Alþýðublaðið - 25.10.1949, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.10.1949, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur að Alþýðublaðinu. Alþýðu'blaðið inn á hvert heimili. Hringið í síma 4900 eða 4906. Þriðjudagur 25. október 1949 Börn og unglingar. Kamið og seljið ALÞÝÐUBLAÐIÐ ; Allir vilja kaupa ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ný framhaldssaga Aiþýðublaðsins Dagur sameinuðu þjóðanna í gær s,Sapphos$ eftir AI- phonse Daudeí. NY FRAMHALDSSAGA hefst í Alþýðublaðinu í dag. Heitir hún „Sappho“ og er eftir Alphonse Daudet, einn af hinum frægu skáldsagnahiif- undum Frakka á síðari hhiía nítjándu aldar. ,.Sappho“ er meðal allra beztu skáldsagna Daudets, enda þegar fyrir löngu þýdd á fiest Evrópumál. Hún er saga um ævintýrakonu í París og ástríðufullar ástir, sem við hana eru bundnar. Munu allir lesendur blaðsins fylgjast af athygli með þessari sögu frá upphafi til enda. Maður fellur í stiga og bíður bana Dagur saméinuöu þjóðanna var hátíðlegur haldinn víðs vegar um heim í gær, en þá voru fjögur ár liðin frá því að sáttmáli sameinuðu þjóðanna gekk í gildi. í New York lagði Truman Bandaríkjaforsti hornstein að hinu fyrirhugaða stórhýsi sam- einuðu þjóðanna á Manhattaney. Hér í Reykjavík var dagsins minnzt í ríkisútvarpinu með ræðum þeirra Ólafs Jóhannesson- ar prófssors, Thor Thors sendiherra, fulltrúa íslands á þingi sameinuðu þjóðanna, og Daða Hjörvars. Á myndinni sést Thor Thors á tali við fulltrúa Síams á þingi sameinuðu þjóðanna. Hundruð síma- og rafsfrengja og fleiri leiðslur undir Lækjargöíu ----------------—-•»-—. Búast má við tíðum uppgreftri á götunni vegna bilana á þessum ieiðslum. -------»■ Á KOSNINGADAGINN var í fyrsta sinn ekið um hina nýju Lækjargötu, það er að segja aðra brautina, þá sem lokið var við fyrir helgina, en austari biautin er enn ófullgerð. Kom- ið hafði til mála að steypa götuna, en frá því var horfið vegna ráðleggingar bæjarverkfræðings, sem taldi malbikun lieppi- legri, meðal annars með tilliti til þess, að urmull af rafmagns- línum, símalínum og öðrum leiðslum liggur undir götunni á víð og dreif, og verður því að rífa hana upp í hvert sinn, sem eitthvað ber út af með þetta neðanjarðarkerfi. ÞAÐ SLYS varð í Kjós á sunnudaginn, að Jón Ólafsson bóndi á Vindási féll í stiga. Hlaut hann mikinn áverka á höfði við fallið og var strax fiuttur til Reykjavíkur og lagður í Landakotsspítalann, en þar lézt hann í fyrrinótt. Jón var að koma niður af [ofti barnaskólahússins frá því að kjósa. Var stiginn handriðs- laus og dimmt í ganginum. Jón í Vindási var tæplega fimmtugur að aldri. Hann læt- ur eftir sig konu og tvö ung börn. ......’•1 Einmennings- keppni í bridge í GÆRKVELDI hófst ein- tnenningskeppni í bridge, og eru þátttakendur 96, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Keppt verður í sex riðlum, og áttu tveir fyrstu riðlarnir að spila í gærkveldi, en tveir þeir næstu í kvöld. Keppt er um bikar, • sem Bridgefélag Reykjavíkur hef- ur gefið. Sigurvegari í ein- menningskeppni í fyrra var Syeinn Ingvarsson. Maður horfinn í eina viku FYRIR VIKU hvarf maður að nafni Georg Hans