Alþýðublaðið - 08.02.1950, Qupperneq 5
Miðvikudagur 8. febrúar 1950.
ALÞÝÖUBLAÐIÐ
5
r
Sæmundur Olafsson:
A FRAMHALDSAÐAL-
FUNDINUM í Sjómannafélagi
Reykjavíkur taka félagsmenn
afstöðu til lagabreytinga
jþeirra, sem Einar Guðmunds-
son ber fram í umboði Komm-
únistaflokksins.
Ég bef áður gert þessar breyt
ingartillögur að umræðuefni
og bent á, að ef þær yrðu að
lögum, myndi stór hópur fé-
lagsmanna verða hrakinn úr
félaginu, og að sjómenn, sem
starfa á sjónum, þegar stjórn-
arkjörið fer fram, myndu missa
kosningaréttinn.
Nú hefur Einar Guðmunds-
son skrifað undir all ýtarlega
grein um lagabreytingarnar í
Þjóðviljann, og reynt að sýna
fram á, að ég hafi faruý-rangt
með í ummælum mínum.
Samkvæmt breytingunni við
5. grein skulu aðeins hásetar,
foátsmenn, smiðir, matreiðslu-
aienn, seglasaumarar, kyndar-
ar og vélgæzlumenn hafa rétt
til þess að vera fullgildir fé-
lagsmenn í félaginu, og þó því
aðeins að þeir hafi verið skráðir
á skip í „eitt ár samfleytt“.
Hafi þeir ekki verið skráðir á
skip í „eitt ár samfleytt“, skulu
þeir settir á aukaskrá og missa
kjörgengi og kosningarétt í fé-
laginu, — eða hafa engan rétt
annan en að greiða félagsgjöld
in, sem sainkvæmt tillögu
Eianrs Guðmundssonar eiga að
vera 43% hærri heldur en í
Dagsbrún.
Hefur Einar Guðmundsson
athugað, hvað hér er lagt til?
Ég efast um það. En það er
eftirfarandi:
1. Félagsmaður, sem hættir
sjómennsku um stundarsak-
ir, missir félagsréttindi dag-
inn eftir að hann er skráður
úr skiprúmi, og er sama af
hvaða sökum hann hættir
sjómennsku, þ. e. a. s., mað-
ur, sem fer veikur í land, er
settur á bekk með sakamönn
um að gömlum og góðum í-
haldssið.
2. Maður, sem verið hefur á
aukaskrá, öðlast þá fyrst full
félagsréttindi, þegar hann
hefur verið skráður á skip
„samfleytt“ í eitt ár. Ef hann
hefur verið skráður úr skip-
rúmi einn dag á síðasta ári,
fær hann ekki félagsréttindi,
m. ö. o. enginn togaraháseti,
sem skráður er úr skiprúmi
rneðan skipið siglir út, fær
nokkurn tíma full réttindi,
en hásetar eru alltaf afskráð-
ir á meðan þeir eru í sigl-
ingafríi.
sem flytjandi eru, eru stýri-
menn öðru hvoru nú á tímum.
Hverjir eru þeir sjómanna-
félagar, sem ekki verða árlega
fyrir einhverju af framan-
sögðu? Það er nokkur hluti há-
seta og kyndara á siglingaflot-
anum, eða í hæsta lagi um
hundrað manna hópur, og
menn, sem skráðir eru á skip
í fyrsta sinn, þar til þeir fá
siglingafrí, ef þeir eru á togara
eða skipta um skiprúm og
verða einn dag eða lengur
skráðir úr skiprúmi.
Minn ástkæri Einar Guð-
mundsson! Þú ættir að athuga
betur breytingartillöguna við
5. grein, og taka hana svo aft-
ur, ef þú færð til þess leyfi hjá
húsbændum þínum, því tillag-
án er hringavitleysa, sem ó-
mögulegt er að framkvæma.
