Alþýðublaðið - 05.10.1949, Side 6
ALÞÝÐUBLAÐ!Ð
Miðvikudagur 5. október 1949
Tveggja til þriggja herbergja
Ebúð
óskast til leigu hið fyrsta.
Upplýsingar í síma 4901 og 3980.
Frú Dáríður
Dulheims:
Á ANDLEGUM VETTVANGI
Ég kom í bæinn í gær. Mikið
getur það verið dásamlegt að
koma hsim í blessaðan hita-
veituylinn og rafljósadýrðina,
þegar maður hefur dvalið sum-
arlangt við hin frumstæðustu
lífsskilyrði, eins og maður verð-
ur víðast hvar við að búa í sum-
arbústöðunum. Og enda þótt
það sé auðvitað dásamleg kyrrð
og friður við hið heita hjarta
náttúrunnar og lífsstraumarnir
hvergi sterkari en þar, er nú
samt alltaf eitthvað svo notalegt
við blessaða sívilasjónina og
menninguna.
En hvers vegna er fólkið þá
að fara í sumarbústaði, mun
einhver kannski spyrja. Ég
held nú að það sé frummann-
eskjan í manninum, sem því
veldur og ræður. Því er nú
nefnilega þannig farið, að fyrir
utan það að manneskjan er
bæði líkamleg og sálræn, er
hún líka tvöföld að öðru leyti,
.— hún er bæði frummann-
eskja og menningarmanneskja.
Það er að segja frummanneskj-
an er innan í, eða innan undir
menningarmanneskjunni, og
gægist svo stundum fram.
Einkum held ég að henni hætti
við að gægjast fram á vorin;
það eru vitamínin í sólinni og
lífsstraumarnir, sem æsa hana
upp. Og þá lagnar hana út í
sveitina og hundsar öll mótmæli
menningarmanneskjunnar. •—
Þetta held ég nú að sé orsökin,
þegar fínar frúr, — því að fínar
frúr eru líka frummanneskjur
innan undir. — sem ætla af
göflunum að ganga ef ísskápur-
inn eða hrærivélin klikkar í
nokkra daga, vilja ólmar kom-
ast út í náttúruna á vorin; út í
sumarbústaðina, þar sem þær
hafa hvorki rafmagn né mið-
stöðvarhita; þar sem þær búa
bókstaflega við sömu lífsskil-
yrði og formæður þeirra áður
fyrr meír.
En svo þegar tekur að hausta,
— þegar lífsstraumarnir og
vítamínin fara að fjara út í
náttúrunni, — þá bíður frum-
manneskjan ósigur fyrir menn-
ingarmanneskjunni, og þá er
stefnan tekin aft-ur í bæinn, til
lífsþægindanna og sívilsjónar-
innar. Þetta er nú mín skýring
á máiúnum, og ég ætlast til
þess, að hún sé nokkurn vegiim
rétt.
Ég mun nú reyna að halda á-
fram með bókina, — um ætt
Englandskonunga, — ég veit
samt ekki hvort ég kem henni
út fyrir jólin. Ég er helzt að
hugsa um að hafa aftast í bók-
inni útdrátt á ensku úr því, sem
fyrir framan útdráttinn er sagt.
Ég hef heyrt að þetta sé venja
með öll vfsindarit, og að þau
þyki eiginlega , ekki verulega
fín, nema með útdrætti á ensku.
Þetta tefur kannski dálítið út-
komu bókarinnar, en raunar
þarf víst ekkí að vanda ensk-
una á útdrættinum sérlega; sá
kafli er víst hvort eð er fyrst
og fremst ætlaður íslendingum,
sem aldrei lesa hann, en kaupa
samt bókina fyrst og fremst
hans vegna.
Jæja. Ég hef ekki neitt fleira
við ykkur að segja í bili. Ég er
eins og tvískipt, — ekki lengur
frumstæð sumarbúsíaðakona og
ekki enn fyllilega sivilséruð
kaupstaðarkona. Svona eru for-
lögín. Það er ekki fyrir nokk-
urn mann að botna í þeim.
