Alþýðublaðið - 02.02.1950, Síða 6

Alþýðublaðið - 02.02.1950, Síða 6
s ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. febrúar 1950 Nú getum vér boðið yður úrval af karlmanna- fötum úr íslenzkum efnum — svo að segja skömmtunarlaust (aðeins 75 vefnaðarvöru ein- ingar). Höfum fyrirliggjandi allar venjulegar stærðir af fötum úr íslenzkum efnum. Þau eru hentug hversdagsföt og skólaföt. Einnig framleiðum vér vönduð og ódýr spariföt úr erlendum efnum. Gerið svo vel að tala við oss. ULTIMA H.F. Bergstaðastræti 28. Eric Ambler Filipns Bessason hxeppstjóri: Filipus Bessason: AÐSENT BRÉF. Ritstjóri sæll. Þá er kosningunum hjá ykkur lokið, að því er fréttir herma, og öllum ólátunum, sem af þeim stöfuðu. Heyri ég á ýmsum fregnum, að þær hafa farið svip að og allar aðrar kosningar síð- ustu árin, — allir flokkarnir hafa unnið sigur; misstóran að vísu, en samt sigur. En orusturnar, sem standa á stjórnmálavígvellinum, þegar kosningar eru fram undan, — það eru ijótar orrustur, lagsmað ur. Finnst mér sem alltaf hraki bæði stríðsmönnum, vopnum og orrustubrögðum, en það kann að vera vitleysa. Að vísu gátu stjórnmálamenn hérna skamm- azt áður fyrr meir og voru þá oft harðskeyttir og höggsnarpir, — en ekki get ég varizt þeirri skoð un, að þeir hafi verið mun drengilegri, jafnvel í skömm- unum. Grun hef ég einnig um það, að lengur hafi þeim enzt þykkjan, ef til missættis dró, því að flest mæltu þeir af al- vöru. Nú er þessu öllu á annan veg farið. Kosningabaráttunni nú má öllu fremur líkja við bar dagasjónleik heldur en bardaga; þegar kosningar hafa verið á- kveðnar, undirbýr hver flokk- ur fyrir sig þann þátt, scm hann hyggst leika, skipar í hlutverk og velur leikendum sínum gervi og búninga. Að sjálfsögðu eru menn þessir valdir eftir hæfi- leikum-------- Og síðan hefzt leikrarinn. Er hann, að því er úleikmenntuðum áhorfanda virðist í fljótu bragði, einkum og sér í lagi í því fólg- inn að berja sem ákafast stríðs- bumburnar, öskra heróp í gríð og ergi, láta glamra í vopnum sínum, bíta í skjaldarrendur og jafnvel froðufella. Eftir því, sem nær dregur kosningum, og fast- ara síga saman fylkingar flokk anna, eykst gnýrinn, og þegar þeir eru komnir í kallfæri hver- ir við annan, hefst brjálæðið fyrst fyrir alvöru. Sparar þá enginn frýjunarorð andstæðing- um sínum, velur hver öðrum hin hræðilegustu orð, ásamt brig'sl- unum, skömmum svo óþverra- legum, að til refsingar yrði mat- ið, ef ekki stæði svona á, — eru að síðustu fáar eða engar þær mannlegar skammir og óvirðing ar, sem hver þátttakenda um sig hefur ekki hlotið í einkunn frá andstæðingum sínum, og öll er sú einkunnagjöf kerfisbund- in og samkvæmt áætlun. Allt er þetta samt, að því er maður helzt veit, gert vegna áheyrenda, því að að þeirra vegna er leik- urinn á sviðið settur, og hag'ar hvér um sig leik sínu:|i eftir því, sem hann hyggur, að áheyr- endur murii dæma honum helzt til frægðar og kalla hann hetju fyrir. Æpir því hver, sem mest hann má og lætur eins illa og orka hans framast leyfir. Jæja, allt kann þetta nú að vera misheyrn og missýning gamals manns, sem illa kann ó- látum og hávaða. En því þykist ég hafa veitt athvgli, og er það. að mér þykir, máli mínu til sönnunar hvað leikinn snertir, að allir virðast leikendurnir sáttir og furðulega samrýmdir, þegar sjónleiknum lýkur, eins og leikendum ber að vera. Og alltaf verður leikurinn ó- sannari og trylltari, eftir því sem kosningum fjölgar og leik- endurnir æstari--------— Hvar lendir þetta, drengir?