Alþýðublaðið - 06.08.1949, Side 4

Alþýðublaðið - 06.08.1949, Side 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 6. ágúst 19.49. Útgefandi: Alþýðnflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndai. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan hX Vtðskilnaður spyrðu a uaiir SAMFYLKING íhaldsmanna og kommúnista hefur, svo sem frægt er, farið með völd á ísa- firði yfirstandandi kjörtímabil. Henni hefur tekizt að koma fjárhag kaupstaðarins í slíkt kaldakol, að slíks munu fá oða engin dæmi hér á landi Nú síðast hafa þau tíðindi borizt þaðan að vestan, að ísafjaröar- kaupstaður muni verða settur undir opinbert eftirlit upp úr áramótunum vegna vanskila á framlögum til tryggingarstofn- Unar ríkisins frá árunum 1947 og 1948. en að auki skuidar hann byggingarsjóði verka- mannabústaða stórfé af fram- lögum sömu ára. Nemur skuld- in við tryggingarstofnunina frá umræddum árum allt að «860 þúsundum króna, en skuldin við byggingarsjóðinn rúmlega 100 þúsundum. Að sjálfs'ógðu hefur ekki verið eyrir greidd- ur af framlögum yfirstandandí árs, og bætast þar við 250 þús- undir, sem er áætlað framlag til tryggingarstofnunarinnar, og 54 þúsundir, sem eru fram- lag þessa árs til byggingar- sjóðsins. Samkvæmt þessu eru horfur á, að viðskilnaður samfylking - ar íhaldsmanna og kommúnista í bæjarstjórn ísafjarðar verði harla sögulegur. Forráðamenn kaupstaðarins náðu í fyrra hag- kvæmu samkomulagi við tryggingarstofnunina um greiðslu skuldarinnar við hana, en þegar til kom, reyndust lof- orð þeirra einskis virði, og skuldirnar héldu áfram að hlaðast upp. Félagsmálaráðu- neytið hefur því orðið að taka mál þetta í sínar hendur og gera ráðstafanir til að fá skuld- ina greidda. Bréf þess um greiðslukröfuna var hins vegar ekki lagt fram í bæjarstjórn kaupstaðarins, þó að það væri til hennar stílað, en eftir að félagsmálaráðuneytið hefur nú fyrir skömmu ítrekað hana og boðað, að kaupstaðurinn verði settur undir opinbert eftirlit í lok kjörtímabilsins, ef hann hafi ekki áður gert skil, áræðir samfylkingin ekki lengur að halda málinu leyndu. Gjöld þau, sem hér um ræð- ir, hafa hverju sinni verið áætl- uð gjaldamegin í fjárhagsáætl- un ísafjarðarkaupstaðar, og á- ætluð útsvör, sem lögð eru á til að mæta þessum útgjöldum bæjarins sem öðrum, hafa bæði árin innheimzt fullkomlega. Hér er bví ekki á neinn hátt um að ræða vanskil af hálfu bæjarbúa, heldur fjárhags- óstjórn samfylkingar íhalds- manna og kommúnista, sem kaupstaðnum stjórnar. Þó er þetta aðeins eitt dæmi um óstjórnina á ísafirði, eins og öllum er kunnugt, sem fylgzt hafa með málum þar vestra á yfirstandandi kjörtímabili. ís- firðingar hafa því vafalaust fyrir löngu fengiS* nóg af nú- verandi forráðamönnum bæj- arfélagsins. Hitt er annað mál. að ábyrgðarmenn óstjórnar- innar þar vestra kunna enn ekki að skammast sín eins og sjá má af því, að Morgunblað- ið var fvrir skömmu að lofa núverandi bæj arstj órnarmeiri- hluta á ísafirði fyrir ágæta liðveizlu við byggingarsjóð verkamannabústaðanna! Höf- undur lofgreinarinnar í Morg- unblaðinu hefur að sjálfsögðu verið forseti bæjarstjórnar ísa- fjarðar og oddviti samfylking- ar íhaldsmanna