Alþýðublaðið - 08.02.1950, Page 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. febrúar 1950.
Úígefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.1
Ritstjórnarsímar: 40S1, 4902.
Auglýsingar: Emilía MöIIer.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Afvinnuleysi
SKRÁNING ATVINNU-
LAUSRA MANNA í Reykja-
vík fór fram um síðustu helgi
og leiddi í ljós, að atvinnuleysi
er nú meira í höfuðstaðnum en
nokkru sinni frá því fyrir stríð.
Lét samtals skrá sig 221 mað-
ur, en þar af eru 111 fjöl-
skyldufeður með 185 börn á
framfæri sínu, og 110 ein-
hleypir menn. Nær atvinnu-
leysið til ískyggilega margra
stétta, þar eð þeir, sem létu
skrá sig, eru verkamenn, bif-
reiðarstjórar, sjómenn, verzl-
unarmenn, vélstjórar, skósmið-
ir, verkstjórar og trésmiðir.
Engum dylst, að hér er al-
vara á ferðum. Við atvinnu-
leysisskráningu í fyrra gáfu
sig fram 135 menn, en það var
þá hæsta tala frá því fyrir stríð
Nú munar minnstu, að tala at-
vinnulausra manna í Reykja-
■ vík sé helmingi hærri en á
sama tíma í fyrra. Þeir, sem
minnast atvinnuleysisáranna
fyrir styrjöldina, vita af bit-
urri reynslu, hvað þessi stað-
reynd þýðir. Atvinnuleysið er
mesta böl, sem yfir þjóðina
getur dunið, og það er skylda
samfélagsins að gera þegar
nauðsynlegar ráðstafanir til
þess að bægja þeim vágesti
brott.
*
Um það verða naumast
skiptar skoðanir, að atvinnu-
leysi sé böl, sem firra beri
þjóðina. En ráðstafanirnar í
baráttunni gegn því munu
hins vegar leika á tveim tung-
um. Ihaldsflokkarnir um ger-
vallan heim eru þeirrar skoð-
unar, að hið opinbera eigi að
láta þessi mál sem mest af-
skiptalaus, og íslendingar hafa
ekki farið varhluta af þeirri
afstöðu og afleiðingum henn-
ar. Jafnaðarmenn eru ger-
ólíkrar skoðunar. Dæmi
sænsku jafnaðarmannastjórn-
arinnar frá því fyrir stríð er í
þessu efni glögg fyrirmynd.
Hún beitti sér fyrir því, að
framkvæmdir, hins opinbera
yrðu auknar sem mest til að
vinna bug á atvinnuleysinu, og
samræmdi framtak ríkisins pg
bæjarfélaganna. Reynslan af
þeirri stefnu var$ slík, að hún
vakti stórkostlega athygli víðs
vegar um heim og hafði með-
al annars veruleg áhrif á að-
gerðir Roosevelts Bandaríkja-
forseta í baráttu hans »við
kreppuna og atvinnuleysið.
Einstaklingsframtakið lítur
þannig á, að atvinnutækin eigi
að reka, meðan þau skili þeim
arði, sem það telur sig með
þurfa. En strax og harðnar í
ári og atvinnutækin skila ekki
arði hættir einstaklingsfram-
takið rekstri þeirra, jafnvel
þótt ekki sé um tap að ræða,
hvað þá ef svo er komið. Arð-
urinn af rekstrinum á góðu ár-
unum er sem sé ekki fyrir
hendi. Hann hefur verið
eyðslufé fárra auðmannafjöl-
skyldna og bundinn í margvís-
legum dýrum eignum, sem
einkaframtakið telur auðvitað,
að ekki komi til mála að skerða
í svo óhagsýnum tilgangi að
halda áfram rekstri atvinnu-
tækjanna 1 því skyni að tryggja
verkhfólkinu atvinnu.. — Þessi
hætta er hins vegar ekki fyrir
hendi, þegar opinber rekstur
á í hlut. Þá er arðurinn frá
góðu árunum geymdur til erf-
iðu áranna og fremur reynt
að auka reksturinn en minnka
hann, þegar harðna^ í ári, með
sameiginlegan hag þjóðar-
heild^rinnar og verkalýðsins
fyrir augum. Þetta er í megin-
atriðum munurinn á opinber-
um rekstri og einkarekstri.