---------— Virðingarfyllst Filipus Bessason. hreppstjóri. Stúlka óskast í bakaríið Efstasundi 10. Sími 80770. Smurf brauð ðO sniffur. Til í búðinni allan daginn Komið og veljið eða símið SÍLD & FISKUR. Graham sagði: „Taskan mín var lokuð, og ég sakna einskis. Svo virðist sem ég hafi komið i heim einni eða tveimur mínút- um of fljótt. En þetta hefur valdið því, að allt hótelið er komfð á annan endann. Skotin I hafa 'vakið gestina af værum ■ blundi, einnig aðstoðar-hótel- stjórann, sem nú stendur hérna skammt frá og sötrar viskí. Þeir hafa sent eftir lækni, svo að Kann geti bundið um sárið. Nú, og fléira er ekki að segja. Þeir gerðu enga tilraun til að hafa hendur í hári þrjótsins. Ekki þó svo að skilja, að ég haldi að það hafi þýtt nokkuð að reyna, en þeir hefðu þó kannski komið auga á hann. Þeir segja, að hann muni hafa komizt burt um garðinn En að- alatriðið er, að þeir vilja ekki blanda lögreglunni í þetta, nema ef ég krefst þess. Mér skilst, að þeim sé illa við það, að lögreglan fari að snuðra hér í hótelinu. Þeir hafa sagt við mig, að ef lögreglan kæmist í þetta, þá mundi ég alls ekki komast með lestinni klukkan 11. Það getur vel verið, að það myndi hafa þau áhrif. En ég þekki ekki lögin hérna og held- ur ekki reglugerðir ykkar. Ég vil ekki að það geti síðar valdið misskilningi, ef ég tilkynni ekki árásina. Þeir eru að hugsa um r.afn hótelsins og heiður, en ég ei '-áðeins að brjóta heilann um það, hvað mér beri að gera. Þeir hafa fullyrt, að þeir geti komið í veg fyrir að læknirinn gefi skýrslu til lögreglunnar. Þeir segja það að minnsta kosti. En hvað ber mér að gera“ Það varð þögn um stund. Svo svaraði Kopeikin og dró orðin við sig: „Ég held, að þú ættir ekki að gera neitt sem stendur. Ég skal sjá um þetta mál. Ég ætla að tala við einn af vinum mínum um það. Hann stendur í sambandi við lögregluna og hefur mikil áhrif. Undir eins og ég er búinn að tala við hann, ætla ég að hraða mér til þín.“ „En það er alveg óþarfi fyrir þig, Kopeikin. Ég .. . . “ „Fyrirgefðu, kæri, vinur, en það er nauðsynlegt og áríðandi. Láttu lækninn gera að særðu höndinni, og haltu þér svo um kyrrt í herbergi þínu þangað til ég kem.“ „Ég ætlaði ekki út,“ sagði Graham glettnislega og ætlaði að segja eitthvað fleira, en Ko- peikin hringdi af. Um leið og hann sleppti heyrnartólinu kom læknirinn. 'Hann var pervisinn og rólegur, fölur í andliti, klæddur í þykk- an frakka með loðkraga. Hótel stjórinn kom á hæla honum, feitur maður, ófrýnilegur á að líta. Augsýnilegt var á svip hans, að hann hélt að hér væri um ómerkilegt mál að ræða, sem óþarfi hefði verið að gera veður út af. Hann starði valdsmannlega á Graham. En áður en hann gat opnað munninn fór aðstoðar- maður hans að segja frá því, sem fyrir hafði komið. Þeir böðuðu báðir höndunum og ranghvolfdu augunum. Hótel- stjórinn hrópaði við og við upp yfir sig og starði á Graham. Að lokum var aðstoðar-hótelstjór- inn búinn að segja frá öllu, og um leið fór hann að tala frönsku. „Monsieur Graham ætlar að yfirgefa okkur með lestinni klukkan 11 og óskar þess vegna ekki eftir frekari aðgerðum, telur ekki ómaksins vert að málið sé lagt fyrir lögregluna. Ég vona, að þér samþykkið að það sé viturleg afstaða.“ „Mjög viturleg," samþykkti forstjórinn ákveðinn á svipinn, „og alveg sjálfsögð.“ Hann ypti öxlum. „Monsieur Gra- ham. Við biðjumst afsökunar á þessum vandræðum. Þau falla okkur ákaflega illa. Þvílíkt og annað eins hefur aldrei komið fyrir áður hér í hótelinu. En jafnvel hið allra bezta gistihús getur • ekki tryggt gesti sína fyrir svona löguðu. Þjófar geta alltaf læðzt inn um glugga til að ræna eða stela. Samt sem áður vil ég taka það fram, að Hótel Adler Palace tekur á- byrgð á vellíðan gesta sinna. Við munum gera allt, sem í okkar valdi stendur fyrir yður vegna þessa máls.“ „Ég mundi verða þakklátur, ef hægt væri nú loksins að láta lækninn líta á sár mitt.“' „Fyrirgefið, fyrirgefið. Já, læknir. Takið þegar til starfa. Eftir hverju eruð þér að bíða?“ Læknirinn, sem staðið hafði álengdar og hlustað á, kom nú nær og gaf einhverjar skipanir á tyrknesku. Gluggunum var lokað þegar í stað, hitinn auk- inn í herberginu og aðstoðar- hótelstjórinn hvarf fram á ganginn í einhverjum erinda- gerðum. Hann kom aftur næst- um því strax með þvottafat, sem fyllt var af heitu vatni í baðherberginu. Læknirinn tók handklæðið utan af særðu hendinni, þurrkaði blóðið burt og skoðaði sárið. Að því loknu leit hann upp og sagði eitthvað við hótelstjórann. „Hann segir, monsieur,11 sagði hótelstjórinn og svipur- inn varð glaðlegri, „að sárið sé ekki mikið, varla meira en skráma.