Alþýðublaðið - 07.01.1950, Page 6
0
ALÞVÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 7. janúra 1950.
PERLUDÉ
. Á hverfanda hveli
stendur höllum fæti
hálffullur gaji
blístrandi brot
"■ úr bes-boop langloku
með brengluðu hljóðfalli
kúrir ljóðdísin
og uppi á kvistinum
á kodda viðlagsins
en uppi í Mofellssveit
spangólar mórauður
flökkurakki
að ferhyrndum mána
er veður funkisský
á íékkneskum
togleðursbússum
og færeyska ráðskonan
uppi í afdalnum
æpir upp yfir sig
je minn almáttugur
allt skal vera moderne
á íslandi--------
CONTRA OG PRÓ
Dr: Álfur
Orðhengils:
Ef vér athugum þá menning-
arstrauma, sem við vöðum upp
í klof þessa dagana, þá f-er ekki
hjá því, að við komumst að
raun um, að þetta er kolmó-
rauður fjandi; leysingaflaumur
og beljandi ofan úr fjöllum
allra landa, — jafnvel austan
úr Kákasus og vestan úr Am-
ríku, berandi með sér leðju og
leir og alls konar óþverra.
Verði svo framvegis, að þessir
gtraumar fái að leika hér laus-
um hala, má fastlega við því
búazt, að vor gömlu og góðu
þjóðlegheit fari á bólakaf í aur-
ieðju austurs og vesturs svo að
engan tind beri upp úr, nema
Snæbjörn með rímurnar.
Á skal að ósi stemma er haft
eftir einum mesta gáfumanni
vorum og verkfræðingi í forn-
öld, sem vissi hvað hann söng
Dg dró ekki framkvæmdirnar,
Mættum við muna þetta nú, og
hefjast þegar handa um að
bjarga þjóðlegheitunum, en
það verður ekki gert nema með
einum gevoldugum stíflugarði
andans og framleiðslunnar og
dugar þar ekkert hálfkák né
gervimennska. Heiti ég því, í
nafni þjóðlegheitanna, á alla þá,
sem hugsa eins og afar þeirra
hvað bókmenntir snertir, að
mynda nú með sér félagsskap í
iíkingu við „Stef“, er þegar
hefjist handa um slíka stíflu-
gerð, — og láti hendur standa
fram úr ermum.
Ég hef hugsað mér stíflugerð-
ina þannig í fáum dráttum, að
sett verði á laggirnar fámennt
verndarráð, sem athugi vand-
lega alla andlega framleiðslu og
geri síðan, annaðhvort með
stjórnarleyfi eða Bessaleyfi,
kröfu á hendur hverjum þeim
höfundi, sem hállast út fyrir
þjóðlegheitin, og gjaldi hann
verndarráðinu prósentur af öll-
um vergum tekjum, er hann
kann af framleiðslunni að hafa,
— ella af vergum tapi. Mundi
þetta verða til þess, að menn
skoðuðu tvisvar það, sem þeir
skrifuðu, áður en þeir létu það
á þrykk út ganga.
Ég mun einhvern tíma á
næstunni gefa út frumdrög að
gjaldskrá að þessu hnígandi og
þá um leið ræða þetta nánar og
hlutverk STÍFLUNNAR frá
þjóðmenningarlegu sjónarmiði.
Virðingarfyllst.
Ðr. Álfur Orðhengils.
Hann les
Alþýðublaðið
Kaupum
flöskur og glös.
Efnagerðín Valur.
SÆKJUM HEIM.
Hverfisgötu 61.
Sími 6205.
grands gamla. Aðskilnaðurinn
yrði ekki eins grimmilegt verk
við þannig aðstæður. Gerði hún
sér grein fyrir þessu? Að
minnsta kosti hætti hún
skyndilega, féll fram að fótum
elskhuga síns og snerti hann
rneð höfði sínu og brjóstum.
Um leið hristi djúpur grátur
allan líkama hennar, og mitt í
honum vældi hún eymdarlega:
„Fyrirgefðu mér! Sýndu mér
miskunn! Ég elska þig. Ég á
engan að nema þig. Ástin mín,
íífið mitt, gerðu þetta ekki!
