Alþýðublaðið - 14.12.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.12.1949, Blaðsíða 4
4 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndai. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Sauðargærait yfir úlfshárunum KOMMÚNISTAR eru ber- sýnilega farnir að óttast um framtíð flokks síns. Hann er einangraður í íslenzkum stjórn- málum, og enginn vill hafa við hann samráð eða samskipti, þegar undan er skilið setulið kommúnista í Framsóknar- flokknum, en það má sín lítils. Forkólfar kommúnista leggja því alla áherzlu á að rjúfa þessa einangrifti, og með það fyrir augum hafa þeir boðið Alþýðu- flokknum og Framsóknar- flokknum upp á samfylkingu við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Þessi afstaða íslenzka Komm únistaflokksins er eins og gef- ur að skilja í fullu samræmi við fyrirmæli hinna erlendu húsbænda hans. Alþjóðasam- band kommúnista, Kominform, hefur mótað þessa stefnu, og um leið fer hinn fjarstýrði i flokkur þess hér á landi í gang eins og vél og snýst um þenn- an austræna öxul. Kömmún- istaflokkurinn íslenzki þykist ekki vera aðili að Kominform. Hann segist þvert á móti ætla að standa utan við öll alþjóða- samtök. En eigi að síður ger- breytir hann um stefnu strax og fyrirmælin berast frá Kom- inform. Hann situr og stendur eins og hinum erlendu hús- bændum hans þóknast á hverj- um tíma. ❖ Þjóðýiljinn er stórorður í garð Alþýðublaðsins fyrir að það tekur samfylkingartilboði kommúnista kuldalega. Er engu öðru líkara en að kommúnistar hafi ætlazt til þess, að Alþýðu- flokkurinn samþykkti samfylk- ingartilboð þeirra með lófataki. En það er hægt að segja hon- um það skýrt og afdráttarlaust, að Alþýðuflokknum kemur ekki til hugar að samfylkjast kommúnistum og hjálpa þeim til að rjúfa þann múrvegg ein- angrunar og fyrirlitningar, sem þeirhafa hlaðið kringum sig undanfarin ár. Það liggur fyrir, að kommúnistar líta á Alþýðu- ■ flokkinn sem höfuðóvin sinn. Þjóðviljinn og önnur blöð ís- lenzkra kommúnista hafa fylgt þessari kenningu dyggilega, og ekki hefur skort á fulltingi flokksins við þessa iðju blaða hans og. opinberra málsvara. En svo allt í einu gerist sá ein- kennilegi atburður, að barið er á dyr hjá Alþýðuflokknum, og úti fyrir stendur sendimaður frá kommúnistum með langt og elskulegt bréf, þar sem boð- jð er upp á samstarf og sam- fylkingu! Og kommúnistar falla blátt áfram í stafi af undr- un yfir því, að Alþýðuflokkur- inn skuli ekki breiða faðminn á móti þeim og bjóða þá hjart- anlega velkomna! Það er alveg rétt hjá Þjóð- Viljanum, að stefnuskrár Al- þýðuflokksins og Kommúnista- ALÞVÐUBLAÐÍÐ Miðvikudagur 14. des. 1949 Reykvíkingar og hinir bágstöddu. — Prakkari segir prakkarasögur. — Björn Ólafsson og kven- fólkið. — Hörkukarlarnir og blíðubrosin. flokksins í bæjarmálum eru ekki ólíkar. Sömu sögu er að cegja um stefnuskrár þessara tveggja flokka í landsmálum. En eigi að síður er það stað- reynd, að harðasta barátta ís- lenzkra stjórnmála stendur milli þessara tveggja flokka. Ástæðan er sú, að Kommúnista flokkurinn starfar ekki á grundvelli stefnuskrár sinnar. Hann segist vera