“ „Það vissi ég fyrir fram. Ef þér óskið aftur að fara í hátt- inn, monsieur, þá er það sjálf- sagt. En mér þætti vænt um að fá hingað bolla af heitu kaffi. Mér er hálf kalt.“ „Undir eins, monsieur.“ Hann benti aðstoðar-hótelstjór- anum, sem hraðaði sér út. „Óskið þér einhvers fleira, monsieur?“ „Nei, þakka yður fyrir, einsk- is. Góða nótt.“ „Látið bara vita, ef það er eitthvað, sem þér þarfnist með. Þetta var leiðinlegur atburður. Góða nótt.“ Hann fór. Læknirinn hreins- aði vandlega sárið og fór svo að búa um það. Graham var far- inn að sjá eftir því að hafa hringt til Kopeikins. Þessu var lokið...... Klukkan var að verða fjögur. Hann gat varla fengið sér blund úr þessu, því að Kopeikin hafði endilega viljað heimsækja hann. Hann geipsaði hræðilega. Læknirinn lauk við að búa um sárið, svo klappaði hann hendi Grahams og sagði: „Main- tenant,“ sagði hann um leið og hann leit upp. „II faut dormir.“ Graham kinkaði kolli. Lækn- irinn reis á fætur, bjó um í töskunni sinni og svipur hans gaf til kynna að hann áliti, að hann hefði gert allt, sem í hans valdi hefði staðið fyrir sjúklíng inn. Þá leit hann á úrið sitt og andvarpaði. „Tréstard. Giteceg- im. Adlyo, efendi.“ Graham stamaði einnig á tyrknesku: „Adiyo, hekim ef- endi. Cok tesekkúr ederim.“ Og læknirinn hneigði sig virðulega og hvarf á brott. Augnabliki síðar kom aðstoð- ar-hótelstjórinn inn með kaff- ið, setti bakkann á borðið, greip viskíflöskuna og ætlaði svo að hraða sér út úr herberginu. „Skiljið flöskuna eftir,“ sagði Graham. „Vinur minn er leiðinni til mín, og það gétur ’vel verið, að hann vilji fá sér glas. Segið dyraverðinum, að ég eigi von á gesti þá og þegar.“ En um leið og hann sagði þetta hringdi síminn og nætur- vörðurinn tilkynnti, að Kopei- kin væri kominn. Aðstoðar- hótelstjórinn fór burt. Kopeikin gekk inn í herbergið ákaflega alvarlegur á svipinn. „Kæri vinur,“ sagði hann. Hann leit í kring um sig. „Hvar er læknirinn?“ „Hann er ný farinn. Þetta var ekki neitt, smáskráma. Mér varð svolítið órótt út af þessu öllu; annars líður mér alls ekki illa. Það er mjög fallega gert af þér að koma hingað til mín, en óþarfi, Kopeikin. Hinn þakk láti hótelstjóri hefur skilið hér eftir viskíflösku. Fáðu þér sæti og náðu þér„í glasið. Ég ætla að fá mér kaffisopa.“ Kopeikin sök kniður í hæg- indastólinn. „Segðu mér ná- kvæmlega frá öllu saman.“ Og Graham sagði frá. Kopei- kin stóð upp úr hægindastóln- um og gekk út að glugganum. Skyndilega beygði hann sig og tók eitthvað upp af gólfinu. Hann hélt því upp að Ijósinu. Lítið hulstur utan af skamm- byssukúlu. „Níu sentimetra sjálfshlaðn- ingsskammbyssa“, sagði hann. „Það er óskemmtilegt vopn.“ Hann henti því aftur á gólfið, opnaði gluggann og leit út. Graham andvarpaði. „í al- vöru talað, Kopeikin, held ég, að það sé þýðingarlaust að leika leynilögreglumann í þessu máli. Maðurinn var hérna í her- berginu; ég truflaði hann og hann skaut á mig.,Komdu hing- að lokaðu glugganum og fáðu þér viskí.“ „Gjarna, kæri vinur, gjarna. Þú verður að fyrirgefa forvitni mína.“ Graham fannst allt í einuu, að hann hefði verið vanþakk- látur við Kopeikin. „Ég er þér ákaflega þakklátur, Kopeikin, fyrir það, að þú skulir láta þér svona ant um mig. Svo virðist sem ég hafi látið heldur óðslega út af engu.“ „Það er gott, að þú hefur gert það.‘ Hann hleypti brún- um. „En því miður er þessu máli langt frá þvf lokið. Meira verður að gera.“ „Þú álítur, að við verðum að gefa lögreglunni skýrslu? Ég sé ekki, hvaða gagn það getur gert. Auk þess fer lestin klukk- an 11. Ég vil ekki verða af henni.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.