Alþýðublaðið - 06.08.1949, Side 8

Alþýðublaðið - 06.08.1949, Side 8
Gerizt áskrifendur iað Alþýðubiaðinu. Alþýðublaðið inu á hverí heimili. Hringið í síma 4900 eða 4906. Laugardagur 6. ágúst 1949. Börn og unglingat* Allir vilja kaupa | ALÞÝÐUBLAÐIÐ Komið og seljið ALÞÝÐUBLAÐIÐ I ÍÞEÓTTABLAÐIÐ Sport, sem kom út í gær, skýrir frá því, og segist hafa áreiðan- legar heimildir fyrir, a'ð samningar séu í þann vcg- inn að nást milli frjálsí- þróttasambandsins hér og danska frjáisíþróttasam- bandsins um landskenpni í frjálsum íþróttum mi'.ii ís- lendinga og Dana, er fari fram hér í Eeykjavík næsta sumar fyrstu dagana í júlí. í Segir Sjjort enn fremur, að fulltrúar FEÍ haíi rætt i um þetta við formann ' danska frjálsíþróttasam- bandsins í Osló á döguimm, þegar keppni Bandarikj- anna og Norðurlandanna fór þar fram. Munu Danir faliast á að sleppa bæði 1.0 km hlauppi og 3000 m hindrunarhlaupi, en Islend- ingar aftur á móti sætta sig við það skilyrði af háifu Dana, að aðeins verði keppt í einu boðhlaupi, sennilega 1000 m. 1 JÚLÍMÁNUÐI fluttu flug- véiar flugfélags íslands sam- tals 6288 farþega, og hafa aldrei fyrr í sögu félagsins verið fluttir svo margir farþegar á einum mánuði og nú. Til sam-1 anburðar má geta þess, að í sama mánuði í íyrra ferðuðust alls 4614 farþegar með flugvél- um félagsins, en flestir far- þegar í einum mánuði voru áð- ur 5242 og var það í ágúst í fyrra. Þá má geta þess, að 30. júií voru fluttir 424 íarþegar, bæði innanlands og á milli | landa, og hefur félagið ekki áð ur flutt jafmnarga farþega á einum degi. Á innanlandsflugleiðum Flugfélags íslands hafa sam- tals verið fluttir 5312 farþegar í júlí, en á sama tíma í fyrra var farþegafjöldinn 4283. Þá hafa verið fluttar 5 smálestir af pósti í mánuðinum innan- lands og urn 11 smálesfir af öðrum flutningi. Millilandaflug hefur einnig verið óvenju mikið í júlí. Alls hafa verið fluttir 976 farþegar á milli landa í mánuðinum, og hafa aldrei áður ferðast jafn j margir farþegar til og frá ís- landi á einum mánuði með flug vélum félagsins. Áður höfðu flestir farþegar verið 693 í ein- Á myndinni sjást fulltrúar norrænu félaganna, er sátu fundinn í Reykjavík, er lauk á miðvikudaginn var. Á myndinni eru: Fremri röð (talið frá vinstri): H. Grieg, L. Ehrnroth, Stefán Jóh. Stefánsson, C. V. Bramsnæs og Malte Jacobsson. Aftari röð: Vilhj. Þ. Gíslason, Páll ísólfsson, Nils Hánninger, I-Ienry N. Bache, Arne F. Andersson, Guðlaugur Rósinki’anz, Fr. W. Wendt, Jón Eyþórsson og O. Hedegaard. t Fulltrúar norrœnu félaganna frúar frá ftlnisíni Notf9urlönttúniim í LOK FULLTRÚARÁÐSFUNDAR ANNA var stofnaður norsk-íslenzkur stofnfé sjóðsins að upnhæð 100 búsund skal verja til styrktar menninirarsambaiidi Fé sem sjóðurinn er stofnað- ur af, er frá Noregssöfnun- fleiri farþega i ru sinni fyrr um mánuði, og var það í ágúst í fyrra. Frá Reykjavík til út- landa ferðuðust í júlímánuði alls 496 farþegar með flugvél- um Flugfélags íslands, en til Re.ykjavíkur 480. Flestir far- þeganna fóru til Kaupmanna- hafnar eða 210. Til Prestwick og London fóru 144 farþegar og til Osló 113. Þá var flogið