lýðræðis- flokkur, en er í reynd einræð- isflokkur og útibú erlends stór- veldis. Hann þykist líka standa utan við alþjóðasamtök, en blaktir eigi að síður eins og dula á snúru fyrir sérhverjum goluþyti, sem blæs úr austur- étt. Hann þykist vilja vinna fyrir verkalýðshreyfinguna og alþýðusamtökin. En í reynd hefur hann klofið verkalýðs- hreyfinguna og unnið gegn nær öllum þeim umbótamálum alþýðunnar, sem Alþýðuflokk- urinn hefur beitt sér fyrir. Það skortir því sannarlega ekki for- ændurnar fyrir þeirri afstöðu Alþýðuflokksins að neita í eitt r.kipti fyrir öll samstarfi við kommúnista. Alþýðuflokkurinn gengur í þessu efni sem öðrum hreint til verks og lætur sam- fylkingarskraf kommúnista sem vind um eyru þjóta. Annars vill svo vel til, að Þjóðviljinn viðurkennir, að samfylkingartilboð kommún- ista sé skrum og blekking. Hann segist fyrirfram hafa reiknað með því, að leiðtogar Alþýðuflokksins höfnuðu þessu VÍSIR er öðru hvoru að reyna að sannfæra lesendur sína um það, að jafnaðarmenn er- lendis séu ærið ólíkir ís- lenzka Alþýðuflokknum um vinnubrögð og skoðanir. Birti hann forustugrein í fyrradag um þetta efni, og er tilefni hennar ræða, sem Herbert Morrison, varafor- sætisráðherra Breta, hélt fyrir skömmu. Morrison boð- aði í þessari ræðu sinni, að baráttan fyrir síhækkuðu kaupi væri ekki einhlít fyrir verkamenn, þar eð all.t væri komið undir kaupmætti pen- inganna. Jafnframt bar hann á móti því, að jafnaðarmenn beittu sér fyrir því að af- nema allan mun á tekjum manna. „Það, sem jafnaðar- menn hafa barizt fyrir, er jöfn skilyrði til að nota tæki- færin,“ sagði Herbert Morri- son og bætti síðan við: „Við verðum einhvern veginn að læra að greina á milli hærri greiðslna til fólks, sem legg- ur verulega af mörkum þjóð- félaginu til handa, og svq : hins vegar að láta ekki fólki, I sem ekkert leggur af mörk- um, eða svo til ekkert, hald- ast uppi að taka stærsta kúg- inn af þjóðartekjunum." Finnst Vísi mjög kveða við annan tón í þessari ræðu hins brezka jafnaðarmannafor- ingja en hjá Alþýðuflokkn- um okkar, eins og hann orð- ar það. ÞETTA ER auðvitað alger misskilningur, hvort sem hann er til orðinn vitandi vits eða stafar af greindarskorti. Alþýðuflokurinn íslenzki á- lítur, að kaupmáttur pening- anna skipti sannarlega miklu máli. En eins og hógum er háttað hjá okkur, hefur bar- hjákátlega tilboði. En það geri ekkert til. Samfylkingartilboð- ið hafi nefnilega verið sent ó- breyttum alþýðuflokksmönn- um. En hvað er í raun og veru eagt með þessu? Samfylkingar- tilboðið hafði þann tilgang ein- an, að sundra Alþýðuflokknum. Vinarorðin í bréfinu til Alþýðu- flokksins voru ekki samin og Ekráð í alvöru. Þau áttu aðeins að vera sauðargæra, sem leyndi úlfshárunum! Því verður ekki móti mælt, að íhaldið hefur grætt á sundr- j unginni innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Ef alþýðan hefði borið gæfu til þess að standa saman í traustri fylkingu, væri íhaldið í minnihluta í Reykja- j vík og vafalítið um gervallt I land. En það situr ekki á kom- múnistum að benda á þessa augljósu staðreynd. Það er oem sé þeirra verk, að