Alþýðublaðið - 22.04.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.04.1920, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Koli konangur. Eftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). Eftirlitsmanninum stökk ekki bros. „Þeir eyðilögðu eignir annara", lhélt Hallur áfrain, „vegna þess, 1 að öðru vísi gátu þeir ekki hefnt sín á eigendunum fyrir nirfilshátt þeirra og harðstjórn. En setjum svo, Cotton, að einhver skyti að þeim nýrri hugmynd! Að einhver segði við þá: Eyðileggið ekki eignir þeirra, heldur takið þær“. Hinn glápti. ,Taka þær? Hvað ættu þeir að gera við þær?" „Þeir ættu að hagnýta sér þær“. T „ímyndið þér yður i raun og veru, að þeir hefðu vit á því?“ „Ekki enn, Cótton. Enn þá hafa þeir ekki einu sinni vit á því, að vilja þær“. „Eg skil ekki“, sagði eftirlits- maðurinn. „Ef þeir vilja þær ekki, ef þeir eru ánægðir —“ „Ánœgðirl11 greip Hallur fram í, „ef þeir væru ánægðir, hvað ættuð þér þá að gera hér?“ Hinn gegndi ekki. „Þetta er kallað „syndikalism", Cotton. En kannske þér viljið heldur jafnaðarmennsku, sem vill láta ríkið taka námurnar f sfnar hendur og reka þær?“ „Nei“, sagði hinn snarlega, „eg vil ekkert hafa saman við þessa stjórnmálamenn að sælda, það getið þér reitt yður á“. „Vissi eg ekki. Þannig eru allir stjórnleysingjar. Þeir bera ekkert traust til ríkisins". „Hvaða vit hafa stjórnmála- menn á því, að reka námu?“ „Eg játa það, að þeir vita sem stendur ekki mikið um nokkurn hlut. En ástæðan til þess, að þeir eru svo lítilfjörlegir, eru hin mörgu gróðafélög, sera spilla þeim og fá þá til að gera að þeirra en ekki Okkar vilja. Fá þá til dæmis til, að selja námuréttindin! Þér kom- ist í æsingu, við að hugsa til þess, að verkamennirnir tækju námurn- ar með valdi, en hvernig líst yð- ur á það, á hvern hátt Pétur Harrigan fékk þær?“ „Eg held hann hafi greitt fyrir þær gangverð, eða var ekki svo?“ Gledilegt sumarl Pökk fyrir veturinn! ' .' ' | Hannes Ólafsson. Gunnar Sigurðsson ,,V 0 N(( óskar öllum sínum viðsláftavinum gleðilegs sumars! Gleðilegt sumar! óska eg öllum mínum viðskiftavinum, og þakka fyrir veturinnl Símon Jónsson Laugaveg 12. Gleðilegt sumar! Pökk fyrir veturinn! Alþýðubrauðgerðin. Gleðilegs sumars óskum við öllum viðskiftavinum vorum og þökkum fyrir viðskiftin á vetrinum. B. Jónsson & G. Guðjónsson. „Hann greiddi gangverð fyrir stjórnmálamennina. í Western City þekki eg konu, sem er í skólanefnd og vissi, hvernig hann keypti skólalóðina af ríkinu — lóðina, sem menn vissu að hafði kol að geyma. Hann greiddi þrjá dali fyrir ekruna, sem allir vissu að var þrjtí þúsund dala virði“. Sumarerindi, Vetrartíminn harði úr garði er genginn, góðar dfsir vaka og taka í strenginn, (fer því aít að glóa og gróa í næði, glaðar veitast stundir um grúndir og flæði. J.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.