Alþýðublaðið - 26.11.1949, Page 5

Alþýðublaðið - 26.11.1949, Page 5
Líaugardagur 26. -nóvi- 1949.> ArHÝfíyRLAÐlO A Guðm. Gíslason Hagalín um Knut Hamsun: Síðari grein Varnarræða Knufs Hamsun J t HINN 16. desember; 1947 mætti Hamsun loks fyrir rétti og skyldi nú flytja ræðu, þar sem Hánn gerði grein fyrir því, hvernig hann liti á málavöxtu. Hún er öll birt í bókinni;— en annars er ræðán opinbert plagg. Hamsun talaði blaða- iiaust, kvaðst ekki einu sinni hafa getað notað þær athuga- semdir, sem hann hafði skrif- að sér til minnis. Hafi verið of dimmt í réttarsalnum, þar eð fiann var orðinn sjóndapur. Hann fer fyrst nokkrum al- mennum orðum um upptök málsins og drátt þann, sem á því hafi orðið, en segir síðan, að sakarefnið sé greinar þær, sem hann hafi skrifað í blöðin. Hann sé ekki sakaður um neitt annað, enda hafi hann ekki einu sinni verið félagi í N S (Nasjonal samling), flokki Kvislings. Hann kveðst hafa reynt að komast til botns í, Jhvað sá flokkur væri, en það ekki tekizt. Hann viti þess Vegna ekki, hvort hann hafi skrifað í anda þess flokks, geti vel verið, að eitthvað hafi seytl- að inn í sig úr blöðum þeim, sem hann hafi lesið. Greinar hans geti allir séð, og hann ætli ekki að gera þær ómerkari en þær séu með því að draga túr þeim. Fyrr megi rota en dauðrota, enda vilji hann nú sem áður bera á greinunum fulla ábyrgð. Svo segir hann: „Okkur var sett fyrir sjón- Ir, að Noregur ætti að hljóta tignarsess í hinu stórger- manska heimsbandalagi þjóð- anna, sem nú væri á uppsigl- Engu og við trúðum allir á, misjafnlega mikið, en allir trúðum við á það. Ég trúði á það, þess vegna skrifaði ég eins og ég skrifaði. Ég skrif- aði um Noreg, sem átti að fá að skipa heiðurssess meðal hinna germönsku Evrópu- ríkja“. Þá segir Hamsun, að menn eigi að geta skilið, að hann hafi orðið að skrifa álíka mik- íð um hernámsveldið og um Noreg, hann hafi ekki kært sig um að vekja tortryggni, en svo einkennilega hafi málið enúizt, að hann hafi verið tor- tryggður. Hann kveður þýzka tiðsforingja hafa hafzt við í húsi hans dag og nótt, og Btundum hafi vaknað hjá hon- um grunur um, að þar væru menn, sem ættu að athuga um gerðár hans og heimilisfólks- ins. Tvisvar hafi honum frá hærri stöðum verið álasað fyr- ir að gera ekki eins mikið fyr- ír hernámsveldið og tilteknir Svíar gerðu, og samt væri Sví- þjóð hlutlaust ríki, en Noregur hernuminn. Hernámsyfirvöld- Sn hefðu búizt við meira af honum en raun hefði á orðið og ekki verið ánægð með störf hans. Þá er hann hefði skrifað greinar við svona aðstæður, hefði hann, svo frægur sem hann var, orðið að vissu marki að þræða meðalveginn milli föðurlandsins og hernámsveld- ísins. Hann sé hvorki að af- Eaka sig né verja með því að segja þetta, en það sé skýring til réttarins frá sinni hálfu. Síðan segir hann: „Og enginn sagði mér, að það sem ég sat við að skrifa, væri rangt, enginn á öllu land inu. Ég sat aleinn í herbergi giínu, og hafði á engan annan að treysta en sjálfan mig. Ég heyrði ekki, ég var svo heyrn- ardaufur, að enginn gat haft neitt saman við mig að sælda. Þegar ég átti að koma niður að borða, var barið í ofnrörið, því að þess konar hljóð heyrði ég. Ég fór niður og snæddi, fór aftur upp í herbergi mitt og settist þar. Mánuðum saman, já, í öll þessi ár var þetta svona. Og aldrei var mér gefin minnsta bending. Ekki var ég þó neinn strokumaður. Ég var dálítið kunnur hjá þjóðinni. Ég hélt mig eiga vini í báðum þeim hópum, sem Norðmenn ekiptust í, bæði í hópi Jössinga