Alþýðublaðið - 05.01.1950, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 05.01.1950, Qupperneq 6
Q ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagtu- 5. janáar 1950. Leifur Leirs: SAGA----------- spor mér af spori spors leitar tilgangslaust erindislaust. takmarkslaust eigra ég frumeind þjóðféiagsins hálffullur um götur og gangstéttir spor mér af spori þetta að lyfta fótunum og færa þá fram á víxl 1 er orðin mér ósjálfrátt vöðvaviðbragð þreytandi togstreita við jafnvægislögmálið og stundum sáröfunda ég klukkuna í stýri mannskólaturninum spor mér af spori spors leitar og um leið og ég lyfti fætinum ier það spor sem ég steig orðin saga atburður á valdi hins liðna og þannig skrifa ég mína sögu hlykkjottum línum á saurblöð malbiksins það er blövað að hafa engan tilgang annan en þann að skrifa sögu gæti ég aS^ins tyllt snærisspotta upp í kaftvik hugsunar minnar og hamið hana við að telja götu pollana þá hefði þó rölt mitt öðlast raunhæfan tilgang spor mér af spori spors leitar ég er maðurinn sem skrifa sögu mína hlykkjóttum línum á saurblöð malbiksins sögu mína og SÖGU VÍNANDANS Leifur Leirs (phil, spirit. cons.) Byrja næsta námskeið í alls konar handavinnu 9. þ. m. Get^oætt við nokkr- urn nemendum í dag- og kvöldtíma. Skaffa verk- efni. Upplýsingar kl. 2—7. ÓLÍNA JÓNSDÓTTIR. Bergsst.str. 35. Sími 3196. Laugarnesdeild KFUK Jóla- og nýársfagnaður deildarinnar verður föstu daginn 6. jan. kl. 8.30 síð- degis í fundarsal Laugar- neskirkju. — Þar verður: Söngur, upplestur, kaffi. Mætum allar. Vegna flufnings verður útsala á húsgögn- um, ljósakrónum o. fl. í dag. LISTVERZLUN G. Laxdal. Freyjugötu 1. Sími 2902. Hafnarfjörður ÍBÚÐ TIL LEIGU fyrir einhleypa konu eða full- orðin hjón gegn húshjáJp á Öldugötu 24. Auglýsið í Alþýðublaðinu! ALPHONSEDAUDET P H skin. Ég vildi njóta síðasta góð Viðrisdagsins sem mest, og mig lángaði því til, að við tvö fær- um út í skóg. Hvað leggur þú til málanna?“ Hún rak upp götustrákaóp nitt, er þrauzt fram af vörum hennar, þegar hún varð ánægð. „Ó, hvílík heppni!“ Þau höfðu ekkert farið út í meira en mánuð, en höfðu dvalizt innan dyra í regni og stormum nóvembermánaðar. Það var ekki alltaf skemmtilegt í sveit- inni. Maður hefði alveg eins getað búið í Örkinni með Nóa og dýrum hans. Hún þurfti að gefa nokkrar fyrirskipanir í eldhúsinu, því að Hettéma og kona hans ætluðu áð koma til kvöldverðar. Jean einblíndi á litla húsið, á meðan hann beið úti á vegin- um. Það var iljað af þessari mildu síðsumarbirtu. Hann horfði á breiðan, mosagróinn sveitastiginn. Hann var þrung- inn þeirri hinnztu kveðju, er vafði allt að sér, umvafinn minningum, — þeirri kveðju, sem augu vor veita stöðum, er við erum að yfirgefa. Glugginn á dagstofunni var galopinn. Hann gat því heyrt þrastasönginn og skipanir Fanny á víxl, er hún talaði við vinnukonuna: „Mundu að hafa aílt tilbúið klukkan hálf sjö. Fyrst berðu villiöndina fram. Ó, ég verð að fá þér dúkinn og þurrkurnar11. Rödd hennar hljómaði skýrt og glöð mitt í hávaða eldhússins og kvaki fulgsins, sem var að reita sig í sólskininu. Jean vissi, að heim ili þeirra átti aðeins tveggja klukkustunda líf fyrir hendi, og var því mjög dapur í návist þessa hátíðaundirbúnings. Hann langaði til að fara inn og segja henni allt' samstundis með einu höggi, en hann óttað- ist óp hennar, hið hræðilega rifrildi, sem nágrannarnir myndu heyra, og hneyksli, er myridi hleypa ólgu í Efri- og Neðri-Chaville. Hann vissi, að ekkert hafði áhrif á hana, þeg- ar hún hafði sleppt af sér taumnum. ‘ Því hélt hann við ráðagerð sína um að fara með hana út í skóginn. „Hér er ég, alveg tilbúin“. Iiún stakk hendi sinni und- ir armlegg honum og aðvaraði hann um að tala nú lágt og ganga hratt, er þau fóru fram hjá húsi nágrannanna, þar eð hún var hrædd um, að Olympe myndi vilja fylgjast með þeim og eyðilegði þessa litlu hátíð þeirra. Hún var ekki í rónni, fyrr en þau voru komin yfir járnbrautarteinana og höfðu snúið til vinstri inn í skóginn. Þetta var bjartur, mildur dagur. Sólargeislarnir síuðust í gegnum silfrað, svífandi mist- ur, sem hvíldi yfir öllu og toddi við skógarrunnana, þar gat enn að líta skjóhreiður og mistilteinsbrúska hátt uppi á meðal hinna fáu, gullnu laufa, er