Alþýðublaðið - 29.01.1950, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 29.01.1950, Qupperneq 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 29. janúar 1950 í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 9. Aðgöngum. seldir frá kl. 6 í dag. — Sími 2826. Maifundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn í Iðnó uppi þriðjudaginn 31. janúar11950 kl 20.30 (8.30 e. h.). Dagskrá: 1. Samkvæmt 25. gr. félagslaganna 2. Tillögur til ályktunar (frá félagsstjórninni). 3. Lagabreytingar (frá kommúnistum). 4. Önnur mál er fram kunna að koma. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýni dyra- vörðum félagsskírteini sitt. Stjórnin. Leifur Leirs: PASS (með Þrefsréttindum). Loforð allir eru að tala . um loforð þessa dagana og svo eru sumir að tala um efndir ég hef grun um að sumir . rugli þarna saman tveim fjar skyldum hugtökum það væri laglegur skratti ef menn þyrftu að gera ráð fyrir efndum í hvert skipti sem menn lofa------—- svona líkt og maður mætti aldrei blikka unga og laglega stúlku nema maður væri þess reiðubúinn að kvænast henni í hvelli-----— ■ og hvernig í ósköpunum væri hægt að efna té kosninga -V ef menn mættu .„ engu lofa með annað fyrir augum en efna það--------- Leifur Leirs (poet polit.) margir tungum, sumir lofuðu öllu fögru, aðrir börmuðu sér; enn aðrir æptu heróp eða höfðu í heitingum. Urðu vinslit með mörgum um skeið. Skiptust menn í fjóra heri eftir vitamín- um, — A.B.C.D., en sumir héldu sig utan herja og trúðu á kjarn- orkuna. Reit Gunnar býstjóri bréf öllum þegnum sínum, tryggum sem ótryggum, og bað þá vel duga, því að hann hafði þunga drauma; kveið því jafn- vel, að hann yrði að standa við það loforðið, sem hann gaf sín- um þénurum síðast loforða og þótti bölvað, sem vonlegt var. Óðu ljósmyndarar víða um bæ. Þá stóðu skemmtanir í öllum hringleikhúsum, fór þar fram söngur og spil; — en Konni fékk hvergi fram að koma, þar eð hann hafði illa dugað Eggerti á Ströndum og héldu sumir hann hernum ótryggan. Töluðu Hvat- ar konur illa um Sigríði á bak og vakti furðu hennar, því að slíkt vissi hún aðeins eðli karl- manna. Kvað Rannveig á sig skrökvað, var það og talið nýtt fyrirbæri í pólitík. Fleira gerð- ist og furðulegt. Kommúnistar kváðust segja satt, en aðrir tóku slíkt ekki fram sérstaklega og skorti víst til þess hreinskilni. Fylktu síðan vítamínforingjar herjum sínum og bjuggust til at- lögu, en allir töldu þeir sér vís- án sigur sökum prúðmennsku, hógværðar og lítillætis. Fóru svo leikar, að — — •— GENGIÐ UNDIR LEKA Það hefur komið á daginn, að 10500 síldarmjölspokar skemmd ust í Hæringi, þegar gamal- mennin, hann og Súðin, flutu í barndómi við bryggju og lentu. á keleríi.------Það skal tekið íram, til þess að fyrirbyggja Æric Ambler ÚR JÖRVAANNÁL -------gengu þá margir ber- væntanlegan misskilning, að serksgang, þeir er dags daglegasíldarmjölspokarnir munu hafa voru menn rólegir. Töluðu verið tómir. mínir, og það sjá því allir sjálfir, að þið hafið margt og mikið sameiginlegt“. Graham brosti, og reyndi að láta líta svo út, að þetta kæmi honum ekki á óvart. Honum leizt sannarlega vel á konuna, hún var mjög aðlaðandi. En ekki hafði honum komið til hugar að kunningsskapur þeirra mundi standa lengur en þessa