Alþýðublaðið - 14.12.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.12.1949, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ MiSvikudagur 14. des. 1949 f Fátt gleður börnin meir en fallegar biblíumyndiv. Þessar fallegu biblíumyndabækur eru þannig gerð- ar, að lagtæk börn geta sjálf litað myndirnar, en öll börn hafa' ánægju af þeim, hvort sem myndirn- ar eru litaðar eða ekki. Verð hverrar bókar er kr. 3,50. G.efið börnunum biblíumyndabækurnar Smiðjustíg 5 og 5 A, (Á horni Smiðjustigs og Hverf- isgötu) eru til sölu. — Lysthafendur sendi tilboð til Brands Brynjólfssonar hdl., Austurstræti 9, fyrir kl. 12 á hádegi 17. þ. m. Nánari upplýsingar um fasteignir þessar eru gefn- ar á sama stað daglega kl. 10—12. ALPHONSEDAUDEr Frú Dáríður Dulheims: A ANDLEGUM VETTVANGI Nú líður að blessuðum jólun- um. Já, ég held nú það. „11 dag- ar til jóla“, auglýstu blöðin, rétt eins og þau haldi að við get um ekki lengur talið Upp að tuttugu. Það er nú þetta með blöðin þau halda að maður geti ekki hugsað neitt og að þau þurfi þess vegna endilega að hugsa fyrir alla í smáu og stóru. Ojæja: Það er víst hver sæll og tnikill í sinni trú, ekki hvað eízt ef hann trúir á sjálfan sig, enda vantar ekki sjálfsánægj- una hjá þeim sumum, blessuð- um! En hrædd er ég nú um, að eitthvað gleymdist og yrði seint hjá mér í jölaönnunum, ef ég tæki mér.ekki fram um neitt, sem þeir ágætu fyrirhugsendur hefðu ekki minnt mig á. Mér hefur alltaf, reynst eins vel og bezt að treysta á sjálfa mig. Ég er hrædd um, að það syði ein- hverntíma upp úr pottinum hjá mér, ef ég lyfti aldrei af hlemm inum fyrr en þeir Víkverji, Hannes á horninu og Starkaður gamli hrópuðu allir í kór: „Taktu af hlemminn kona! Þáð er að sjóða upp úr!“ Já, en er þetta ekki skrítið? Þegar maður hefur hripað eina eetningu á pappírinn, getur hség iega farið svo, að hún, — já, ég veit ekki hvernig maður á að orða það, — að hún komi af etað einhverju andlegu laus- lætisástandi, og fæði af sór margar aðrar setningar, og jafn vel hugsanir. Núna, þegar ég var að hripa niður þessa sstn- ingu með pottinn innan gæsa- lappa, kom mér það til dæmís í hug, að ef þessir kunningjar mínir á blöðunum, sem ég minnt ist lauslega á, tækju upp á því nð vara okkur húsmæðurnar við þessari hættu, já, þá mundu þeir varla nota sömu orðin til þess. Bæði eru mennirnir ólíkir að gáfum og skapi eins og maður veit, nú og svo er það pólitíkin. En hvernig myndu þeir þá orðá það, hver um sig? Það væri nógu gaman að athuga það, enda bótt það sé eiginlega þýðingarlaust í sjálfu sér. Þeir herrar erú nú ííklega of fínir til að þess að hugsa um svo hýsrsdagslega hluti. v Jæja, — ég ætla nú að reyna nð gera mér það fyrst í hugar- !und, hvernig Víkverji mundi orða það; hann er stærstur að nappír til. Já, sennilega mundi hann segja sem svo: „í Bret- íandi, og hvarvetna þar, sem svoleiðis stjórnir setja í valda- stóli, sýður niður úr pottunúm Lesið Albýðubfaðið! upp um allar eldavélar, — við , skulum vara okkur á því að, láta ekki líka fara svona hér á landi. Hlaupið því fram í eld- , hús!