Alþýðublaðið - 29.01.1950, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 29.01.1950, Qupperneq 11
Sunnudagur 29. janúar 1950 ALÞÝÐUBLAfílÐ 11 Ármenningar Skemmtifundur verður hald- inn í Breiðfirðingabúð, mið- vikudaginn 1. febrúar kl. 8,30. Skemmtiatriði og dans. Skemmtinefndin. Svigmót K.R. Skíðadeild K. R. t gengst fyrir opin- beru skíðamóti 5. febrúar n. k. Keppt verður í svigi í öll- um flokkum karla og kvenna (A. B, C, D og unglingaflokk- um). Þátttaka tilkynnist fyrir l. febrúar til Haraldar Björnssonar c/o Verzlunin Brynja. Stjórn skíðadeildar KR. Sálarrannsóknarfélag r Islands heldur fund í Iðnó mánudag 30. jan. kl. 8.30. Fundarefni: Brot úr trúar- sögu minni, erindi eftir Jakob Jóh. Smára, skáld. Stjórnin. fer frá Reykjavík mánudag- inn 30. þ. m. til Leith, Frede- rikstad og Menstad í Noregi. H.F. Eimskipafélag fslands. HANNES Á HORNINU (Frh. af 4. síðu.) ræða . brauð handa börnum manns annars vegar, en svona hefur þó hingað til farið fyrir mér, og á ég þó níu börn, fimm þeirra eru uppkomin, en fjögur j undir sextán ára aldri. Þessum fimm hef ég hjálpað til lærdóms og hinum mun ég hjálpa eftir getu, þó að efnin séu lítil og fari versnandi. En í þessu starfi mínu hef ég aldrei notið neins í stuðnings, hvorki í smáu né stóru frá flokksbæjarfélagi yð- j ar. EF TIL VILL á ég enga kröfu á því, en mörgum stéttarbræðr- um mínum, sem nú berjast við atvinnuleysi, finnst þó að barnamenn, sem berjast í bökk- um og varla það, eigi meiri heimtingu á stuðningi með vinnu frá bæjarfélaginu en pólitískir jábræður yðar, ein- hleypir eða með lítil heimili, en þeim er hyglað af yður og flokki yðar. — Ég skil að þér eruð fulltrúi einstrengingslegra einka hagsmuna í þessum bæ, en ekki okkar barnamannanna. Það er yðar afstaða, og þér ráðið henni, alveg eins og ég ræð minni af- , stöðu á kjördegi. í því efni hef- ur bréf yðar engín áhrif, þetta bréf, með skjálfandi bókstöfum, eins og það sé skrifað af upp- 1 gefnu gamalmenni.“ I Framh. af 7. síðu. arvöldum þessa lands og þar með meirihluta bæjarstjórnar Reykjavíkur, sé hvernig hann brást við húsnæðismálum (jæjarins á þeim tíma, þegar nógur var gjaldeyrir til inn- clutnings á byggingarefni. Nú er þetta orðinn hlutur, sem verður að reyna að bæta úr eftir því sem föng eru á. Það skal viðurkennt, að lán báu, er eiga að hvíla á íbúðum Bústaðabygginganna eru hag- stæð, svo langt sem þau ná. En það virðist vera aðaltakmarkið við þær byggingar að tilvon- andi eigendur eigi að vinna að húsunum sjálfir. Nú taka eig- endur ekki við íbúðunum fyrr en húsin eru fokheld og hita- lagnir lagðar, en þá er stærsti hlutinn af þeirri vinnu, er ó- faglærðir menn geta almennt unnið, búinn, nema þar sem svo kann að vera, að iðnaðar- menn fái íbúðir. Væri ekki réttara að Reykjavíkurbær meo aðstoð stjórijarvaldanna ynni taktfast að því að mynda grundvöll fyrir almennri lána- starfsemi með sérstöðu til þeirra er byggja íbúðir til