Alþýðublaðið - 03.01.1950, Síða 4
t
ALÞYÐIJBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. janúar 1950.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Grönda2.
Þingfréttir: Ilclgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
NýárshoMapur for-
sætlsráðherrans
ÞAÐ væri synd að segja, að
þjóðin hefði orðið mikils vís-
ari við það, að hlusta á áramóta
boðskap Ólafs Thors forsætis-
ráðherra í ríkisútvarpinu á
gamlaársdag; og hefði hún þó
vel mátt gera sér nokkrar von-
ir um það, að fá við það taeki-
færi að heyra eitthvað meira
um fyrirætlanir hinnar nýju
stjórnar en það litla, sem fyrir
jólin hafði verið uppi látið á
alþingi. En í áramótaboðskap
forsætisráðherrans í ríkisút-
varpinu var, sannast að segja,
ekkert nýtt. Hann var aðeins
ein endurtekningin enn á hinu
margkveðna, að við höfum eft
ir stríðið lifað um efni fram,
og að þjóðin öll þurfi að færa
fórnir og taka upp nýjar líís-
venjur til þess að sigrast á að-
steðjandi erfiðleikum.
*
í áramótagrein, sem for-
sætisráðherrann birti í Morgun
blaðinu á gamlaársdag var aft
ur á móti oturlítið látið í það
skína, hvað fyrir hinni nýju
stjórn vekti. Þar var þess get-
ið, að „stjórnin og sérfræðing-
ar hennar ynnu af alefli að því,
að sem fyrst verði auðið að
bera fram tillögur til varanlegr
ar úrlausnar11, og myndi þá
„reyna mjög á þegnskap þings
og þjóðar“. „Hætt er þó við“,
skrifar forsætisráðherrann, ,að
enn verði nokkur dráttur á, að
auðið verði að leggja endan-
legar tillögur fyrir alþingi . . .
Stjórnin mun því telja sér
skylt, að leggja bráðabirgða-
úrlausn fyrir alþingi strax og
það kemur saman; en hinar
endanlegu tillögur svo skjótt
sem föng eru á . . . Ég er að
vona“, — þannig lýkur þess-
um rúnum forsætisráðherrans,
— „að þær tillögur, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn ber fram,
marki þá stefnu, sem alþingis-
menn leynt og ljóst telja, að
fylgja verði í málinu“.
*
Svo mörg eru þau orð; og
finnst máske ýmsum ekki vera
mikið með þeim sagt. En ekki
fer þó hjá því, að nokkrar á-
lyktanir verði af þeim dregn-
ar um fyrirætlanir stjórnarinn
ar. Eða hvaða stefna er það,
sem forsætisráðherrann segir,
,,að alþingismenn leynt og Ijóst
telji að fylgja verði“, í þeim
vanda, sem úr þarf að ráða?
Sjálfsagt á forsætisráðherrann
þar við þingmenn borgara-
flokkanna; en sem kunnugt er
tjáðu þeir sig við kosningarn-
ar í haust í því efni á allt öðru
máli en þingmenn Alþýðu-
flokksins. Það fer því varla á
milli mála, við hvað íorsætis-
ráðherrann á. Ilann á við geng-
islækkun. En það er ekki
heppilegt að tala um hana fyr-
ir bæjarstjórnarkosningarnar;
þess vegna er „hætt við því“,
eins og hann segir, „að enn
verjði nokkur dráttur á, að
auðið verði að leggja endanleg-
ar tillögur fyrir alþingi“, og
stjórnin ætlar sér því aðeins
að leggja fyrir það -tillögur til
bráðabirgoa úrlausnar, er það
kemur saman um miðja þessa
viku. Hinar eiga að biða fram
yfir bæjarstjórnarkosningar!
Ef hér er rétt ályktað, um
fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar
og hinar „endanlegu tillögur“
hennar, þá munu þær vissu-
lega „reyna mjög á þegnskap
þings og þjóðar“, eins og for-
sætisráðherrann segir. En mis-
jafnt er það hlutskipti, sem
hinum einstöku stéttum þjóð-
arinnar er ætlað með þeim, og
misjafnar eru því þær kröfur,
sem gera á til þegnskapar
þeirra. Það þarf ekki mikinn
þegnskap útgerðarmanna og
annarra útflytjenda til þess að
taka á sig gengislæklcun. Þeir
hafa litlu við hana að tapa, en
mikið að græða. Hitt er svo
annað mál, hvort verkalýður-
inn og launastéttirnar, sem
eiga að taka á sig hina auknu
dýrtíð af völdum gengislækk-
unarinnar án þess að fá hana
upp bætta með hækkuðu
kaupi, telja nokkra sanngirni
í því, að slíkur þegnskapur sé
af þeim einum heimtaður.
