Alþýðublaðið - 08.02.1950, Qupperneq 8
Gerfzt áskrifendur
a<5 ASþýðyblaðinu.
Alþýðublaðið inn á
•. hvert heimili. Hring-'
ið í síma 4900 eða 4906.
Miðvikudagur 8. febrúar 1950.
Börn ©g unglingar.
Komið og seljið
Alþýðublaðið.
Allir viljia kaupa
AlþýÖublaðið.
Guðmundur Gissurarson kosinn forseti
bæiarstjóriiarinnar. ■ -
HIN NÝKJÖRNA BÆJARSTJÓRN HAFNARFJARÐAR
hélt fyrsía fund sinn í gærdag, og var þar gengið frá skipan
bæjarráðs og fastra nefnda bæjarins og kjöri bæjarstjórá og
forseta bæjarstjórnar. Helgi Hannesson var endurkjörinn bæj-
arstjóri til næstu fjögurra ára, en forseti bæjarstjórnar var
kiöriiin Guðmundur Gissurarson.
Helgi Hannesson bæjarfull-
trúi setti fundinn, bauð hina
nýkjörnu bæjarfulltrúa vel-
komna til starfs og óskaði þeim
farsæidar í störfum sínum fyr-
ir bæjarfélagið.
Þá var gengið til dagskrár
og forseti bæjarstjórnar kjör
inn. (Juðmundur Gissurarson
var kosinn forseti með 5 at-
kvæðum, en 4 seðlar voru auð-
ii'. Varaforseti var kosinn Ólaf-
ur Þ. Kristjánsson.
Bæjarstjóri til næstu 4 ára
vai’ kosinn Helgi Hannesson
með 5 atkvæðum. 4 seðlar voru
auðir.
í bæjarráð voru kosnir EmiJ
Jónsson, Óskar Jónsson og Þor-
leifur Jónsson.
Heiztu fastanefndir bæjarins 1
eru þannig skipaðar:
Háfnarnefnd: Ásgeir Stefáns
son, Emil Jónsson, Loftur
Bjarnason, Þorleifur Jónsson
og auk þess er bæjarstjóri sjálf-
kjörínn í nefndina og er hann
jáfnframt formaður hennar.
Bygginganefnd: Emil Jóns-
son, Asgeir Stefánsson, Sigurð-
tir Valdimarsson, Haukur Jóns-
son , og bæjarstjóri — sem er
sjálfkjörinn og formaður
nefndarinnar.
Brimamálanefnd: Björn Jó-
hannasson, Þórður Þórðarson,
Kristmundur Georgsson, Guð-
laugur B. Þórðarson, og bæjar-
stj'óri, sem er sjálfkjörinn og
formaður nefndarinnar.
Útgerðarráð: Emil Jónsson,
Björn Jóhannesson, Gunnlaug-
ur Guðmundsson, Jón Gíslason
og Jón Matthiasen.
Fræ®sluráð: Emil Jónsson,
Helgi Hannesson, Ólafur Þ.
Krisfcjánsson, Ingibjörg Ög-
mundsdóttir og Ingólfur Flyg-
enring.
Framfærslunefnd: Guðmund-
ur Gissurarson, Vilhjálmur
Sveinsson, og Stefán Jónsson.
Barnaverndarnefnd: Stefán
Júlíusson, Eyjólfur Guðmunds-
son, Guðrún Nikulásdóttir,
Kristinn Magnússon, og Gest-
ur Gamalielsson.
. KOSNIN G ANEFN D A-
ÆISTANS efnir til kvöld-
skemmtunar í Iðnó annað
kvöld kl. 8,30 fyrir starfs-
fólk listans. Eru allir þeir,
sem unnu í þágu Alþýðu-
flokksins á kjördegi, boðnir
á skemmtunina. Aðgöngu-
miðar verða áfgreiddir í
skrifstofu flokksins í Al-
þýðuhúsinu í dag og á moi'g-
un.
Liila alisherjarþing-
Stjórn Sjúki’asamlagsins:
Guðmundur Jónsson, Páll
Sveinsson, Sigurður Kristjáns-
son og Stefán Jónsson.
ALGER HISS, ameríski emb-
ættismaðurinn, sem dæmdur
var sekur um njósnir fyrir
Rússa í einu frægasta njósna-
máíi Bandaríkjanna, hefur á-
kveðið að áfrýja dóminum, og
heldur hann ákaft fram sak-
leysi sínu.
