Alþýðublaðið - 15.02.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 15.02.1950, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MiSvikudagur 15. fébrúai* 1?59 Íítgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Au'glýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. . Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Mesti þyrnirinn í augum þeirra SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR mun njóta þess heiðurs að vera það verka- lýðsfélag landsins, sem er kommúnistum mertur þyrnir í augum. Þeir hafa árum saman rægt Og svívirt sjómannafé- lagið og forustumenn þess og gert ítrekaðar tilraunir til þess að brjótast þar til valda. En öll þessi fyrirhöfn hefur verið unnin fyrir gýg. Sjómannafé- lag Reykjavíkur hefur haldið áfram að vera eitt af megin- virkjum lýðræðisins meðal ís- lenzkra verkalýðsfélaga. Aldrei hefur þó hávaði kom- múnista í sjómannafélaginu verið meiri en í ár. Þjóðviljinn hefur bergmálað hann undan- farnar vikur. Ástæðan er sú„ að nú, aldrei þessu vant, tókst kommúnistum að efna til fram- boðs við stjórnarkjör í félag- inu! Þeir þóttust hafa himin höndum tekið og kunnu sér ekki læti a( eftirvæntingu og hrifningu af sjálfum sér. En oft kemur grátur eftir skellihlátur. LJrslit stjórnarkjörsins urðuþau, að Sigurjón Á. Ólafsson var end urkosinn formaður félagsins, svo og allir samstarfsmenn hans, sem aftur voru með hon- um i kjöri, með fleiri atkvæð- um en nokkru sinni fyrr! En ekki nóg með það. Framhalds- aðalfundur sjómannafélagsins um helgina kom á eftirminni- legan hátt í veg fyrir það, að kommúnistum tækist að ey.ði- leggja félagið með fyrir huguð- um lagabreytingum, sem áttu að bæta það upp, er mistókst við stjórnarkjörið. Það er því ekki nema eðlilegt, að Þjóð- viljinn í gær væri úrillur í garð sjómannafélagsins. Hann hefur stokkið upp á nef sér af minna tilefrú. Árásir kommúnista á sjó- mannafélagið eru ómerk ó- magaorð. Þær eru sprottnar af pólitísku hatri á forustumönn- um þess og meirihluta. Alþjóð veit, að sjómannafélagið hefur frá öndverðu verið í fylkingar- brjósti íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar í sókn hennar til betri kjara og aukinnar hag- sældar. Sjómennirnir hafa á ó- tvíræðan hátt sannað félags- þroska sinn og stéttvísi. For- ustumenn félags þeirra eru þrautreyndir menn og viður- kenndir. Sumir þeirra hafa tek- ið þátt í baráttú og starfi verka lýðshreyfingarinnar og flokks hennar, Alþýðuflokksins, allt irá því í árdögum alþýðusam- takanna á íslandi. Allir hafa þeir haldið tryggð við félag sitt af því að það höfðaði til hugsjóna þeirra ekki síður en hagsmuna. Sjómennirnir hafa sýnt og sannað, að þeir kunna vel að meta þessa menn og störf þeirra. með því að hrinda sérhverri árás, er að þeim hef- ur beinzt, hvort heldur atvinnu rekendur eða sundrungarsvepp- ir verkalýðshreyfingarinnar hafa að þeim árásum staðið. Gleggsta sönnunin um til- gang og eðli árása kommún- ista á sjómannafélagið er sú staðreynd, að þeir beita ekki málefnalegri gagnrýni heldur níði og rógi um félagið og for- ustumenn þess. Slík baráttuað- ferð dæmir sig sjálf. En hún er einkenni á kommúnistum. Þeir hafa beitt henni gegn öllum forustumönnum Alþýðuflokks- ins