Alþýðublaðið - 08.02.1950, Qupperneq 7
Miðvikudagur 8. febrúar 1950.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
?
Féiagslsf________i
ÁRMENNIN GAR!
Stúlkur! Piltar!
íþrótta- og dansnám-
skeið Ármanns.
Æfingar verða þannig í íþrótta-
húsinu:
Þjóðdansar og gömlu dansarnir:
Piitar og stúlkur miðvikudag
kl. 9—10.
Glímunámskeið:
Drengir og byrjendur mánu-
daga og fimmtudaga kl. 8—9.
Piltar fimíeikanámskeið:
Miðvikudaga og laugardaga kl.
8— 9.
Stúlkur fimleikanámskeið:
Mánudaga og fimmtudaga kl.
9— 10.
Allar nánari upplýsingar í
skrifstofu Ármanns, íþrótta-
húsinu. Sími 3356.
GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN
fer, héðan föstudaginn 10. þ.
m. til Vestur- og Norður-
lands.
Viðkomustaðir:
Patreksfjörður
ísafjörður
Siglufjörður
Dalvík
Akureyri
Plúsavík
Sauðárkrókuf.
H.f. Eimslipafélai
Islands.
M.s. Hugrún
hleður til Patreksfjarðar,
Þingeyrar, Súgandafjarðar,
Bolungavíkur og ísafjarðar
í dag og á morgun.
Vörumóttaka við skipshlið.
Sími 5220.
Sigfús Guðfinnsson.
ÚibreiSIS
Alþýðublaðtð!
Landskeppni íhand-
knattielk milli Svía
og íslendinga
Þjóðieikhús og
landsleikhús
Framhald af 5. síðu.
stóran hóp leikara. Má segja,
að þar sem samgöngur hafa
stórum batnað og flest Önnur
ytri skilyrði mjög víða um land,
hafi aldrei verið betri horfur
á því en nú, að gera leikrit og
leiklist að föstum þætti í menn-
ingarlífi mjög mikils hluta
þjóðarinnar. Virðist mér, að vel
gæti nú komið til mála, að
stofna á íslandi landsleikhús
— (ríkisleikhús) — sem hefði
sína sérstöku stjórn, en hefði
nána samvinnu við Þjóðleikhús
ið og einstaka leikflokka, í höf
uðstaðnum, við leikfélög, ung-
mennafélög, verkalýðsfélög, í-
þróttafélög, kvenfélög, sam-
vinnufélög og önnur menning-
ar — og hagsmunafélög í kaup
stöðum, þorpum og sveitum,
svo að leikstarfsemin næði sem
víðast til og henni yrði sem
haganlegast og skipulegast fyr-
ir komið.
Ég ætla ekki að gera um
þetta neinar ákveðnar tillögur,
en vænti þess, að til þess véi’ði
aðrir, sem þekkja betur til
þessarar umræddu starfsemi.
Sívaxandi leikáhugi og leik-
starfsemi á íslandi hefur glatt
mig mjög, og efast ég ekki um,
að af þessu tvennu geti stafað
mörg og margvísleg menning-
aráhrif vítt um byggðir lands-
ins.
Guðm. Gíslason Hagalín.
Isafjörður
Framh. af 1. síðu.
un, að taka aftur upp samvinnu
við Sjálfstæðisflokkinn, og er
nú almennt litið svo á hér, að
viðræður þeirra við Alþýðu-
flokkinn hafi aðeins verið til
málamynda og tilgangur þeirra
sá einn, að skapa sér betri að-
stöðu til þess að fá stöður og
bitlinga hjá Sjálfstæðisflokkn-
Verður háð Í5.
febrúar í Luodi.