Knudsen, og hefur ekkert til hans spurzt síðan. Síðast sást tii mannsins, er hann fór út úr Matardeild- [nni í Keflavík, en hann er bú- settur hér í bænum. Á laugardaginn lýsti rann- EÓknarlögreglan eftir mannin- um, en ekkert hefur til hans frétzt, þrátt fyrir'eftirgrennsl- anir. Þetta upplýsti borgarstjóri á bæjarstjórnarfundi nýlega, og má það furðulegt teljast, að ekki skyldi. betur vera frá þess iim leiðslúm gengið, áður en gatan var endurbyggð, en eftir [ýsingu bæjarverkfræðings er hann hefur sent bæjarstjórn, að dæma, eru það hundruð margvíslegra strengja, og leiðslna, sem liggja á víð og dreif hingað og þangað undir götunni, sums staðar langsum undir henni og sums staðar bvert yfir hana. Auk síma- og rafmagnslína, eru frárennslis- rör, hitaveita, gas, og loks er íteyptur skurður fyrir lækinn, sem rennur undir götunni. Jón Axgl Pétursson deildi á það, að ekki skyldi betur vera frá þessu gengið, fyrst búið var að rífa götuna upp. T. d. hefði mátt leggja síma- og raf- magnsleiðslurnar í sérstakan stokk, þannig að ekki þyrfti að grafa hér og hvar í götuna, ef um bilanir eða breytingar verður að ræða á leiðslunum í framtíðinni, en eins og gefur að skilja, getur það valdið miklu raski og kostnaði, ef ieita þarf undir götunni að bil- um hnútana búið sem nú er, að þær eru á víð og dreif og skipulagslaust undir götunni. Hefði þetta verið gert, virð- ist líka, að hyggilegra hefði verið að steypa götuna í stað þess að malbika hana, en reynslan af malbikuðu götun- um hér er vægast sagt ekki góð, éins og kunnugt er. Hins vegar heldur bæjarverkfræð tngur því fram, að malbikaðar götur geti verið jafngóðar þeim steyptu, ef malbikunin tekst vel, og kann það að vera, e'n slík malbikun hefur þá ekki átt sér stað fram að þessu hér. ---------->----------- Háskólafyrirlestur utn Sigrid Undseí IIALLVARD MAGERÖY, cand. mag., sendikennari, flyt- ur fyrirlestur í I. kennslustofu háskólans miðvikudaginn 26. október kl. 8 e. h. um Sigrid Undset. — Öllum er heimill uðum leiðslum, þegar svo er aðgangpr. U leikarar fasfráðnir að þjóðleik- húsinu og 12 í einstök hlutverk Auk beirra er ráðion leiksviðsstjóri, leiktjaldamálari og veitingastjóri. AÐ UNDANFÖRNU hefur þjóðleikhússtjóri starfað aS ráðningu leikara að þjóðleikhúsinu, og hafa nú verið ráðnir að því fjórtán fastir leikarar, en auk þess hefur verið samið við tólf leikara, sem taka munu að sér einstök lilutverk. Auk þess munu einstakir leikarar verða ráðnir í hlutverk eftir því sem þörf gerist. Grunnkaup fastráðinna leikara skiptist í fjóra flokka, — 1. fl. kr. 11 100 í grunnlaun; 2. fl. kr. 9,600; 3. fl. kr. 7 800 og 4. fl. kr 6 600. Þeim leikurum, sem ráðnir hafa verið til þess að taka þátt í leikstarfi án fastrar ráðningar, verð- ur greitt kr 150 í lágmarkslaun fyrir leikkvöld og kr. 25 fyrii* hverja æfingu, og ábyrgist þjóðieikhúsið þeim 50 leikkvöld á hverju starfstímabili. Fastráðnir leikarar þjóðleik- hússins verða: Arndís Björns- dóttir, Haraldur Björnsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Hildur Kalman, Inga Þórðardóttir, Indriði Waage, Jón Aðils, Lár- us Pálsson, Gestur Pálsson, Regína