I stuttu ávarpi, sem Helgi
Hannesson, forseti Alþýðu-
sambands íslands, flutti í rík-
isútvarpinu á nýársdag, gerði
; hann þessi mál að umtalsefni.
, Hann sagði, að verkalýðssam-
, tökin væru fús til samvinnu í
því skyni að leysa vandamál
útflutningsins og atvinnuveg-
anna, ef farin yrði til þess sú
leið, að ráðast gegn sjálfri dýr-
tíðinni, binda enda á svarta-
markaðsbraskið og húsaleigu-
okrið, og lækka verðlagið. Þá
þyrfti engar kauphækkanir;
þvert á móti myndi kaupið þá
lækka af sjálfu sér. En ef ætl-
unin væri að skerða kjör
verkalýðsins og velta nýjum
byrðum dýrtíðar og verðbólgu
yfir á hann, þá væru verka-
lýðssamtökin þess albúin að
leggja til orustu til varnar
þeim kjarabótum, sem unnizt
hafa á undanförnum árum.
Þetta er ' rödd verkalýðsins
um þessi áramót. Og það er
hætt við því, að þeir, sem ekki
sjá eða vilja reyna aðra leið
út úr vandræðunum en gengr
islækkun, eigi eftir að reka sig
óþyrmilega á þann ásetning
verkalýðsins og launastéttanna
yfirleitt, að verja lífskjör sín
gegn öllum árásum.
>akkir fil
Grindvíkinga
í TILEFNI ÞESS, að ég varð
70 ára 27. október s. 1. bárust
mér mörg heillaskeyti og mikl-
ar gjafir frá vinum og vanda-
mönnum víðs vegar að. Vil ég
hér með senda þeim öllum hug-
heilar þakkir. Og nú um jólin
er mér fært skrautritað ávarp
í bók og nöfn 22 manna, er
starfað hafa í söngfélagi undir
minni stjórn í mörg ár, og sum-
ir þeirra starfa með mér ennþá
við Kirkjusönginn.
Mikið á Grindavík þessum
mönnum að þakka fyrir að hafa
rutt söngnum braut í þessari
sveit,- Fyrir um. 38 árum var
hann hér óþekktur.
Ollum þessum - mönnum
þakka ég innilega þann vinar-
hug, er þeir hafa sýnt mér nú
um jólin með ofanrituðu ávarpi
ásamt stórri upphæð af pen-
ingum.
Gleðilegt ár!
Grindavík, 31. des. 1949.
Árni Helgason.
Nýjung í úthlutun heiðursmerkja. — Strit al-
þýðumannsins viðurkenní. — Hefur orðið hug-
arfarsbreyting hjá almenningi.
UM ÁRAMÓTIN sæmdi for-
setinn ýmsa merkismenn heiff-
ursmerkjum, þar á meffal var
tæplega hálfátíræffur sjómaSiir,
sem stundað hefur sjó í allt að
sextíu ár og gerir enn, stund-
ar nú veiffar hér frá Reykjavík
á bát, Sigurður . Sigurffsson
Kaplaskjólsvegi 5. Þaff er ó-
venjulegt aff veita óbrej'ttum al
þýffumanni heiffursmerki. Það
cr ekki algengt aff slíkir menn
fái viðurkenningu fyrir störf
sin af hálfu þjófffélagsins, en
þetta hefur gerzt nú um þessi
áramót, og er rétt aff vekja at-
hygli á því um leiff og þaff er
þakkað.
