Alþýðublaðið - 14.01.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.01.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ r-n- ffSTrrs'! - r*-ý=™m • • ’ ''mi Heiljnði. MorgimRBfiaðið44 og „danska gufilið46 , Hanssýning i Sigarðar ffiaðmaiedssoaar. verður haldin í Iðnó sunnudaginn 15. jan. kl. 4 Sýnir gamla og nýja dansa með aðstoð nemenda sinna: Agnes Kragh, Áslaug Borg. Margrét Halldórsdóttir, Friður Guð- mundsdóttir, Bjarni Þórðarson, Björn Haildórsson, Sófus Guðmunds- son. — Aðgöngumiðar fást i Bókaverzl. Sigf. Eymundssonar, Hljóð- færahúsinu og í Iðnó á sunnudaginn frá kl. 11. og kosta kr. 2.50, 2,00 og 1.25. Fyrsta dansæfing á þessu ári verður á Hótel Heklu fimtudaginn 19. jan. kl. 9 síðdegis. Kfáasapfi gifitasaiuigfiýsliagas'. Kvöldskemtun verðwr Iialdin í Bárimni í kvöld og heíst kl 8 ýa Upplestar — gamanvísur o. fl. — DANZ á eftir. 99 „Morgunblaðið“ er, eða hefir að miinsta kosti til jiessa verið geíið út fyrir fé danskra auðborgara, sem sfeilst hafa til yfirráða hér bæði í atvinnumálum, fjámiálum og stjórnmálum. Það er staðfest með „notarial“- vottorði, að þegar Jón og Valtýr töku við ritstjórn, var mikill hluti hlutafjárms eign danskra fésýslu- manna, sem _ hér höfðu mik illa hagismuna að gæta. Það er enn fremur staðfest, að þessir útlendu eigendur voru svo ráðrikir við bilaðið og vildu nota iritstjóra þess til slíkra skítverka, að hann, Þoirsteinn Gíslason, kaus heldur að fara. Þá voru [>eir tekn- ir Valtýr og Jón. Loks er það viðurkent af Val- tý Stefánssyni, í viðtali við Al- þýðubi. í fyrra dag, aS frarn til þessa hafi Stór-Danir þessir átt íhluti í blaðinu og þtví í raun réttri verið húsbændur hans alt tiLþessa. 1 „Morgunblaðið“ berst ekki fyrir neinni hugsjón. Þá inenn, sem berjast fyrir hugsjómwn og trúa á gildi þeirra, nefnir það „hug- sjónaglópa". En það trúir á pen- inga, og ritstjórn þess beygir sig- i auðmýkt íyrir málminum rauða og hverjum þeim, sem stingur skilding í lóía þeirra. Beygingin er því dýpri, sem peningurinn er stærri. Síðan núverandi ritstjórar tóku við „Mgbl.“, hefir áliti þess hrak- nð svo, að jafnan, er einhver vill lýsa frábærum sleikjuskap, fá- vizku eða hir&uleysi um sann- leikann, segir hann, að það sé eins og það stæði í „Morgun- blaðinu“. Síðustu mánuðina hefir þó al- veg keyrt um þverbak hjá þess- um ólánsömu mannaumingjum. Hverja skömmina og háðungina annari .verri hafa þeir gert sér. Þegar Alþbl. hóf umræður um sjóðþurðina í Brunabótafélaginu og eggjaði stjórnina lögeggjan að láta rannsókn fram fara, reyndi „Mgbl.“ að þagga málið niður og með yfirdrepsskap að leiða hugann frá aðalatriðum þess. Þeg- nr þetta ekki lánaðist og stjórmm ákvað að láta rannsókn fram fara, kallaði „Mgbl.“ aðgerðir stjórn- arinnar „reginhneyksli“. Því fanst ekkert við það að athuga, þótt 70 j)ús. krónutn ai almannafé væri stolið úr sjálfs hendi og sóað í • hiver veit hvað? Þvi fanst held- ur ekkert athugavert við það, þótt þetta hefði verið á vitorði þriggja forstjóra og rikisstjórnar ihalds- ins og látið afskiftalarust svo ár- ium skifti, meðan sjóðþurðin óx úr 5 upp í 70 þus. krónur. Nei, „Mgbl.