í verkalýðshreyfingunni, lífs og liðnum — jafnvel látið ókvæðisorðin fylgja andstæð- ingunum út yfir gröf og dauða. Þessi níðingsháttur kommún- ista er þeim, sem fyrir arásum þeirra verða, til sæmdar en ekki vanza. En hann er blettur á íslenzkri verkalýðshreyfingu, sem henni ber að þvo af sér með því að gera völd og áhrif kommúnista sem minnst- Það er annars talandi tákn um hið ömurlega hlutverk kommúnista í sjómánnafélag- inu, að þeir verða að breyta um ábyrgðarmenn að ósóman- um frá ári til árs. Jafnvel kom- múnistarnir í félaginu eru svo sómakærir, að þeir vilja ekki taka þátt í þessum ljóta leik cg ódrengilega nema einu sinni. Þá draga þeir sig í hlé, og aðrir verða að taka við. Ástæðan liggur í augum uppi. Herferðin ge,gn sjómannafélag- inu er ekki gerð af félagsmönn- um nema að nafninu til. Hún er ákveðin og skipulögð í innsta hring kommúnista- flokksins. Hinir raunverulegu ábyrgðarmenn ódrengskaparins og. ósómans eru menn á borð við Jón Rafnsson, Eggert Þor- bjarnarsoh og Gúðmund Vig- fússon. Sjómannastéttin á að sækja þá til sakar, en fyrirgefa ginningarfíflum þeirra í félag- inu og breyta þeim til hins betra. Kommúnistar halda því fram, að núverandi forustumern sjó- mannafélagsins eigi að víkja úr félaginu af því að þeir séu hættir að stunda sjó! .Menn eins og Sigurjón Á. Ólafsson og Ólafur Friðriksson, baráttu- menn verkalýðshreyfingarinn- ar frá upphafi hennar til þessa dags, eiga ekki heima í verka- lýðshreyfingunni að dómi kom- únista, af því að þeir eru hætt- ir að vinna erfiðisvinnu. Þeir eru landmenn og pólitískir loddarar samkvæmt orðabók Þjóðviljans. En fýrir hverjum eiga þeir að víkja? Þeir eiga að víkja að fyrirmælum ,,verka- manna“ á borð við Jó.n Rafns- son, Eggert Þorbjarnarson og Guðnmnd Vigfússon, svo að þeir geti.ráðið sjómannafélag- inu á sama hátt og þeir ráða Dagsbrún. Þeim er meira að segja ekki nóg að reyna að ná þessum tilgangi á þann sjálf- sagða hátt að bjóða afvega- leidda félagsmenn fram við stjórnarkjör í félaginu að fyr- irmælum og fulltirigi komm- únistaflokksins. Þeir reyna að bma félagið sundur með því að berjast fyrir því, að gerðar verði á félagslögunum breyt- ingar, sem legðu hin voldugu og þróttmiklu samtök sjó- mannastéttarinnar í rústir, ef þær næðu fram að ganga. Og svo ætlar Þjóviljinn vitlaus að verða, þegar sjómennimir neita að aflífa félag sitt! Slíkur er sannleikurinn um árás kommúnista á Sjómanna- félag Reykjavíkur, eðli hennar og tilgang. Það er skylda sjó- mannastéttarinnar að gera sér grein fyrir þessum staðreynd- um — og það mun hún sann- arlega gera. En þessi sannleik- ur á einnig erindi til annarra verkalýðsfélaga og raunar þjóðarinnar í heild. Árás sundr ungarsveppanna í verkalýðs- hreyfingunni á sjómannafélag- ið er ómetanleg heimild um vinnubrögð og tilgang ís- lenzkra kommúnista, ef hún er skoðuð í réttu ljósi. Urn daginn og veginn. — Gamlir bulir og nýir. — Brepið á umræðuefni heimilanna. — Um olíu- kyndingartæki og hættuna, sem stafar a£ þeim. — Afmæliskveðja frá meistara til meistara. GEORG Bretakonwngur mun fara í heimsókn til Ástralíu og Nýja Sjálands 1952, að því er tilkynnt var í Canberra og Aucklands í gær. ÞAÐ VAR óvenjulega gott og