Alþýðublaðið - 18.09.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.09.1949, Blaðsíða 4
titgefandl: Alþýffuflokknrinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt GröndaL Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan hX Hin vonda sam- vizka gengislækk- unarposiuianna EINS OG MENN VITA var það ekki ætlun Framsóknar- flokksins, að leggia það undir dóm þjóðarinnar við kosning- ar, hvort gengi krónunnar skyldi lækkað. Krafa Fram- sóknarflokksins í ríkisstjórn var sú, að „allsherjarniður- færsla eða gengislækkun“ yrði framkvæmd að þjóðinni forn- spurðri og kosningar síðan ekki látnar fara fram fyrr en næsta sumar. Þjóðin átti með öðrum orðum ekki að fá neitt tækifæri til þess að láta vilja sinn í ljós varðandi þetta stór- mál, sem afkoma allra alþýðu- heimila í landinu veltur ó. En þetta fór öðruvísi, en til var ætlast. Alþýðuflokkurinn neitaði að fallast á niður- færslu- eða gengislækkunar- kröfu Framsóknarflokksins, og þar sem Framsóknarflokkur- inn hafði hótað að rjúfa stjórn- arsamstarfið, ef ekki yrði á kröfur hans fallizt, og heimt- aði nú að stjórnin öll segði af sér, var þing rofið og nýjar kosningar ákveðnar. Þar með var Framsóknarflokkurinn til neyddur, að leggja gengislækk unarkröfu sí’ia undir þjóðarat- kvæði; og það fer ekki hjá því, að kosningarnar hljóti að snú- ast að mjög verulegu leyti um hana. ❖ Það er auðséð á Tímanum, aðalblaði Framsóknarílokks- 'ins, síðan, að forustumönnum þess flokks þykir sú aðstaða, sem þeir hafa þannig komizt í, ekkert þægileg. Þeir eru þeg- ar í upphafi kosningabaráttunn ar staðnir að því, að hafa ætl- að að lækka gengi krónunnar án þess þjóðin væri að spurð; og samvizkan er því ekki meira en í meðallagi. Því er nú Tím- inn svo að segja daglega lát- inn reyna að bera eitthvað í bætiflákann fyrir Framsókn- arflokkinn helzt með alls kon- ar hálfyrðum og dylgjum um það, að Alþýðuflokkurinn sé ekkert betri. Þannig er því hald ið fram í Tímanum einn dag- inn, að það muni áreiðanlega ekki standa á Alþýðuflokknum, að vera með gengislækkun eít- ir kosningar; en hipn daginn er fullyrt, að Alþýðuflokkurinn sé þegar fyrir löngu búinn að lækka gengi krónunnar með tollum og öðrum álögum! Það þarf svo sem ekki að spyrja að því, að allur hefur þessi þvættingur Tímans, geng islækkunarblaðsins, um Al- þýðuflokkinn verið tugginn upp af miklli kostgæfni í Þjóð- viljanum. ❖ Það er ekki ný saga, að hinn seki reyni að afsaka sig með því, að ásaka aðra, eins og Tíminn gerir í þessu rnáli. En um afstöðu Alþýðuflokksins til ALÞÝBUBLAÐIC___________ •:. Sunnudagur 0L8. sept. 1949 gengislækkunar eftir stríðið er gvo vel kunnugt, að ósköp er hætt við því, að rógur Tímans beri lítinn árangur. Þao er nefnilega alls ekki í fyrsta sinn nú, sem gengislækkunarpnst- ularnir í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum eru með kröfur uppi um það að ,,leysa vandamálin", eins og þeir kalla það, með niðurskurði krónunnar og stórkostlegri skerðingu á lífskjörum alþýð- unnar í landinu. Hvað eftir annað hafa slíkar kröfur ver- ið bornar fram, en Alþýðu flokkurinn ávallt neytt aðstöðu sinnar í ríkisstjórn til þess að kveða þær niður. Sá flokkur, sem í tvö ár hefur þar.nig hald- ið gengislækkunarbröskurun- um niðri, verður ekki með neinum líkindum sakaður um það, að hyggja á gengislækkun eftir kosningar. En svo ómerkilegar, sem slíkar aðdróttanir Tímans, gengislækkunarblaðsins, eru, þá er hin afsökunin þó sízt betri, — að Alþýðuflokkurinn sé þegar búinn að framk'.