Yfirgefðu mig ekki! Hvað held-
urðu að verði um mig?“
Hann tók að láta undan fyrir
geðshræringu hennar. Ó, hann
óttaðist einmitt slíkt! Tárin
virtust stíga upp frá augum
hennar til augna hans, og hann
hnykkti til höfðinu, til þess að
tárin rynnu ekki úr barmafull-
um augum hans. Hann reyndi
að róa hana með heimskuleg-
um orðum og með því að hamra
rifellt á þessari skynsamlegu
röksemd: ,,Nú, fyrst ég verð
hvort sem er að yfirgefa Frakk-
iand.!
Hún spratt á fætur og stam-
aði grátandi út úr sér orðum,
Gem opínberuðu honum alla
von hennar:
„Ó, en ef þú hefðir ekki —
ekki farið! Ég hef—hefði sagt
við þig: „Bíadu, leyfðu mér að
el-elska þig dá-dálítið lengur.“
Heldurðu, að nokk-nokkur
maður verði tvis-tvisvar sirin-
um fyrir því að vera elsk-elsk-
aður eins heitt og ég elska þig?
Það er nógur tíminn fyrir þig
að giftast seinna. Þú ert svo
ungur, en öllu er lokið fyrir
mér innan skamms. Lífsþrek
mitt mun verða á þrot-þrotum,
og þá munum við skilja á eðli-
legan hátt.“
Hann reyndi að rísa á fæt-
ur. Hann hafði nægilegt hug-
rekki til þess, einnig til að
segja við hana, að það yrði allt
gagnslaust, sem hún reyndi að
gera í þessu máli. En ftún
neyddi hann til að setjast aftur
með því að hjúfra sig að hon-
um, halda í hann dauða haldi
og láta hann þannig draga sig
á hnjánum eftir forinni, sem
enn var þarna. Hún lagðist á
hné fyrir framan hann, vafði
örmum sínum þétt um hsnn,
ctrauk stranglegt andlitið með
höndum sínum, vafði hári hans
um fingur sér og reyndi að
kveikja að nýju kaldar glæður
ástar hans með vörunum og
augnatilliti, — sínum barnslegu
blíðuatlotum. Hún minnti
hann með hvísli á fyrri ham-
ingju þeirra, — á gleðistund-
irnar síðari hluta sunnudagsins.
Allt þetta var ekki neitt í sam-
anburði við þá hamingju, sem
hún myndi veita honum eftir
þetta. ■
Og á meðan hún hvíslaði slík-
um orðum í eyra honum, runnu
stór tár niður eftir andliti henn-
ar, sem var afskræmt af ang-
istar- og hræðslusvip. Hún hélt
áfram að berjast og æpti með
rödd, sem heyra má í draum-
um: ,,Ó, það getur ekki verið!
Segðu mér, að það sé ekki satt,
að þú sért að yfirgefa mig.“
Og þessu fylgdu fleiri grátstun-
ur, óp og köll á hjálp, líkt og
hún sæi á hníf í hendi honum.
Böðullinn var varla hugrakk-
ari en fórnardýrið. Hann ótt-
aðist ekki frekar reiði hennar
en blíðuatlot, en hann var varn-
arlaus gagnvart þessari örvænt-
ingu, þessum gráti, er kvað við
í skóginum og dó út yfir forar-
vatni tjarnarinnar, er þrungið
var hitasóttarpest. Sólin skein
á vatnsflötinn, rauð og dapur-
leg. Hann hafði búizt við að
þjást, en ekki svona ákaft. Og
hann þurfti á allri hinni ofur-
björtu dýrð sinnar nýju ástar
að halda til þess að verða fær
um að bæla niður tilhneigingu
sína til að lyfta henni upp og
regja við hana: „Ég verð kyrr!
