Alþýðublaðið - 06.08.1949, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 06.08.1949, Qupperneq 5
Laugardagar 6. ágúst 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ DAG NOKKURN tók kunn- ingi minn þá furðulegu ákvörð- un, að hann skyldi herma hverja hreyfingu eftir syni sínum, sex mánaða gömlum. Þegar drengurinn skreið um gólfið, skreið hann við hlið hans, hann veifaði örmunum út í loítið, lyfti sér á hæl og hnakka, velti sér, lagðist út af <og reis upp aftur. Að hálftíma liðnum var hann orðinn slit- uppgefinn, en á barninu voru engin þreytumerki að sjá. . Þetta eru eins konar formáls- orð að þeirri staðhæfittgu minni, að barnið standi l'ull- orðnum framar, bæði að líkam- legu og andlegu atgervi.. Ég get sannað það. Jaínvel fyrir fæðinguná er langt frá því að barnið haldi kyrru fyrir. Læknar, sem hafa yfir nákvæmutn rannsóknar- tækjum að ráða, hafa komizí • að raun um, að það hóstar, hnerrar, geispar, sýgur fingur sína og hreyfir sig á margan hátt þegar í móðurlífi. Þeir telja sig jafnvel hafa heyrt það gráta. Barnshafandi kona full- yrti, að barnið tæki þátt í gleði sinni, er hún horfði á skemmtilegan sjónleik. Önnur kona kvaðst ekki mega nota þvottavél sína, þar eð fóstrið yrði svo hrætt við hávaðann í henni. Þá hafa læknar komizt að öðru ,sem einnig má telja merkilegt. Fóstrið þarf kalk- efna mjög við, og dregur það til sín kalkefni úr blóði móð- urinnar, hvort sem hún má við því að missa þann skerf eða ekki. Náttúran hefur gefið bariúnu þar forgangsrétt. Hins vegar miðlar það móðurinni oft ýmsum kirtlahormónum, og oft er það svo, að móðirin býr hezt að þeim ,,lífsnauðsynjum“ um meðgöngutímann. Kirtlar barnsins framleiða næg hor- mónaefni handa báðum. Þegar barnið fæðist starfar hjarta þess allt að þ.ví tvöfalt á við hjarta fullorðins manns. Rauðu blóðkornin í líkama þess telja sex milljónir, — einni milljón eða tveim meira en í líkama fullorðins manns. And- ardráttur þess er mun hraðari, efnaskiptingin í líkama þess örari. Fyrir bragðið er barnið hlaðið orku og vaxtarmagni. Líkami þess er ríkari af kalk- efnum, járnefnum, phosforsölt- um og fiörefnum heldur en lík- ami fullþroska manns. Fæðu- þörf þess er með fádæmum. Það þarf þrefaldan skammt af eggjahvítuefni á við fullorðinn mann, enda þrefaldar það þunga sinn árlega fyrstu árin. Dýfðu nýfæddu barni í vatn, ög það tekur þegar sundtökin, enda þótt hreyfingarnar séu ó- vissar. Því miður syndir það með höfúðið í kafi eins og fiskur. Dr. Myrtle McGraw, sem hefur einkum rannsakað þetta, segir, að börn eigi auð- veldast með að læra sund þeg- ar þau eru eins árs að aldri. Þá hafa þau ekki enn glatað þessu meðfædda sundeðli, og ekki tileinkað sér óttann við vatnið. Barnið þolir án meiðsla imargt það, sem fullorðnum manni er ofraun. Þú getur haldið því á lofti á öðrum arm- legg þess eða öðrum fæti, án þess að til vöðvatognunar komi. Það hefur styrkleika til að hanga á annari hendi, ef það nær taki á grein eða skafti. Það getur lifað án annarrar nær- ingar en vatns um langt skeið. í GREIN ÞESSARI, sem er eftir George Kent og þýdd úr Readers Digest, er skýrt frá ýmsum staðreyndum sem vísindamenn hafa komizt að varðandi eðli ungbarns- ins, og brióta margar beirra í bág við almennar skoðanir á bví sviði. Hæfileikinn að geta sogið er barninu mjög mikilsverður. Enda er það þeim hæfileika í ríkum mæli búið. Það á auð- veldara með að komast að geirvörtunni á móðurbrjóstinu vegna þess, hve haka þess er lítil. í kinnholi þess er fitulag, sem léttir undir sogið. Sog- hreyfing munnvöðvanna er barninu ósjálfráð fyrst í stað. Ef þú snertir efri vör barnsins