LITLA ALLSHERJARÞING
IÐ kom saman í gær í Lake
Success til þess að ræða kæru
Kínverja á hendur Rússum um
aðstoð hinna síðarnefndu við
kommúnista í Kína. Fulltrúi
kínversku stjórnarinnar sagði,
að Rússar hefðu unnið til þess
í Kína, að þeir væru reknir úr
sámeinuðu þjóðunum. Hvatti
hann allar bandalagsþjóðirnar
Onnur umferð á skák- “ Þess 85 ekki
stjórn Mao Tsetungs.
þingi Reykjavíkur
í ANNARRI UMFERÐ á
skákþingi Reykjavíkur, sem
tefld var í fyrrakvöld, fói'u
leikar þannig, að Þórir Ólafs-
son vann Gunnar Ólafsson,
Árni Snævarr vann Guðmund
S. Guðmundsson, Sveinn Krist-
insson vann Óla Valdimarsson,
Guðmundur Ágústsson vann
Ingvar Ásmundsson, Benóný
Benediktsson vann Pétur Guð-
mundsson, Lárus Johnsen
vann Bjarna Magnússon, Guð-
jón M. Sigurðsson vann Þórð
Jörundsson, Eggert Gilfer vann
Hjálmar Theódórsson, Stein-
grímur Guðmundsson vann
Hauk Sveinsson, Árni Stefáns-
son og Jón Ágústsson gerðu
jaíntefli, en biðskákir urðu
milli Baldurs Möller og
Björns Jóhannessonar, og Frið-
riks Ólafssonar og Kára Sól-
mundarsonar.
Þriðja umferð verður tefld í
kvöld. Þá tefla saman: Björn og
Guðjón, Kári og Baldur, Lárus
og Friðrik, Benoný og Stein-
grímur, Sveinn og Gilfer, Guð-
mundur Ágústsson og Árni
Stefánsson, Árni Snævarr og
Jón Ágústsson, Haukur og
Þórður, Pétur og Bjarni, Óli og
Hjálmar, Ingvar' og Þórir og
Gunnar og Guðmundur S. Guð
rhundsson.
Helgafell gefur bókasaíni Islend-
inga í Kaupm.höfn rúm 100 bindi
.— .................■».— ----
Þar á meðal aJíar bækur, sem forlagið
hefur gefið út eftir íslenzka höfundá
síðustu árin. ,
—......»
BÓKAÚTGÁFA HELGAFELLS hefur nýlega gefið Bóka-
safni Islendinga í Kaupmannahöfn nxjög virðulega bókagjöf,
eða samtals á annað huxxdrað bindi. Eru þar á meðal allar þær
bækur eftir íslenzka höfunda, scm forlagið hefur gefið út á
síðustu áx-um, en einnig eru þeirra á meðal nokkrar þýddar
úrvalsbækur.
Blaðinu hefur nýlega boriztF-------------
bréf frá Ólafi Albertssyni gjald
Aíþingi mun innan skamms hækka
e!!i- og örorkulífeyri upp í 4332 kr.
ALLAR LÍKUR eru nú á því,
að alþingi muni innan skamms
hækka elli- og örorkulífeyri úr
3972 krónum, sem hann er nú,
í 4332 krónur. í gær urðu all-
miklar umræður um þessi mál
í sameinuðu þingi út af tillögu
kommúnista um þessi efni. Var
samþykkt rökstudd dagskrá
um tillögú þeirra, en jafnframt
var frá því skýrt, að heilbrigð-
is- og félagsmálanefnd efri
deildar hefði orðið sammála
um að leggja til breytingu á
tryggingalöggjöfinni, sem
mundi hafa í för með sér áður-
nefnda hækkun. Plefur þá elli-
og örorkulífeyrir alls hækkað
um 20%, eða sama og uppbæt-
ur opinberra starfsmanna.
Hafði lífeyririnn þegar verið
greiddur með vísitölu 315 og
sjúkrasamlagsgjald greitt f.yrir
bótaþega, svo að hækkunin nú
nemur 10%.
Flaraldur Guðmundss. gerði
í umræðum þessum samanburð
á þessum lífeyri og launum
Dagsbrúnarmanna. Kaup verka
mannsins er nú 74 kr. á dag og
miðað við 300 vinnudaga eru
árslaunin 22 200 kr. Fyrir fimm
manna fjölskyldu er þetta 4440
kr. á mann, eða litlu hærra en
lífeyririnn verður nú fyrir ein-
staklinga. Þó gat Haraldur þess
að sem betur fer hefðu fáar
fjölskyldur ekki aðrar tekjur
en hér var greint, þó dæmin
séu til um þessar tekjur verka-
manna, en lífeyrisþegar hafi
einnig margir hverjir aðrar
nefnda hækkun. Hafa þá elli-
kera íslendingafélagsins í Höfn,
en hann er einn aðalforgöngu-
maður að stofnun bókasafnsins,
og biður hann blaði ðað færa
Helgafelli og öðrum bókafor-
lögum, sem hafa sent bækur til
safnsins, beztu þakkir íslend-
inga þar.