Ég verð kyrr! Svona, svona!“
Hversu lengi héldu þau
þannig áfram að eyða þreki
hvors annars? Nú sást ekki orð-
ið nema rauð rönd af sólinni,
er stöðugt minnkaði úti við
rsjóndeildarhringinn. Tjörnin
var nú með blýgráum blæ og
íinna mátti, að hin óholla gufa
upp frá tjörninni var nú að
læðast inn yfir skógana, mýr-
arnar og hlíðarnar hinum meg-
in. Hann sá ekkert í vaxandi
myrkrinu nema þetta föla and-
lit, er leit upp til hans, — þenn-
nn opna munn, sem rak upp
endalaus harmakvein. Það dró
úr ópum hennar nokkru síðar,
þegar aldimmt var orðið. Þá
heyrðist niður endalauss tára-
flóðs, — ein slíkra táraskúra,
er fylgja á eftir hinu æstasta
ofviðri. Við og við heyrðist
djúpt og lágt andvarp: „Ö, ó!“
Það var líkt og einhver hræði-
leg sýn kallaði þessi andvörp
fram og hún ræki þessa sýn á
brott, sem kæmi svo stöðugt
aftur.
Síðan varð alger þögn. Því
var öllu lokið. Dýrið var dautt.
Nú tók kaldur norðanvindur
að blása. Það skrjáfaði í lauf-
inu, og vindurinn bar með sér
bergmál frá fjarlægri klukku,
er sló.
„Komdu! Við skulum fara.
Vertu ekki lengur hérna.“
Hann reisti hana varlega á
fætur og fann, að hún var sem
vax í höndum hans, — eins
undirgefin og barn. Hann fann,
að hún skalf af krampakennd-
um, nístandi grátstunum. Hon-
um virtist sem hún hefði nokk-
urn beyg af manninum, er
hafði reynzt svo sterkur, og
bæri nokkra virðingu fyrir
styrk hans. Hún gekk samstíga
við hlið honum. Hún virtist ó-
framfærin og reyndi ekki til að
leiða hann. Það hefði mátt
halda, að þau væru sveita-
fólk, er væri að snúa heimleið-
is eftir langan og þreytandi
vinnudag undir berum himni,
þar sem þau gengu þannig ó-
Etyrkum fótum í þungbúinni
þögn eftir stígnum, en gult end-
urskin jarðarinnar vísaði þeim
rétta leið heim.
Ljós birtist í opnum dyrum á
húsi Hochecornes, þegar þau
komu út úr skóginum. Og þau
sáu bregða fyrir tveim mönn-
um að baki ljósinu, er líktust
dimmum skuggum.
„Ert þetta þú, Gaussin?“
r.purði Hettéma og gekk í átt-
ína til þeirra ásamt eftirlits-
manninum. Þau heima fyrir
höfðu tekið að gerast áhyggju-
full vegna þess, að Jean og
Fanny höfðu ekki snúið heim
og végna organna, sem þau
höfðu heyrt úr skóginum.
Hochecorne hafði einmitt ætl-
að að fara að ná í byssuna sína
og leggja af stað í leit að þeim.
„Gott kvöld, herra minn og
frú. Sú litla er mjög ánægð með
í’kikkjuna. Eg varð að leggjá
hana í rúmið við hlið hennar.“
Þetta varð síðasta sameigin-
lega verkið þeirra — þessi öl-
musu gjöf fyrir skömmu. Hend-
ur þeirra höfðu mætzt í síðasta
rkipti utan um Iítinn líkama
deyjandi telpunnar.
„Gott kvöld, gott kvöld,
Hochecorne.“ Og þau flýttu sér
511 þrjú í áttina til hússins.
Héttema undraðist ennþá mjög
þessi hljóð, sem höfðu kveðið
við í skóginum. Hljóð þessi
höfðu stigið og hnigið og stigið
svo aftur á ný. Maður hefði get-
að haldið, að einhver væri að
drepa einhverja skepnu þar.
„En heyrfSuð þið ekkert?“
Hvorugt þeirra svaraði.
Jean stanzaði við hornið á
garðstígnum.
„Borðaðu kvöldmatinn,“
hvíslaði hún biðjandi. „Lestin
er farin. Þú getur náð í lestina
klukkan níu.“
Hann fór inn í húsið með
þeim. IJvað þurfti hann að ótt-
ast? Slíkur ofsi brýzt ekki fram
ívisvar í röð. Það minnsta, sem
hann gat gert, var að veita
þenni þessa litlu huggun.
Dagstofan var hlý. Það log-
nði glatt á .lampanum, og fóta-
tak þeirra á hliðarstígnum
hafði aðvarað vinnukonuna um
komu þeirra. Hún var nú að
bera súpuna á borð,
„Loksins eruð þið komin,“
sagði Olympe, sem þegar var