og Kvislinga. En aldrei fékk ég nokkra minnstu bendingu, ekki litla leiðbeiningu utan að. Nei, umheimurinn forðað- ist það eins og heitan eldinn. Og frá heimilisfólki mínu og fjölskyldu kom varla fyrir að ég fengi nokkra hjálp. eða nokkrar upplýsingar. Allt, sem sagt var við mig, varð að skrifa, og það varð of þreyt- andi. Þarna sat ég svo. Við þessar aðstæður hafði ég ekki að öðru að halla mér en blöð- unum mínum. tveimur, Aften- posten og Fritt folk, og í þeim tveimur blöðum stóð auðvit- að ekkert um, að það, sem ég var að skrifa, væri rangt. Eitt- hvað annað. Og það var ekki rangt, þetta, sem ég var að skrifa. Það var ekki rangt, þegar ég skrifaði það. Það var rétt, og það, sem ég skrifaði var rétt“. (Svona hjá Hamsun. G. G. H.). Hann segist hafa skrifað til þess að koma í veg fyrir, að norskir æskumenn og menn í blóma aldurs síns höguðu sér kjánalega, ögruðu hernáms- veldinu engum til gagns, en þeim sjálfum til glötunar. Þeir, cem nú hlakki, af því að þeirra S liafi orðið sigurinn — á yfir- borðinu — þeir hafi ekki eins og hann fengið heimsóknir fólks á öllum aldri, sem hafi grátið örlög skyldmenna sinna, er sátu í einhverjum gaddavírs girtum fangabúðum og búið hafi verið að dæma til dauða. Hann segir enn fremur: „Ég hafði ekkert mirmsta vald, en ég sendi símskeyti. Ég onéri mér til Hitlers og til Terbovens. Ég fór jafnvel krókaleiðir, t. d. til manns, sem hét Múller og sagt var að væri áhrifaríkur og valdmik- ill að tjaldabaki. Það hlýtur einhvers staðar að vera til skjalasafn, þar sem öll mín sím skeyti er að finna. Mörg voru þau. Ég fékk konu bústjóra míns til að senda skeytin í síma til stöðvarinnar, þar eð ég gat það ekki sjálfur. Og það voru einmitt þessi símskeyti, sem oð_ lokum vöktu nokkra tortryggni í minn garð hjá Þjóðverjum. Þeir töldu mig vera eins kou- ar málamiðlara, dálítið við- sjálan málamiðlara, sem bezt væri að hafa dálitlar gætur á. Þar kom, að Hitler sjálfur baðst undan því, að ég snéri mér oftar til hans með beiðnir mínar. Hann varð leiður á þeim. Hann vísaði mér til Ter bovens, en Terboven virti mig ekki svars. Ég veit ekki, hvort eímskeyti mín komu nokkrum að ’gagni, veit það ekki frekar en hitt, hvort smágreinar mín- ar í blöðunum urðu nokkrum af löndum mínum til varnað- ar, en ég ætlaðist til, að þær yrðu ’það. Ég hefði máski heldur átt að bregða á það ráð að forða mér, heldur en að vera að þessum sím- tkeytasendingum. Ég hefði get að reynt að laumast yfir til Sví þjóðar, eins og margir aðrir. Ég hefði ekki orðið þar í nein- lilkynning frá fjárhagsráði. Að gefnu tilefni vill fjárhagsráð vekja athygli fjár- festingarleyfishafa á því, að þeim er óheimilt að láta öðrum í té byggingarefni, sem þeim er úthlutað út á fjárfestingarleyfi. Komi í Ijós, að afgangur verði á efnisleyfi, er leyfishafa óheimilt að nota það til ann- arra framkvæmda. Ennfremur eru þeir, sem ekki hefja framkvæmdir aðvaraðir um að taka ekki út á leyfin til annarra ráðstafana. Við endurskoðun á efnisnotkun hjá fjárhagsráði, kemur í ljós, ef slík misnotkun hefur átt sér stað, og getur það valdið viðkómandi alvarlegum óþæg- indum. Reykjavík, 24. nóvember 1949. FJÁRHAGSRÁÐ. um nauðum staddur. Ég á þar marga vini, og ég á þar að út- gefanda bóka minna, mann, cem er auðugur og voldugur. Og ég gæti hafa reynt að basl- ast yfir til Englands, en þang- að fóru líka margir, og seinna komu þeir svo heim þaðan *em hetjur, af því að þeir höfðu yfirgefið land sitt, höfðu strok ið úr landi. Ég gerði ekkert