“ .hafði ekkert við þetta að athuga, en hitt, að láta landslög gilda og rannsókn fram fara, er „rcginh’ieyksli" í þess augum. Fyrir þetta hlaut það að vonúm fyrirlitningu alira sæmilegra í- haldismanna, hvaö þá annara. 1 Hnífsdal vestra varð uppvíst um eirin hinn svívirðilegasta glæp, sem sögur fara af. Atkvæðum kjósenda var breytt meðan þau voru í vörzlu opinbers embætt- ismanns. Hér var ekki einasta níðst á einstökum mönnum. Hér var á glæpsamlegan hátt níðst á þjóðinpi allri. Grunur féll á emh- ættis mann inn, hrep p st jóranp, sjálfan trúnaðarmami þjóðarinn- ar. Núverandi stjórn fyrirskipaði nýja rannsókn, eftir að þaö hafði sýnt sig, að aðgerðir sýslunianris- ins og sendimanns í'haldsstjómar- innar voru kák eitt. „Mgbl.“ beið ekki eftir því, að árangur þessarar rannsóknar yrði gerðiur lýðum ljós. Það tók strax að sér að verja þá, sem grunurinn féll á, reyndi með tilbúnum sögum um illa meðferð og ýktum frásögnum um veikindí og bágar ástæður sak- borningahna, að vekja meðaumk- un með þeim hjá almenningi. Frá- fiögu blaðsins um rannsóknina er oll á þann veg, að ætla mætti, að rannsóknardómarinin væri ill- menni, hrotti og flón, en hinir grunuðu saklausir píslarvottar. Fálkariddarann Pétur Oddsson, sem beitti hótunum við rannsókn- ardómarann, reynir það að gera áð eins konar þjóðhetju og dýx- lingi. í fám orðum sagt, öll við- leitni blaðsins gengur í þá átt, að gera rannsóknina tortryggi- lega og hindra það, að hún nái Itilgangi sinum; einskist er svi'f- ist, öll meðul notuð. Þegar svo almenningi varð kunnugt um hið sanna í málinu og upplýst varð, hversu fjarri sannleikanum frásögn og fregnir „Mgbl.“ voru, blöskraði jafnvei ftókksmömium blaðsins, hversu djúpt það var sokkið. Ekki bætti það heldur úr skák, er blaðið ' flutti frásögnina um mótþróa Ein- ars Jónassonar gegn ríkisstjórn- inni. Var h^n prentuð með feitri fyrtrsögri og kölluð: „Niðurstaðan í afsetningairmáli Einars Jónasson- ar“ og sýnilega flutt sam árás á stjórnina. Daginn eftir skýra svo ritstjórarnir frá því, að- greinin liafi að eins varið birt í því skvni að gera gys að þessum vesalings sálufélaga þeirra og flokksbróö- ur. Fúlmanniiegri framikomu við ólánssaman andlegan stallbróður er tæpast hægt að hugsa sér. Forráðamenn blaðsins sáu í hvert óc'fni var komið. „Moggi“ litli hafði gert. svo í bólið satt, að aimenninguir fussaði, þegar hann var nefndur. Nú reið á að reyna að leiða athygli fólksins írá „Mogga“, meðan ávirðingar hans væru aö gleymast. Þá datt þeim í hug sagan um þjöfinn, sem þegar verið var að elta hann,' benti og hrópaði: Sko þjófinn! Grípið þjófiim! Síðan hafa þeir látið „Mgbl.“ hrópa án afláts: Sko Alþýðublað- ið! Alþýðublaðið befir þegið mút- ur! „Jón Baldvinsson og Hóöinn eru föðurlandssvikarar!