í andlegum friði.
Dáríður Dulheims.
NAOMI JACOB
GAMLAR SYNÐÍR
elsku Oliver — þú mátt aldrei
láta hann vita neitt.“
„Nei — því lofa ég, Yo-
landa.“
,,Og þú, ég á ekki við, að
þú hlífir honum — en þú gerir
allt, sem þú álítur skynsam-
legt og heiðarlegt til að tryggja
það, að hann komi heill heim-;“
Allt í einu grúfði hún andlit
sitt í höndum sér, og hann
heyrði hana hvísla;
„Guð minn góður — ef eitt-
hvað kæmi fyrir Nino!“
Hann stóð á fætur og gekk
til hennar. Hann hallaði sér á-
fram og tók í hönd henni. Hún
sneri sér við og leit á hann.
Hann sá tárin glitfa í augum
hennar, og hann laut niður að
henni og kyssti á augu hennar,
eins og hann hafði gert fyrir
mörgum árum í Vicenza.
„Elsku, yndislega Yolanda,"
hvíslaði hann. „Ég skal gera
allt, sem í mínu valdi stendur.
Ástin mín, ef allt hefði vefið
öðru vísi. Þú kemur mér til að,
harma það, sem hefði getað
skeð. Ég minnist draums ——
yndislegs draums — sem mig
dreymdi einu sinni. Má ég
koma aítur og heimsækja
þig?“
Hún hafði náð stjórn á sér
aftur, og honum fannst, að hún
væri aftur farin að fjarlægjast
hann og nú væri enn á ný —
djúp staðfest milli þeirra.
„Já,“ sagði hún. „En við
verðum að vera skynsöm. Við
megum aldrei tala oftar um
þetta, annars er hætt við, að
við færum að haga okkur -— of
gáleysislega.. Ó, ég veit, hve
auðvelt væri að hverfa aftur
til hinna fögru, ljúfu og dásam-
legu minninga, en — það væri
— heimskulegt, heimskulegt —
heimskulegt! Við verðum að
varðveita þetta leyndarmál —
ekki einungis fyrir Nino —
heldur sonum þínum tveimur,,
dóttur þinni og — elskan mín
— fyrir konuni þinni. Við
myndum verða varkár í fyrstu,
en síðan yrðum við kærulaus-
ari, og einn góðan veðurdag,
þegar við værum ekki á verði
— þegar við værum ekki var-
kár — gæti allt komizt upp og
við hfíðun svtkið sjálf okkur.
Segðu, að þú skiljir þetta, Oli-
ver.“
„Ég skil. Ég skil að þú ætlar
að hafa vit fyrir okkur báðum.
Ég skal vera hlýðinn — því
lofa ég.“
Aftur laut han niður að
henni og kyssti hana, og hann
fann, að hún þrýsti vörunum
að vanga hans. Hún ýtti hon-
.um frá sér mjög blíðlega og
hvíslaði:
,;Þetta verður að vera í síð-
asta skipti -—• allra síðasta •—•
elskan mín. Nú verður þú að
faná. Það er ekki talið veru-
Ieg| virðulegt að sitja of lengi
á tali við brezkan — eða ann-
arrar þjóðar —- offursta11.
m* V. KAFLI
I.
Paö var gaman í Róm sum-
ar^j-1944. Fyrir kom, að hit-
ingLvarð helzt til mikill eða
.að*§rtnsleysið olli erfiðleikum.
Jfengjjgfirleitt var lífið ánægju-
•- MmreT' var ákai’lega önnum
É'^ín — of önnuin kaíinn til
flpaMg&B gefa einkamálúm sín-
'Mí^?;gaum. Hann var nauð-
ður til að leggja þau alveg
una, svo að hann gæti ein-
j sér að starfi sínu. Aðeins
þe§§f hann hafði lokið dags-
ve^j sínu lét hann eftir sér að
h&á sér aftur á bak og leiða
hi^gsmn að þeirri opinberun,
se^|Yolanda hafði boðað hon-
uzSgy.Og stundum, þegar Gra-
digjp kom til hans, til þess að
lej|fi ráða, athugaði hann hann
v^dlega — nánast með á-
fergju. Þessi maður var sonur
h®s — elzti sonur hans. Því
olpir, sem fundum þeirra bar
sjgjSan, því meiri mætur fékk
iyer á þessum unga manni.
n var duglegur, rækti
sín af skyldurækni og
ðmennsku og var vinsæll
brezku liðsforingjunum.
