Alþýðublaðið - 17.12.1949, Blaðsíða 6
s
ALÞYBUBLABIÐ
' Laug'ardagur 17. des. 1949
Ein af hinum sígildu, einföldu og fögru sögum,
sem hrífa hvern lesanda.
eftir
er nú öll komin út á ísienzku 'í þýðingu
eftir Einar Braga Sigurðsson. Síðara
bindið er komið í bókaverzlanir.
Ditta mannsbarn er saga konunnar á öll-
um öldum, isagan iaf 'þolinmæði hennar,
fórn'arlund og ást. Hún er ógieymanieg
bók, harmi þrungin, en fögur.
Ditta mianhsbarn er þýdd á fjölmargar
tungur.
AHs sfcaðar 'hefur hún hrifið lesendur.
Páar persónur heimsbókmenntanna
hafa orðið eins vinsæJar og Ditta.
Kynnist D i 11 u og þið munuð verða
hrifin.
Gefið vinum yðar D i 11 u í jóiagjöf.
Bókabúð Máls og Menningar.
Laugavegi 19. — Sími 5055.
og skálar fyrir jólin.
Vinsamlogast pantið tímanílega.
Blómaverzlunin Hvatniniir,
Njálsgötu 65. — Sími 2434.
AIPHONSE DAUOET'
S A P P
Tilboð óskast í hita- og hreinlætislagnir
(efni og vinnu) í 100 íbúðir í íbúðarhúsum Reykja-
víkurbæjar við Bústaðaveg.
Teikningar og útboðslýsingar fást á skrifstofu
Vatns- og Hitaveitunnar gegn 100 króna skila-
tryggingu.
Reykjavík, 16. des. 1949.
Helgi Sigurðsson.
„Komdu! Flýttu þér! Þú ert
með humarinn", hrópaði feiti
maðurinn, og hin óstyrka rödd
Fanny bætti við:
„Var það hún litla ungfrú
Bouchereau, sem stöðvaði þig
á veginum?“
Jean hrökk við, er hann
heyrði nafn Bouchereaus.
Nafn þetta kom honum til að
hugsa um Castelet og flutti
hann að rúmstokk móður hans.
,,Já“, sagði teiknarinn og tók
körfuna af honum. „Já, sú háa,
sú, sem stjórnaði hestinum, er
frænka læknisins. Það er bróð-
urdóttir hans, sem hann hefur
tekið að sér. Þau búa í Vélizy
á sumrin. Hún er lagleg“.
„Ó, mjög lagleg! Sérstaklega
þessi óskammfeilni svipur!“
Og Fanny horfði á élskhuga
sinn, á meðan hún skar brauð-
ið. Hún var full óróa vegna
hins fjarræna svips augna
hans.
Frú Hettéma var að taka ut-
an af svínsfleskinu. Hún lýsti
hátíðlega yfir vanþóknun sinni
á þeirri venju að láta ungar
stúlkur flækjast úti um skóga
að vild. „Þið getið sagt mér,
að þetta sé enskur siður og
hún hafi verið alin upp í Lon-
don, en það er alveg sama.
Það er samt ekki viðeigandi“.
I , Nei, en mjög heppilegt fyr-
' ir ævintýri“.
„Ó, Fanny. . . .“
„Fyrirgefðu! Ég gleymdi því
alveg, að herrann trúir á sak-
lausar stúlkur“.
„Svona, svona! Hvernig væri
nú að snúa sér að matnum?“
sagði Hettéma, sem var farinn
að gerast hræddur. En Fanny
þurfti endilega að segja frá
öllu, sem hún vissi um ungar
stúlkur af háum stigum. Hún
kunni nokkrar góðar sögur um
það efni. Sögur þessar gerðust
í klaustrum og heimavistar-
skólum. Stúlkur fóru frá þess-
um stofnunum alveg úttaugað-
ar, fölnaðar, fullar viðbjóði á
karlmönnunum og jafnvel ó-
hæfar til að eignast börn. „Og
síðan gefa þeir ykkur þær,
bjánarnir ykkar! Saklaus
stúlka! Ja, heyr á endemi!
Eins og nokkuð sé til, sem
heitir saklaus stúlka! Haldið
þið ekki, að allar stelpur, jafnt
af háum stigum sem lágum,
viti ekki frá fæðingu, hvar
hann Davíð keypti ölið! Ég
sjálf átti ekkert eftir ólært,
þegar ég var tólf ára gömul,
og þú ekki heldur, Olympe,
eða er það ekki rétt?“
„Auðvitað“, sagði frú Hett-
éma og yppti öxlum, en at-
hygli hennar beindist óskipt að
örlögum máltíðarinnar, þegar
hún heyrði að Jean var tekinn
að reiðast og hann lýsti því
j yfir, að stúlkurnar væru mis-
' jafnar og í sumum fjölskyldum
væri enn hægt að finna . . .
„Ójá, fjölskyldum!“ sagði
ástmey hans af fyrirlitningu.
„Mér þykir fjári gaman að
heyra þig tala um fjölskyldur,
cérstaklega þína eigin!“
„Þegiðu! Ég banna þér . . .“
,, Broddborgari!1 ‘
„Skepna! Til allrar ham-
ingju lýkur þessu bráðum. Ég
á ekki eftir að búa mikið leng-
ur með þér“.