með fingurgóm, myndar vörin þegar totu, eins og þegar það sýgur. Auk þess, sem áður er getið, hvað snertir hinn hraða hjart- slátt barnsins, blóðkornafjölda og hormónaauð, má geta þess, að það þiggur frá móðurinni ýmis efni, sem móívirk eru margvíslegum sýklum, og sem vernda það gegn mörgum sjúk- dómum fyrst í stað, enda þótt þau dugi því ekki til langframa. Tveggja vikna barn eða yngra fær ekki kvef, eða slíkt er að minnsta kosti mjög sjaldgæft. Jafnvel eldri börn eru mun ó- næmari fyrir kvefi heldur en fulJcrðnir. Þótt einkennilegt sé, erfir barnið venjulega ekki neir.a sýkla frá móður sinni, og kveður dr. Clement Smith, frægur sérfræðingur á þessu sviði, énn með öllu órannsakað mál, hvað ráði slíkri heppni barnsins. Aðdáunarverðasti hæfileiki barnsins er þó það, hversu vel því tekst að samlagast ytri að- stæðum þegar eftir fæðinguna. í móðurlífi hefur fósturvökv- inn verndað það gegn öllu hnjaski og skarkala. Svo mjúkt er leg þess í þeim vökva, að fyrir hefur komið að móðirin hlióti þungar byltur eða jafn- vel spörk, án þess að barnið fái nokkur meiðsl. Og svo fæðist barnið og er skyndilega ofurselt skarkala og hnjaski umheimsins, mismun Ijóss og myrkurs, hita og kulda. Áður hafði það legið í mjúkum fósturvökvanum, nú er því bú- inn beður í rúmi, mjúku .að vísu, en þó hörðu, saman borið við þess fyrri hvílu. Áður barst því fæðan úr blóði móðurinnar; nú verður það sjálft að neyta hennar. Áður hafði það lítt af ásókn sýkla að segja, nú sveima þeir umhverfis það í þúsunda- tali; áður þurfti það ekki að hafa fyrir því að anda að sér lífslofti, nú hamast litlu lung- un þess eins og físibelgur. „Það sætir undrun, að barn- ið skuli lifa af þessi snöggu um- skipti," segir dr. Leona Baum- gartner, sérfræðingur í barna- líffræði og starfsmaður hjá heilbrigðisráði New York borg- ar. En barnið er ekki aðeins sterkbyggt, heldur er það og gætt hyggindum, sem í hag koma. Það veit, ef það skortir eitthvað, og það veit einnig, hvernig það á að fara að því að fá fullorðna fólkið til þess að veita því athygli. Það hefur að- eins tvö ráð til þess að tjá um- heiminum vilja sinn: — brosið og grátinn. Brosið er því í fyrstu ósjálfráð vöðvahreyfing, en brátt veitir það því athygli, að brosið er verðmætur gjald- miðill í viðskiptum við full- orðna fólkið, sé því rétt beitt, og áður en nokkurn varir, er það farið að nota þessa vöðva- hreyfingu í hagsmunaskyni. Grátinn notar það á sama hátt, — til bess að kalla á mömmu sína eða pabba eða einhvern nærstaddan, og vekja athygli á því, að það sé svangt eða vott, eða vilji láta taka tillit til sín Þetta hvort tveggja sýnir og sannar, hversu auðvelt barnið á með að læra af reynslu sinni. Innan árs hefur barnið tileinkað sér þá tækni, sem enginn fullorðinn gæti numið á jafn skömmum tíma. Á þessu ári hefur það lært að skríða, standa, sitja og ganga. Áður en það er orðið tveggja ára hefur það lært ýmis orð á skotspón- um, lært að þekkja föður, móð- ur og aðra, sem daglega um- gangast það. Þetta er grund- völlur alls þess, sem það síðar á eftir að byggja upp með við- bótarnámi. „Ef fullorðinn maður gæti að sínu leyti numið jafnmikið á ári og ársgamalt barn, mundi hann vera álitinn undraper- sóna að gáfum og hæfileikum,“ segir Isabel Paterson. „Maðurinn þroskast eft'ir kerf- isbundnum reglum,“ segir dr. Arnold Gesell við Yaleháskól- ann. Þegar honum taka að vaxa tennur, lengist hakan fram og kjálkarnir styrkjast. Sömuleið- is þroskast meltingarfærin svo, að þau geti unnið næringarefni úr tormeltri fæðu. Þegar barn- ið fæðist, eru allir þeir vöðv- ar fyrir hendi 1 líkama þess. sem það