æma gengislækkun með' tollum og öðrum álögum! llver hefur yf- irleitt heyrt annað eins rugl og það, að tollaálögur séu sama og gengislækkun? Það hefur að minnsta kosti ekki heyrzt annars staðar á Norðurlöndum eða á Englandi, að ^ramkvæmd hafi verið gengislækkun þar. þótt einnig þav hafi orðiö að auka ýmsar tollaálögur eftir stríðið til að afla fjár til dýr- tíðarráðstafana. Blekkingar Tímans í þessu efni verða sérstakiega augljós- ar, þegar athugaður er munur- inn á því, hvar þeir tollar, sem af illri nauðsyn hafa verið hækkaðir hér á landi upp á síð- kastið, koma niður, og hvernig gengislækkun myndi verka, ef til kæmi. Hinir auknu tollar hafa, að yfirlögðu ráði, yfir- leitt ekki verið lagðir á nauð- synjavörur almennings, heldur á ýmsan munað og braskvör- ur, og því verið greiddir af þeim stéttum þjóðarinnar, sem fullkomlega eru til þess færar. En gengislækkun myndi, ef til kæmi, hækka verðlag á öllum innfluttum vörum, þar rneð brýnustu nauðsynjavörum al- mennings, og því koma með fullum þunga niður á verka- lýðnum og launastéttunum, sem gengislækkunarpostular beggja íhaldsflokkanna vilja samtími.s banna öll bjargráð með því, að lögbinda kaup- gjaldið! * Skrif Tímans um gengis- lækkunarmálið eru því ekkert annað en vottur hinnar vondu samvizku gengislækkunarpost- ulanna í Framsóknarflokknum, annars vegar, og ómerkileg til- raun hins vegar til þess að af- saka þá með því að ásaka aðra. Slík blekkingaskrif eru svo gegnsæ, að þau munu engan árangur bera. Forustumenn Framsóknarflokksins og þeir, sem sama sinnis eru, þurfa því ekki að hugsa til þess, að beir fái við kosningarnar umflúið þann dóm, sem þjóðin hefur þegar í huga sínum kveðið upp yfir gengislækkunarbrösk- urunum. — Snádómar um úrslitin. — Um hvað er kosið? Framboðslistarnir við kosningarnar í Reykjavík. ÞEGAR ÞETTA er ritað hafa allir flokkarnir að kommúnist- um undanteknum, ákveðið lista sína við kosning'arnar hér í Reykjavík 23. október. Nokkr- ar breytingar eru á listunum frá síðasta framboði — gera má ráð fyrir að einnig verði brevt- ingar á lista kommúnista, ef þeir þá koma lista sínum sam- an, en það gengur erfiðlega, enda er sundurlyndi í flokkn- um, sprottið öðrum þræði af skoðanamismun og hinum af persónulegum metnaði. ÞAÐ SÝNIR BEZT hve Reykjavík er orðin stór borg, að yfir 33 þúsundir manna eru á kjörskrá hér. Alveg má gera ráð fyrir að um 26 þúsundir neyti kosningarréttar síns og verður listi þá að fá allt að 3500 atkvæði til þess að koma manni að. Þrír listar munu fá menn kosna, Alþýðuflokkur menn kosna, Alþýðuflokkur- inn, kommúnistaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Fram- sóknarflokkurinn fær engan kjörinn. Flokkurinn fékk helm I ing þess atkvæðamagns, sem nú Talnagrillur tapandi flokks þarf, við síðustu kosningar, hann hefur tapað fylgi frá þeim íma, en vinnur kannske nokk- uð af því aftur vegna framboðs- ins. ÉG SÉ að nú spá menn mjög djarflega um úrslit