Alþýðublaðið - 03.12.1949, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 03.12.1949, Qupperneq 7
Laugardagur 3. desember 1949. ALÞYÐUBLAÖIÖ 7 Félagslíf Skíðaferðir í Skíðaskálann: V\ Bæði fyrir með- jlimi og aðra. Sunnudag kl. 9 frá Austur- velli og Litlu bílastöðinni. Farmiðar við bílana. Skíðafélag Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkbins „Hekla" t fer héðan kl. 12 í strandferð austur um land. Bókaútgáfa menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Félagsbækurnar 1949 allar komnar út. Árgjal-d kr. 30 fyrir 5 bækur. Aukagjald fyrir band. — Félagsmenn geri svo vel að vitja bók- anna sem fyrst. • HANNES Á HORNINU Framha)d af 4. síðu. er hingað sjóleiðis annaðhvort frá Ameríku eða frá Evrópu- löndum, en það er sameiginlegt með öllum þessum vörum, að þær eru munaðarvörur, engum að gagni, en öilum til óþurftar nema einstöku gráðugum há- körlum. MIKÍÐ ER TALAÐ IIM inn- flutning heimilisvéla og er þá alltaf talað um þvottavélar, hrærivélar, strauvélar og ís- skápa. En fleira eru heimilis- vélar. Fóllc, sem ekki hefur raf- magn, er í hreinustu vandræð- um. £>að vantar eldavélar, olíu- vélar, prímusa, lampa og lampaglös. Er full ástæða 'til að bæta úr þessúm vandræðum 4ð- ur en farið er að berjast um á hæl og hnakká til að fá inn- flutta ísskápa, hrærivélar og strauvélar. ÉG VIL SEGJA ÞAÐ, að þvottavélar tel ég nauðsynlegri en allar aðrar heimilisvélar, þar sem rafmagn er, að elda- vélunum einum undanskildum. Vil ég og skora á innflutnings- og fjárhagsyfirvöldin að hugsa fyrst og fremst um innflutning véla fyrir heimilin, sem enn hafa ekki rafmagn, siðan um rafmagnseldavélar, þá um þvottavélar, og loks má fara að athuga um möguleika á inn- flutningi ísskápa, hrærivéla og strauvéla. OG ÞAÐ VIL ÉG SEGJA við Raflia, hið ágæta fyrirtæki Hafnfirðinga, að þúsund sinn- um er nauðsynlegra að leggja áherzlu á framleiðslu raf- magnseldavéla og þvottavéla en ísskápa, þó að einnig sé gott iil þess að vita að unnið sé að því ■ að verksmiðjan geti framleitt ísskápa þegar þörfin kallar þa-r að. En það er ekki af brýnui þörf, þó að peningamenn hrópi á verksmiðjuna og heimti ís- skápa. Hannes á liorninu. „Merkir ísiendingar” (Frh. af 5. síðu.) fitundum vestur á Þingvalla- heiðar fjöll“, og neyta hvers konar ráða annarra til að draga fram lífið. Jafnframt |>essum margþættu og lýjandi f törfum tekst honum að vinna framúrskarandi vísindaafrek og sannar það ótvírætt, hvílík hamhleypa hann var og dæma- fár snilldarmaður. Sjálfsævisögur Björns Ól- íens umboðsmanns á Þingeyr- um og síra Björns Hjálmars- aonar eru báðar góðra gjalda verðar og að nokkru merkar. Sama máli gildir um ævisögu •Jóns Therkelsens, sem Stein- grímur biskup hefur samið. Hún er, eins og Þorkell Jó- hannesson kemst að orði, ..öðrum þræði harmsaga ís- ienzks atgerfis, sem veslast upp í umkomuleysi og van- hirðu, og hins vegar sagan um kolbítinn, sem rís úr ösku- 'itónni og vinnur afreksverk, sem vekja undrun og aðdáun, hvar sem til spyrst.