EINS og áður hefur verið
frá sagt í fréttum, hafði ÍSÍ
og handknattleiksmenn hér á-
kvéðið að taka þátt í heims-
meistarákeppni í handknatt-
leik, sem fram átti að fara 14.—■
21. febrúar í Svíþjóð. Seint í
janúarmánuði fékk stjórn ÍSÍ
tilkynningu um það, að vegna
ónógrar þátttöku í heimsmeist-
aramótinu yrði það látið niður
falla. Minnst sex þjóðir verða
að taka þátt í heimsmeistara-
móti til þess, að það megi fara
fram. En nú voru aðeins 5 þjóð-
ir, eða Norðurlöndin öll. Jafn-
framt tilkynningunni um það,
að heimsmeistarakeppnin færi
ekki fram, buðu Svíar til
keþþni við allar Norðurlanda-
þjóðirnar þann 16. febrúar: ís-
landi í Lundi, Noregi í Gauta-
borg, Finnlandi í Örebro og
Danmörku í Stokkhólmi. Þótti
ÍS'Í "ékki tiltök að leggja í slíka
ferð fyrir aðeins einn kappleik.
Var þá rætt við Dani um að
leika einn leik í Kaupmanna-
höfn, og tókust samningar um
það.. Var Svíum tilkynnt þetta.
Nokkru síðar sendu þeir endan-
legt tilboð um landsleik og tvo
aðra leiki í Svíþjóð. Þessu boði
var tekið og ákveðið að flokk-
urinn færi utan. Mun lands-
leikurinn fara fram 15. febrúar
n. k. að Lundi. Næsti leikur
verður svo bæjarkeppni í An-
gelholm þann 17. Ekki er enn
vitað, hvar þriðji leikurinn
verður háður.
Síðasti leikurinn verður svo
í Kaupmannahöfn og fer fram
á vegum danska handknatt-
leikssambandsins.
um.
Enginn efi er nú talinn á því,
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
lánað kommúnistum atkvæði í
kosningunum til þess að tryggja
kosningu eins kommúnista í
bæjarstjórn. Er því til sönnun-
ar á það bent, að Sjálfstæðis-
flokkurinn fékk nú 31 atkvæði
færra en við alþingiskosning-
arnar í haust, en kommúnistar
32 atkvæðum fleira. En saman-
lagt var fylgi þeirra í haust 731
atkvæði, og nú 732 atkvæði.
BIRGIR '
Fararstjóri verður Sigurður
Gi ’Norðdahl, en þjálfari Sig-
urður Magnússon. Keppendur
verða þessir: Sólmundur Jóns-
son, Magnús Þórarinsson, Haf-
steinn Guðmundsson, Valur
Benediktsson, Sigurður G.
Norðdahl, Kjartan Magnússon,
Shorri Ólafson, Sveinn Helga-
son, Birgir Þorgilsson, Kristján
Oddsson, Gunnar Haraldsson,
Sigurhans Hjartarson, Jón Er-
léndsson, Ingi Þorsteinsson.
Flokkurinn fer með flugvél
að kvöldi 13. febrúar n. k.
Minn hjartkæri sonur, bróðir og mágur,
Oddyr Björnsson,
verður jarðsunginn frá þjóðkirkjunni í
10. b m. kl. 1,30 e. h.
Jónína Jónsdóttir. Björney Björnsdo
Karólína Björnsdóttir. Lárus Jónsson.
Athugasemd
HR. RITSTJÓRI! Vegna um-
mæla í grein eftir Jón Sigurðs-
son, varðandi verkfall flugvéla-
virkja, sem birtist í blaði yðar
5. þ. m., þar sem loftskeyta-
menn hjá flugfélögunum eru
bornir þeim alvarlegu sökum,
að hafa gerzt verkfallsbrjótar
í áður nefndu verkfalli, þá vildi
ég undirritaður fara þess á leit,
að þér birtuð frá mér eftirfar-
,andi athugasemd:
Það hefur enginn loftskeyta-
maður hjá Loftleiðum h.f. unn-
ið að áfyllingu benzíns á flug-
vélar þess féíags, eða unnið
nokkur þau störf, sem heyra
undir verksvið flugvélavirkja,
enda mér með öllu óskiljan-
legt, hvernig flugvélavirkja-
störf gætu orðið unnin af loft-
skeytamönnum.