alþýðan er sundruð og ósamþykk. Þeir hafa í nær tvo áratugi stutt í- haldið til valda í Reykjavík með vinnubrögðum sínum og baráttuaðferðum jafnt á sviði verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálanna. Það er því vissulega hámark hræsninnar, þegar komúnistar eru að gráta krókódílstárum vegna þess, að íhaldið sé við völd í höfuðstaðn- um; því þeim hefur tekizt að ná þeim árangri með vinnu- brögðum sínum og baráttuað- ferðum, að erjgum ábyrgum manni dettur í hug að vinna með þeim. áttan fyrir auknum kaup- mætti peninganna síður en svo leitt til þess árangurs, sem Alþýðuflokkurirm og verkalýðshreyfingin vonaði. Vísi er þetta vafalaust ekki ókunnugt, því að hann er ná- kominn þeim aðilum þjóðfé- lagsins, sem bera ábyrgð á því, hvernig komið er í þessu efni. En vegna þessa hefur verkalýðshreyfingin blátt á- fram verið til neydd að hækka kaup sitt til þess að geta staðizt þá flóðbylgju dýrtíðar og verðbólgu, sem rís æ kærra. Annars er allt skraf íhaldsblaðanna um, að Alþýðuflokkurinn fari í þessum efnum öðruvísi að en aðrir jafnaðarmannaflokk^r, fjarri öllu lagi. Þetta gera jafnaðarmenn um allan heim, þar sem áhrifa þeirra gætir á annað borð. Herbert Morri- son og flokksbræður hans í Bretlandi eru sízt eftirbátar annarra jafnaðarmanna á þessu sviði. Þeir hafa stór- bætt kjör brezkrar alþýðu, þrátt fyrir þá miklu erfið- leika, sem Bretar eiga við að stríða. HIN ATRIÐIN í ræðu Morri- sons eru þannig, að satt að segja er furðulegt, að Vísir skuli vera að fjasa um þau. Morrison er þeirrar skoðunar, að fólkið, sem með vinnu sinni skapar þjóðinni verð- mæti, eigi að fá betri kjör og hærri laun, en allt öðru máli gegni um þá, sem ekkert leggja þjóðinni af mörkum, en seilast eftir stærsta kúf- inum af tekjum hennar. Þess vegna berst Morrison gegn forréttindastéttunum og auð- jöfrunum í Bretlandi og reynir að skerða forréttindi þeirra og auð til þess að ÞÓ AÐ AFKOMA FÓLKS í Reykjavik hafi verið góð und- anfarin ár og sé enn hjá lang- flestum, þó að nokkuð sé farið að halla undan fæti, þá er það víst, að margir eiga við mikla erfiðleika að stríða, og þá fyrst og fremst gamalmenni og ein- Etæðingar, einstæðar mæður og munaðarleysingjar. OFT HAFA Reykvíkingar verið hvattir til þess að rétta þessu fólki hjálparhönd og enn er það gert. Þeir hafa ætíð brugðizt vel við, enda mun það nldrei sagt um Reykvíkinga og íslendinga yfirleitt, að þeir séu ekki hjálpfúsir og gefi ekki höfðinglega. Hygg ég að fáar þjóðir séu eins gjafmildar og hjálpfúsar og þeir. VETRARHJÁLPIN og mæðra etyrksnefndin hafa nú í áratugi hægt sé að bæta hag hinna, er verðmætin skapa. Herbert Morrison er einmitt þess vegna svarinn andstæðingur þeirra manna á Bretlandi, sem hafa þar sömu hagsmuni og áhugamál og húsbændur Vísis á Islandi. JAFNAÐARSTEFNAN er vissulega ein og hin sama á Bretlandi og íslandi. En munurinn er hins vegar sá, að Alþýðuflokkurinn á Bret- landi hefur haft hréinan meirihluta á þingi eftir stríðslokin og farið einn með stjórn landsins. Alþýðuflokk- urinn hér er hins vegar enn sem komið er minnsti stjórn- málaflokkur landsins og á ekki tök