Alþýðublaðið - 18.09.1949, Blaðsíða 1
VeÖijrhorfiirs
Sunnan og suðaustan gola.
Dálítil rigning eða súld, þeg-
ar líður á daginn.
Forustugreinj
Hin vonda samvizka gengis-
lækkunarpostulanna.
XXX. árgangur.
f»»esPBa
Sunnudagur 18. sept. 1949
210. tbl.
ronfo
Frambeð álþýðu-
Nýstárlegt veitingahús fyrir ökumenn
Nýlega var opnað í Los Angeles veitingahús fyrir ökumenn, sem myndin sýnir. Kassar ganga
eftir teinum frá eldhúsinu til bilanna. Fyrst kemur matseðillinn, ökumaðurinn pantar skrif-
lega og borgar, en síðan fær hann pöntun sína án þess að hrevfa sig úr bílnurn!
aiigiimgiiiiiiiiaeaigcGiiiiiiiiiiii
U
biðja um frið!
STJÓRN grísku upp-
reisnarmannanna liefur nú
óskað þess við grísku stjórn-
ina, að hún semdi frið í
borgarastyrjöldinni. Má af
þessu marka, að kommún-
istar telja þýðingarlaust að
halda grísku uppreisninni
áfram, enda munu Albanir
nú ætla sér að draga úr að-
stoð sinni við uppreisnar-
menn. Mun Kominform
telja þetta einu leiðina til
að bjarga einhverju af
gríska kommúnistaflokkn-
um. Ekki er vitað, hvernig
gríska stjórnin tekur í mála-
leitun þessa.
Bretar fé þrýsfilofls
sprengjuflugvélar
HENDERSON flugmálaráð-
herra flutti í gær ræðu á sýn-
ingu, sem haldin er í tilefni af
9 ára afmæli orustunnar um
Bretlar.d. Sagði hann, að Bret-
ar mundu innan skamms fá
nýjar þrýstilofts-sprengj uflug-
vélar, en þeir ættu nú þegar
Landvörnum skipt eftir svæðum
miili ellefu þátttökuríkjanna
------------------*-------
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atlantshafsríkjanna, allir nema
Bjarni Benediktsson, sátu í gær fyrsta fund Atlantshafsráðsins
í Washington. Stóð fundurinn aðeins eina klukkustund, og var
gengið frá skipan þeirrar samvinnu, sem samningsríkin ætla
að hafa með sér, en hún er ekki aðeins á sviði liermála, heldur
einnig í samrröngumálum og efnahagsmálum.
--------------------• Fundurinn fór fram í sama
., , , sal og sáttmálinn var undirrit-
Kommúmsfar missa
öll ítök meðal '
sænskra sjómanna
SJÓMANNASAMBAND Sví-
þjóðar hélt fyrir nokkru árs-
þing sitt, og fór kosning full-
trúa til þess þannig, að komm-
únistar biðu herfilegan ósigur.
Alls voru kjörnir 75 fulltrúar á
þingið og höfðu kommúnistar á
síðasta þingi 30 af þeim. Að
þessu sinni fengu þeir aðeins 2
kosna, en jafnaðarmenn fengu
alla hina, 73 að tölu. Eru áhrif
kommúnista í sjómannasam-
bandinu sænska með þessu
þurrkuð út.
beztu orustuflugvélar heims.
Fyrsta slík sprengjuflugvél er
„Canberra“ vélin, en fleiri og
betri koma á eftir.
aður. Thor Thors sendiherra
mætti fyrir hönd íslendinga,
en utarfríkisráðherrar hinna
ellefu ríkjanna.
Auk hermálanefndanna
munu fulltrúar Breta, Frakka
og Bandaríkjanna sitja í Wash
ington og koma saman bðru
hverju til að ræða landvarnir.
Varnir bandalagsins verða
skipulagðar í svæðum, eitt fyr-
ir Norður-Ameríku, annað
fyrir Norður-Evrópu, hið
þriðja fyrir Vestur-Evrópu og
hið fjórða fyrir Vestur-Mið-
jarðarhaf. Loks verða allar
þjóðirnar í svokallaðri Atlants
hafsnefnd, sem mun fj.alla um
samgöngur og fleira skylt, en
það er eina nefndin, sem ís-
lendingar eiga sæti í.