Þess vegna liggur það í augum
uppi, að opinber rekstur er
sterkasta vopn fólksins í bar-
áttunni gegn atvinnuleysinu,
en það fylgir hins vegar einka-
rekstrinum eins og skuggi.
Ástandið hér er orðið
ískyggilegt. Einkaframtakið
virðist byrjað eða í þann veg-
inn að hætta rekstri ýmissa
atvinnutækja, sem fáir ein-
staklingar hafa eignazt með
lánum af sparifé landsmanna
og fyrirgreiðslu hins opinbera.
Atvinnuleysi er þegar farið að
gera vart við sig, og það kann
að aukast að miklum mun á
skömmum tíma, ef ekki eru nú
þegar gerðar róttækar ráðstaf-
anir til að bægja því þrott frá
dyrum þjóðarinnar. Ríkið og
bæjarfélögin verða að leggja
áherslu á að efna til fram-
kvæmda, sem þjóðinni er þörf
á og koma í veg fyrir atvinnu-
leysi. Það verður að sjá svo
um, að einkaframtakið geri
hvorugt, að leggja atvinnu-
tækjunum eða flytja með þau
úr landi, en dæmi um hvort
tveggja eru þegar fyrir hendi.
Verkalýðshreyfingin verður
einhuga og samtaka að hrinda
hverri tilraun forréttindastétt-
anna til að lækka kaupio og
skerða lífskjörin með sveðju at-
vinnuleysisins að vopni. Ráð-
stafanir ríkisvaldsins og bæj-
arfélagsins þola enga bið. At-
vinnuleysi 111 fjölskyldufeðra
og 110 einhleypra manna í
Reykjavík er ekki staðreynd
til að horfa á heldur viðfangs-
efni, sem ráða verður fram úr
nú þegar.
Þessi barátta kann að verða
torsóttari fyrir verkalýðshrevf-
inguna en margur mun ætla
með tilliti til þess góðæris, sem
Sunnudagsstrit ráðherrans. — Um starf ferðá-
skrifstofunnar. — Skemmtileg kvikmynd.
„ÞETTA MÁ ÖLLUM g;era,“
varð mér að orði á mánudaginn,
þegar ég las forustugrein ,í
blaðinu „Vísi“. Um leið varð
mér .hugsað til fjármálaráð-
herra, að svo virtist sem hann
hér hefur verið í landi undan- j hefði ekki haft ríiikið að gera á
farin ár. Nú situr við völd á sunnudaginn. Það er hann, sem
íslandi ríkisstjórn, sem lítur hefur .tekið sér fyrir hendur
fyrst og fremst á það sem þann dag að rangsnúa pistli
skyldu sína að þjóna hagsmun- j mínum og skrifa rangsnúning
um einkaframtaksins og for- I sinn í blað sitt. Ég hef stundum
réttindanna. Meirihlutinn í
bæjarstjórn Reykjavíkur er af
sömu ætt og uppruna. Einka-
framtakið krefst þess, að gerð-
ar verði ráðstafanir í dýrtíð-
armálunum á kostnað almenn-
ings til þess að það geti haldið
éfram að hirða af atvinnutækj-
unum sama arð og var á stríðs-
árunum, þegar mestur var
blómi þeirra atvinnuvega, sem
nú berjast í bökkum. En verka-
lýðshreyfingin verður nú þeg-
ar að knýja á um úrræði, sem
bægja ófreskju atvinnuleysis-
ins brott, og jafnframt verður
hún að gera ráðstafanir, er
tryggi það, að ekki verði von
á þeim vágesti í framtíðinni.
ísland getur- auðveldlega hald-
ið áfram að vera ríki velmeg-
unar og öryggis, ef því aðeins
verður þannig stjórnað, að
hagsmunir hinna mörgu verði
látnir ganga fyrir gróðakröf-
um hinna fáu.
séð ritsmíðar vera teknar .á
þennan hátt — og alltaf fundizt
að lítið legðist fyrir kappann.
Eins finnst mér að þessu sinni.
Ég efast ekki um að Björn Ól-
afsson sé glöggur í fjármálum,
en ég held að hann ætti sem
minnst afskipti að hafa af
b laðamennsku.