JAFNAÐARMENN HAFA
alla tíð verið andvígir heiðurs-
merkjum, enda spratt sú skoðun
þeirra upphaflega af því, að
heiðursmerkin voru eingöngu
fyrir yfirstéttina, aðalsmenn,
hershöfðingja — og ríka upp-
skafninga, Þeir voru mest punt
aðir slíkum merkjum, sem
minnstan skilning höfðu haft á
kjörum alþýðunnar og harðast
gengu fram í því að halda rétti
hennar. Þannig er það og enn
víða um lönd, þó að sú hugar-
farsbreyting, sem orðið hefur á
síðustu þremur til fjórum ára-
tugum, hafi breytt mjög um.
í OKKAR FRIÐSAMA ís-
lenzka þjóðfélagi, þar sem eng-
Áramótaskœtmgur Hermanns
HERMANN JÓNASSON berst
um á hæl og hnakka í ára-
mótagrein sinni í Tímanum.
Hann ér sárreiður yfir því, að
honum tókst ekki að höndla
forsætisráðherratignina eftir
kosningarnar í haust. En
honum dettur ekki í hug að
kenna sjálfum sér og stefnu
Framsóknarflokksins um það,
að svo fór sem fór. Ástaeðan
er sú, að Alþýðuflokkurinn
og Kommúnistaflokkurinn
sitja aldrei á sárs höfði og
Hermann Jónasson getur
ekki myndað stjórn með
kommúnistum einum, þó að
ekki standi á þeim eða hon-
um. Það dylst svo sem ekki,
að hann gæti meira en hugs-
að sér að setjast í stjórn við
hliðina á kommúnistum, ef
aðstaðan aðeins væri fyrir
hendi.
í TILEFNI AF ÞESSU er sjálf-
sagt að taka það fram einu
sinni enn, að Alþýðuflokk-
urinn getur ekki hugsað sér
að taka þátt í samstjórn með
kommúnistum. En hann er
ekki einn um þá aístöðu.
Eysteinn Jónsson og Bjarni
Asgeirsson hafa gefið sam-
hljóða yfirlýsingu fyrir hönd
meirihluta Framsóknarflokks
ins. Ilermann Jónasson á því
ekki aðeins í déilu við Al-
þýðuflokkinn í þessu efni.
Mál þetta er heimiliserja í
Framsóknarflokknum. Og það
má svo sem bæta því við,
að pólitísk viðbrögð Her-
manns Jónassonar hafa verið
með þeim hætti undanfarin
ár, að Alþýðuflokkurinn hef-
ur takmarkaðan áhuga á því
að styðja hann til ráðherra-
dóms.
UMHYGGJA HERMANNS
fyrir verkalýðshreyfingunni
mun koma mörgum spánskt
fyrir sjónir. Hennar gætti
ekki, þegar hann tók saman
við íhaldið um setningu gerð-
ardómslaganna 1942 sællar
minningar. Hún gleymdist
sömuleiðis, þegar hann vildi
koma á samstjórn Framsókn-
arflokksins og íhaldsins 1944.
Sú stjórn átti sannarlega ekki
að vinna að málum verka-
lýðsins, heldur þvert á móti
að taka upp þráðinn frá 1942.
Svo er Hermann Jónasson að
furða sig á því, að verkaiýð-
urinn skuli ekki bera óskorað
traust til hans, mannsins, sem
elskar alþýðuna svo heitt, að
hann vill innlima hana í
blessaðan Framsóknarflokk-
inn!
HERMANN JÓNASSON hef-
ur fengið þá blekkingu að
láni hjá kommúnistum, að
Alþýðuflokkurinn sé orðinn
deild úr Sjálfstæðisflokknum.
En hann gleymir því, að vin-
ir hans, kommúnistar, hafa
borið meirihlutann í Fram-
sóknarflokknum sömu sök-
um. Þessi þjóðlygi er byggð
á því, að Alþýðuflokkurinn
hefnr um skeið setið í sam-
stjórn með Sjálfstæðisflokkn-
um. En Hermann Jónasson
ætti ekki að gleyma því, að
ekki ógöfugri menn en Ey-
steinn Jónsson og Bjarni Ás-
geirsson sátu einnig í þessari
samstjórn og hafa af hálfu
kommúnista hlotið sama vitn
isburð og Alþýðuflokkurinn.
Þetta skiptir þó sannarlega
miklu máli eins og hitt, að
Eysteinn og Bjarni munu líta
mjög sömu augum og Al-
þýðuflokkurinn á viðleitni
Hermanns Jónassonar til sam
starfs við kommúnista.