Þar sem báðir loftskeyta-
menn Flugfélags íslands h.f.
eru fjarverandi, get ég að vísu
ekki svarað fyrir þá, en sam-
kvæmt áreiðanlegum upplýs-
ingum, munu þeir heldur ekki
hafa unnið nein slík störf, enda
trúi ég því ekki, að öðru ó-
reyndu.
Ég hef alltaf átt ánægjulegu
samstarfi að fagna við flug-
virkja og hef fyllstu samúð
með kröfum þeirra. Það er mér
því ennþá óskiljanlegra að
verða fyrir slíkum ásökunum
frá þeirra hendi.
Mér finnst ómaklegt að ráð-
ast að stétt okkar í víðlesnu
blaði að tilefnislausu, á sama
tíma og engin athugasemd er
gerð við það, að flugvél fer til
Keflavíkur og tekur þar benzín
með hátíðlegri viðhöfn að við-
stöddum boðsgestum, og þanu-
ig, að því er virðist gert opin-
bert gys að verkfalli flugvéla-
virkjanna.
7. febr. 1950.
Ólafur Jónsson,
yfirloftskeytamaður
Loftleiðir h.f.
Erlendar innsfæður
bankanna í janúar-
lok 21,4 millj. kr. !:
í LOK JANÚAR nam eign
bankanna í erlendum gjaldeyri
38,5 millj. kr., en þar koma til
frádráttar ábyrgðarskuldbind-
ingar þeirra, sem námu 17,1
millj. kr. Nettóeign bankanna
erlendis var þannig 21,4 millj.
kr. í lok janúarmánaðar. Er hér
í fyrsta skiptið miðað við nýja
gengið á dollar og öðrum gjald-
eyri, sem hækkaði síðastliðið
haust.
Yið Iok desembermánaðar
s.I. áttu bankarnir 18,6 millj.
kr. inneign erlendis miðað við
nýja gengi fyrrgreinds gjald-
eyris, og hefur gjaldeyriseign-
in þannig aukizt um 2,8 millj.
kr. í janúarmánuði, án þess að
gjaldeyrisástandið í heild batn-
aði, nema síður væri. Varð til-
finnanleg lækkun á inneigninni
í punda-gjaldeyri í mánuðin-
um. 1
Framlög Efnahagssamvinnu-
stofnunarinnar í Washington
eru ekki innifalin í ofangreind-
um tölum. í lok janúarmánað-
ar var búið að nota 64,8 millj.
kr. af Marshallfé, auk Marshall
lánsins, sem fór til sérstakra
nota. Frá því að Marshalláætl-
unin kom til framkvæmda og
til miðs árs 1949 hafa íslandi
verið úthlutaðar 56,2 millj. kr.
af Marshallfé að meðtöldu skil-
yrðisbundnu framlagi í sám-
bandi við freðfiskútflutning til
Þýzkalands — auk Marshall-
lánsins. Er því nú, auk þessar-
ar upphæðar, búið að nota 3,6
millj. kr. af væntanlegu fram-
lagi á árinu 1. júlí 1949 til
jafnlengdar 1950, sem ekki er
vitað fyrir víst, hve hátt verð-
ur. Hér er miðað við dollar-
gengið, sem skráð hefur verið
síðan í september í haust, og er
44% hærra en e»dra gengið.
; ;; , ■ ‘ \ ■
dskenntan A-Iisians
Kosninganefnd A-listans efnir til kvöldskemmtunar í Iðnó fimmtudaginn 9. febrúar kl. 8% fyrir starfsfólk listans.
Allir þeir, sem unnu í þágu Alþýðuflokksins á kjördegi, eru boðnir. — Aðgöngumiðar eru afgreiddir í skrifstofu
ílokksins í Alþýðuhúsinu við Hverfisgotu (II. hæð) í dag og á morgun (fimmtudag).
ulf;
Kosninganefnd A-lisfans