kosning- anna, og eitt blað, að minnsta kosti, hefur birt spádóma um úrslit í öllum kjördæmum. Við síðustu kosningar bætti Alþýðu flokkurinn við sig langmest allra flokka, eða allt að 40% af fyrra fylgi sínu. Átti flokkur- inn þó þá við mikla örðugleika að stríða hafði sundrast og 'ekki yfirunnið sundrungina, en and- stæðingarnir hörmuðu á því leynt og ljóst, að hann væri „dauður flokkur11. Þá réðu kommúnistar einráðir yfir verka lýðshreyfingunni og notuðu hana eins og þeir máttu í kosn- ingabaráttunni. NÚ ERU HRÓPIN um „dauða flokkinn" þögnuð. í staðinn hrópar nú hersinginn að flokkurinn sé „pínu lítill flokk- ur“, svo að eittthvað hefur skol azt til í grautarhausunum frá síðustu kosningum. Það mun þó sannast að mjór er mikill vís- ir, og að Alþýðuflokkurinn mun enn bæta við sig mest allra flokka, verða stærri en Komm- únistaflokkurinn og ná allt að kjósendafylgi Framsóknar- flokksins. MORGUNBLAÐIÐ hefur flutt lesendum sínum þann boð- skap, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði fengið hreinan meirihluta á alþingi síðasta kjörtímabil, ef 411 kjósend- ur Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins í 8 tilgreind- um kjördæmum hefðu greitt frambjóðendum hans atkvæði við kosningarnar 1946. Er síðan tilgreind atkvæðatalan, sem íhaldið vantaði í hverju þessara kjördæma, en þagað yfir nöfnum frambjóðend- anna, sem féllu, flestir við harla lítinn orðstír, og er það kurteisi út af fyrir sig. Er Sigurður frá Vigur harla kampakátur yfir þessari hug- dettu sinni, sem hann hefur komið á framfæri bæði í Vesturlandi og Morgunblað- inu, og sannast mætavel á honum í þessu sambandi, að lítið gleður vesalan. ÞESSI KJÁNASKRIF Sigurð- ar Bjarnasonar missa að sjálfsögðu gersamlega marks. Sannleikurinn er sem sé sá, að íhaldið mátti þakka fyrir, að þingmenn þess urðu ekki 8 færri en raun varð á eftir síð- ustu kosningar. Ef 503 kjós- endur þess í Gullbringu- og Kjósarsýslu, á Seyðisfirði, í Norður-ísafjarðarsýslu, Snæ- fellsnessýslu, Dalasýslu, Barðastrandarsýslu, Austur- Húnavatnssýslu og á Akur- eyri hefðu greitt frambjóð- enduði Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins at- kvæði, myndi sem sé þessi röskun hafa átt sér stað. Hvað Alþýðuflokkinn varðar, lítur dæmið þannig út, að ef 271 fyrrverandi kjósandi Sjálfstæðisflokksins í Gull- ‘ bringu- og Kjósarsýslu, 67 í Norður-ísafjarðarsýslu og 22 á Seyðisfirði hefðu greitt honum atkvæði, myndu þeir Olafur Thors, Sigurður Bjarnason og Lárus Jóhann- esson hafa fallið fyrir fram- bjóðendum A.lþýðuflokksins. Þróunin í viðkomandi kjör- dæmum stefnir líka hratt í þessa átt. Alþýðuflokkurinn bætti við sig 432 atkvæðum í Gullbringu- og Kjósarsýslu, en Sjálfstæðisflokkurinn að- eins 283 atkvæðum. í Norð- ur-ísafjarðarsýslu bætti Al- þýðjuflokkurinn við sig 96 atkvæðum, en Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði 51, og á Seyðisfirði jókst fylgi Alþýðu flokksins um 28 atkvæði, en 14 fylgismenn Sjálfstæðis- flokksins heltust úr lestinni. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í 6 af þeim 8 kjördæm- um, sem Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gátu gert sér vonir um að vinna af honum við síðustu kosningar, en hins vegar jók hann aðeins fylgi sitt í 3 af þeim átta kjördæmum, sem Morgunblaðið og Vesturland tala um, að hann hefði getað unnið haustið 1942. í 5 af þessum kjördæmum fækkaði íhaldskjósendunum og í sum um meira að segja verulega, enda þótt hér sé yfirleitt um fremur fámenn héruð að ræða.. SATT AÐ SEGJA er það hlægilegt, þegar Morgun- blaðið og Vesturland eru að burðast við að reyna að telja lesendum sínum trú um, að það hafi munað minnstu, að Sjálfstæðisflokkurinn ynni Vestur-ísafjarðarsýslu og ísa- fjörð 1946. í Vestur-ísafjarð- arsýslu var Ásgeir Ásgeirsson , sem sé kjörinn með 406 at- kvæðum og jók fylgið um 22 atkvæði frá því 1942, en frambjóðandi íhaldsins fékk 264 atkvæði og tapaði 86 at- kvæðum frá kosningunum 1942. Á ísafirði var Finnur Jónsson kjörinn með 713 at- kvæðum og bætti við sig 85 atkvæðum frá 1942, en fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins varð að sætta sig við 564 at- kvæði. Það er því í meira lagi furðuleg talnaspeki, þeg- ar banamaður boðorðanna, Sigurður frá Vigur, er að halda því fram, að Alþýðu- flokkurinn hafi staðið höllum fæti í viðureigninni við í- haldið í þessum kjördæmum. ÚT AF FYRIR SIG er það tal- andi tákn um lýðræðisást í- haldsins, að það ætlast til að fá hreinan meirihluta á al- þingi, þótt aðeins þriðjungur kjósenda greiði því atkvæði og fylgi þess hnigni með sér- hverjum nýjum kosningum. En um þetta þarf ekki að ræða, því að enginn mun ætl- ast til þess, að fyrirbrigði á borð við Sigurð Bjarnason beri lýðræðið fyrir brjósti. Til hins ætti að mega ætlast , af manni, sem átt hefur sæti á alþingi og túlkar skoðanir stærsta stjórnmálaflokks landsins í aðalmálgagni hans, að hann hugsi og skrifi eins og vitsmunavera. ATKVÆÐIN, sem falla hér í Reykjavík á Framsóknarflokk- inn verða eins og alltaf áður ó- nýt atkvæði. Listinn nær áreið anlega ekki nema helmingi þess atkvæðamagns sem þarf til þess að koma manni að, og atkvæðin verða flokknum sjálf um ónýt vegna þsss að hann hefur enga möguleika til þess að fá uppbótarsæti. ATKVÆÐIN, sem greidd verða kommúnistum eru ónýt á annan veg, þeir eru dæmdir verða kommúnistar eru dæmlir úr leik. Engum hinna stjórn- málaflokkanna dettur í hug, að þeir séu samstarfshæfir. Það er því ekki rétt af launþegum eða verkalýðssinnum að henda at- kvæðum sínum á þann flokk. Það er í raun og veru kosið um valdahlutföllin milli hinna þriggja flokkanna — og kjós- endurnir eiga um það að velja, hvort þeir vilja styrkja aðstöðu Alþýðuflokksins í mögulegu stjórnarsamstarfi eftir kosning- ar, eða þeir vilja auka aðstöðu- afl Sjálfstæðisflokksins og Fram sóknarflokksins. EFTIR AÐ báðir síðarnefndu flokkarnir höfðu gefizt upp við að mynda lýðræðisstjórn í land ínu fyrir tveimur árum, fól for- setirin Alþýðuflokknum starfið. og það tókst. Síðan hefur Ai- þýðuflokkurinn gert mögulegt samstarf þriggja lýðræðisflokk- anna, en án hans atbsina hefði samstarfið verið óhugsandi. rrrr^Tv?vTrríTrrvT^^ Lesið AlþýðubSdðið! ÞAÐ ER HÆGT að deila urn hvernig einstök mál hafa tekizt síðan stjórnin tók til starfa. En það verður ekki hrakið, að tek- izt hefur að mestu að vernda af- komu almennings, að atvinnu- (Frh. af 5. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.