tii Færeyja í fyrsta skipti og fluttir þangað 29 farþegar. Til og frá útlöndum voru flutt 293 kg. af pósti í mánuðinum og 1228 kg. af öðrum flutn- ingi. í lok júlí höfðu fleiri farþeg- ar verið fluttir á milli landa en allt s. 1. ár. Samtals var búið að flytja 2871 farþega til og frá íslandi þann 1. ágúst, en til samanburðar rná geta þess, að á öllu árinu 1948 voru 1799 farþegar fluttir á rnilli landa á vegum Flugfélags íslands. Júlí mánuður hefur verið mikill annamánuður fyrir „Gull- faxa“, en hann hefur farið alls 25 ferðir á milli landa í mánuð- inum. Flugdagar í júlí voru samtals 30. Alls starfa nú rösklega 100 manns hjá Flugfélagi Islands, þar af eru 20 flugmenn, 19 vélvirkiar og 6 flugþernur. NOERÆNUFÉLAG- menningarsjóður, og er krónur. Sjóði hessurn fslands og Noregs. inni, en norrænafélagið í Nor- egi fékk til umráða all mikla upphæð af fé Noregssöfnunar- innar, og hefur áður stofnað norsk-sænskan og norsk-dansk an menningarjóð er á að þjóna sama hlutverki gagnvart við- komandi löndum, og norsk-ís- lenzki menningarsjóðurinn. í stjórn Norsk-íslenzka menningarsjóðsins eru Harald Grieg, H. Bache, Páll ísólfs- son og Guðlaugur Rósinkranz, og er hann formaður sjóðs- stjórnarinnar. Stjórn sjóðsins hefur ákveð- ið að fyrsta verk sjóðsins verði að bjóða hingað til lands hin- um víðkunna norska prófessor Francis Bull, til þess að halda hér nokkra fyrir lestra. -----------«---------- Eldur á Skólavörðu- sfíg 18 SLÖKKVILIDIÐ var í gær um kl. 17 kvatt að Skólavörðu- stig 18. Hafði þar kviknað' í kvistherbergi. Eldur var í legu- beklc í herberginu og blaða- bunka. Er talið líklegt að eld- urinn hafi kveiknað frá lampa er var í sambandi og fallið hafði niður á blöðin. Litlar skemmdir urðu á her- berginu sjálfu, en legubekkur- in nog blöðin brunnu. Skemmtiferðin SKEMMTIFERÐ Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur, sem ráðgerð var á sunnudag, fellur niður að þéssu sinni. Norrænt yrkisskólaþing hefst í Reykjavík n.k. miðvikudag Þinglö sitja 24B manns, þar af II® eilend- rr fulitrúar frá hiaum N©rÖurl©siduiium» NORRÆNT YRKISKÓLAÞING hefst hér í bænura mið- vikudaginn 10. ágúst og stendur hað yfir í fióra daga. Þingið sitja samtals 248 fulitrúar, bar af 78 frá íslandi; 63 frá Svíþjóð, 49 frá Danmörku, 39 frá Noregi, 10 frá Finn’andi og 9 frá Færeyjum. Meðan þingið stendur yfir verður opin sýning £ Listamannaskálanum, þar sem sýndar verða teikningar, handa- vinna og kennslubækur, sem kenndar eru í þeim skólum, er að þinginu standa, en það eru iðnskólar Norðurlanda, verzlunar- skólar og húsmæðraskólar, en á Norðurlöndum eru þessir skól- ar einu nafni nefndir yrkisskólar. Erlendu fulltrúarnir koma flestir flugleiðis hingað til lancls á þriðjudaginn með flugvélum frá A.O.A., en ör- fáir eru komnir áður og Fær- eyingarnir koma með Drottn- ingunni. I gær gaf Helgi Hermann Eiríksson skólastjóri og undir- búningsnefnd þingsins blaða- mönnum upplýsingar um til- högun þingsins, en hún verður í aðalatriðum sem hér segir: Á miðvikudaginn kl. 10 f. h. verður þingið sett í háskól- anum af forsætisráðiierra, Stefáni Jóhanni