ÉjSn reyndi aldrei að státa af
ferni sínu eða augljósum
fum. Framkoma hans
art yfirmönnum sínum
prúðmannleg, en án alls
dýndis. Jafnvel Patterson
ekki orða bundizt við
£t,Það er eittnvað við þennan
nffftnga, sem fær mann til að
becá virðingu fyrir honum,“
s^ði hann.
jgmt sem áður hafði hann
;Íá kýmnigáfu, því að hvað
annað heyrði hann Ninb
,yið liðsforingjana, félaga
og heyrði þá hlæja að at-
hugasemdum hans og hnyttn-
um svörum. Hann trúði stað-
fastlega á áform Breta og
Bandaríkjamanna um að reisa
Italíu við aftur. Oliver heyrði
hann hvað eftir annað óska
þess, að bandamenn færu með
umboðsstjórn á Ítalíu um
nokkurt árabil.
„Itölum myndi áreiðanlega
gremjast það — jafnvel þótt
það væri mögulegt, sem ég ef-
ast mjög um,“ sagði Oliver.
„Herra offursti,“ svaraði
Gradisco. „ítalska þjóðin er
algerlega utan við sig og ringl-
uð. Hún er sundruð af stjórn
Badoglios, leifum fasistanna
og Þjóðverjanna fyrir norðan.
í lok þessa stríðs verður Ítalía
í rústum og miklu af fegurð
hennar tortímt. Hún þarf þá
á öruggri og styrkri, en rétt-
látri hönd að halda, til að rétta
sig við. Hún myndi bjóða vel-
komna — held ég — og ég er
föðurlandsvinur — hún myndi
bjóða velkomna þá stjórn, sem
yrði fær um að hjálpa henni
til þess. Hún hefur búið svo
lengi við myrkur fasistanna,
að hún verður rugluð og jafn-
vel dálítið óstöðug, þegar hún
allt í einu sér dagsljósið. Þér
vitið, hvernig þær plöntur líta
út, sem vaxa í myrkri.“
Hvað eftir annað, þegar Oli-
ver horfði á hann og hlustaði
á hann tala af ákefð, fannst
honum sem hann sæi og heyrði
sjálfan sig fyrir tuttugu og sjö
árum. Á hverjum degi upp-
götvaði hann — sérstakan tals-
máta eða einkennandi hreyf-
ingu, sem svaraði algerlega til
hans sjálfs. Hann velti því fyr-
ir sér, hvers vegna enginn
hefði-tekið eftir þessu.
Gradisco var léttlyndur, en
hann gat líka verið alvarlegur,
þegar hann var niðursokkinn í
hugsanir sínar eða þegar hann
tók þátt í .kappræðum. Hann
var furðulega vel lesinn, og
Bladon sagði kvöld nokkurt
við Oliver, eftir að hafa rætt
við Gradisco:
„Hertoginn okkar er ekki
lengi að kveða mig í kútinn.
Drengurinn er alls staðar
heima — í sögu — vísindum —-
bókmenntum — og hljómlist!
Guð minn góður — sá er nú
vel að sér! Heldurðu, að allir
þessir ítölsku náungar séu
svona vel menntaðir, eins og
hertoginn?11
Hann sá Yolanda mjög
MYNDASAGA ALÞÝDUBLAÐSINSi
ÖRN ELDING
ÞARNA er þá kominn fanginn, sem þeir rákust á niðri í afkimanum, magnþrota og vesæll, — en skap mikill engu að síður. Þegar hann kemst að raun um,-
að þetta eru ekki böðlar hans, rénar honum ofsin n, og svo fer, að hann leyfir þeim félögum að leið a sig á brott.-