og kommún- ista þar. Sannarlega ætti þó engum að vera betur um það kunnugt en honum, hvernig sakir ísafjarðarkaupstaðar standa gagnvart byggingar- sjóði verkamannabústaðanna. En það var ekki aðeins, að hann þegði yfir skuldasúpunni. Hann hafði skap í sér til að iofa sjálfan sig og samherja sína fyrir óhæfuna! Kommúnistar látast hafa hina mestu vanþóknun á Sjálf- stæðisflokknum, 'og Þjóðvilj- inn hefur linnulaust fordæmt alla samvinnu við hann eftir að Áki og Brynjólfur hlupust brott úr fyrrverandi ríkis- stjórn. En eigi að síður eru kommúnistar í fóstbræðralagi við íhaldsmenn í bæjarstjórn ísafjarðarkaupstaðar. Þjóðvilj- inn minnist aldrei á „aðstoðar- íhaldið“ þar vestra, enda munu skriffinnar hans ekki telja flokkslegan ávinning að því að minna á, að til sé sá pólitíski vanskapnaður, sem bæjar- stjórnarmeirihlutinn á Isafirði er. Þeir þegja sem vandlegast yfir samvinnunni við Sigurð Bjarnason, manninn, sem þeir ‘hafa gefið þann vitnisburð, að jhann sé „lítill maður að vexti, jviti og manndómi“. En þó er ■ Sigurður óneitanlega nógu ^ stór til þess að hafa ginnt kom- múnista til þjónustu við sig í bæj arstj órn ísaf j arðar! Sjálfstæðisflokkurinn berst við kommúnista af miklum , hamagangi. Morgunblaðið er j meginvettvangur þeirrar bar- , átíu. Maðurinn, sem skrifar mestar skammirnar um komm- únista í Morgunblaðið er Sig- urður Bjarnason frá Vigur. En vestur á ísafirði er þessi sami Sigurður oddviti samfylk- ingar íhaldsmanna og komm- únista í bæjarstjórn kaupstað- arins. Það má bví með sanni segja, að lítið mark sé takandi á því, þó að Þjóðviljinn for- dæmi Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið beri á kommún- ista vammir og skammir. En það er ástæða til að gefa gaum að samvinnu íhaldsmanna og kommúnista í bæjarstjórn ísa- fjarðar og því, sem hún lætur af sér leiða. Bifreiðastæðin. — Fyrirætlanir raáttarvalda bæj- arins og andstaða almennings. — Árangnrinn af sterkri gagnrýni. — Aust.urvelli varð biargað. — Rætt nra svartamarkaðsbrask og okur. -— Afstaða hins opinbera. — Og afstaða almennings Bærinn greiðir starfs mönnum 1,3-1,4 millj. í uppbæfur LAUNAUPPBBÆTUR til starfsmanna Reykjavíkurbæj- ar og bæjarfyrirtækja eru nú greiddar eftir sömu reglu og uppbætur til starfsmanna rík- isins. Munu bætur þessar, sem bærinn og bæjarfyrirtæki greiða, nema 1,3 til 1,4 mill- jónum, að því er borgarstjóri skýrði frá á bæjarstjórnar- fundi í fyrradag. BIFREIÐASTÆÐIN eru á- kveðin, hvenær sem þau verða tekin í notkun. Yfirvölcl bæjar- ins hafa gefizt upp við fyrirætl- anir sínar um að sneiða af Ausí- urvelli og gera þar bifreiða- stæði. Þetta hefur áunnizt fyrir haröorða gagnrýni mína og annarra. Annars er það næsta furðulegt, að nokkrum skuli detta í hug að skerða Austurvöll, og því furðulegra er það, þegar það er haft í huga, að hér er um að ræða trunaðar- og ráðamenn bæjarins, sem ættu að minnsta kosti að ' Iiafa betur vakandi auga fyrir hagsmuna- og fegr- unarmálum bæjarins en aðrir óbreyítir bæjarbúar. ILO SKRIFAR: Mikið hef ég hugsað um orð þau, er þú sagðir um Ieiguna á tveggja herbergja íbúðunum. Það verður einn svartasti bletturinn á þjóðinni, hvað hún lætur