tímabært erindi, sem frú Lára1 Sigurbjörnsdóttir flutti í út- varpiff í fyrrakvöld í þættinum um daginn og veginn. Hún kom mjög víða við, enda tel ég að það eigi einmitt að vera svip- mót þessa þáttar, og drap á fjölda margt, sem er og hefur verið viðfangsefni heimilanna. Frúnni tókst einnig í fáum setn ingum um einstök mál að gefa glögga .hugmynd um öfug- streymi, sem á sér stað í þjóðlífi okkar. EFTIR AÐ frúin hafði talað hringdu tvær konur til mín og báðar minntust á sama. Ummæli hennar um erfiðleikana á því að fá band, og lopann, sem er í raun og veru sá eini úllarvarn- ingur, sem möguleiki hefur ver- ið að fá nokkurn veginn. Sögðu þær báðar, að ummæli Láru um lopami væru alveg rétt, að hann væri ónýtur og í raun og veru óhæfur til vinnslu þannig, að hægt væri að búa til flíkur til frambúðar úr honum. ÞAÐ ER RÉTT fyrir starfs- menn útvarpsráðs að gera allt í sem í þeirra valdi stendur til i þess að fá sem flesta til að tala í þættinum um daginn og veg-' inn. Lengi var sú regla að sömu menn töluðu hvað eftir annað. En hvernig, sem þessir menn eru þæfir til rabbs um svona hluti vilja þeir verða þurrir þ&gar til lengdar lætur, en ef nýir. menn og konur koma alltaf við og við, Hámark yfirdrepsskaparins MENN eru orðnir ýmsu vanir í áróðri Rússa og kommúnista gegn Vesturveldunum. En alveg gengur þó sá yfirdrep- skapur fram af mönnum, sem frá var skýrt í erlendum frétt- um í gær, að ko.mmúnistum á hernámssvæði Rússa á Þýzkalandi hefði nú hug- kvæmzt í þessum áróðri. FRÉTTIN var á þá leið, . að kommúnistar á Austur-Þýzka- landi væru nú farnir að reyna að æsa fólk þar gegn Vestur- veldunum með eins konar minningarathöfnum til þess að ýfa upp hjá fólkinu gömul sár frá árum ófriðarins, er Vesturveldin neyddust til þess í baráttunni gegn Hitier, að gera loftárásir á þýzkar borg- ir. Þannig var í gær öll um- ferð stöðvuð á Saxland; í eina mínútu til að ininnast loftá- rásar, sem Bandaríkjamenn gerðu á borgina Dresden þann rnánaðardag fyrir sex árum; en jafnframt voru blöðin á Austur-Þýzkalandi látin birta hjartnæmar greinar með myndum um þá menn, sem þá hefðu farizt, og hella sér yfir „fasistískt og imperíalistískt villidýrsæði“ hinna banda- rísku árásarmanna. ÞETTA er þá orðið eftir af vopnabræðraiagi Rússa og Bandaríkjamanna 1 barátt- unni við Hitler og þýzka naz- ismann, að Rússar og komm- únistar eru byrjaðir að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Þjóðverjum og æsa þá upp gegn' Vesturveldunum með því að brigzla Bandaríkja- mönnum um þátt þeirra í þess- ari baráttu. Gleymt virðist það nú með öllu, að Banda- ríkin urðu að leggja Rússum til ógrynni af vopnum og her- gögnum árum saman til þess að Rússar fengju fvrst varizt Hitler og síðan snúið vörn upp í sókn. Og gleymt virð- ist það einnig, að Rússum þótti á ófriðarárunum aldrei nóg að gert af Bandaríkjun- um í því skyni, að leggja Hitler að velli, og heimtuðu stöðugt fleiri lofíárásir á þýzkar borgir og rneiri her austur yfir Atlantshaf,- EN ÞAÐ skrýtilegasta í sam- bandi við þetta mál er þó ó- sagt enn. Bandaríkjamenn upplýstu neínilega í Berlín í gær, í tileíni af minningarat- höfn kommúnista um loftárás- ina á Dresden fyrir sex árum, að víst væri það satt, að