Alþýðublaðið - 08.02.1950, Síða 6
ALÞtÐUBLAöiÐ
Miðvikudagur 8. febrúar 1850.
B .
SKIPULÖGÐ FOR-
MYRKVUN, EÐA HVAÐ?
Opið bréf til þeirra, sem
með völdin fara.
Heiðruðu valdhafar!
Margt er það, sem þið hafið á
samvizkunni, og fer það að lík-
indum, því að sá er einn munur á
valdhafa og valdalausum manni,
að annar hefur hinum betri að-
stöðu til heillaríkra verka, —
afglapa. En nóg um það. Ég
ætla ekki að fara að flytja ykkur
neina refsiræðu; eitthvað verða
' prestar þeir, sem þingið sitja, að
hafa að umræðuefni, enda þótt
umvandanir þeirra virðist ekki
hafa borið mikinn áragnur enn
sem komið er. Ég ætla aðeins að
minnast á eitt atriði, og væri það
raunar efni í langa blaðagrein,
en það er formyrkvun sú, er þið
virðist hafa skipulagt til fram-
kvæmda.
Ljósaperur eru ófáanlegar, að
minnsta kosti frjálsum mark-
aði, — annars staðar hef ég eng-
in viðskipti, því að ég vil kallast
heiðarlegur maður á meðan mér
er unnt, upp á eftirmælagrein-
arnar í blöðunum. Nú er það vit-
að, að ljósaperur springa og
brotna og ganga úr sér eins og
aðrir hlutir og ekki síður — og
hvað þá? Svarið er ósköp stutt
og nærtækt: MYRKUR.
En svo er önnur spurning, og
henni er ósvarað. Hver er til-
gangur ykkar með þessari
skipulögðu formyrkvun? Gjald-
eyrissparnaður? Varla getur það
verið, því að líklegt þykir mér,
að ekki fari minni gjaldeyrir
forgörðum í alls konar meiðsla-
umbúðir og áburð, sem fólk
þarfnast vegna ár.ekstra á göng-
um og stígum. Nema að þið haf-
ið í hyggju að hætta líka inn-
flutningi slíkra meinabóta og
lofa fólki að njóta sára sinna í
myrkrinu. Eða eru þetta ef til
vill ráðstafanir til þess að venja
bæjarbúa á að ganga snemma til
hvílu, framkvæmdar fyrir á-
eggjan Náttúrulækningafélags-
ins, Geðverndarfélagsins og ÍSÍ?
Sé svo, þá hafið þið samt sem
áður enga afsökun, því að ykkur
ber, stöðu ykkar vegna, að láta
líta svo út sem ekki sé jafn auð-
velt að lilunnfara yggur og
aðra dauðlegá menn. Þriðja til-
gátan er svo rótarleg, að ég þori
ekki, vissra lagaákvæða vegna,
að láta hana á þrykk út ganga,
og er hún þó sennilegust-------
Enn er ein skýringin. Hún er
að sjálfsögðu ekki takandi al-
varlega, enda runnin undan rifj-
um þeirra angurgapa, sem allt-
af henda gys að heiðarlegri við-
leitni opinberra stai’fsmanna.
Hún er á þá leið að gjaldeyris-
yfirvöldín hafi í ógáti framið þá
skissu, að telja Ijósaperur til
ávaxta — ------
Leifur
Leirs:
AÐ GEFNU XILEFNI
Hrundar hallir
hof brunnin
brotin virki
borgir eyddar
svívirt goð
sundraðar þjóðir
gömul sannindi
í glatkistu
menningararfur
á moðhaugi
æðir tíð vor
til andskotans
á tíhjóluðum truck
tilgangsleysis
skríða um héruð
Skagfirðingar
á þrælvíxluðum
gíragöndum
sönglandi flatrímuð
langlokuljóð
kneyfandi gingutl
eða coca-cola
grimm eru sköp
ykkur Skagfirðingum
gleymist ykkur góðhestar
graldar og stóðhryssi
bragðsterkt brennivín
og bragþrautir
elskið þið þó meyjar
enn — eða hvað?
Daglega
á
boð-
stólum
heitir
og
kaldir
fisk og kjötréttir.
Rafmagns-
Þvoffapotlar
NÝKOMNIR
VÉLA- OG RAFTÆKJA-
VERZLUNIN
Tryggvagötu 23. Sími 81270
jRaflagnir i
j Viðgerðir |
S Véla- og raftækjaverzlun •
S Tryggvagötu 23. •
S Sími 91279. ?
