Alþýðublaðið - 26.11.1949, Síða 6

Alþýðublaðið - 26.11.1949, Síða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagnr 26. nóv. 1949. AIPH0N5EDAUDET S A P P Dr: Álfur OrShengiIs: KRINGUM LJOSMYND AF ÖMMU SOLDÁNSINS Ljósmynd, — það er bara pappírsblað, hvers sakleysi hef- ur verið misþyrmt, og síðan ber myndin til orðin fyrir afnám það óafmáanlega skugga, mis- dimma. Þess vegna er Ijós- sakleysisins, — hún er afbrot og glæpur, sem starir framan í mann af pappímum, stundum beint, stundum dálítið á ská, stundum út í horn, en örsjald- an til himins, nema ef skugg- arnir — glæpurinn, — geta með nokkrum sannindum táknað ógiftan kvenmann, sem er nokkrum árum yngri heldur en hálfsystkinin úr seinna hjóna- bandi föður hennar, — eða ieikara, sem lætur sem hann sjái ekki áheyrendurna, í hefndarskyni fyrir það, að þeir hafa aldrei virt hann viðlits; — og í báðum tilfelium er upp- terringur augnanna af sömu rót; alit of augljós viðleitni til þess að leyna þránni.--------- Birtist glæpurinn gegn hvítu sakleysi pappírsins í ásjónu- mynd rithöfundar, má telja fullvíst að hann glápi út í ei- lífðina fyrir vestan og aftan Ijósmyndavélina, það gefur andlitinu fjarrænan, allt að því dularfullan svip og maður, sem ekki þekkti hann, gæti haldið að hann væri gáfaður, og að hann glápti sísvona í leit að hugmyndum og væri hættur að sækja þær í bækur annarra, en ef maður þekkir hann, veít maður, að hann horfir svona af því, aö undir niðri skammast hann sín of mikið fyrir sjálfan sig til þess að hann geti horfzt í augu við mynd sína.--------- Það er ýmislegt fleira, sem gaman er að athuga við þessa glæpi gegn sakleysi pappírsins. Lítið á, hvernig forretnings- maðurinn reynir að gera munn- svip sinn sem mikilúðlegastan, brúnirnar sem þyngstar, — reynir að fá á andlitið þetta trúverðuga traustsyfirlit, sem prýddi andlit gömlu mannanna í þeirri stétt fyrirhafnarlaust, — ekki til þess að slá lán út á andlitið, bankastjórarnir eru fyrir löngu búnir að fá nóg af andlitum, — heldur bara til þess, að almennir viðskiptavin- ir trúi því, að hann eigi hvorki tangur né tetur af þessari ó- seljanlegu vöru í fórum sínum, — ekki einu sinni fyrir innan, en hins vegar, þegar hann fái ieyfi----------- Og þegar afbrotið birtist í mynd ungrar stúlku--------synd bandarískra kvikmyndajöfra yfirfærð á lögulegar dætur fjallkonunnar og þó verri; munnurinn flenntur og glennt- ur út að eyrum, niður á maga, upp á snni eins og það sé lífs- nauðsyn stúlkunni, að hver maður geti talið í henni tenn- urnar og þetta heitir stjörnu- bros og er agalega sætt; og svo er eins og bogagöngin í höfði þessara vesalíngs kvenna séu hornótt og jafnvægisskynjunin stillt á ójafnvægi, því að höfuð- ið situr alltaf ramskakkt á háls- inum, þegar þær stilla sér upp fyrir framan ljósmyndavélina, getur vel verið, að þær hafi króniskan uppstillingarvanka — höfuðið hallast ýmist til hægri eða vinstri, aftur á bak eða á- fram og allar gróður þar á milli; mundi snúa öfugt, ef það væri ekki óþægilegt. Aukun upp- kvelfd, niðurhvelfl, skakkkvelfd og ranghvelfd, yfirleitt allar kúnstir framdar við mannlegt kvenmannsandlit, sem vöðv- arnir leyfa — Hollywoodstæll, ekki aðeins og eingöngu glæp- ur óafmáanlegra skugga gegn hvítum pappír, heldur og glæp- ur meyjarinnar við sjálfa sig, andlitið eftiröpun á apaskap er- lendra apa, sálin ofurseld rang- hverfu eðlisins. ----------— Og stjórnmálamaðurinn, þrjár týpur, koma allar út á eitt; horngrýti er ég sniðugur, horn- grýti er ég þrælduglegur, horn- grýti er ég óútreiknanlegur og slunginn! Vér erum þess fylli- iega umkomnir að redda þessu öllu saman, ég held nú það — -----þeim gleymist