stuttu stund. Uppástung- an hafði komið honum á óvart. Hann tók eftir því, að hún horfði á hann, og hann hafði það á tilfinningunni að hún vissi nákvæmlega, hvað hann var að hugsa um. Hann setti upp spariandlitið. ,,Ég var einmitt að hugsa um að stinga upp á sama. Og mér finnst að þú hefðir átt að láta mig nefna það, Kopeikin. Frú- in efast kannske um að ég sé eins einlægur og Ameríku- menn. En ég get þó sagt ykk- ur það, að ég ætla að leggja af stað með lestinni, sem fer kl. ellefu11. „Og á fyrsta plássi, Mr. Gra- ham?“ „Já“. Hún drap £ sígarettunni sinni. „Þá eru tvær ástæður fyrir því, að við getum ekki ferðazt saman. Ég ætla ekki að fara með lestinni og í öðru lagi ferðast ég ávallt á öðru plássi. Það fer líka bezt á því að það sé svona. José myndi vilja fá • yður til að spila við sig og þér mynduð tapa peningum í spil- um við hann“. Það var ekki um það að vill- ast, að hún ætlaðist til þess að þeir drykkju út úr glösunum og færu svo sína leið. Graham varð fyrir vonbrigðuni. Hann vildi mega vera nokkuð lengur. En hann vissi að hann hafði ekki hegðað sér vel. „Kannske“, sagði hann, „get- um við hitzt í París?“ „Já, ef til vill“. Hún stóð upp og brosti vingj arnlega til hans. ,,Ég ætla að búa á Hotel de Belges, ef það er þá enn opið. I Mér þætti gaman að því að i hitta yður aftur. Kopeikin hef- i ur sagt mér að þér séuð mjög þekktur vélfræðingur11. „Kopeikin gerir of mikið úr því. Hann skrökvar stundum, eins og áðan þegar hann sagði, , að við myndum ekki tefja yð- j ur frá því að pakka niður. Ég | vona að yður gangi ferðin vel, i mademoiselle”. j „Mér þótti ákaflega gaman j að hitta yðir, Mr. Graham. Það l var vel til fundið af yður, Kop- eikin að kynna okkur“. „Hann stakk upp á því“, svaraði Kopeikin. „Verið þér sælar, kæra Josette og bon j voyage. Við hefðum gjarna viljað dveljast lengur hjá yður, , en það er orðið seint, og ég hef krafizt þess af Mr. Graham, að hann fengi sér dúr áður en hann leggur af stað. Ef hann fengi að ráða myndi hann vilja vera hjá yður svo lengi að hann mjssti af lestinni. En það leyfi ég ekki“. leyf i géekki“. Hún hló. „Þér eruð ágætur, Kopeikin. Áður en ég kem í næsta sinn til Istanbul, skal ég láta yður vita af því. Au ’voir, Mr. Graham og bon voyage.“ Hun rétti honum hendina. „Hotel de Belge er nálægt Tirihité“ ,sagði hann. „Ég skal muna það. Hann sagði það, sem hann meinti þessa stund- ina, hvernig svo sem fara myndi um efndirnar. Hún þrýsti hendi hans. „Já, ég veit, að þér munið eftir mér,“ sagði hún. „Kopeikin, þér þekkið leiðina“. „Ég held“, sagði Kopeikin, meðan þeir biðu eftir að fá að borga reikninginn sinn í saln- um, „ég hugsa, að ég sé ekki alveg ánægður með framkomu þína, kæri vinur, henni lízt vel á þig, en þú varst ekki nýgu djarfur. Þú hefðir ekki þurft annað en að spyrja hana með Iwaða lest hún ætlaði“. „Ég er alveg viss um að henni leizt alls ekki meira en r.vo vel á mig. í sannleika sagt kom hún mér á óvart. Ég held að ég skilji ekki svona kven- fólk“. „Svona kvenfólki, eins og þú segir, líkar bezt við karlmenn, sem ekki skilja það til fulls. Annars varstu alveg ágætur, bó að hún kunni hins vegar að hafa ekki verið alveg ánægð með þig“. „Jæja, sleppum þessu, en ég fullyrti þó, að ég myndi hitta hana í París“. „En