Alþýðublaðið - 22.04.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.04.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Greíið út ai A.]þýðuíIokknum. 1920 Sihéiíagt sumarI Sýrland og Mesopotamia. Sýrland hefir nýlega Iýst því yfir að það væri orðið sjálfstætt ríki. Hefir það valið sér Faical emír til konungs. Hefir hann farið þess á leit við bandamenn að þeir drægju her þann er dvelur í landinu til baka, til strandarinn- ar og Palestínu. í Bagdad í Mesopotamiu hefir einnig verið lýst yfir sjáltstæði Mesopotamiu, og hefir Abdullah emír bróðir Faicals verið kjörinn til konungs. Er búist við að riki þessi gangi í nokkurskonar banda- lag. Undir sjálfstæðisyfirlýsingu Sýr- lands hafa bæði Arabar, kristnir menn og Gyðingar skrifað. Sýrlandsstjórn hefir lýst þvf yfir, að hún viðurkenni og láti af- skiftalausar trúarbragðaskoðanir þegnanna, og að sýrlenzkt þing verði myndað. Eigi verður með vissu sagt um 'hvort þessir nýju þjóðhöfðingjar verða annað en „hundadagakon- ungar", því eigi hafa þeir ennþá íengið viðurkenningu Bandamanna. Einnig eru íbúar Libanon hérað- anna og við ströndina hvergi ánægðir með að láta Araba fara með völdin; sömuleiðis mikill hluti borgarbúa í Damaskus og Aleppo. Vilja þeir heldur mynda ríki und- ir verndarstjórn Frakka, Yerkfall á verkfall ofan. Allsherjarverkfall var nýlega gert £ Frakklandi af vefurum. í verkfallinu tóku 150 þús. manns þátt. Fimtudaginn 22. apríl Alþjóða fiski- og hafrannsókna- fundur i London. í síðasta mánuði var haldinn alþjóða fiskirannsókna-fundur i London. Voru þar fulltrúar Eng- lands, Hollands, Belgíu, Frakk- lands og Norðurlanda ásamt með Finnlandi. Voru þar bornar saman bæk- urnar um hafrannsóknir siðustu. Hefir enginn slíkur fundur verið haldinn síðan fyrir stríð. Voru þar aðallega til umræðu: almennar nytjafiski-rannsóknir, rannsóknir á smádýrum hafsins (Plankton) og alm. haf-rannsóknir (Hydrografi). Frakkar höfðu f fyrsta sinni full- trúa á slíkum fundi, mun þátttaka Frakka í rannsóknum þessum Iétta mjög um rannsóknir á höfunum við vesturströnd Evrópu. Var árangurinn meðal annars sá, að verkum var skift um rannsókn- t irnar. Leitt er að við íslendingar, sem höfum góðum vísindamönnum í þessari grein á að skipa, skulum ekki taka þátt í slíkum fundum. MeEElng Reykjayíkur ens. í 86. tbl. Alþýðublaðsins þ. á. ritar Steingrimur nokkur greinar- stúf, er hann nefnir »Teflt í hættuc. Grein sú er athugasemd við grein mína: »Menning Reykjavíkur*, sem birtist í Alþbl. fyrir nokkru. Þessi grein Stemgríms virðist eiga að skiijast sem aðfinnsla við mig fyrir það, að eg vildi eigi kveða upp skilyrðislausan áfellis- dóm um menningu Reykjavíkur. Honum finst eigi mikill vandi að draga upp heildarmynd af menn- ingarástandi bæjarins. „Annaðhvort skilur Ph, ekkihvað menning er, eða þá að hann hefir eigi litið nægilega £ kringum sig, 89. tölubl. áður en hann reit þessa grein sína«, segir hann. Og hann bætir við: »Til þess, að koma auga á sumt, sem mið- ur fer f Rvik á þessum tímum, þykjast sumir eigi þurfa neina smásjác. Nú vil eg spyrja Steingrfm: Telur hann það nægilegt til aö draga upp heildarmynd af menn- ingarástandi, að koma auga á það, sem miður ferí Eg skal játa það, að það er hægt að búa sér til mynd á þatín hátt, en j>að verður aldrei sömt keildarmynd. Ef eg dæmdi menn- ingu Reykjavíkur eftir þeim for- sendum einum, færist mér Ifkt og sumutn útlendingum, sem hingað hafa komið og rekið augun í hitt og þetta, sem miður fer, og dæmt okkur svo skrælingja eina. Ékki skal eg deila um það, hvor okkar Steingrfms skilur betur hvað menning ér, en þess skal eg geta, að eg skil orðið menti- ing svo, að það tákni starfsemi manna alla, félagslíf og hugsunar- hátt yfirleitt. Og þegar talað er um menningarástand yfirleitt, þá er margs að gæta; það þarf að gefa gaum að alþýðumentun, skól- um ;og vísindastarfsemi, bókúm, listum, atvinnumálum, heilbrigðis- ismálum og hreinlæti, stjómarfari og framkvæmdum, félagslífi öllu (sem er afar margþætt: verkalýðs- félög, samvinnufélög, atvinnufélög, ungmennafélög, vísinda-, fræðslu-, fþrótta-, bindindis-, góðgerða- og trúmálafélagsskapur allur o. s. frv.), trúarlífi, siðferði og yfirleitt öllum siðum og hugsunarhætti manna. Eg verð að játa það, að eg er alls eigi maður til að draga upp slíka heildarmynd, svo sönn verði. En þar sem Steingrímur telur það vandalaust, mætti ætla, að hann birti bráðlega sanna heildar- lýsingu á menningarástandi bæj- arins. Með smámynd á eg auðvitað við það, að það sé mynd af litl- um hluta allrar heildarinnar, ea.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.