það, þeim sniðugu þrælduglegu og slungnu nóungum, að þeir eru sjálfir þjóðarhættan, sem þeir þykjast ætla að bjarga þjóð sinni frá, eða kannske þeir gleymi því viljandi; það sézt ekki á mynd- inhi, að engir menn geta í raun réttri orðið þjóðinni hættulegir, Eyrr en þeir fara að fást við stjórnmál og fara að bjarga . . . Þetta var rölt klofstutts manns kringum ljósmynd, •— sem í rauninni er ekkert ann- að en glæpur gegn hvítu sak- leysi pappírsins. , . Virðingarfyllst. Dr. Álfur Orðhengils. Auglýsið í Alþýðublaðinu! og húsnæði og átti sunnudag- ana sjálf. ,,Þú skilur, maðurinn minn. Einn dag á viku til þess að elskast, því að þú munt halda ófram að elska mig. Er það ekki? Þú endurgreiðir mér þá erfiðu tilraun, sem ég er að gera — að vinna í fyrsta skipti í lífi mínu. Þú bætir mér upp þennan þrældóm, sem ég er í nótt sem dag og ég hef tekið á rnig. Þú launar mér þessar auðmýkingar, sem þú getur ekki ímyndað þér og munu verða mér hörð raun vegna hinnar brjólæðiskenndu löng- unar minnar til að vera sjálf- stæð. En ég finn til einkenni- legrar óánægju við að þjást vegna ástar minnar til þín. Ég skulda þér svo mikið. Þú hefur kennt mér svo margt heiðar- legt, sem enginn hafði nokkru sinni minnzt á við mig. Ó, hefð- um við bara hitzt fyrr! En ég lá í faðmi karlmanna áður en þú hafðir lært að ganga. En enginn þeirra allra getur stært sig af því að hafa fengið mig til að taka slíka ákvörðun til þess að halda dálítið lengur í sig. Nú skaltu bara snúa heim- ieiðis, þegar þú vilt. íbúðin er tóm. Ég hef athugað allt dótið mitt. Hið erfiðasta af öllu var að hreinsa til í skúffunum og kasta minjagripunum. Hið eina, sem þú finnur þar, er myndin af mér, og hún mun ekki kosta þig neitt, — ekkert nema hið vingjarnlega augna- tillit, sem ég bið þig að veita henni. Ó, m’ami, m’ami — vin- ur minn! En ef þú tekur sunnu- daginn frá handa mér og litla staðinn minn á hálsinum á þér, — staðinn minn, þú veizt — Og á eftir fylgdu ástarorð, lokkandi kjass, hin lostakennda léttúð kattarins ásamt ástríðu- þrungnum orðum, sem komu elskhuganum til-að nudda and- liti sínu við gljáandi pappírinn líkt og hann fyndi hin heitu,' mannlegu blíðuatlot í gegnum hann. „Minnist hún ekkert á skuldayfirlýsingar mínar?“ spurði Césaire feimnislega. „Hún endursendir þér þær. Þú mátt borga henni, þegar þú ert orðinn ríkur.“ Föðurbróðir hans andvarpaði feginsamlega og sagði með feikilegum hátíðleik með sín- um sterka, suðræna hreimi: „Viltu, að ég segi þér dálít- ið? Þessi kona er dýrðlingur!“ Síðan leitaði hugur hans inn á aðrar brautir. Og hann mælti af því óstöðuglyndi, minnis- ieysi og skorti á rökvísi, sem var einn af hinum hlægilegu, fjarstæðukenndu skapgerðar- háttum hans: „Og hvílík á- stríða, drengur minn, hvílíkur eldur! Munnurinn á mér er al- j veg skrælnaður, eins og hann var venjulega, þegar Courbe- baisse las mér bréfin frá henni La Mornas.“ Jean neyddist einu sinni ennþá til þess að hlusta á sög- una um fyrstu heimsóknina til Parísar, Hótel Cujas og hana Pellicule, en hann heyrði ekki. Hann stóð við opinn gluggann og hallaði sér út í gluggakist- una. Nóttin var friðsæl, böðuð í geislaflóði frá fullu tungli. Hún var svo björt, að hanarnir létu blekkjast og hylltu nótt- ina sem dögun væri. Svo þessi friðþæging ástar- innar, sem skáldin syngja óð sinn um, er þá raunveruleg! Og hann fann til nokkurs kon- ar stolts við hugsunina um, að allir þessir miklu og frægu menn, sem Fanny hafði elskað, áður en hann kom til sögunn- ar, höfðu alls ekki stuðlað að endurfæðingu hennar, heldur gert hana spilltari. En á hinn bóginn yrði hann sjálfur kann- ske til þess að leysa hana að fullu undan oki