„Ja, mér fannst eins og cor-
diti-ilmur bærist að vitum mín
um“.
„Hvenær komuð þér hingað
til Istanbul?“
„Um sexleytið í gærkvöldi“.
„Og þér fóruð ekki í hótelið
fyrr en klukkan 3 í fyrrinótt?
Viljið þér segja mér, hvar þér
voruð þennan tíma?“
„Að sjálfsög'ðu. Ég var allan
tíman með Kopeikin. Hann
tók á móti mér á stöðinni. Við
ókum í leigubifreið til Adler-
Palace, þar sem ég skildi eftir
töskuna mína og þvoði mér.
Svo borðuðum við og drukkum
dálítið. Hvar fengum við drykk
inn, Kopeikin?“
„í Rumca barnum“.
„Já alveg rétt. Við fórum
þaðan í Pera Palace til að
borða. Rétt fyrir klukkan 11
fórum við þaðan til Le-Jockey
Cabarett“.
„Le Jockey Cabarett. Þér
komið mér á óvart. Hvað vor-
uð þér að gera þar, Mr. Gra-
ham?“
„Við dönsuðum við arabiska
stúlku, sem hét María, og
horfðum á skemmtiatriðin11.
„Við? Voruð þið þá aðeins
með einni stúlku?“
„Ég var þreyttur og hafði
ekki löngun til þess að dansa
mikið. Seinna tókum við glas
með einni dánsmeynni, Josette,
í búningsherbergi hennar“.
Graham fannst eins og hann
væri að bera vitni í hjónaskiln-
aðarmáli.
„Hún er víst falleg stúlka
þessi Josette?“
„Mjög aðlaðandi“.
Hershöfðinginn hló. Hann
hagaði sér eins og læknir, sem
reynir að hughreysta sjúkling
sinn. „Dökkhærð eða ljós-
hærð?“
„Ljóshærð“.
„Jahá. Ég verð að líta inn í
Le Jockey. Ég hef ekki haft
framkvæmd í mér til þess enn
þá. Og hvað skeði svo?“
„Við Kopeikin fórum þaðan.
Við gengum saman til Adler-
Palace. Þar skildi Kopeikin við
mig og fór heim til sín“.
Það var glettni í augum hers
höfðingjans, en furðusvipur á
andlitinu. „Þér yfirgáfuð þenn-
an ljóshærða dansandi engil“,
hann smellti með fingrunum.
„Ekkert skemmtilegt á eftir,
ha?“
„Nei. Ekkert skemtilegt“.
„Já, en þér hafði líka sagt
mér, að þér hafið verið þreytt-
ur“. Hann sneri sér snögglega
við í stólnum og horfði á Kop-
eikin. „Þessar stúlkur, þessi
Arabastúlka og þessi Josette.
Hvað vitið þér um þær?“
Kopeikin nuddaði vangann.
Ég þekki Serge, forstöðumann
klúbbsins. Hann kynnti mig
fyrir Josette fyrir nokkru síð-
an. Hún er ungversk, held ég.
Ég veit ekki um neitt, sem
mælir á móti henni. Arabiska
stúlkan er frá ópinberu húsi í
Alexandríu“.
„Ágætt. Við skulum athuga
þær betur seinna“. Hann sneri
sér aftur að Graham. „Jæja,
mr. Graham, við verðum nú
að snúa okkur að því að vita,
hvað við getum fengið að vita
um fjandmennina frá yður. Þér
segist hafa verið þreyttur?“
„Já“.
„En þér höfðuð þó augun op-
in“.
„Ég býst við því“.
„Já, við skulum vona það.
Þér skiljið, að einhver hlýtur
að hafa fylgzt með ferðum yð-
ar og athöfnum allt frá því er
þér fóruð í lestina í Gallipoli“.
„Ég varð alls ekki var við
það“.
„Nei, en þannig hlýtur það
að hafa verið. Þeir hafa vitað
um hvaða hóteli þér voruð á.
Þeir vissu líka um herbergi
yðar. Þar beið morðinginn.
Þeir hljóta að hafa vitað um
livert skref yðar síðan þér kom
uð hingað“.