al- menningsnota eða þeirra er nú eru mest aðþrengdir með hús- næði? Enn fremur þyrfti að auka alla almenna lánastarf- semi til bygginga, því allir vita að veðdeild Landsbanka ís- lands er mjög svo ónóg og sama er að segja um aðrar þær lánsstofnanir sem opnar eru til byggingalána. Það myndi skapa heilbrigð- ari grundvöll fyrir allri bygg- ingastarfsemi í bænum. Síðustu tvo áratugina hafa einustu hagkvæmu byggingar- lánin til almenningsíbúða verið úr byggingasjóði verkamanna, er byggingafélög verkamanna hafa notið lána úr. Bygg- ingasjóðurinn var á sínum tíma stofnaður að tilhlutan Al- þýðuflokksins með stuðningi Framsóknarflokksins. Síðustu átta árin hefur sjóðurinn haft lítil fjárráð svo að starfsemi bvggingafélaganna hefur ekki notið sín þess vegna. Nú hafa nokkrir þingmenn Alþýðu- flokltsins borið fram á alþingi frumvarp um aukna starfs- möguleika fyrir bygginga- sjóðinn, og væri vonandi að all- ir þeir flokkar, er telja hús- næðismál almennings sig varða, styðji þetta nauðsynja mál. Ég þykist vita, að fyrr- verandi og núvérandi borgar- stjóri, sem báðir eru alþing- ismenn, styðji þarna gott mál, þar sem þeir hafa verið mjög vinveittir starfsemi bygging- arfélags verkamanna hér í Reykjavík. Þær borgir á Norðurlöndum er hafa beitt sér fyrir byggingu almennings íbúða, hafa fyrst unnið aþ hagkvæmri lánastarf- semi fyrir byggingar, látið svo eðlilega samkeppni bygginga- iðnaðarmanna annast fram- kvæmdir undir eftirliti. Nú er Oslóarborgar að reyna þá að- ferð að láta byggingamennina byggja húsin á sinn reikning undir eftirliti, en þeir verða svo að afhenda íbúðirnar til Oslóar- borgar til sölu. Þar með ræður bæjarstjórnin hverjir fá íbúð- irnar til kaups. Þá eiga okur- sölur ekki að geta farið fram. Væri nú ekki reynandi fyrir Reykjavíkurbæ að hefja virki- lega sókn í lánastarfsemi fyrir byggingar bæjarbúa? Hefja svo byggingu ca. 300 í'úmmetra íbúða í sambyggingum eða lausri byggð í frjálsri sam- keppni, þar sem bygginga- mennirnir fengju að ljúka I byggingunum, en þær síðan *eldar til viðkomandi eigenda á hæfilegu verði undir eftirliti , bæjarstjórnar Reykjavíkur? j Þar með væri trygging fyrir að ekki væru okursölur, og þeir fengju íbúðir. er hafa þess þörf. Þetta myndi auka hraða á framkvæmdum, og gefa heil- brigðari sar^keppni en nú er. En urn leið losa bæjarsjóð við byggingavafstur, sem verður 1 enn kostnaðarsamara en þarf að vera. Svo væri nú meiri þörf á auknum skilningi og ramvinnu á millum hinna mörgu byggingafélaga, ein- staklinga og þess opinbera, bæði hjá bæ og ríki. Það er oft rætt um að ein- hæfa meira byggingar en hér er gert og þá oft vitnað í ná- grannalöndin. Það er vitað að Svíar og Finnar byggja þann- ig hús, en Norðmenn og Danir mjög lítið. Það eru mestmegn- is timburhús, sem eru unnin í verksmiðjum. Við þekkjum öll hér í Reykjavík sænsku húsin. Við vitum að það er eitt mesta víxlspor, sem stigið hefur ver- ið hér í byggingamálum, þegar gjaldeyri