Breytingartillagan við 14.
grein er lítils virði. Þar sem
stjórnin er kosin til eins árs í
senn, getur varla talist hættu-
legt að kjósa á fundi stjórnar-
mann í stað annars, sem deyr
eða flytur af félagssvæðinu.
Samkvæmt breytingartil-
lögunni við 28. grein ,skal taka
upp flokkakosningu, þar sem
stjórnmálaflokkunum skal gef-
inn kostur á að hafa lista í
kjöri, eins og nú tíðkast í
Dagsbrún og fleiri félögum. Þá
skal og afnema kosningu í skip-
um og á vinnustöðvum.
Flokkakosningin er nuklu ó-
lýðræðislegri heldur en kosn-
ing um menn, eins og nú er í
Sjómannafélaginu, og elur þar
að auki á pólitískum re.ip-
drætti. Kosning á skipum hef-
ur gert starfandi sjómönnum
kleift að taka þátt í kosningu,
en með breytingartillögunni á
að svipta þá þeim rétti. Þegar
sjómenn koma í land, hafa þeir
í mörgu að snúast og er hætt
við, að þeir gleymi að kjósa,
nema þeir séu minntir á kosn-
inguna sérstaklega. Þar að auki
eru mörg skip, sem aldrei
koma til Reykjavíkur á kosn-
ingatímanum.
Breytingartillagan'við 28. og
29. grein er ekki stórhættuleg
fyrir félagið, en til engra bóta,
þótt þær séij ekki eins hringa-
vitlausar og breytingartillagan
við 5. grein. Það mun vera
hámark í ábyrgðarleysi og
hundavaðshætti að bera slíka
breytingartillögu fram, því ef
hún væri samþykkt og reynt
væri að framkvæma hana,
myndi allur þorri félagsmanna
falla út úr félaginu, eins og að
íraman segir, og um leið verða
utangátta í verkalýðshreyfing-
unni.
En það er einmitt þetta, sem
vakir fyrir kommúnistum. Þeir
vilja koma Sjómannafélagi
Reykjavíkur á kné, reka alla
baráttumenn og starfskrafta fé-
lagsins út í yztu myrkur, eða
láta þá dingla á aukaskrá, á-
hrifa- og réttindalausa.
Fyrirmyndin er Iðja, félag.
verksmiðjufólks. Þar hefur
hugsjónin, sem liggur á bak við
breytmgartillöguna, verið fram
kvæmd með þeim afleiðingum,
að félagið er handónýtt bar-
áttutæki fyrir verksmiðjufólk-
ið. Engin staðfesta er til í félag-
inu, þar stöðvast enginn stund
inni lengur. Á síðasta ári
missti sjálfur formaðurinn íé-
lagsréttindi vegna þess að
hann skipti um atvinnu og réð-
ist á skip, og var þar með olt-
inn út úr félaginu. Þegar kjósa
skyldi formann í stað þess, sem
týndist úr félaginu vegna vit-
lausra félagslaga, var enginn
tiltækilegur, — enginn maður
til, sem treysta mætti, að ekki
vlti út úr félaginu á komandi
ári. Þess vegna var atvinnu-
rekandinn Björn Bjarnason
dubbaður upp í formenskuna.
Barátta kommúnista í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur er
baráttan við sjómennina. Það er
barátta við mennina, sem gerðu
Sjómannafélagið að voldugasta
baráttutæki verkalýðsins á ís-
landi. Það er barátta við hug-
sjónir, samstarf og samheldni
hinna vinnandi mánna.
Það er barátta einræðisins
og afturhaldsins við lýðræði og
frjálst athafna- og hugsanalíf.
Það er barátta óþjóðlegs
stjórnmálaflokks, sem berst í
blindu æði fyrir fótfestu í
þjóðfélagi, sem er að kasta hon-
um fyrir borð.
Og það er barátta ofstopa-
manna, sem af knýjandi neyð
reyna að klófesta eitthvert bein
og bita til framdráttar óstarfs-
hæfum liðsmönnum og fégráð-
ugum foringjum, sem illa laun-
aðir verkamenn og iðjufólk
neitar að hafa lengur á sínu
framfæri.