til að komast úr landi, hreyfði mig ekki, datt það aldrei í hug. Ég hugði, að ég mundi gera landi mínu mest gagn með því að vera þar, sem ég var, og sjá eftir beztu getu um búrekstur minn, þar sem slík þröng var hjá þjóðinni, að hana skorti nllt, en að ég á hinu leytinu beitti penna mínum fyrir þann Noreg, sem hljóta skyldi slík- an heiðurssess meðal ger- manskra ríkja í Evrópu, sem okkur hafði verið lofaður. Sú hugsun var mér geðfelld frá upphafi. Og meira en það. Hún hreif mig, ég varð haldinn af henni. Ég veit ekki, hvort hún hvarf nokkru sinni úr huga mér allan þann tíma, sem ég sat þarna einn míns liðs. Mér fannst það enn í dag, að það hafi verið stórfengleg og holl hugsjón, að Noregi ætti að Þetta glæsilega safn mikilhæfustu konum RITSAFN Guðrúnar Lárusdótf ur af skáldsögum,smásögum og erindum eftir eina af íslenzku þjóðarinnar, þarf að vera til á hverju heimili. Fjögur bindi í Skírnisbroti um 400 bls. hvert, prentuð á mjög vandaðan pappír. Öll bindin kosta aðeins kr. 150,00 heft, kr. 200,00 í shirtingsbandi og kr. 265,00 í góðu skinnbandi. — Mjög glæsileg lækifærisgjöf. FÆST HJA BOKSOLUM. (<r Bokagerðin ■■ * j hlotnast slík aðstaða, hugsjón rem hafi verið vel þess verð, að berjast fyrir og vinna fyrir: Noregur, sjálfstætt og sjólf- lýsandi land á hjara Ev- rópu! Ég var í miklum met- um hjá Þjóðverjum eins og hjá Rússum: þessar tvær voldugu þjóðir héldu yfir mér vernd- arhendi, og þær mundu ekki alltaf neita að taka beiðnir mínar til greina. En það gekk báglega með það, sem ég barðist fyrir — það gekk báglega með það. Það leið ekki á löngu, unz ég var roeð sjálfum mér kominn í ógöng- ur, og í verstu hugsanlegar ó- göngur komst ég, þegar kon- ungurinn og ríkisstjórn hans fóru úr landi af frjálsum vilja og gerðu sig þannig sjálfa ó- 'virka hér heima. Þá missti ég alla fótfestu. Ég hékk framan í hengiflugi. Ég fann ekki fram ar neitt, sem ég gæti fótáð mig á . . . Svo sat ég þá og skriíaði, cat og sendi símskeyti og sökkti mér ofan í heilabrot. Heilabrot voru mitt fasta ás:5g- komulag, þegar hér var komið málum. Ég braut heilann um allt. Ég gat til dæmis rifjað það upp fyr ir mér, að hver einasti maður, sem við Norðmenn erum hreyknir af sem frægu mikil- menni á sviði menningarlífs- ins, hafði fyrst hlotið viður- kenningu í hinu germanska Þýzkalandi, áður en hann öðl- aðist heimsfrægð. Ég hafði þó ekki rangt fyrir mér, þegar ég hugsaði slíka hugsun. En mér var talið það villa. Líka það var mér talið villa, þó að ekk- ert sé helgari sannleiki í sögu okkar, sögu okkar frá seinusíu öldum. En þetta bjargaði mér ekki úr ógöngunum, nei, þetta bjarg aði mér ekki. Það leiddi þvert á móti til þess, að í allra aug- um og hjörtum varð ég maður, eem sat við að svikia þann Nor- eg, sem ég vildi hefja til vegs og virðingar. Að ég sat við að svíkja hann. Jæja, það verður ekki við því gert. Það verður ekki við því gert, hverju öllum þessum veraldarinnar augum og hjörtum kann nú að þókn- ast á mig að hlaða af ásökun- um. Það verður mitt tap, tap, sem ég verð að bera. Og eftir 100 ár verður allt gleymt. Þá verður jafnvel þessi heiðraði réttur gleymdur gersamlega. Nöfn okkar allra, sem hér er- um viðstaddir í dag verða eft- ir 100 ár útmáð af jörðinni, enginn man þau þá, enginn nefnir þau þá. Örlög okkar verða þá orðin gleymskunni of urseld. Þegar ég sat þarna og skrif- aoi eftir beztu vitund og sendi GÍmskeyti nótt og dag, á ég að (Feh. á 7. síðu.) ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.