Hershöfðinginn stöð skyndi-
lega á fætur. Hann gekk að
skjalaskáp og tók úr honum
þykka möppu. Hún var gul á
litinn og klædd skinni. Hann
lagði h'ana á borðið fyrir fram-
an Graham. „í þessari möppu
eru ljósmyndir af fimmtán
mönnum. Sumar eru myndirn-
ar ljósar, en flestar eru daufar
og erfitt að átta sig á þeirn. Þér
skuluð nú skoða þessar mynd-
ir gaumgæfilega. Ég ætla að
biðja yður að rifja allt upp fyr-
ir yður sem við hefur borið
síðan þér fóruð frá Gallipoli,
reyna að framkalla í huga yð-
ar myndir þeirra manna, sem
voru yður samferða og þér haf-
ið rekizt á annað hvort í lest-
inni eða síðan þér komuð hing-
að. Að því loknu bið sg ýður
að skoða þessar ljósmyndir og
segja mér, hvort þér þekkið
nokkurn af þessum fimmtán
mónnum. Kopeikin getur skoð-
að myndirnar á eftir, ég vil að
þér athugið þær fyrst“.
Graham opnaði möppuna.
Það var allmikið af þunnurn,
hvítum spjöldum í henni.
Hvert þeirra var á stærð við
möppuna, en á þau voru
límdar myndir. Allar voru
myndirnar af sömu stærð, en
þær voru ákaflega misjafnar
og sýndu að þær voru eftú’-
myndir af öðrum ljósmyndum,
sem höfðu verið mismunandi
stórar. Ein var stækkuð mynd
af hóp af mönnum, sem stóð
við stórt tré. Fyrir r.eðan
hverja mynd voru vélritaðar
-ryjj gy 'njjsoujjjýj n jbSutj.íjjs
indum voru það upplýsingar
um þessa menn.
Flestar voru myndirnar, eins
og hershöfðingmn hafði sagt,
daufar og Jítt þekkjanlegar
Eitt andlitið var næstum ekki
sýnilegt, lítið meira en grámi
án forms. Skýrustu mvndirnar
virtust vera af föngum ei'tir
útliti þeirra að dæma. Meníi-
irr.ir virtust stara áhugalaus-
ir í ljósmyndavélina, Eiu var
af negra og var hann n eð op-
inn munn eins og hann væri
að kalla á einhvern sern stæði
l’.ægra megin við vélina. Gra-
ham fletti blöðunum áhuga-
lsus. Ef hann hefði nokkurn
tíma séð nokkurn af þessum
mönnum, þá þekkti hann þa
ekki aftur að minnsia kosti.
En á þessu augnabliki kippt-
ist hann við. Hann hafði fýrir
framan sig mynd af manni sera
stóð fyrir framan búðarglugga,
leit yfir öxl sér á myndávélina.
Myndin virtist hafa verið tekin
í sterku sólskini. Maðurinn
var með körfuhatt á höfðínu.
Hægri h'andleggur hans og
önnur hliðin sást ekki á mynd-
inni. Og svo virtist sem mynd-
in hefði verið tekin að minnsta
kosti fyrir tíu árum síðan. En
það var engum blöðum uih það
að fletta, hérna hafði hann í
höndunum manninn í brúnu og
velktu fötunum, sem María
hafði bent honum á í Le Joc-
key Cabarett. Hann þekkti
munnsvipinn, þunglyndisleg
augun. Það var hann.
„Jæja, Mr. Graham?“
„Þessi maður“, sagði Gra-
ham og dró orðin við sig, „þessi
maður var staddur í Le Jockey
Cabarett. Það er sá hinn sami
sem arabiska stúlkan vakti at-
hygli mína á. Hún sagði, að
hánn hefði komið inn rétt á
eftir okkur Kopeikin og að
hann hefði stöðugt auga með
mér. Hún varaði mig við hon-
um. Hún virtist vera á þeirri
skoðun, að hann myndi stinga
hníf í bakið á mér við fyrstu
hentugleika og ræna seðlavesk
inu mínu“.
„Þekkti hún hann?“
„Nei, enjhún sagðist kann-
ast við manngerðina“.
Hershöfðinginn tók myndina
í lófann og hallaði sér aftur á
bak í stólinn. „Það sýnir að
þetta er gáfuð stúlka. Sáuð þér
þennan mann, Kopeikin?“
Kopeikin leit á myndina, en
hristi svo höfuðið.
„Ágætt“, sagði hershöfðing-
inn og lagði myndina á borðið
fyrir framan sig.
„Þér þurfið ekki að hafa fyr-
ir því að skoða fleiri myndir,
mr, Graham. Ég er búinn að fá
að vita það, sem ég þurfti að
vita. Þetta er eini maðurinn