Við sjómannafélagar höfum
áður mætt fjandmönnum á
hösluðum velli, bæði á mál-
þingum og í baráttu fyrir bætt-
um kjörum alþýðunnar og
jafnan átt frá atburðum að
segja. Svo mun og verða að
loknum framhaldsaðalfundin-
um í félaginu okkar.
Sæmundur Olafsson.
3. Maður, sem ræðst vélstjóri,
stýrimaður eða skipstjóri um
stundarsakir, missir félags-
réttindin þegar í stað og fær
þau ekki aftur fyrr en eftir
árs vist í undirmanns-
stöðu, þ. e. a. s., allir pilt-
arnir, sem stunda nám í
stýrimannaskólanum og ná
prófi, missa kjörgengi og
kosningarétt í félaginu, ef
þeif ráðast stýrimenn t. d. á
síldarbát í eina viku eða til
eins dags ferðar upp á Akra-
nes eða suður í Hafnarfjörð.
Samkvæmt þessu hefði
hvorki Guðmundur Pétursson
eða Einar Guðmundsson haft
kjörgengi eða kosningarétt í
vetur, og yfirleitt. enginn próf-
maður, því allir prófmenn,
A)ð gefnu tilefni er hér með lagt fc'ann við
fugladrápi í löndum neðantalinna jarða og land-
eigenda í Grímsness- og Grafningshreppum. Jafn-
framt-er fc'annað að hafa skotæfingar eða aðra
s'líka meðferð skotvopna í löndum þessum.
Sogsvirkjunin — Úlfljótsvatn
Efri-Brú — Syðri-Brú
A ðe ins í A l þ ý ð u b l a ð i n u .
Gerizt áskrifendur. —— Símar: 4900 & 4906.
Guðm. Gísfason Hagalín:
KHÖFN í janúar.
ÉG VAR EINN af þeim
mörgu, sem skrifuðu í fimrn-
tíu ára afmælisrit Leikfélags
Reykjavíkur á því herrans ári
1947. Ég segi svo í greinar-
korninu:
„Þá er annað atriði, sem ég
vildi minnast á. Leikendur frá
Leikfélagi Reykjavíkur hafa
nokkrum sinnum farið út um
land, lesið þar upp og leikjð
leikþætti éða heil leikrit, og
hafa þessir menn verið vinsæl-
astir gesta. Þessi störf hefur
ekki verið hægt að rækja svo
mjög sem leikarar gjarna hefðu
kosið, en þegar þjóðleikhúsið
er tekið til ^starfa og hefur
nokkra fasta leikendur, þá get-
ur þessi starfsemi orðið í fast-
ara formi og af meiri fjöl-
breytni,. þar sem þá líka sam-
göngur aukast og batna með
hverju árinu, sem líður. Ég
hygg, að þessi starfsemi muni
bera mikinn og góðan ávöxt,
margt frækornið muni falla í
unga skáldsál og þjóðleikhúsið
verða óskabarn þjóðarinnar,
sem það þarf og á að verða, og
munu þá öll störf og starf-
ræksla léttari“.
Þá er ég skrifaði þetta, hafði
ég ekki, frekar en raunar enn,
kynnt mér sérstaklega slíka
starfsemi erlendis, en þó hafði
ég kynnzt henni talsvert í Nor-
egi. Nú undanfarið hefur Poli-
tiken, flutt greinar um þessi
mál, og hinn 23. þ. m. birti það
grein um Rigsteater (Ríkisleik-
hús), eftir framkvæmdastjóra
ríkisleikhússins norska, Frits
von der Lippe, en aðstæður eru
víða í Noregi alllíkar og hér,
og vil ég nú m'innast á þessi
mál hjá okkur í sjmbandi við
grein Norðmannsins, þó að
ýmsir aðrir heima á íslandi
hafi sjálfsagt kynnt sér þau
nánar.