enn héldu sér dauðahaldi í greinarnar. Þau heyrðu garg í fugli, sem hélzt stöðugt í pokkurn tíma líkt og þjalar- þljóð, og fugl berja hörðu gogg sínum við tré, er kveður við r;em svar við axarhljóði skóg- arhöggsmannsins. Þau gengu hægt og samstiga á regnblautri jörðinni. Henni var hlýtt af að hafa gengið svona hratt. Kinnar hennar voru rjóðar, augu hennar ljóm- uðu, og hún stanzaði til þess að taka af sér knipplingaskikkj- una, sem var gjöf frá Rósu. Hún hafði varpað henni yfir höfuð sér, þegar hún fór út. Þetta var fíngerður og dýrmæt ur minjagripur um liðna dýrð. Ódýri, svarti silkikjóllinn, sem hún var í, var rifinn undir höndunum og í mittið. Jean var orðinn vanur að hafa hann fyrir augunum í þrjú ár. Hann sá, að hælarnir á stígvélunum hennar voru orðnir mjög slitn- ir, þegar hún lyfti upp pilsfald- inum, um leið og hún stiklaði yfir poll fyrir framan hann. Hversu glöð hafði hún ekki þolað þessa hálfgerðu fátækt, án iðrunar eða kvartana' Hún hugsaði aðeins um hanr. og vel- líðan hans og var aldrei ham- ingjusamari en þegar hún var að nudda sér utan í hann með báðar h’endur spenntar um arm honum. Jean horfði á Fanny, er var yngd upp af hin um nýja forða sólskins og ást- ar. Og hann undraðist hinn ó- bilandi lífsþrótt slíkrar mann- neskju, þennan dásámlega hæfileika til að gleyma og fyr- irgefa, sem gerði henni fært að halda enn slíkum varaforða af glaðværu skapi og gálausri kát ínu eftir líf ástríðna, vonbrigða og tára, er sett höfðu sín merki á andlit hennar. En þau merki hurfu við hina minnstu útrás glaðværðar hennar. „Þetta er ætisveppur! Ég segi þér það satt, að þetta er ætisveppur!“ Hún ruddist inn í skógar- kjarrið og óð upp að hnjám í hrúgu dauðra laufblaða. Hún snéri aftur með úfið hár og hafði rifið kjól sinn á bróm- berjarunnunum. Og hún benti ú litlu fellingarnar við fót fiveppsins, sem greina á mill ætra og óætra sveppa. „Þú sérð, að hann er með „tjullið" að neðan“! Hún var alveg sigri- hrósandi. Hann hlustaði ekki á hana. Hann var að hugsa um annað og spurði sjálfan sig: „Er þetta bezti tíminn? Á ég?“ En hug- rekki hans sveik hann. Hnn hló of hjartanlega, eða staður- inn var ef til vill ekl-d heppi- íegur. Og hann teymdi hana lengra og lengra líkt o.g mann- drápari, sem er að undirbúa glæp sinn. Hann var í þarin veginn að taka ákvörðun, þegar einhver birtist við bugðu á veginum og batt endi á einveru þeirra. Þetta var eftirlitsmaður hér- aðsins, Hochecorne að nafni, sem þau rákust stundum á. Það var vesæll maður, sem hafði búið í litlu húsi í skóginum al- veg frammi á tjarnarbakkan- um, en ríkið hafði séð honum fyrir því. Þar hafði hann misst tvö börn og eiginkonu sína hvert á fætur öðru úr illkynj- aðri hitasótt. Læknarnir lýstu því yfir, að húsið væri heilsu- spillandi, er fyrsta dauðann bar að höndum, þar eð það værí of nálægt tjörninni og uppgufun hennar. En þeir höfðu látið hann eiga sig þar í tvö ár, þrjú ár, — nógu lengi til að öll fjöl- skyldan dæi nema ein lítil telpa. Loks háfði hann flutzt með hana í nýtt hús í útjaðri skógarins. Andlit Hochecorne var hið ferhyrnda, þreklega andlit Bretagnebúans, með skærum, hugrökkum augum. Ennið var með stórum kollvikum undir einkennishúfunni. Hann var einkennandi dæmi um skyldu- rækni og hjátrúarkennda hlýðni við allar reglur og lög. Hann hafði slöngvað rifli sín- um um öxl sér, en á hjnni öxl- inni hékk höfuð sofandi barns hans, sem hánn bar í fangi sér. „Hvernig líður henni?“ spurði Fanny og brosti til litlu fjögurra ára gömlu telpunnar, sem var föl og skorpin af' hita- fióttinni. Hún vaknaði og opn- aði stóru augun sín, sem um- kringd voru bleikum baugum. Vörðurinn andvai'paði. „Ekki mjög vel. Ég læt hana fara um allt með mér, en það gagnar ekkert. Hún étur ekki neitt. Hun vill ekki neitt. Ég get ekki komizt hjá því að hugsa um, að við höfum breytt of seint um loftslag og hún hafi þegar verið búin að fá veikina. Hún er svo létt. Finnið þér bara, frú. Þér gætuð haldið, að hún væri laufblað. Einhvern daginn mun hún hverfa á brott cins og þau hin. Góði guð!“ Hann muldraði andvarpið „Góði guð“ ofan í skeggið. Það var .011 hans uppreisn gegn grimmd stjórnardeildanna og rkrifstofumannanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.