svartamarkaðs- brask viðgangast óátalið, hvort sem það er húsaleiga eða annað. Svo að við snúum okkur að húsa leigunni, skal ég segja þér tvö dæmi. Kunningi minn leigði í vor eitt herbergi.og greiddi 1800 krónur fyrir fram til 1. október íhaldið verndar SKIPULAG MIÐBÆJARINS, eða sérstaklega Aðalstrætis og Grjótaþorpsins, var all ýtarlega rætt á síðasta bæj- arstjórnarfundi. Þetta er mikið mál fyrir Reykvík- inga, og er leitt, að teikn- ingar þær, sem samþykktar voru, skyldu ekki hafa verið sýndar opinberlega til að koma af stað um þær meiri umræðum. Þær lágu að vísu frammi til sýnis í skrifstof- um bæjarins, en fáir aðrir en þeir, sem eiga beinna hags- muna að gæta, hafa svo mik- ið fyrir að sjá þær. SKIPULAGSLEYSI miðbæj- arins er þegar búið að kosta Reykvíkinga mikið. Á síð- asta aldarfjórðungi hafa verið reist stór steinhús, sem nú standa óhreyfanleg í vegi fyrir því, að miðbær- inn verði eins fagur og hann hefði getað orðið. Ef íhald- ið, sem stjórnað hefur bæn- um, hefði gert víðsýna og glæsilega áætlun um skipu- lag miðbæjarins á árunum 1920—,25 og látið byggja eftir henni, er öruggt, að miðbærinn hefði orðið stór- glæsilegur og endurbygging hans hefði ekki þurft að tefj ast svo vegna skipulagsleys- is, sem orðið hefur eftir styrjöldina síðustu. ÞAÐ VAR REGIN VITLEYSA að leyfa Landsímabygging- una. Ef það hefði ekki verið gert, hefði opið svæði frá Austurvelli getað náð yfir til hins 44 metra breiða Að- alstrætis, sem koma á. Nú er of seint að hugsa um það. ÞAÐ VAR REGIN VITLEYSA að leyfa stórbyggingarnar sunnan Austurstrætis og gera aðalgötu bæjarins þar með helmingi of mjóa næstu aldirnar. Árangurinn er sá, að nú er hugsað um að setja súlnagöng innundir neðstu hæð þeirra húsa, sem reist verða vestast við götuna. ÞAÐ VAR REGIN VITLEY-SA að leyfa Hjálpræðishers- bygginguna á þessum stað. Ef hún stæði ekki þar, sem hún er, hefðu umræðurnar í bæjarstjórn orðið minni. Það, sem deilt var hvað mest um, er Tjarnargata og Suðurgata og samband þeirra við hið mikla Aðal- stræti. Það mál hefði mátt leysa á glæsilegan hátt, ef Herkastalinn hefði ekki risið einmitt á þessum stað. ÞESSI FÁU DÆMI sýna, að það verður að fara varlega við skipulag miðbæjarins og hugsa hátt og langt fram 1 tímann. Reykvíkingar höfðu einstakt tækifæri til að endurskipuleggja miðbæinn, af því að hann var allur byggður úr timri, en hvert þessara stóru steinhúsa, sem óvarlega hefur verið stað- sett, hefur eyðilagt mikla möguleika og torveldað fram tíðarskipan bæjarins. ÍHALDIÐ hefur látið vinna mikið að skipulagi á mið- bænum síðari ár (betra seint en aldrei) og árið 1945 var orðið samkomulag um skipulag Aðalstrætis og Grjótaþorpsins. Fulltrúar vinstri flokkanna vilja halda þeirri teikningu, en íhaldið samþykkti nú nýja teikingu, sem er allveruleg breyting frá 1945. Má að sjálfsögðu alltaf deila um skipulagsat- riðin og sennilega verður alltaf deilt um þau. HINS VEGAR er þess að minn- ast í sambandi við skipu- lagsmál, að íhaldið hefur bundnar hendur í þeim. Það verður að vernda gróða lóða braskaranna. Kostnaðurinn við að kaupa upp lóðir í mið- bænum er gífurlegur. Þenn- an kostnað mætti vinna upp með sköttum á þær