Með ríkisleikhúsi er átt við
leikstarfsemi víðs vegar út um
byggðir, en alls ekki við þjóð-
leikhús og störfin þar. Lög um
ríkisleikhús í Noregi voru sam-
bykkt í desember árið 1948. Er
þar gert ráð fyrir, að stjórn
og framkvæmdastióri komi
upp leikflokkum. er leiki víða
um land, en einnig sé nokkur
hluti starfsins lagður á herðar
þeim starfandi leikhúsum,. sera
nióti ríkisstyrks. Þau eru Þjcð-
leikhúsið og Norska leikhúsið í
Osló og leikhúsinu í Bj.örvin,
Stafangri og Þrándlieimi. Ríkio
leggur fram á fjárlögum á-
kveðna upphæð til starfsemimn
ar — nú 200 þús. kr. — en
annars rennur til hennar það,
sern inn kemur — og auk þess
styrkur frá sveitum og fylkj-
um. í stjórn eru rithöfundar,
leikarar og fulltrúar ýmissa fé-
lagasambanda og landshluta.
Víða eru aðstæður sízt betri
en hjá okkur, og eitt af því,
sem keppa á að í sambandi við
þessa starfsemi, er að korna
sem víðast upp félagsheimilum,
en lög um slíkar stofnanir hafa
þegar verið samþykkt á ís-
landi. Á fimm mánuðum var á
vegurn ríkisleikhússins komið
_upp 250 leiksýningum í Aust-
urdal, Suður-Noregi, á Roga-
landi, á Mæri og í Romsdal og
í Norður-Noi’gi: Þessi leikrit
hafa verið leikin:
„En reise i natten“, eftir
Sigurd Christiansen“, Christop-
horos“, eftir Tore Örjasæter",
Læraren", eftir Arne Garborg“,
„Galgemannen“, eftir finnska
skáldið Runar Schildt — með
formála um leikhús og leiklist
— „Arms and the Man“, eftir
Bernard Shaw, sem allir kami-
ast við, „Frieriet“, eftir Rúss-
ann Tsjekov — og loks „Skugg-
an av Mart“, eftir Svíann St.jg
Dagermann. Hefur ýmist verið
leikið á landsmáli eða ríkismáh.
Þetta hefu.r vakið afar mikla
hrifni hjá almenningi. Hafa
ýmsar raddir komið fram op-
inberlega, þar sem þessi starf-
semi hefur verið lofuð hástöf-
um, en hins vegar einnig rádd-
ir reiði og hnevkslunar vegna
þess að gengið hafi veríð íram
hjá þessu eða hinu hverfi eða
byggðarlagi. Þá hefur og
stjórn ríkisleikhússins veriö
tilkynnt, að ýmsar sveitir og
fylki muni styrkja starfsemina
á næsta ári. Loks hefur verið
ákveðið, að út komi bók um
félagsheimili á vegum ríkis-
leikhússins og fleiri aðila.
Á íslandi hefur áhugi
manna fyrir leiklist farið hrað-
vaxandi á síðustu árum, og sú
fýrirgreiðsla, sem ýmsum upp-
rennandi leikurum hefur verið
veitt til nárns erlendis, auk
stuðnings af hálfu þess opin-
bera til leikkennslu og til leik-
félaga hefur sannarlega borið
ávöxt. Ungir leikkraftar eru
nú margir og efnilagir ,og hafa
sumir hinna ungu leikara farið
út og suður og æft leikrit með
áhugafólki þorpa og kaupstaoa
og mikil ánægja ríkt yfir þeirri
starfsemi. Þá hafa og leikhóp-
ar farið um landið, leikrit ver-
ið leikin og leikarar lesið upp,
og hefur þessu fólki hvarvetna
verið vel fagnað. Loks hefur
svo Þjóðleikhúsið ráðið l.il sin
Framhald á 7. síðu.