda er bannað að fara fram úr bifreiðum í brekkum við brekkubrúnir. En allt í einu kom bílskrjóður á fleygi- £erð upp brekkuna og hentist bæði fram úr minni bifreið og vörubifreiðinni á brekkubrún- Inni. Nokkrum sekúndum síðar kom maður á reiðhjóli á fleygi- Eerð á móti okkur og munaði minnstu að bílskrjóðurinn ræk- ist á hjólreiðamanninn. Hefði þarna orðið slys, var sökin ein- göngu níðingsins á bílskrjóðn- um. Og ég verð að játa það, að mér hefði ekki verið óljúft að Etuðla að þVí með vitnisburði, að sök hans sannaðist. EN ÞETTA ER aðeins eitt dæmið af mörgum um sam- vizkulausa ölcuníðinga. Þeir geta gortað af því, að þeir séu „kaldir“, en þeir verða þó venjulega allra manna aumast- ir, þegar þeir hafa valdið slysi. Það er og algengt, að vagn- stjórar „svíni“ á gatnamótum og skellur þá hurð oft nærri liælum. Lögreglan skrifar menn upp og þeir eru kærðir, en ég held að sektirnar séu of lágar. Hannes á horninu.. iYrnvrrrriYTmTrrrrrr^ AlbvÖoblaðiS 1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.