Alþýðublaðið - 22.01.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.01.1950, Blaðsíða 8
Kosningaskriístofa A-iistans [ er opin kl. 10—10 ( í Alþýðuhúsinu. Símar eru 5020 og 6724. Sunnudagur 22. janúar 1950. Stuðningsmenn ] A-iistans ' Komið í skrifstofu listans í Alþýðuhúsinu og leggi® hönd á plóginn í undir*< búningi kosninganna. , ' „Ráðdeildarsemi44 íhaidsins: arsóííahúsið er helrningi dýr- ara í reksíri en önnur sjúkrahús -----------*------------ ÍHALDIÐ talar mikið um ráðdeiidarsemi sína og góða fjármálastjórn. Glöggt dæmi um sannleikann í þess- um efnum er rekstur Farsóttahússins í Reykjavík undir stjórn hinnar ,.áhugaSömu sjálfsíæðiskonu“, Maríu Maack. Reksturskostnaður þess er helmingi meiri en reksturs- kostnaður anarra sjúkrahúsa landsins. Þessu til .sönnunar eru þær athýglisverðu stað- reyndir, að reksturskostnaður Farsótíahússins árið 1947, miðaður við hvern legudag sjúklings, nam kr. 71,93. Sams konar kostnaður á Akureyrarspítala var kr. 34,39, á spítölunum á Seyðisfirði og í Vestmanna- eyjum kr. 37,35 í hvorum og á ísafjarðarspítala kr. 44,22. Kostnaður þessi í Farsóttahúsinu í Reykjavík verður enn fáheyrðari, þegar þess er gætt, að þar er engin skurð- stoía eða dýr lækningatæki, en skurðstofur og dýr lækn- ingatæki hleypa að sjálfsögðu mjög fram reksturskostn- aðinum á hinum spítölunum öllum. Það hlýtur að vera skýlaus krafa reykvískra skatt- þegna, að fram fari opinber rannsókn á þessum óheyri- lega reksturskostnaði Farsóttahússins í Reykjavík, en hann bendir til þess, að þar eigi sér stað einstakt fjár- sukk. Margar nýjar slysavarnadeildir haía verið sioínaðar undanfarið —................—■»—..—... ■Deildin $,Varúð“ stofnuð í Kjósarhreppi. --------------------—.—.— MARGAR NÝJAR DEILDIR í Slysavarnafélagi íslands hafa verið stofnaðar að undanförnu, aðallega fyrir tilstuðlan og áeggjan séra Jóns M. Guðjónssonar á Akranesi. Láírabjargskvik- myndin sýnd í Færeyjum s KVIKMYNDINA af „Björg- unarafrekinu við Látrabjarg“ er nú verið að sýna í Færeyj- um, er Jón Oddgeir, fulltrúi félagsins að ferðast þar um mað myndina og er búið að sýna þar eina sýningu fyrir fullu húsi og má búast við að myndin fái mjög góðar við- tökur í Færeyjum. Alls er bú- ið að sýna kvikmyndina 150 sinnum hér á landi, en enn þá er eftir að sýna hana á Suð- austur og Austurlandi og mest öllu Vesturlandi, og verður fólki á þessum slóðum gefinn kostur á að sjá myndina strax og aðstæður leyfa. Ekkerí samkomulag í flugvirkjadeilunni ' SÁTTASEMJARI RÍKISINS kallaði á fund sinn í gær deilu aðilana í flugvirkjadeilunni, það er fulltrúa frá flugvirkja- félaginu og fulltrúa frá flug- Um síðustu helgi var stofn- uð ný slysavarnadeild í Kjós- arhreppi á mjög fjölmennum fundi, og hlaut deildin nafnið „Varúð“. Hafði áður engin eylsavarnaderld starfað á þessu svæði, en Ungmennafélagið Drengur í Kjós og aðrir íbúar þar hafa í mörg ár sýnt Slysa- varnafélagí íslands mikinn vel vilja og stuðning. í fyrstu stjórn deildarinnar „Varúðar“ voru kjörnir: for- maður Gísli Andrésson, Hálsi; ritari Njáll Guðmundsson skóla stjóri; gjaldkeri Ragnhildur Sigurðardóttir, Sogni, og með- stjórnendur Björn Lúther, Ingunnarstöðum, og Hans Guð- mundsson, Eyjum. Kvikmyndin „Björgunaraf- rekið við Látrabjarg“ var sýnd við þetta tækifæri í Fé- lagsgarði í Kjós við mikla að- sókn, þá hafði Slysavarnafé- lag íslands sama dag sýningu á kvikmyndinni fyrir vistfólk- ið í Reykjalundi og flutti það Slysavarnafélaginu þakkir sín- ar fyrir. Áður var félagið búið að sýna myndina sjúklingum á Vífilsstöðum og að Kristnes- hæli. félögunum, og átti við þá samningaumræður, en