Fulltrúar bandalagsríkjanna
höfðu fjallað um skipulag
þessara mála fyrir fundinn i
Washington í gær, og gekk
miklu fljótar að afgreiða mál
þetta en búizt var við. Ráð
bandalagsríkjanna mun koma
saman einu sinni á ári.
Farþegaskipið „Var-
onic”, með 700
farþega um borð,
brann í höfninni
TÆPLEGA 200 manns!
fóru'st í gær, er farþega- í
ökipið „Naronic“ brann á;
!h'öfninn.i í Toronto í Kan-
ada. Kcen eldurinn upp
snemma morguns, er flest
ir farþeganna, sam voru í
síkemmtiferð, voru í fasta
Isvefni. Lá skipið við
bryggju, og margir gátu
komizt í land, en áðrir
'hentu sér í sjóinn. Alls
um. 700 manns, farþegar
og áhöfn, í skipinu.
„Nai-onic“ er 7000 smálesta
skemmtiferðaskip, sem flutt
hefur ferðamenn um vötnin
miklu, sem liggja á landamær-
um Kanada og Bandaríkjanna.
Hafði skipið tekið farþegana,
sem flestir voru Bandaríkja- i
menn, í Cleveland við Erie-!
vatn, en Toronto stendur við
Ontariovatn og er skipgengt á
milli vatnanna.
Skipið lá í höfn, sem áður
getur, er eldurinn kom upp i
borðsal þess. Breiddist hann
fljótlega út til farþegaklef-
anna. Síðustu fregnir í gær-
kvöldi hermdu, að tæplega
200 hefðu farizt, en 60 verið
fluttir í sjúkrahús, sumir
þeirra alvarlega brenndir.
Starf brunaliðsins gekk mjög
illa, þar sem erfitt var að kom-
ast að eldinum.
Kanadiska stjórnin hefur
fyrirskipað rannsókn á slysi
þessu, sem er hið hörmuleg-
asta er fyrir hefur komið á
amerísku vötnunum í meira en
100 ár. Forsætisráðherra Kan-
ada, St. Laurent, hefur sent
aðstandendum hinna látnu
samúðarkveðj u.
----------»----------
Feiri jáiningar á
samsærum og land-
ráðum í Budapest
TVEIR hinna ákærðu í Bu-
dapest hafa nú bætzt við þá,
sem játað hafa á sig samsæri
og morðfyrirætlanir. Er annar
þeirra fyrrverandi herforingi,
sem sagði frá því, að hann
hefði stjórnað samsæri í sam-
bandi við Júgóslava, og var
ætlunin að taka fasta og myrða
ráðherra landsins. Áttu Júgó-
slávar að sjá fyrir hermönn-
um, klæddum ungverskum
, búningum.
Pétur Halldórsson.
FRAMBOÐ Alþýðuflokksins
í Norður-Múlasýslu hefur nú
verið ákveðið. Verður listi
flokksins þar skipaður þannig:
Þorsteinn Sveinsson, liéraðs-
dómslögmaður, Reykjavík.
Pétur Halldórsson, deildar-
stjóri í Tryggingarstofnun rík-
isins, Reykjavík.
Sigurðnr Sigfússon, verka-
maður, Vopnafirði.
Sigurður Ragnar Sigurðsson,
sjómaður, Vopnafirði.
Hinn maðurinn, sem játaði,
var fyrrverandi sendifulltrúi í
Júgóslavíu.
Tito hefur nú sagt um rétt-
arhöldin ‘í Budapest, að þau séu
til þess gerð að sverta Júgó-
slava, en þeir muni berjast
gegn óvinum sínum í Ung-
verjalandi eftir mætti.
Fundur í Washingion
UTANRÍKISRÁÐHERRAR
Frakka,. Breta og Bandaríkja-
manna, þeir Schuman, Bevin
og Acheson, komu saman á
fund í Washington í gærkveldi
og ræddu málefni Austur-As-
íu. .^S