“ Elzta ævisagan í þessu bindi ,,Merkra íslendinga“, saga Brynjólfs biskups Sveinssonar oftir bróðurson hans og náinn vin, Torfa prófast Jónsson, er fiigi aðeins hin merkasta heim- ild um ævi einhvers stórbrotn- nsta skörungs, er á biskupsstóli íiefur setið liér á landi í lút- erskum sið, heldur má hún jafnframt teljast drjúgur þátt- ur landssögunnar á öðrum og þriðja fjórðungi 17. aldar. Þótt síra Torfi sé eigi stílsnillingur, og engan veginn laus við mælgi þá og hneigð til mála- ienginga, sem einkenndi mjög klerklegan stíl fyrri tíma, er í ritsmíð hans svo margan fróðleik að finna, sem eigi er annars staðar varðveittur, að hún hefur fyrir þær sakir var- anlegt gildi. Ævisögur þær úr Andvara, sem þetta bindi flytur, eru nokkuð misjafnar. Ber ein þeirra mjög af. Það er ævisaga Þórhalls biskups, eftir síra Magnús Helgason. Sú ritgerð er listaverk. Á 24 blaðsíðum tekst síra Magnúsi eigi aðeins að rekja æviferil Þórhalls biskups og gera ljósa grein fyr- ir hinu margþætta ævistarfi hans, heldur bregður hann upp ijóslifandi mynd af persónu biskups, skaphöfn hans og eiginleikum. Maðurinn Þór- hailur stendur bráðlifandi fyr- ir hugskotssjónum lesandans. Vel samdar eru einnig ævi- minniiigar Tryggva Gunnars- ronar, er Klemens Jónsson hef- ur ritað, og síra Jóns Bjarna- fonar, eftir Þórhall biskup. Fleiri læsilegar ævisögur eru í bókinni, þótt eigi verði þær hér taldar. Ritsafnið „Merkir íslend- ingar“ er þegar orðið veiga- mikið „safn til sögu íslands“. Útgáfan þyrfti að halda áfram. Enn er af miklu að taka, því að óbirtar eru í safninu ýmsar gagnmerkar ævisögur frá 18. og 19. öld, auk allra þeirra ævi- Auglýsið í Alþýðublaðinu! Minningarorð Magnús Jónsson frá Læk BEIÐ í LEYNI hylnum lijá hætta ofur mögnuð: — Meiddir limir, lokuð brá, lífs var klukka þögnuð. Hljóðnar glaður heima-bær, hjörtu þjást af sárum. Sonur þinn og kona kær kveðja þig með tárum. Yfir leiðarmörkin mín minning ljósum stafar: — Hljóðnuð lipra „harpan“ þín liérna megin grafar. Fyrir ungan anda þinn út við heima-gilið ekki lengur Lækurinn leiltur undirspilið. Mætra vina minnast ber manns þó stöðvist fundir. — Heiðurskonan Þórunn þér þakkar liðnar stundir. Æðra lífs við yfirsýn yngist vonin dána. — Liggur bjarta brautin þín bak við „sól og mána“. Enginn falíið fyrir sér, fárs er hulin ganga. — Loks í jörð þitt líki er lagt hjá móðurvanga. Sönn er vina samúðin, sem að málum standa. Kvæðafélags-fylkingin fylgir þér í anda. Gakk þú, væni vinur minn veginn helgra tíða. — Far nú heill í himininn, háleit störf þín bíða. Segi ég fyrir mína og mig, minning skulum geyma, klökk í hugá kveðja þig ltærir vinir heima. Nú er ekki nóttin svört, nú er bætt um haginn. — Eilíf dísin brúnabjört býður þér góðan daginn. J. S. HÚNFJÖRÐ. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- látogbálför :";ýU Gunitlaugs Kristjnundssonar fyrrverandi sandgræðslustjóra ];'} Fyrir hönd vandamanna Ásgeir B. Stefánsson. Verzlunarhúsnæði í miðbænum, eða við höfnina, óskast á leigu. ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON hrl. Austurstræti 14. ilkvnnin Viðskiptanefndin hefur ákveðið eftirfarandi verð á harðfiski: í heildsölu: Barinn og pakkaður ........ Kr. 12.00 pr. kg. Barinn og ópakkaður .... kr. 11.10 pr. kg. I smásölu: Barinn og pakkaður ........ kr. 14.60 pr. kg. Barinn og ópakkaður .... kr. 13.70 pr. kg. Reykjavík, 2. des. 1949. Verðlagsst j órinn. Kveðja við úiför Gunnlaugs Krist- mundssonar. AUÐNIN var bér til ama, upp-græðslu tryggðir von, greiður til gagns og frama, Gunnlaugur Kristmundsson. Grasklæddir gljúpa sanda, glöggur og cindreginn. Flyt nú til fegri landa, fermingarbróðir minn. 28.—11.—'49. J. J. f. G. Ungling vantar til 'að bera blaðið tiEL kaupenda í Hafnarfirði. Upplýsingar hjá Sigríði Erlendsdóttur, Kirkjuvegi 10. sagnaþátta, sem birtir hafa verið í Andvara eftir 1919. Gils Guðmundsson. Býningin opin frá kl. 2—11. Barnagæzlan kl. 2-—6. Veitingasalirnir opnir allan daginn. í kvöld kl. 9, íþrótta- sýningar, glímusýning frá Ungmennafélagi Reykjavíkur og Ármanni, hnefaleikasýnirig frá Ármanni, fimleikasýa ing karla, sýnd verða dýnustökk, K.R. og stúlkur frá Ár- manrii, Svíþjóðarfararnir sýna staðæfingar. í dag er næst síðasti dagur sýningarimiar. „Tvennir tímar” Frh. af 5. siðu. verð og lærdómsrík fyrir sam- Ííðina, þó að-mjög sé sköpum skipt frá því, sem var í æsku j ílólmfríðar. íslandi í dag .er riður en svo rétt lýst í sjálfs- j iofi broddborgaranna. Það eru < myndirnar úr lífi og starfi al- i býðunnar, sem hafa gildi fyr-1 Ir samhengi og sannfræði þjóð- arsögunnar. Elinborg Lárusdóttir hefur þegar skrifað fimmtán bækur og er óvefengjanlegur foringi íslenzkra kvenrithöfunda sam-! tíðarinnar. En ef til vill hef- . or henni aldrei betur tekizt j en í þessari bók. Hún er að allri smíð sannnefndur kosta- gripur. Slíka bók sem þessa íkrifar sá rithöfundur einn, sem kann vel til verks, nýtur mikillar kunnáttu og reynslu og ræður yfir þjálfaðri tækni. Elinborg hefur með þessari bók vísað réttan veg þeim, sem vilja reynast vaxnir því- iíkum vanda að lýsa lífi og r.tarfi íslenzkra einstaklinga, með háttu lands og kjör þjóð- j ar í glöggri baksýn. Sú braut i fir hinn vandfundni og marg- breytilegi þjóðvegur reynsl- unnar, og hann liggur utan og og ofan við greiðfært en mynd- laust breiðstræti gróðahyggj- unnar. Helgi Sæmundsson. Norðurtönd og næsfa sfyrjöld Framhald af 1. síðu. það, að eina ráðið til að afstýra rússnesku hernámi meginlands Evi-ópu, væri það, að Atlants- hafsbandalagið yrði svo öflugt, að Rússar áræddu ekki að hef ja styrjöld gegn þátttökuríkjum þess. Lét hann í ljós þá von, að þessi árangur myndi nást af landvarnasamvinnu lýðræðis- ríkjanna, en bjóst við, að það tæki nokkur ár að ná slíku jafnvægi milli austurs og vest- Ul'S. Tveir játa í Sarajevo Framh. af 1. síðu. borningurinn er kona. Játaði hún á sig njósnir fyrir Þióð- verja á stríðsárunum, en ber á móti því, að hún hafi rekið njósnir fyrir Rússa í Júgósla- víu. iAAAAAAAAAAAl ÚtbtelðiS álþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.