EF ÉG NÚ TÆKI mig til og
túlkaði þessa grein fjármálaráð-
herra á þann veg sem mér sýnd-
ist og legði svo út af þeirri túlk-
un í meirihluta greinarinnar, þá
myndi mér áreiðanlega takast
að búa út allharkalegt árásar-
efni á ráðherrann. Það má einn-
ig gera honum. En ég geri það
ekki vegna þess að ég hef
skömm á slíkum skrifum. Enda
held ég að sunnudagsvinna fjár-
málaráðherrans megi standa
eins og hún er án minna af-
skipta.
ÉG HELD að almenningur sé
Vetnissprengjan og víghúnaðurinn
ÞJÓÐVILJINN hellir nú dag-
lega úr skálum reiði sinnar
og vandlætingar yfir því, að
Bandaríkin skuli hafa ákveð-
ið að hefja framleiðslu á
nýrri tegund kjarnorku-
sprengja, hinum svokölluðu
vetnissprengjum, sem sagðar
eru munu verða um þúsund
sinnum skæðara vopn en þær
kjarnorkusprengjur, sem
hingað til hafa verið fram-
leiddar. Skal hér engin fjöð-
ur yfir það dregin, að það
er óglæsileg tiíhugsun, að
svo ægilegt vopn verði notað
í nýrri styrjöld. En hvaðan
Þjóðviljanum kemur siðferð-
islegur réttur til þess að vera
með vandlætingarskrif út af
framleiðslu vetnissprengj-
unnar í Bandaríkjunum, mun
flestum hins vegar vera ráð-
gáta. Eða hvort vill hann
halda því fram, að Rússland
myndi láta undir höfuð
leggjast að framleiða hana,
ef það væri á færi þess?
ÞAÐ ER ENGU LÍKARA en
að Þjóðviljinn sé að reyna
að halda því að mönnum, að
það séu aðeins B|andaríkin,
sem nú búa sig undir stríð,
— og að slíkur viðbúnaður
þekkist yfiiieitt ekki á
Rússlandi! Sannleikurinn er
þó sá, að hvorki Bandaríkin
né nokkurt annað lýðræðis-
ríkj hefir neitt nálægt því
eins ægilegan stríðsundirbún-
ing og Rússland, það land,
sem Þjóðviljinn vill telja
mönnum trú um, að vaki
öllum öðrum fremur yfir
friðinum í heiminum. Þann-
ig er nú t. d. upplýst, að Rúss
land hefur 4 00€ 000 —-4
milljónir — manna undir
vopnum, en Bandaríkin ekki
nema 1 685 000. Ennfremur
er kunnugt að herþjónustu-
tími á Rússlandi er 2 ár í
landhernum, 3 ár í flughern-
um og 5 ár á herskipafiotan-
um, en í engri grein land-
varnanna nema IVz ár, eða
18 mánuðir, í Bandaríkjun-
um. Og loks hefur það verið
út reiknað, að Rússar verji
um 19, 2% af öllum þjóðar-
tekjum sínum til vígbúnað-
ar, en Bandaríkjamenn ekki
nema 6,2% af þjóðartekjum
sínum.
HVER GETUR NÚ, með þessar
staðreyndir fyrir augum, láð
Bandaríkjunum það, þótt þau
láti ekki undir höfuð leggj-
ast, að búast þeim skæðustu
vopnum, sem þau eiga völ
á? Þau vita ekki hvað Rúss-
land kann að vera komið
langt í framleiðslu kjarn-
orkusprengja. Ef til vill eru
þær framleiddar af hinu
mésta kappi nú þegar þar
eystra. Og hver þorir yfir-
leitt að láta hjá líða að víg-
búast eftir beztu getu, þegar
vitað er urn milljónaheri
undir vopnurn hjá öðrum?
Það er náttúrlega auðvelt að
segja, eins kommúnistar, að
lýðræðisríkin eigi yfir-
leitt ekki að hafa neinn
stríðsvíðbúnað, samtímis því
að þeir hervæða Rússland og
Ieppríki þess rétt eins og stríð
væri á næstu grösum. En í
lýðræðisríkjunum mun þeim
verða ákaflega erfitt að
svæfa menn andspænis hætt-
unni með slíkum tvísöng.
ENGINN GETUR með nokk-
urri sanngirni láð Banda-
ríkjunum það, þótt þau láti
nú framleiða vetnissprengj-
una til að vera við öllu búin.