kæri vinur, henni er vel Ijóst, að þú hefur alls ekki í hyggju að heimsækja hana þar. Það er leiðinlegt. Hún er nefni leg mjög skemmtileg kona. Þarna hafðir þú óvenjulegt tækifæri, en þú hefur valið að hugsa ekki meira um hana“. „Guð komi til, Kopeikin, þú virðist alveg gleyma þeirri staðreynd, að ég er kvæntur maður“. Kopeikin fórnaði höndunum. „Já, hvað er um að tala. Svona hugsa ekki aðrir en Englend- ingar. Það er ekki hægt að deila við ykkur um slík mál. Maður stendur aðeins dolfall- inn yfir sakleysinu“. Hann nndvarpaði uppgefinn. „Þarna kemur reikningurinn. Þegar þeir voru á leiðinni út, gengu þeir fram hjá Maríu, sem sat við barinn hjá vin- stúlku sinni, þungbúinni tyrk- neskri stúlku. Þær brostu til þeirra. Graham sá að maður- inn í þvældu, brúnu fötunum var farinn. Það var kalt úti. Vindurinn þaut í símalínunum. Klukkan var orðin þrjú að nóttu og borgin virtfit einna helzt eins og yfirgefin járn- brautarstöð eftir að síðasta lestin væri farin. ■ „Ég held að hann ætli að fara snjóa“, sagði Kopeikin. „Hótelið þitt er hérna rétt hjá. Við göngum þennan spöl, að ég held. Ég vona-að það snjói ekki meðan þú ert á leiðinni til Par- ísar. Á síðasta vetri tafðist lestin skammt frá Saloniki í þrjá daga“. „Ég er að hugsa um að taka með mér eina koníaksflösku“. „Já, ekki öfunda ég þig af ferðalögunum. Ég held næstum því, að ég sé að gerast gamall. ; Ferðalög á þessum tíma árs eru heldur ekki skemmtileg“. „Mér þykir gaman að ferð- ast. Ég verð aldrei þreyttur og mér leiðist ekki“. „Nei, ég get trúað því“. Kopeikin bretti upp frakka- . kragann. „Ég skal segja þér ' smá sögu. .. Á síðustu stríðs- j árum var einn af vinum mín- um, hann var Austurríkismað- ' ur, á leiðinni til Berlínar frá ! Zurich, en þar hafði hann ver- ið í verzlunarerindum. Hann cat við hliðina á manni nokkr- um, sem sagðist vera Svisslend ingur frá Lugano. Maðurinn cagði vini mínum frá konu einni, börnum og heimili. þetta virtist vera hinn ágæt- asti maður. En nokkru eftir að lestin hafði farið yfir landa- mærin, komu hermenn upp í hana ásamt lögregluþjónum. , Og þeir tóku Svisslendtnginn fastan. Vinur minn varð líka að yfirgefa lestina af því að hann hafði setið við hliðina á Svisslendingnum. Hann varð þó ekki hræddur, því að skjöl hans voru öll í lagi. Hann var góður Austurríkismaður. En Svisslendingurinn varð viti fjær af ótta. Hann grét eins og barn. Löregluþjónarnir sÖgðu vini mínum á eftir, að hann væri ekki Svisslending- ur heldur ítalskur njósnari — og að hann myndi verða skot- inn. Vini mínum féll þetta illa. i Þú skilur það, að maður getur ekki alltaf fundið á sér hvort maður segir satt, þegar hann talar um það, sém honum þyk- ir vænt um, og það hafði ekki verið neinn vafi á því, að mað- urinn hafði sagt satt og rétt frá öllu nema einu einasta at- riði, að hann var ekki Sviss- I lendingur heldur ítali. Já, stríð er leiðinlegt“, bætti hann við og stundi mæðulega. I „Alveg rétt. Það er það“. Þeir voru komnir að hótelinu. Vörubílstjórafélagið Þróftur Vörubílstjórafélagsins Þi’óttar verður haldinn í húsi fé- lagsins þriðjudaginn 31. þ. m. kl. 8,30 e. h. Dagskrá: 1. Reikningar félagsins 2. Skýrsla stjórnarinnar 3. Lýst úrslitum stjórnarkjörs. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.