Bandaríkjamenn hefðu gert loftárás á Dresden í febrúar 1945, og það meira að segja tvisvar í þeim mánuði. En bæði skiptin hefðu þeir gert það eftir heinum tilmælum Rússa, sem þá höfðu ráðizt inn í Þýzkaland að austan, stefndu til Dresden og báðu um loftárásir Bandaríkja- manna á þá borg til þess að brjóta niður vörn Þjóðverja! ÞAÐ ER ÞETTA, að Banda- ríkjamcnn skyldu verða við þessum tilmælum Rússa fyrir sex árum, sem kommúnistar á Austur-Þýzkalandi gera nú að árásarefni á þá! Hvílíkt hyldýpi tvöfeldni og yfirdrep- skapar! Máske verður það það næsta hjá beim að gera Hitler að dýrlingi, sem ekki hafi máít blaka við, þ. e., a. s. af. Vesturveldunum. Við hinu þarf víst ekki að búast, að þeir haldi neina sorgarhátíð um mánaðamótin apríl—maí í vor til að minnast þess, sem gerðist í Berlín þá daga fyrir sex árum, er Rússar tóku þá borg, fóru rænandi, ruplandi og brennandi um hana og beittu varnarlaust kvenfólk ofbeldi, svo sem óteljandi vitnisburðir liggja fyrir um. fást fram ný áhugamál og frísk- ara tungutak. Hér hefur úfvarp- inu tekizt að fá nýjan starfskraft ,og ætti hann að koma oftar fram, þó að hann eigi ekki frek- ar, en aðrir, að ,,tala sér til húð- ar“. Eins má benda á það, að erindi Þorvalds Garðars Krist- jánssonar um daginn þótti á- gætt og óska margir eftir að hann komi oftar. OG FYRST ég er farinn að minnast á útvarpsdagskrá, er rétt að ég nefni einnig erindi Þórðar Runólfssonar um olíu- kyndingartækin. Hér var um stórfróðlegt og mjög leiðbein- andi erindi að ræða. Olíukynd- ingin er mikið og erfitt vanda- mál, ekki aðeins hér í bænum, heldur og um land allt. Og það sem atliyglisverðast >er, er að þessar áhyggjur eru fyrst og fremst hjá þeim, sem búa í lé- legu húsnæði og hættulegu vegna elds. Þar á meðal í öllum bröggunum hér í Reykjavík. ÉG ER VÍSS TJM, að fólkið, sem býr við olíukyndingu, hef- ur tekið þakksamlega á móti leið beiningum Þórðar Runólfsson- ar, en í raun og veru þyrfti véla- eftirlitið að láta prenta leiðbein- ingar og afhenda öllum þeim sem á þeim þurfa að halda. Hér eru framleidd ýmiskonar olíu- kyndingartæki. Ætti að gera öil- um, ssm það gera og .selja þau til einstaklinga, að skyldu að láta fylgja nákvæmar prentað- ar reglur um notkun þeirra og hirðingu. ÞORSTEINN SIGURÐSSON, húsgagnasmíðameistari hefur beðið mig fyrir eftirfarandi af- mæliskveðju til Kjartans Ólafs- sonar múrarameistara. Samleið á ellin og upphefð manna og ofrausn í lofi, ssm blöðin sanna. En ósmskklegt var það, að oftelja um tug, og trompa hann af þér með ráðnum hug. ÞORSTEINN trúði því nefni- lega ekki, að Kjartan væri orð- inn sjötugur þegar hann sá þess getið í blöðum. Hélt að það væri eins og hver önnur „blaðalýgih. Hann.es á horninu. Hvað verður um ritreu? SENDINEFND sameinuðu þjóðanna, sem á að gera tillög- ur um íramtíðarstjórn Eritreu, er tekin til starfa í Ashmara. Nokkrar óeirðir eru í landinu af völdum flokka ofstækis- manna og ræningja, og hafa margir ítalir, sem setzt höfðu þar að í v&ldatíð ítala, hugsað til heimferðar. Tveir flokkar eru í landinu. Vill annar sam- einast Ethiopíu, en hinn vill sjálfstæði landsins. ítalir í landinu eru um 20 000.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.