Áður hafa nokkur bókaforlög
hér heima gefið bækur til saf ns-
ins, og má þar nefna ísafold
og Norðra, sem í haust sendu
myndarlega bókapakka til
Hafnar, og hefur þess áður ver-
ið getið hér í blagðinu.
Segir Ólafur í bréfi sínu, að
með þessari nýjustu bókasend-
ingu, sem kom frá Helgafelli
um jólin, —■ en í henni voru
rúmlega 100 bindi —, hafi safn-
ið aukizt svo, að nú sé fært að
stofna lestrarfélagið, þótt að
sjálfsögðu verði enn reynt að
j auka bókakostinn eftir föngum.
Og tekur safnið með þökkum
við hverri nýrri bók, sem því
kann að berast að heiman, frá
útgefendum eða einstaklingum.
„Ætlun okkar,“ segir Ólafur
að lokum, „er að reyna líka að
kaupa eitthvað af bókum, en
fjárhæðin, sem við höfum yfir
að ráða, er ekki svo stór, að um
margar bækur geti verið að
ræða, þegar tillit er tekið til
verðlags á íslenzkum bókum.“
Vonandi verða þó margir út-
gefendur enn til þess að senda
safninu bækur, svo að það geti
orðið sem öflugast og fjöl-
breyttast.
Eins og kunnugt er, eru fjöl-
margir íslendingar búsettir
ytra, sem ekki hafa um margra
ára skeið haft neina aðstöðu til
þess að fylgjast með íslenzkum
bókmenntum, en með stofnun
slíks bókasafns, sem hér um
í'æðir, ætti að minnsta kosti
öllum íslendingum, sem í
Kaupmannahöfn búa, að gefast
kostur á því að kynnast síðari
ára bókmenntum þjóðar sinn-
ar.
Bjöm Ámgrínuson
á Dalrík lálinn
BJÖRN ARNGRÍMSSON á
Dalvík lézt nýlega eftir langa
og erfiða vanheilsu.
Björn var tæplega fimmtug-
ur að aldri. Hann var formaður
Verkalýðsfélags Dalvíkur,
mjög stéttvís og traustur verka
lýðssinni. Síðustu árin veitti
hann forstöðu Pöntunarfélag-
inu á Dalvík.
haidið og Framsókn
kjósa Sieinsen
afíur bæjarsíjora
á Akureyri
Frá fréttaritara AlþbL
AKUREYRI í gær.
HIN NÝJA BÆJARSTJÓRN
kom saman á fyrsta fund sinn
í dag (þriðjudag) og var Þor-
steinn M. Jónsson kosinn for-
seti í einu hljóði. Fyrsti vara-
forseti var kosinn Sverrir Ragra
ars og annar varaforseti Stein-
dór Steindórsson.
Þá var gengið til kosningar
bæjarstjóra, og hlaut endur-
kosningu Steinn Steinsen. Var
kosið þrisvar sinnum, og hlaut
hann loks sjö atkvæði. Studdu
hann Sjálfstæðis- og Framsókn
armenn, en komúnistar sátu
hjá og Alþýðuflokkurinn við
þi’iðju atkvæðagreiðslu.
í bæjarráð voru þessir kosn-
ir: Steindór Steindórsson, Ja«
kob Frímannsson, Tryggvi
Helgason, Helgi Pálsson og Jón
Sólnes. 1
Sigurhátíð Alþýðu- j
flokksins í Hafnar-
firði á laugardag :
HÁTÍÐASAMKOMA Al-
þýðuflokksins í Hafnarfirði f
tilefni af hinum glæsileg^
kosningasigri við bæjarstjórn-
arkosningarnar verður haldin £
Alþýðuhúsinu næstkomandi
laugardag.
Flófið hefst með sameigin-’
legri kaffidrykkju, og enn
fremur verða fjölbreytf
skemmtiatriði, sem auglýst
verða nánar hér í blaðinu á
fimmtudaginn. i
Allt stuðningsfólk A-listan
er velkomið til þessa fagnaðar
meðan húsrúm leyfir.
BANDARÍKJAMENN til-
kynntu í gær, að þeir hefðu við-
urkennt stjórn Bao-Dais í Indó-
Kína sem löglega stjórn lands-
ins og landið þar með sem full-
valda ríki. Bretar höfðu þegar
viðurkennt Bao Dai, eins og
sagt er frá á öðrum stað í blað-
inu. :