þarf að nota til gangs. Það ber fæturna meira að segja til skrefs, þegar það er nokk- urra daga gamalt. Þú getur sannfærzt um það, ef þú lyftir kornbarni svo, að fætur þess nema rétt við gólfábreiðuna. Þú munt sjá, að það ber fæt- urna rétt til gangs. Enn skortir það jafnvægisskynjunina, en þegar hún er orðin nægilega Hún missti minnið í níu ár Það er góð ástæða fyrir því, að þessi fjölskylda er orðin ham- ingjusöm. Bóndinn heitir John W. Norton og þau búa í New Roehelle í Bandaríkjunum. Fyrir fjórum árum giftust þau, en frúin hafði þá ekki hugmynd um það, hver hún var og vissi. ekkert um fortíð sína. Hún hafði misst minnið 1940, en nú, níu árum seinna, hefur sálfræðingum tekizt að lækna hana og þún hefur fengið fullt minni á ný. Kom í Ijós, þegar hún fékk: minnið aftur, að hún var Emily nokkur Kobalanski, sem hafði horfið að heiman frá sér 1940 og ekkert til spurzt síðan. þroskuð, fer barnið að ganga. Sama máli gegnir um ýmsa aðra hæfileika. Þegar þeir á vissum tíma hafa náð vissu þroskastigi, ræður barnið yfir þeirri fullkomnun, er þeim fyigja. Hér gæti greininni lokið, en nú á ég raunar eftir að draga ályktanir af þessum staðreynd- um. Barnið er frá náttúrunnar hendi sterkbyggt, djarft og samvinnufúst. Það er vel undir það búið að mæta örðugleikum lífins. Við fögnum að sjálf- sögðu komu þess í þennan heim, og við unnum því hug- ástum. En samt sem áður er sú ást ekki laus við áhrif frá hinu gamla spakmæli, að „eng- inn verði óbarinn biskup1. Framkoma okkar við barnið er að flestu leyti mótuð af þeirri hneigð okkar, að venja það samkvæmt því, sem við teljum okkur þægilegast, án F.U.J. F.U.J. Áríðandi félagsfundur verður í Alþýðuhúsinu í Keflavík n.k. mánu dag,'3. ágúst, kl. 8.30. r; DAGSKRÁ: 1. Ræða: Eggert G. Þorsteinsson, frjálsar umræður. 2, Önnur mál, Að lokinni framsöguræðu verða verða friálsar umræður. Munið, áríðandi mál. Mætum öll. Stjórnin. Eggert G. Þorsteinsson. þess að við tökum þar tillit til vilja barnsins og óska. Við krefjumst þess, að þaÁlúti boði. okkar og banni. Við þvingum. það til að borða, þegar það langar ekki í mat, en þegar það er svangt, verður það» að bíða matmálstíma. Þannig er það á margan hátt. Þegar barnið ér orðið það gamalt, að það diríú.t að veita skipunum okkar mót- þróa, grípum við til okkar ráða. í bess stað ættum við að skoða 1 okkar eigin barm. Öil þessi boð og bönn eru okkar eigin uppfinning. Margaret Mead, kunnur mannfræðingur, hefur sagt frá kynstofni einum í Nýju Gineu, sem ekki bann- ar börnum eða neitar þeim um neitt, fyr en þau eru orðin sjö ára að aldri. Og í stað þess að vera óþekktarangar, verða börn þessi einstaklega hugljúf og þekk. Ég geri það ekki að tillögu minni, að við látum börn okkar algerlega sjálfráð, — en okkur ber að taka meira tillit til vilja þeirra og óska; þau vita oftast betur en við, hvað þeim er fyrir beztu. Þegar barnið grætur af svengd, ber það fram einlæga ósk. Magi ungbarnsins tæmist á tveggja klukkustunda fresii. Þá segir hungrið til sín, og sú tilfinning er ungbarninu sár. Börnin vita furðu vel hvað þeim hentar bezt. Gerðar hafa verið þær tilraunir að láta barnið sjálft velja sér fæðu. Það kom í ljós, að það valdi þá tegund, er því var hollust og næringarríkust, jafnvel þótt hún væri ekki jafn bragðljúf og aðrar. Ef þú<sannt barni þínu, þá gættu þess, að það er sjálfstæð vera, sem ber fram sínar kröf- ur og á heimtingu á, að tekiö- sé tillit til þeirra. Vera má, að það hafi dálítil óþægindi í för méð sér, — en þá átt þú líka goít barn og gott mannsefni. Útbreiðið AlþýSubiaðiðl

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.