Þau hafa hvað eftir annað
boðizt til þess að stöðva all-
an kjarnorkuvígbúnað og
eyðileggja sínar eigin birgðir
af kjarnorkusprengjum, und-
ir alþjóðaeftirliti, ef öll önn-
ur ríki vilji fallast á tr.yggi-
legt alþjðaeftirlit með notk-
un kjarnorkunnar, svo að
ekki þurfi að óttast það að
annarsstaðar verði framleidd
kjarnorkuvopn. En á slíkt al-
þjóðaeftirlit hafa Rússar
hingað til ekki viljað fall-
ast! Og hvaða furða er það þá
þó að Bandaríkin óttist leyni-
legan kjanorkuvígbúnað af
hálfu Rússa, og vilji yera við
öllu búin? Það hefir ekki
staðið á þeim hingað til að
gera tryggilegar ráðstafanir
til að stöðva allan kjarnorku-
vígbúnað. Það hefir staðið á
Rússum. Þetta skal Þjóðvilj-
inn gera sér ljóst áður en
hann fer fleiri vandlætingar-
orðum um framleiðslu vetn-
isprengjannar í Bandaríkjun-
um.
yfirleitt sammála um það, að
Ferðaskrifstofa ríkisins hafi
unnið mjög mikið og gott starf
síðan hún tók til starfa. Hlut-
verk hennar óx ákaflega um leið
og orlofslögin gengu í gildi, en
hún hefur annað því hlutverki
mjög vel. Ferðaskrifstofan vinn-
ur starf fyrir almenning í land-
inu og það fer eins og í fleira
um það starf, að þeir, sem mæta
ágætri fyrirgreiðslu og aðsíoð,
tala ekki mikið um það, en hin-
ir, sem eitthvað hafa út á það að
setja, eru háværir.
FERÐASKRIFSTOFAN hefúr
orðið fyrir árásum, sem ég tcl
alveg ástæðulausar, enda virð-
ast þær koma allar úr einni og
sömu átt. Skrifstofan hefur
starfað að skipulagningu á ferða
lögum innan lands og utan við
góðan orðstír, en hún hefur
einnig haft á höndum landkynn-
ingu. Það er út í bláinn að tala
um það, að landkynning skili
beinum áþreifanlegum arði, en
svo virðist vera ætluti einstakra
manna. Hitt er vitað, að slíkt
starf skilar óbeinum arði og ár-
angurinn af landkynningu kem-
ur aldnei fram fyrr en sjðar.
Hún stefnir öll til framtíðarinn-
ar.
ALMENNINGUR væntir þess
að vel sé búið að Ferðaskrifstof-
unni. Og í því efni séu ekki nein
annarleg sjónarmið látin kom-
ast að. Ef svo verður áfram,
mun starf skrifstoíunnar hera
vaxandi ávöxt fyrir alla, sem
njóta fyrirgreiðslu henrtar og
þjóðina í heild.
GRÆNA LYFTAN. kvik-
myndin, sem nú er sýnd í Tri-
polibíó er óvenjulega skemmti-
leg mynd. Hér er um þýzka
mynd að ræða. Húu var r.ýnd
hér vikum saman fyrir nokkrum
árum og í fyrra var leikritið
sýnt hér í leikhúsinu. Enn virð-
ast vinsældir þessarar kvik-
myndar vera afar miklar.
Hannes á horninu.
Aðalfondur
Málarafélagsins
AÐALFUNDUR Málara-
sveinafélags Reykjavíkur var
haldinn síðastliðinn sunnudag.
í stjórn voru kosnir:
Formaður Þorsteinn B. Jóns-
son, varaformaður Sigfús Sig-
fússon, ritari Einar Sveinsson,
gjaldkeri Grímur Guðmunds-
son, aðstoðarritari Helgi Haf-
liðason.
í varastjórn voru kosnir:
Einar Gunnarsson, Hólmsteinn
Hallgrímsson.
Trúnaðarmannaráð skipa:
Gísli Guðmundsson, Kristján
Guðlaugsson, Ingólfur Árnascn
og Guðmundur Valdimarsson.
ál|)jý|iblaíið!
Lesið
iAUUIUtLUfLXUUUil