á völdum eða stjórn, nema í samvinnu við aðra flokka. En íslenzki Alþýðu- flokkurinn mun sannai'lega gera hið sama hér á landi og hann hefur gert í öðrum löndum, þar sem hann hefur farið með völd, fái hann á annað borð aðstöðu til þess. Vonandi kemur að því fyrr en síðar, að íslenzk alþýða sameinist um úrræði og for- ustu jafnaðarmanna. Þá mun Vísir fá að sjá, að það er síð- ur en svo, að eitthvað beri á milli íslenzka Alþýðuflokks- ins og Herberts Morrisons. En húsbændur Vísis munu áreiðanlega ekki fagna Joeirri þróun, þó að hann í dag, á kostnað Alþýðuflokksins hcr, lofi þennan svarnasta and- stæðing íhaldsins á Bret- landi! ----------f-------- Úfbrei$lð AlþýðublaSfð! ctýrt hjálparstarfsemi Reykvík- inga innbyrðis og hefur þetta ttarf borið mikinn og góðan ár- f.ngur. Nú mun þörf á meiri hjálp en mörg undanfarin ár og enn munu Reykvíkingar bregðast vel við. Hvet ég Jes- endur mína til þess að leggja fram sinn skerf hve.r eftii* á- Etæðum sínum, ekki er farið fram á stórgjafir frá hverjum og einum, en þess aðeins óskað, oð allir verði með, sem það geta. - ÉG LAS SMÁRÓK á föstudag inn, sem barst upp í hendur mér og ég skemmti mér ágæt- lega. Þetta eru prakkarasögur Hendriks Ottóssonar úr Vestur- bænum, en í þeim segir þessi nasjónalisti hins gamla Vestur- bæjar frá ævintýrum sínum og félaga sinna þegar þeir voru ungir, aðeins 6—8 ára gamlir, hvernig veröldin og uftdur hennar litu út í þá daga í aug- { um strákanna og hvernig þeir $ enerust við tilbrigðum hennar. HÉR ER UM að ræða marga smáþætti, sem þó eru í einni heild og gerast þar mörg ævin- týri. Við lesturinn datt mér í hug, að hér væri um bók að ræða, sem foreldrar og börn gætu sannarlega lesið sameig- inlega — og rætt um sem jafn- ingjar á eftir, en of fáar barna- og unglingabækur eru með því sniði. Hendrik á áreiðanlega enn mikið í fórum sínum af svona hressilegum sögum. En eini gallinn á bókinni er hvað hún er stutt. ÞAÐ ÞÝÐIR víst ekkert að verða við beiðnum húsmæðra, pem hafa skrifað mér og hringt til mín, og beðið um að þær fengju dálítinn aukaskammt af cykri fyrir jólin. Nú er Björa Ólafsson orðinn viðskiptamála- ráðherra og 'skömmtunarmála- ráðherra. Ekki veit ég hvernig hann er stemdur gagnvart kven- fólkinu, að vísu er hann nokkuð harður á brúnina, en ef hjaría- lagið er gott, þá ætti það að duga. Og margur hörkukallinn- hefur bráðnað við atlæti kvenna. FRÁ FÉLAGI ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA hef ég fengið eftirfarandi: ,,í sam- bandi við ummæli í dálkum Hannesar á horninu laugardag- Lnn 3. des. s. 1., um innflutning og . sölu á skrautkertum, óskar Félag íslenzkra stórkaupmanna að taka þetta fram: SKRAUTKERTI ÞESSI eru ekki flutt til landsins erlendis frá, hvað þá heldur smygluð. Er hér um að ræða venjuleg kerti, sem framleidd eru hér á landi hjá innlendri sápuverk- smiðju. Síðan hafa nokkrir ein- staklingar keypt kertin og mál- að á þau eða myndskreytt þau, en vegna þeirrar vinnu hafa ekrautkertin verið seld hærra verði en venjuleg kerti“. Vísir^ Morrison og Alþýðuflohkurinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.