ALÞÝÐUFLOKKURINN læt-
ur sér í léttu rúmi liggja, þó
að Hermann Jónasson beri
honum á brýn þjónustu við
íhaldið. Hann hefur sem sé
aldrei tekið þátt í einhliða
stjórnarsamvinnu við íhald-
ið, en það hefur Framsóknar-
flokkurinn gert undir for-
ustu Hermanns Jónassonar.
Árangurinn af þeirri sam-
vinnu voru gerðardómslögin,
sem Hermann Jónasson harm
ar enn þann dag í dag að
náðu ekki tilgangi sínum á
sama hátt og örgustu aftur-
haldsseggirnir í Sjálfstæðis-
flokknum. Sannleikurinn er
sá, að eini þröskuldurinn í
vegi samstarfs Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðis-
flokksins er sá, hvor eigi að
vera forsætisráðherra Her-
inn hershöfðingi fyrirfinnst og
jöfnuður er meiri á kjörum
manna en víðast annars staðar,
hlýtur afstaðan til heiðursmerkj
anna, að verða nokkuð önnur.
Og þ-egar þjóðfélagið fer, við út-
hlutun heiðursmerkja að viður-
kenna ævilangt strit alþýðu-
mannsins, þó að hann eigi
hvorki til fjármuni, kjól eSa
pípuhatt, þá förum við líka að
viðurkenna heiðursmerkin. Hef
ur nokkur íslendingur meir
unnið til opinberrar viðurkenn-
ingar þjóðarinnar en sjómaður-
inn, sem stritað hefur í sex ára-
tugi á sjónum. Ég óska Sigurði
Sigurðssyni til hamingju við þá
viðurkenningu, sem hann hef-
ur nú hlotið. Nokkuð er sagt frá
ævistarfi hans í blaði Dvalar-
heimil’issjóðsins, Hrafnistu,
sem út kom fyrir jólin.
ERLINGUR PÁLSSON skýr-
ir frá því, að afstöðnu gamlaárs
kvöldi, að svo virðist sem liug-
arfarsbreyting hafi orðið hjá al-
menningi. Nú voru engin
skemdarverk framin, engin
skrílslæti og engar íkveikjur.
Það er von að Erlingi hafi
brugðið við, því að í raun og
veru hefur þetta verið hans ei-
lífa stríð á gamlaárskvöldum í
þrjátíu ár.
ÞAÐ GETUR VERIÐ að hug-
arfarsbreyting hafi orðið, og
væri það gott ef svo væri. En
fleira mun og hafa stuðlað að
þessum friðaráramótum. Spreng
ingarnar á gamlaárskvöld í
fyrra munu hafa skotið ýmsum
skelk í bringu, einnig morð-
sprengjurnar, sem teknar voru
af strákunum núna fyrir áramót
in og birtar voru myndir af í
blöðunum. Margir óttuðust að
slíkum sprengjum yrði jafnvel
kastað nú. Svo munu líka
brennurnar hafa dregið fólk frá
miðbænum og tel ég að þar hafi
lögreglan sýnt fyrirhyggju og
klókindi.
ANNARS VIL ÉG ekki vera
að draga í efa hugarfarsbreyt-
inguna hjá almenningi. Það
meira að segja gleður mig mjög
að slíkt fyrirbæri skuli gerast,
því að ekki eru hugarfarsbreyt-
ingarnar til batnaðar svo marg-
mann Jónasson eða Ólafur
Thors. Hermann hefur reynt
að koma þessum þröskuldi úr
sögunni með því að bjóða upp
á samstjórn flokkanna, ef for
sætisráðherrann yrði utan
flokka. Það tilboð virðist
standa enn, því að Hermann
minnir rækilega á það í ára-
mótagrein sinni. Honum væri
því nær að líta í sjálfs sín
barm heldur en tyggja upp
eftir kommúnistum marg-
hrakta lygi um Alþýðuflokk-
inn. Stefnufesta og róttækni
Hermanns Jónassonar ein-
einkennist af því, að hann er
jafnfús að taka saman við
íhaldið og kbmmúnista. Hann
hrekst á milli afturhaldsins
til hægri og vinstri. Og svo
er þetta pólítíska fyrirbrigði
með skæting í garð Alþýðu-
flokksins!