Þórðardóttir, Róbert Arnfinnsson, Valur Gíslason, Þóra Borg Einarsson, Ævar Kvaran. Aðrir leikarar, sem ráðnir hafa verið, eru þessir: Anna Guðmundsdóttir, Baldvin Hall dórsson, Bryndís Pétursdóttir, Emelía Borg, Emelía Jónasdótt ir, Guðbjörg Þorbjarnar, Inga Laxness, Ingibjörg Steinsdótt- ir, Klemenz Jónsson, Nína Bveinsdóttir, Steinunn Bjarna- dóttir, Valdimar Helgason. Þá hefur og Yngvi Thorkels- son verið ráðinn leiksviðs- stjóri, en hann hefur starfað í Bandaríkjunum í tuttugu ár, rem leikari, ljósameistari, leik- sviðsstjóri og leikstjóri. Lárus Ingólfsson hefur verið ráðinn aðalleiktjaldamálari og bún- ingateiknari; frú Kristín Jó- hannsdóttir sem veítingastjóri og Sigurður Gröndal eftirlits- maður í veitingasölum, Hall- grímur Bachmann ljósameist- ari og Jón Þórarinsson ráðu- nautur um tónlist. Leikæfingar hefjast þann 1. nóvember í ár, og verður ,,Ný- ársnóttin“ og ,,Fjalla-Evindur“ fyrstu leikritin, sem tekin verða til meðferðar. Hefur Indriði Waage . leikstjórn í ,,Nýársnóttinni“ á hendi, en Haraidur Björnsson í „Fjalla- Eyvindi. Öllum undirbúningi að þjóð- leikhúsinu miðar nú vel á- fram, og er flest það, sem til þarf, komið til landsins, eða er á leiðinni. Útvegaði þjóðleik- hússtjóri 3,1 millj. kr. lán í vor, og telur hann líkindi til, að það nægi til þess að ljúka öllum undirbúningi. Tekjur eru þjóð leikhúsinu ekki tryggðar af hálfu hins opinbera, en 25% af almennum skemmtanaskatti renna í rekstrarsjóð, og auk þess 25% í byggingarsjóð, unz greidd hafa verið að fullu lán vegna byggingarinnar. Hins vegar gerir þjóðleikhússtjóri ráð fyrir að rekstur þess muni kost ca. 3 millj. kr. árlega og verður að miða aðgangseyri að nokkru leyti við það. Telur þjóðleikhú^stjóri, að ekki muni aðgangseyrir samt verða hærri þar, en nú tíðkast að leiksýn- ingum, — og að sumu leyti lægri. Svo margar umsóknir um fastar áskriftir að frumsýning- um hafa þjóðleikhúsinu nú borizt, að orðið hefur að taka það ráð, að fastai' áskriftir gildi á víxl að fyrstu og ann- arri sýningu, þar eð ekki þyk- [r tiltækilegt, að einnngis fast- ir gestir komizt að á þeim sýn- ingum. Beiðnir um fastar á- ckriftir verða að berast bréf- Lega. Þá hefur verið gert merki þjóðleikhússins, og verðuv það sett á leikskrár og öll plögg og bréf þess. Gerði Stefán Jóns- son teiknari merkið. ; Háskólahátíðin ! á Iðugardag ! HÁSKÓLAHÁTÍÐIN var síðast liðinn laugardag, og fór eetning skólans fram í hátíða- cal skólans að forseta íslanda viðstöddum. Við þetta tækifæri íluttí Alexander prófessor Jóhannes- son rektor ræðu og minntist I upphafi Páls Eggerts Ólasonar dr., sem er nýlátinn. Enn frern- ur gat rektor þess, að þrír dó- sentar, þeir Björn Guðfinnsson dr., Björn Magnússon dr. og Sigurbjörn Einarsson dr., hefðu verið skipaðir prófessor- ar við háskólann og að fransk- ur og norskur sendikennari kæmu nú að skólanum. Leiðrétting. ) í fréttinni um björgun skips- hafnarinnar af færeyska skip- inu Havfruen, sem strandaði við Almenningsnöf á dögunum, misrituðust nöfn tveggja manna, er að björguninni stóðu. Þeir heita Þórarinn Dúa- son og Sveinn Ásgeirsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.