sam- komulag náðist ekki. Heldur flugvirkjadeilan því áfram, en hún hefur nú staðið yfir í rúma tuttugu daga. Fanney varð vör við kræðu í Hvalfirði, en fékk enga síld í nei FANNEY hefur nú leitað síldar í þrjá daga í Hvalfirði, Kollafirði og í Sundunum við Reykjavík, en enga síld fengið enn þá. í Hvalfirði innanverðum varð skipið þó vart við kræðu og lagði þar net, en engin síld- kom í þau. Fanney mun halda síldarleit inni áfram, og er ákveðið að hún verði við leitina að tninhsta kosti í mánaðartíma, og leiti hér í Faxaflóa og víð- ar. -------— ........—. Loftskeyíamenn og sfýrmenn samþykktu verkfallsheimild ATKVÆÐAGREIÐSLUNNI um heimikl til stjórna Félags íslenzkra loftskeytamanna og Stýrimannafélags fslands til vinnustöðvunar, ef samningar ekki takast í yfirstandandi kaupdeilu, lauk klukkan 5 í gærdag, og var heimildin sam- þykkt í báðum félögunum með yfirgnæfandi meirihluta. I Félagi íslenzkra loftskeyta- manna fór atkvæðagreiðslan á þá lund, að 55 greiddu atkvæði þar af 53 með heimildinni einn á móti og einn seðill var auður. í stýrimannafélaginu greiddu 68 atkvæði, þar af 64 með verk- fallsheimildinni, en fjórir á móti. Atkvæðagreiðsla í báðum fé- lögunum stóð yfir í viku. 9' n» «w . Lögreglufélag Suður- nesja sfoínað NÝLEGA stofnuðu lögreglu- þjónar á Keflavíkurflugvelli með sér félag er nefnist Lög- reglufélag Suðurnesja. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna, hvað viðvíkur launum, trygg- :ngum og fleiru. Enn fremur að auka kynningu og sam- beldni lögreglumanna á Suð- urnesjum. Stofnendur félagsins voru fjórtán. í stjórn voru kosnir: For- maður Sigtryggur Árnason, ritari Þórarinn Fjelsted og gjaldkeri Benedikt Þórarins- son. Vararæðismaður skipaður í Hangö HINN 30. desember síðast liðinn var Kurt Olof Borg skip aður vararæðismaður íslands í Hangö í Finnlandi. — Sama dag var Harry LaBrum veitt iausn frá störfum sem vara- ræðismaður íslands í Phila- delphia, en í hans stað skip- aður James M. Marsh. Þeir keppa um Fríki rkju presfsstarf ið i Séra Árelíus Níelsson. Emil Björnsson cand. theol. Séra Ragnar Benediktsson. Séra Þorsteinn Björnsson. í dag fer fram prestkosning í Fríkirkjusöfnuðinum í Reykja- vík og hefst kjörfundur klukkan 10 fyrir hádegi í Fríkirkjunni. Umsækjendur um stöðuna eru þeir séra Árelíus Níelsson, prest- ur á Eyrarbakka, Emil Björnsson cand. theol., Reykjavík, séra Ragnar Benediktsson, Reykjavík, og séra Þorsteinn Björns- son, prestur á Þingeyri. -—- Um 5900 manns eru á kjörskrá í Fríkirkjusöfnuðinum, en kosningarétt hafa allir safnaðarmeð- limir, er náð hafa 15 ára aldri. Kosningaskrifsf. opin 10—10 KOSNINGASKRIFSTOFA ALÞÝÐFLOKKSIN S ei? nú opin á hverjum degi frá kl. 10—10. Skrifstofan er á annarri hæð í Alþýðuhúsinu (inngangur frá Ingólfstræti), og liggur þar frammi kjörskrá. Símar kosningaskrifstof- unnar eru 5020 og 6724. Flokksmenn og aðrir stuðnings- menn A-listans eru beðnir um að snúa sér til skrifstof- unnar bæði með fyrirspurnir um ltosningarnar og til þess að gefa sjálfir ýmsar nauðsynlegar upplýsingar. Alþýðuflokksfélag sfofnað á Seyð- isfirði með 50 meðlimum SÍÐAST LIÐINN MIÐVIKU- DAG var stofnað’ Alþýðu- flokksfélag á Seyðisfirði, og voru stofnendur 50. í stjórn voru kosin: Ingólfur Jónsson formaður. Isaga Jóhannesdóttir ritari. Sigurbjörg Björnsdóttir gjald keri og meðstjórnendur Er- lendur Sigmundsson og Sig- mundur Guðnason. Mikill áhugi er ríkjandi xneð al alþýðuflokksfólks á Seyðis- Cirði fyrir bæjarstjórnarkosn- ingunum, og er það staðráðið í að gera hlut Alþýðuflokksins sem beztan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.