þjóðarinnar var varið í þau innkaup. Allar þessar bjóðir byggja mörg hús af sem líkastri gerð, þegar um heilan byggingaflokk er að ræða, og er það sambærilegt við bygginga- félög hér og nú Reykjavíkur- bæ með Bústaðavegshúsin. Ég býst við, að þegar byggt er úr varanlegu efni komi tæp- lega til greina meiri einhæfni en bundin er við ákveðinn byggingaflokk. Öðru máli er að gegna um einstaka hluta til húsa eins og hurðir, eldhúsinn- réttingar og fleira, sem hefur verið framleitt hér í fjölda- framleiðslu og tekizt vel. Enn fremur breytt vinnulag við byggingar og bætt skipulag. Það er ótalmargt, sem hægt væri að ræða um viðvíkjandi byggingum íbúðahúsa, t. d. inn flutning efnis, starfsemi f-jár- tiagsráðs o. fleira, sem er í mjög sundurlausu formi, en tíminn, sem mér er ætlaður, leyfir það ekki. En eitt vil ég pamt minnast á, og það er, að bæjar- og ríkisstofnanir séu ekki hafðar það þunglamaleg- ar í afgreiðslu mála, að þær verki á byggingariðnað eða aðra starfsemi hér í bæ sem aukin dýrtíð. Kjósendur góðir, þið kjósið Alþýðuflokkinn vegna þess að það er flokkurinn, sem hefur haft og mun hafa mest áhrif á bætta lífsafkomu ykkar. Kjósendur, ef þið látið Sjálf- stæðisflokkinn halda meiri- hluta í bæjarstjórn, þá eigið þið það víst, að þegar Sjálf- stæðisflokkurinn er búinn með aðstoð Framsóknarflokskins að skerða gengi launa ykkar, þá tekur Sjálfstæðisflokkurinn á leigu húspláss í hinum nýu stórhýsum, er Samband ís- lenzkra samvinnufélaga er að byggja, fyrir eina deild til við- bótar fyrir ráðhússtarfsemi sína. Húunæðrafræðsla Framh. á 4. síðu. ar. Styðjum Alþýðuflokkinn í baráttu hans fyrir þessu stóra áhuga- og velferðarmáli okkar húsmæðra. Kjósum Alþýðu- flokkinn á sunnudaginn kemur. Húsmóðir. Farfugladeildar Reykjavíkur verður haldin að Röðli föstudaginn 3. febrúar næstkomandi og hefst með borð- haldi kl. 18,30 stundvíslega. Mörg skemmtiatriði og að lokum dans. Aðgöngumiðar seldir í verzl. Verðandi og bókabúð Isa- falldar Laugaveg 12. Skémmtinefndin. Heimilispósturinn ANNAÐ HEFTI Himilis- póstsins hefur borizt blaðinu. Utan á kápu beggja megin eru litprentaðar myndir af Alfreð Elíassyni flugstjóra og Kristínu Snæhólm yfirflugfréyju. Efni heftisins er skipt í tvo kafla: lesírarefni fyrir konur og lestr- arefni fyrir karlmenn. Lestrar- efni fyrir konur er: ,',Vikivaki“, kvæði eftir Guðmund Kamban; viðtal við Kristínu Snæhólm; „Höfuðverkur eða undirbún- ingsnámskeið í stjörnuspá £ræði“, saga eftir Karl ísfeld; ..Vísur um Nikkolínu“, eftir Ingimund; „Eins og nágrann- inn“, saga eftir Henri Duver- nois; „Skilnaður“, saga eftir Jan S. Thomson; „Kaup- mennska“. saga eftir Mary Ellen Chase; krossgáta og bridgeþrautir. — Lestrarefni fyrir karlmenn er: „Richelieu kardínáli“, kvæði eftir Grím Thomsen; viðtal við Alfreð Elí- asson; ,,Eftirmyndin“, saga eft- ir Ilenri Duvernois; „Also sprach —“, þáttur eftir Ingi- mund; „Kvennaslægð“, saga eftir Agatha