“ Og Hannes minn á horn- inu: „Það er tómt andskotans sinnuleysi og slóðaskapur að láta sjóða upp úr pottinum, og það er ekki nema fjandans mátu legt, að þeir sóðar og slóðar íái íjálfir að sleikja grautinn upp af gólfinu-. Svona, — skilurðu ekki við hvað ég á, manneskja“! Starkaður gamli: „Það hyggjum vér, að ofheitt geti orðið undir öllum pottum, en ekki er það búmennskubragur að láta mat- inn þannig spillast, enda oftast afleiðing ofdrykkju, nætursvalls og annarrar borgarómenningar. Rís því úr sæti þínu, kona, gakk fram og gæt að þottum þínum, viljir þú ekki ósnotur kallazt". Og hjá blessuninni minni; hon- um Jónasi stórþingmanni, mundi aðvörunin sennilega hljóða eitthvað á þessa leið: „Við hverju öðru er að búast, þar sem hið kolsvartasta aftur- hald veraldarinnar ræður ríkj- um, heldur en því, að það sjóði upp úr, í hvert skipti sem pott ur er settur á eldavél. í Sovét- lýðveldunum gegnir hins vegar öðru máli, þar þurfa húsmæð- urnar ekki að lifa í stöð- ugum ótta, því að þar hrærir Stalin sjálfur persónulega í öll- um grautarpottum!“ Jæja, þetta er nú eins og hvert annað spaug, en þó nóg til þess, að ég missti af þræðinum, — og nú man ég ekkert um hvað ég ætlaði upp- haflega að skrifa. Það kemur þá bara seinna. í andlegum friði! Dáríður Dulheims. í hendinni, sem hann áleit vera hönd ,,Ménine“ sinnar, er hafði verið dauð í tvær vikur. Hann var eins og lítill villi- köttur þar á heimilinu. Hann klóraði og beit og át einn sér. Kann urraði, þegar einhver nálgaðist skálina hans. Þau fáu orð," sem þau gátu neytt út úr honum, voru töluð á hinni villi- mannlegu mállýzku skógar- höggsmannanna í Morvan, sem enginn hefði noklsru sinni get- að skilið án hjálpar Hettéma og konunnar hans, er voru úr nama héraði og hann. En með ftöðugri umhyggju og blíðu tókst þeim að temja hann svo- lítið — ,,soltið“, eins og hann sagði. Hann samþykkti að hafa ’jkipti á tötrunum, er hann var í, þegar hann kom, og snotrum, hlýjum fötum. En er hann leit þau í fyrstu, titraði hann af reiði, eins og sjakali myndi gera, væri reynt að klæða hann í hlífðarábreiðu hins tamda gráhunds. Hann lærði að borða við matborð, nota gaffal og skeið og svara, ef einhver spurði um nafn hans. að í sveit- inni „je kalla Jósab.“ Þau gátu enn ekkert hugsað um að gefa honum hinar minnstu eða frumstæðustu hugmyndir um menntun. Hann var alinn upp í kofa úti í miðj- um skógi hjá fólki, sem brenndi viðarkol. Bergmál skrjáfandi, iðandi náttúrunnar ómaði í iitla. sterk? sveitakollinum hans, líkt og hafniðurinn gnauðar í fellingum skeljanna. Og það var engin leið að neyða nokkru öðru inn í koll hans né hemja hann innan dyra jafnvel í hinu versta veðri. Hann lædd- ist út úr húsinu í rigningu og snjóéljum, þegar nakin trén stóðu stirðnuð eins og klaka- súlur. Hann snuðraði þá um kjarrið, leitaði að holum og grenjum skógardýra með hinni grimmdarlegu slægð hreysi- kattarins. Og er hann snéri heim að falli kominn af hungri, var hann alltaf með einhverja lamaða eða dauða skepnu, fugl, moldvörpu eða hagamús, í vös- unum á rifna bómullarjakkan- um eða litlu buxunum sínum. Hann var ataður í leðju upp að mitti. Ekkert gat yfirbugað. þessa veiðiþjófnaðar- og ránshvöt, >em tengd var þeirri ástríðu i.veitafólksins, að geyma alls- Lonar gljáandi smádót, svo sem koparhnappa, steinkola- agnir og málmþynnubrot, sem hann tíndi upp, faldi í hnefa cínum og bar á felusíaði, er þjófóttur skjór hefði getað ver- ið stoltur af. Hann kalláði all- an þennan ránsfeng einu óljósu alisherjarnafni. Hann kallaði draslið ,,uppskeruna“ sína, sem varð að „uppska“ í framburði hans. Og hvorki ávítur né högg hefðu aftrað honum frá að cafna saman „uppsku“ sinni á kostnað alls og allra. Hettéma og kona hans voru þau einu, sem gátu hamið hann. Hettéma hafði alltaf hunda- svipu liggjandi á teikniborði sínu. Litli villimaðurinn snuðr- aði .sífellt í kringum borðið, þar eð litblýantarnir og hring- ritarnir drógu hann að sér, og Hettéma sló þá út í loftið með svipunni, þétt við fætur drengs- ins. En hvorki Jean né Fanny gripu til slíkra ógnana, þótt sá litli væri slægur og tortrygg- inn í skiptum sínum við þau og jafnvel væri ei hægt að temja hann með hinum ástúðlegustu bónum. Það var sem ,,Ménine“ hefði svipt hann öllum ástúð- legum tilfinningum, þegar hún dó. Fanny tókst stundum að halda honum í augnablik á hnjám sér, „affí þa va so gó litt a henni“. Gaussin var alltaf mjög blíður við hann, en samt var drengurinn ætíð villidýr fyrsta kvöldsins á heimilinu í skiptum sínum við hann. Hann ieit ætíð á Gaussin með sömu tortryggninni og var tilbúinn að klóra hann með hlónum. Nú tók elskhuginn að kvelj- ast af nýrri tortryggni vegna hinnar ósigrandi og næstum eðiislægu óbeitar barnsins á honum, forvienislega, illgirnis- íega ' svipsins í litium, bláum íiugum þess með hvítu augna- hárunum og umfram allt vegna íiinnar skyndilegu og blindu ástar Fanny á þessum litla, ó- kunna gesti, sem hafði allt í einu birzt á vettvangi lífs þeirra. Ef til vill var hann hennar eigið barn, sem einhver barnfóstra eða stjúpmóðir hénnar hafði alið upp? • Þau fréttu einmitt um dauða Ma- ehaumes um þessar mundir, og bað virtist réttlæta tortryggni hans. Á næturnar, þegar hann hélt í þessa liílu hendi, sem hélt dauðahaldi í hönd hans, því að barnið hélt aetíð í þokukenndu draumalandi sínu, að ,,Ménine“ héldi í höndina, spurði hann barnið stundum með öllum sín- um innri óróa, er hann viður- kenndi ekki með sjálfum sér: „Hvaðan kemur þú? Hver ertu?“ Hann spurði þessa í þeirri von, að leyndardómur- Lnn í sambandi við fæðingu litla snáðans kynni að birtast honum við snertingu hiýju’ handarinnar. En áhyggjur hans hurfu við orðin, sem Legrand gamli mælti, þegar hann kom til að leita hjálpar þeirra til að greiða fyrir girðingu umhverf- is leiði síns dána lífsförunauts. Þá hrópaði hann til dóttur Einnar, er hann sá vöggu ,,Jósa'bs“: „Nei, þarna er krakki! Þið íiljótið að vera ánægð, þar sem þið hafið aldrei getað eignazt neinn sjálf“. Gaussin var svo hamingju- samur, að hann greiddi .fyrir girðinguna án þess að biðja jafnvel um að fá að sjá áætl- unina. Og svo bauð hann Le- grand að snæða með þeim tnorgunverð. Ökukarlinn gamli vann nú við almenningsvagnana, sem gengu á miili Parísar og Ver- cala. Andlit hans var rautt af víndrykkju og slagaveiki, en enn þá fjörlegt og þrungið lífi undir gljáandi leðurhúfunni, sem hann hafði sett snúru. á í tilefni dagsins. Ökukarlinn gamli virtist rnjög ánægður vegna. þess, hve „herramaður“ dóttur hans tók honum vel. Og hann heimsótti þau aftur með nokkru miliibili til þess að borða með þeim. Hið hvíta hár hans, ’umgerð um rakað, upp- blásið andlitið, hátíðlegi , drykkjumannssvipurinn og sú | virðing, er gamli maðurinn sýndi svipunni sinni, hafði 1 allt mjög djúp áhrif á barnið. Drengurinn hreifst af því, hve

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.