lastanna með afli síns heilbrigða eðlis einu saman. Hann var henni þakklátur fyrir að hafa fundið þennan meðalveg og valið þennan hálf- gerða aðskilnað. Þannig myndi hún tileinka sér hinn nýja vana vinnunnar, sem var hinu lata eðli hennar svo erfið. Og hann skrifaði henni næsta dag í föð- urlegum tóni, tóni gamals manns, hvatti hana í betrunar- áformum hennar og lét í ljósi kvíða sinn um, að leiguhúsið, sem hún stjórnaði, og fólkið, er þar byggi, væri ekki nógu gott fyrir hana. Hann van- treysti henni vegna þess, hversu eftirlát hún yar og reiðubúin að segja, um leið og hún lét að vilja hans: „Hvað viltu? Er þetta rétt?“ í næsta bréfi sínu hafði Fanny teiknað mynd af leigu- 'r'.úsinu með auðsveipni lítillar stúlku. Þetta var nokkurs kon- ar gistihús fyrir fjölskyldu- fólk, og í því bjuggu útlend- ingar. A fyrstu bæð bjó fjöl- skylda frá Perú, foreldrai’nir, börn og fjöldi þjónustufólks. Á annarri hæð bjó rússnesk fjölskylda og auðugur Hollend- ingur, sem verzlaði með kór- alla. Herbergin á þriðju hæð voru leigð tveim enskum knöp- um, sem unnu á Hippodrome og voru mjög kurteisir og klæddir eftir nýjustu tízku. Þar bjó einnig sú fjölskyldan, sem var athyglisverðust. Það var ungfrú Minna Vogel, sítar- leikEU’i frá Stuttgart, og vesa- lings bróðir hennar, Leo að nafn, sem var brjóstveikur og hafði orðið að hætta við nám sitt í Tónlistarskólanum í París. Hin hávaxna systir hans hafði þá komið til Parísar til þess að hugsa um hann. Þau höfðu ekkert til að greiða fæði og húsnæði sitt með nema á- góðann af nokkrum hljómleik- um. „Þetta er hið brjóstumkenn- anlegasta og heiðvirðasta fólk, sem hægt er að ímynda sér, eins og þú sérð, elsku maður- inn minn. Það er látið heita svo, að ég sjálf sé ekkja, og mér er sýnd hin fyllsta nær- gætni. Auðvitað myndi ég ekki þola neitt annað. Það verður að sýna konunni þinni virðingu. Ég bið þig að skilja mig rétt, þegar ég segi „konunni þinni“. Ég veit, að þú ferð einhvern tíma í burt og ég mun glata þér, en það mun aldrei koma neinn annar á eftir þér. Ég mun verða þín að eilífu, halda dauðahaldi í minninguna um blíðuatlot þín og hinar góðu hneigðir, sem þú hefur vakið hjá mér. Það er mjög hlægi- legt, eða er ekki svo? Sappho dyggðug? Já, dyggðug, þegar þú ert ei lengur hér. En fýrir þig skal ég halda áfram að vera þannig, sem þú hefur elsk- að mig — ástríðufull og blóð- heit. Ég dái þig!“ Jean greip skyndilega áköf depuriý og lífsleiði. Eftir fyrstu gleðina við heimkomuna, hjart- anlega ástúð og át feita kálfs- ins í hinu mesta óhófi, eitrast slík heimkoma glötuðu sonanna ætíð af minningunum um gleði- félaga flökkulífsins og iðrun- arkenndri löngun í hinar beisku hýðishnetur í svínastí- unni og félagsskap latra ó- menna. Það er sem fólk og hlutir valdi þeim fyllstu von- brigðum — sem allir og allt sé skyndilega orðið alveg lit- laust og laust við að vera að- laðandi. Vetrarmorgnarnir í Provence hættu að hafa hress- andi og heilsubætandi áhrif á hann. Honum fannst ekkert til þess koma lengur að veiða fallega, rauðbrúna oturinn né að skjóta villiendurnar. Jean fannst vindurinn nú bitur, öld- ur árinnar ygldar og ferðirnar með föðurbróður sínum um víngarðana, sem voru nú á kafi í vatni, frámunalega leiðin- legar. Hið sama mátti segja um útskýringar föðurbróður hans á þessu kerfi garða, flóð- gátta og skurða, sem hánn hafði skapað. Fyrstu dagana sá hann þorp- ið í gegnum hjúp minninganna um fyrri reynslu síná sem lítill drengur. Þannig sá hann þá þetta þorp lítilla kofa, sem sumir hverjir voru í eyði. Nú fannst honum hann finna af því þef dauða og eyðingar likt G O L í A T

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.