„Farðu, farðu! Snautaðu
burt! Ég verð bara glöð!“
Þau vörpuðu móðgunum
hvort að öðru frammi fyrir
barninu, sem fullt var af ill-
girnislegri forvitni. Barnið lá
á maganum í grasinu. Hræði-
íegur blástur í veiðihornið,
sem margfaldaðist hundraðfalt
af bergmálinu frá tjörninni og
laufþykkni skógarins, drekkti
skyndilega rifrildi þeirra.
„Eruð þið búin að fá nóg af
þessu? Viljið þið, að ég geri
það aftur?“ Og hinn fyrirferð-
ar mikli Hettéma, með purp-
urarauðar kinnar og þrútinn
háls, sem gat ekki fundið
neina aðra leið til að fá þau til
að sjá hvort annað í friði, beið
með veiðihornið þrýst að vör-
um sér, er hótaði að spýja .á
nýjan leik.
IX. KAFLI.
Orðasennur þeirra voru
venjulega skammlífar og
hurfu við áhrifin frá hljómlist
og áköfum gælum Fanny, en í
þetta skipti var hann reiðari
henni en endranær. Og hann
hélt sömu hnyklunum í brún-
um sínum í nokkra daga cg
hált áfram að þegja af fyrir-
litningu. Hann settist strax við
að teikna eftir máltíðir og
neitaði að fara nokkuð með
henni.
Það var sem hann skamm-
aðist sín skyndilega fyrir hið
auvirðilega líferni sitt, líkt og
hann væri hræddur við að
verða aftur á vegi litla vagns-
ins, er ekið væri niður stíg-
inn, og hins tállausa æskubros,
sem hann hugsaði stöðugt um.
Síðan varð sýnin óljós og
ruglingsleg sem horfinn draum
ur. Það var sem leiksviðsút-
búnaður hefði verið færður til
í ævintýraleik. Sýnin óskýrð-
ist og smáhvarf á bugðum
skógarstígsins, og Jean sá hana
ei lengur. En í sál hans varð
eftir undirlag þunglyndis.
Fanny hélt að hún vissi, hver
orsökin var, og hún ákvað að
reka það á brott.
„Ég er búin að því“, sagði
hún glaðlega við hann dag
nokkurn. „Ég er búin að hitta
Déchelette. Ég hef skilað hon-
um peningunum. Hann er
samþykkur þér, að það sé betra
þannig. En guð veit, að ég skil
ekki, hvers vegna svo er. Jæja,
það er nú búið. Hann ætlar að
muna eftir litla snáðanum,
þegar ég er orðin ein míns
liðs síðar meir. Ertu ánægður?
Ertu enn þá reiður mér?“
Og hún lýsti heimsókn sinni
í Rómarstræti og undrun sinfti,
er hún hitti þar fyrir venju-
legt borgaraheimili, þar jem
ró og friður ríkti ásamt mjög
mikilli og strangri reglusemi,
í stað austurlenzka lestamanna
gististaðarins, þar sem hávaði
og ringulreið ríkti og allt var
fullt af æstu fólki. Þar var
ekkert svall lengur, engir
grímudansleikir framar. Og
eitthvert sníkjudýrið, bálreitt
yfir að vera neitað um aðgang
að húsinu, hafði skrifað skýr-
inguna á breytingu þessari
með krít yfir litlu dyrnar að
vinnusalnum: „Lokað vegna
giftingar11.
„Og þetta er sannleikurinn,
elskan mín. Déchelette varð
alveg vitlaus í skautahallar-
stelpu, Alice Doré að nafni,
ekömmu eftir að hann kom til
Parísar. Hann hefur haft hana
hjá sér í mánuð, og hún hefur
stjórnað öllu heimilinu. Já,
hvorki meira né minna! Hún
er mjög blíð og góð lítii stúlka,
eins og ljúfasta lamb. Þau hafa
mjög hægt um sig saman. Ég
lofaði, að við skyldum koma og
heimsækja þau. Það verður
dálítil tilbreyting fyrir okkur
frá veiðihornum og bátssöngv-
um. Hvað segirðu nú um heim-
spekinginn og kenningarnar
hans? Enginn morgundagur,
enginn lausamennskubúskap-
ur! Já, ég stríddi honum held-
ur en ekki!“
Jean lét hana fara með sig
heim til Déchelette, sem hann
hafði ekki séð, síðan þeir hitt-
ust við Madeleinekirkjuna. Þá
hefði hann orðið mjög undr-
andi, ef einhver hefði sagt hon
um, að sá tími myndi koma,
er hann myndi umgangast
þennan kaldhæðna fyrrver-
andi elskhuga ástmeyjar sinn-
ar, fullan lítilsvirðingar, án
þess að finna til nokkurs við-
bjóðs og myndi næstum verða
vinur hans. Hann undraðist, að
hann kunni svo vel við sig,
jafnvel við þessa fyrstu heim-
sókn. Jean hreifst af hinu
blíðlega viðmóti og hinum ein-
læga, góðlega hlátri manns
þessa með Kósakkaskeggið, er
var þrunginn slíkri heiðríkri
ró, sem kvalirnar í lifrinni
röskuðu ekki, - kvalirnar, sem
slógu blýgráum blæ á húð hans
og mynduðu bauga undir aug-
un.
Og hversu auðvelt var ekki
að skilja þá ástúð, sem hann
blés Alice Doré í brjóst, stúlk-
unni með löngu, mjúku hvítu
hendurnar, sem hafði til að
bera venjulega Ijósa fegurð, er
Glæsileaf úrval
vim
Braga Brynjólfssyni