Christie; , Konu- vísur“, eftir Ingimund; skrítlu- síðan „Á takmörkunum" og krossgáta. í miðju heftinu er „Kvikmyndaopnan11; auk þess eru margar myndir og skrítlur. ---------- -. Aðvörun til togara um línu- og nelaveiði VITAMÁLASTJÓRI ' hefur gefið út eftirfarandi aðvörun til togara um^línu- og neta- veiði. Milli Garðskaga og Reykja- ness er línu- og netasvæði, sem takmarkast af línum dregnura milli eftirfarandi staða: a. Garðskagaviti. b. 65° 16,0' n. b. og 23°26,0' s. 1. c. 63° 42,7' n.b. og 23° 25,0' s. lg. d. Reykjanesviti. Á tímabilinu frá 1. febrúar til 15 maí ár hvert er f jöldi báta (um 150) að veiðum með línu eða netjum á þessu svæi, sem er þá oft svo þéttskipað veiðar- færum, ag togari að veiðum þar, getur valdið miklu tjóni á þeim. Sömuleiðis eiga togarar á hættu að fá net eða línu í skúrf una og neyðist til að biðja um aðstoð. Þess vegna eru togarskip- stjórar vinsamlegast beðnir um að vera ekki að veiðum á þessu svæði fr.á 1. febrúar til 15. maí. Venjulegast er varðskip við gæzlu svæðisins og gefur það allar nánari upplýsingar. Amerískur háskóli veifir erlendum kvenstúdentum námsstyrk BRYN MAWIt háskóladeild- in í Pennsylvania hefur til- kynnt að hún muni úthluta f jór um nómsstyrkjum að upphæð 1150 dollurum hvern, til fjög- urra erlendra stúlkna, er kynni að óska að stunda nám við skól ann. Þessi upphæð nægir fyrir kennslugjaldi, húsaleigu5' og fæði. Umsækjendur þurfa að lesa og tala ensku og þurfa aS hafa stúdentspróf. Umsóknir þurfa að vera komnar fyrir 1. apríl næstkom- andi. Og verður að fylgja um- sóknunum greinargerð um menntun umsækjenda, ásamt vottorðum, svo sem skírnar- vottorði, prófskírteini, skóla- skjölum, meðmælabréfum frá kennurum, heilbrigðisvott- orði, ljósmynd og skýrsla um framtíðaráætlun umsækjenda. Umsóknin skal senda til ame ríska blaðafulltrúans Lauga- vegi 24 Reykjavík. Þar verða einnig veittar frekari upplýs- ingar. Kópavcgcr... Framh. af 5. síðu. aldrei hefur dottið í hug að þræta fyrir að það sé komm- únistar. B-listinn, listi sjálfstæðis- manna, er að áliti margra hreppsbúa undarleg samsetn- ing, og held ég, að kjósendur hafi skilið, hvað þar var á ferð- inni, þegar þeir hlýddu á ræðu efsta manns listans á sunnu- daginn var. Vonandi verður sú ræða í Mogganum í dag. Þeir kjósendur í Kópavogs- hreppi, sem vilja vinna að bætt um hagsmunum íbúanna og hreppsfélagsins sem heild, kjósa A-listann, og þá Einar Vidalíng og Pétur Guðmunds- son í hreppsnefnd. Kópavogsbúi. Skemmdarverk í Auslur-Þýzkaland I RÚSSAR í BERLÍN hafa nú skýrt frá víðtækum skemdar- verkum, sem þeir segja, að átt hafi sér stað í Austur-Þýzka- landi, og er flugumönnum Vest- urveldanna kennt um. Þeir nota þessi skemmdarverk til að af- saka stofnun „öryggismálaráðu neytis“. Jafnaðarmannablað í Berlín segir um þetta, að það hafi ekki tekið nema fimm ár að fá nýja Gestapó-lögreglu í Þýzkalandi, því að nú sé hún komin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.