lóðir, sem hækka mikið í verði við skipulagið. Frumvarp um þetta efni var lagt fyrir síð- asta þing og sent bæjarráði Reykjavíkur til umsagnar. SLÍKT FYRIRKOMULAG mundi koma illa við hags- muni lóðabraskaranna, og slíkt þolir íhaldið ekki. Þess vegna var þetta frumvarp aldrei afgreitt í bæjarráði. Það var oft rætt, en íhaldið sá svo um, að þeim umræð- um lyki aldrei, og frumvarp- ið náði ekki fram að ganga. ÞANNIG SVÆFIR ÍHALDIÐ réttlætismál bæjarbúa og torveldar það skipulag, sem það þykist hafa svo mikinn áhuga á. Þannig verndar „hið frjálslynda íslenzka í- hald“ hagsmuni auðmanna og braskara. í gömlu húsi. En hvað heldurðu að leigusalinn geri? Hann réttir honum samning og kvittun, sem hljóða upp á 900 krónur og segir urn leið og leigutaki verður að undirskrifa samninginn, að þetta verði að vera svona, því að ann- ars verði skattarnir svo háir á sér. HVAÐ Á LEIGUTAKI AÐ GERA? Getur hann tilfært á skattskýrslu sína þessar 900 kr.? Hann á enga kvittun fyrir þeim. Leigutaki hefur undirskrifað leigusamning upp á 900 kr., en okurgreiðslan má ekki koma fram, eftir sögn leigusala vegna þess, að skattarnir verði þá svo háir. AN.NAÐ DÆMI: Öðrum kunn ingja mínum, sem bjó í stórri í- búð í gömlu húsi, var sagt upp, og flutti; hann greiddi gamla leigu, 170 kr. = 256 kr. með húsaleiguvísitölu, á mánuði, — en nú, eftir sögn, er þessi íbúð leigð á 1000 kr. á mánuði. Sagt er, að við höfum hér húsaleigu- efnd. Hvað gerir hún í svona málum? Þar sem ég hef lesið í erlendu blaði, vil ég benda þér á, hvernig farið er með okrara, t. d. í Danmörku, og legg ég hér með litla úrklippu frá Berlingske Tidende 5. júlí 1949 3. síðu. — Hvers vegna gerir nú dómari sá, sem þetta heyrir undir, ekkert til að stoppa þetta svartamark- aðsbrask með húsaleigu? Ekki þyrfti nú annað en „stikkpruf- ur“ af leigjendum og leigusölum og láta þá staðfesta leigusamn- inginn undir eiðs tilboð, eins og farið er að ytra, og láta þá leigu sala, sem uppvísir verða að okri, fá makleg málagjöld, þá mundi fljótt batna, og þeir eigi þora að okra eins og þeir nú gera. Ekki veitti af að fá nokkra tugi þús- unda í ríkiskassann upp á þenn- an máta. ÆTTUM VIÐ NÚ EKKI að vekja þjóðina? Ekki veitti af því, þar sem allt siglir nú hrað- byri að feigðarósi, — því litla trú hef ég á því, að ráðamenn muni geta komið sér saman um raunhæfar aðgerðir, svo að hægt verði að ganga niður stigann frá þeirri vitleysu, sem nú er orðin hér, næstum því undan- tekningarlaust. Þótt allt sé á hverfanda hveli, er eins og enginn af hinum leiðandi mönn- um vilji kannast við hættuna, nema í orðagjálfri, sem þeir svo eigi þora að viðurkenna að þurfi skjótra aðgerða, ef allt á ekki að fara í kalda kol. HVE LENGI heldur þú að rík- iskassinn geti haldið áfram að greiða upp undir 75 milljónir með framleðslunni, launa upp undir 80 sellur (nefndir) með hundruðum þúsunda og grípa svo til allra örþrifaráða með að pilla allt, sem hægt er, af okkur skattgreiðendum, til að launa með þær moskiótflugur, sem liggja á jötunni, — því ef betur er lesið niður í kjölinn, hve eru svo verkin og afköstin, því þótt Framhald á 7« stSu. ,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.