Stefánssyni. en síðan flytja kveðjur fulltrú- ar frá hverju landi og þjóð- söngvar Norðurlandanna vcrða sungnir. Enn fremur verður hljómlist. Hin almennu erindi þingsins verða flutt í háskólanum, en sjálft þinghaldið skiptist í þrjá aðalhluta: 1. fyrir iðnskólana, og fer það fram í Tjarnarbíó, 2) fyrir verzlunarskóla, og fer það fram í verzlunarskólanum og 3) fyrir húsmæðraskóla og verður það í baðstofu iðnaðar- manna. Þetta er fyrsta yrkisskóla- þingið, sem háð er hér á landi, og jafnframt mun það vera fjölmennasta norrænt þing, sem hér er háð. Fyrsta yrkis- skólaþingið var haldið í Stokkhólmi 1924, og hafa ís- lendingar átt fulltrúa á þing- unum frá upphafi, en þetta er sjötta þingið. Tilgangur þinganna er að ræða sameiginleg viðfangsefni í skólafræðslu í þessum skóla- deildum, þannig að skólakenn- ararnir í hverju landi geti lært hver af öðrum og samrýmt námsefnin eins og unnt er, þannig að námið verði sam- bærilegt í öllum löndunum. Telja íslenzkir skólakennarar í þessum fræðigreinum, er yrk- isskólaþingin fjalla um, að þeir hafi mikið lært af undan- gengnum þingum, og sé sam- vinna Norðurlandanna á þess- um sviðum mjög nauðsynleg. Auk skólastjóra og kennara yrkisskólanna sækja þingið frá hinum Norðurlöndunum nokkrir starfsmenn fræðslu- málaráðuneytanna og menn úr skólanefndum. Upphaflega var ráðgert að erlendu fulltrúarnir kæmu hingað á skipi og byggju um borð í því, en á síðustu stundu breyttist það, og varð undir- búningsnefndin hér því að út- vega öllum þátttakendunum herbergi. Sumir búa á Hótel Borg, allmargir á Flugvallar- hótelinu og Garði, enn fremnr á Hótel Vík og Skjaldbreið og loks búa 28 á einstökum heim- ilum hér í bænum. Meðan þingið stendur yfir mun fulltrúunum verða boðið í smáskemmtiferðir hér í ná- grenni Rej'k j avíkur, en um aðra helgi fara þeir heimleiðis. Á þinginu verður útbýtt yf- irliti yfir fræðslustarfsemi yrkisskólanna á Norðurlönd- um og hafa skólarnir hér látið prenta ágrip af því helzta, sem gerzt hefur hér í þróunarátt í þessum málum undanfarin ár. Hundruð Reykvík- inga með flugvélum á bjóðháííðina ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmanna- eyja stendur yfir þessa dagana, en hún var þar fyrst haldin þjóðhátíðarárið 1874, og síðan á hverju ári frá því 1901, nema tvö ár fyrri heimsstyrjaldar- innar. Þjóðhátíðin er jafnan haldin í Iierjólfsdal, en skmemtanir í sambandi við hana fara fram í samkomuhúsi bæjarins. Stend- ur hátíðin nú yfir í þrjá daga, föstudag, laugardag og sunnu- dag, venjulega snemma í á- gústmánuði. Búa bæjarmenn og gestir þeirra í tjaldborg, sem reist er í dalnum. Er þar oft glatt á Hjalla, söngur, ræðuhöld, brenna og fleira. Þá er og jafnan margvísleg í- þróttakeppni háð í sambandi við hátíðina. Á síðari árum hefur margt gesta úr Reykjavík sótt þjóð- hátíð Vestmannaeyja. Virðist sá gestafjöldi ætla að verða meiri nú en nokkru sinni fyrr, og hafa flugfélögin haft nóg með að anna þangað fólksflutn- ingi. Var flogið þangað 18 sinnum á fimmtudag frá Loft- leiðum og Flugfélagi íslands og álíka oft í gær.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.