“ Jafnréttisákvæði sambanidslag- anna segir „Mgbl.“ að sé sett fyr- ir tiiverknað Alþýðuflokksins. Sambandslögin voru samþykt 1918. Þá átti Alþýðuflokkurinn engan fulltrúa á þingi og auðvit- að engan i sambandslaganefnd- inni. „Margur heldur mann af sér.“ Það væri því í sjálfu sér kann ske ekkert undarlegt þótt ritstjórar „Mgbl.“ tryðu því, að Alþýðuflokkismenn gengju kaup- um og sölum. Menn, sem ekki, fást keyptir fyrir fé, eru í þeirra augum undarlegir menn. Það er heldur ekki von, að þe-ir skilji það, að nokkrir menn, enn síður heilar stéttir eða flokkar, séu i svo sinnaðir, að þeir vilji leggja fram fé frá sjálfum sór án þess að fá fríðindi á móti. Peningagildi, kaup og sölu, þekkja ristjórarnir vel. Hugsjónir ekki. Tugir milljóna snauðra aiþýðu- manna um allan heim hafa bund- ist samtökum, gert með sér fé- lagsskap, til þess að gera hug- sjón jafnaðarstefnunnar að veru- leika: að létta oki auðvaldsins af þjóðunum og útrýma fátækt- inni ineð öllum hennar fylgifisk- tun. Hver ’styður annan, vfcrka- maðurinn, sem vinnu hefir, hinn, sem . gengur atvinnulaus, og ætl- ast til engra launa fyrir. Alþýð- an í þeirn löndum, sem lengra eru á veg korain, styöur stéttar- systkini sín i hinum, sem á eítir eru, með ráðum og dáð, fé og' íræðsiu í baráttunni' að settu marki. Þetta skiija auðvitað ekki rit- stjórar „Mgbl.“ En svona er það samt. ■ Auðvíta& eru all.ir sæntílegir itökksmenn blaðsins svo upplýst- ir, að þeir vita þetta og skilja. Svo ear t. d. um Kr. Álbertson og marga fleiri. Og allir aðstand- endur blaðsins sáu brátt, að „danski Moggi“ gerði sig að einsi enn hlægilegri en áður var, með skrafi sínu um „danska gullið", meðan það var á allra vitorði, að hanm sjálfur var eign danskra fjárgróðamanna. Þess vegna var Valtýr gerður út af örkinni og látáð heita svo, að hami hefði keypt öll dönsku hlmabréfin. Nú reið á að vera þjóðlegur(!!). En Valtýr segist, áuk dönsku bréfanna, hafa keypt inikiö af þeim íslenzkui Öll þessi bréf eru því komin í eigu edns manns. Enginn veit, hvaðan Val- týr hefir fengið fé tii kaupanna. Aimenuingiiir spyr: Er ekfei þetta blekking eintóm ?' Etr ekki eignarhald Valtýs á bréf- unum nafnið tómt? Verður ekki stefna og starfsemi „Morgunblaðs- ins“ eins og verið hefir? Dæjarstlórnarbosnlnoarnar. íhaldslistinn \ I er nú loks fullsmiðaður. Ekka ivirðist hafa verið úr miklu að moða í íhaldskotii, þ(vi að efsti maður iistans er fenginn að lótti hjá „frjálslyndinu“. Lástinn lítur þannig út: Til itveggja ára: Magnús Kjaran kaupmaðui’, Theódór Líndal lögfræðingur, Bjami Jónsson fbrstjóri, , Til fjögra ára: Guðrún Jónasson, frú, Guðm. Jóhannsson kaupm. „Frjálslyndir“ hafa þó sýnileg«. gert það meira af vilja en mætti, að lána íbaidinu manmimn, þvi að fyrir bragðið hafa þeir sjálfir orð- ið að hnupla manni á sinn lista, eins og sjá má á e ftirfarandi: Tilkynning: Ég sé í heiömðu bteði yðar í riag, að mér hefir verið skiimo á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.