Alþýðublaðið - 19.02.1950, Side 4

Alþýðublaðið - 19.02.1950, Side 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Simnudagur 19. febrúar 1950. ÚtgefaHdi: Alþýðufiokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmnndsson. Ritstjórnarsimar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. AHf fyrir Rússa FRÉTTIN um hið mis heppnaða verkfallsbröit komm- únista á FrakkLandi vekur að vonum mikla athygli. Aðeins þriðjungurinn af kolanámu- mönnunum hlýddi kalli hins kommúnistíska verkalýðssam- bands um að leggja niður vinnu, og samgöngur héldu á- fram með líku sniði og venju- lega, þrátt fyrir hið boðaða jámbrautarverkfall. Eru þessar staðreyndir sér í lagi lærdóms- ríkar vegna þess, að verkföll . þessi áttu fyrst og fremst að ná til þeirra hluta Frakklands, þar sem fylgi kommúnisía hef- ur verið mest og öruggast iil þessa. Frönsk alþýða er þannig ber sýnilega búin að fá nóg af verkfallsbrölti kommúnista, enda ekki að ástæðulausu, að hún sé orðin þreytt á þeim. Franskir kommúnistar hafa beitt linnulausum verkföllum undanfarin ár í pólitískri bar- áttu sinni, þótt tilefnin hafi löngum verið önnur í orði kveðnu. En allt hefur þetta brölt þeirra verið unnið fyrir gýg. Þeir mótmæltu Marshall- aðstoðinni með verkföllum og þar með endurreisn og upp- byggingu F iakklands. Þeir mót mæltu sömuleiðis Atlantshafs- bandalaginu með verkföllum, og nú átti að leggja til nýrrar atlögu við öryggi þjóðarinnar. Hið raunverulega tilefni síð- asta verkfallsbröltsins er sem sé endurvígbúnaður Frakka með aðstoð Bandaríkjanna og hergagnaflutningamir til Indó- Kína. Skollaleikurinn er væg- ast sagt hlægilegur: Kpmmún- istar í Indó-Kína hafa gert uppreisn, en svo efna komm- únistar heima í Frakklandi til verkfalla til þess að mótmæla styrjöldinni í Indó-Kína! ■fi Ástæðan fyrir þessu brölti öllu liggur að sjálfsögðu í aug- um uppi. Kommúnistar eru með þessu athæfi sínu að reka erindi Rússa. Valdhafarnir í Moskvu eru andvígir því, að Vestur-Evrópa vígbúist. Þeir vilja hafa hana opna og óvarða, svo að rauði herinn geti ráð- i?.t á hana fyrirvaralaust, án þess að þurfa að mæta neinu viðnámi. Þeir vilja einnig, að hrun og hörmungar ríki í Vest- ur-Evrópu, því að slíkt ástand ei heppilegasti jarðvegurinn fyrir kommúnismann. Þess vegna fyrirskipa þeir útibúum sínum að berjast gegn endur- vígbúnaði og uppbyggingu lýð- ræðisríkjanna í Vestur-Evrópu, og þau hlýða í blindni. Þessi starfsemi kommúnista er auð- vitað mest og áhrifaríkust þar, f'f.m þeir hafa átt fjöldafylgi að fagna, svo sem í Frakklandi og á Italíu, en hennar gætir eða hefur gætt alls staðar þar, sem kommúnistar hafa á annað borð einhver tök — meðal ann- srs hér á íslandi. Einnig hér hafa þeir reynt að efna til póli- tískra verkfalla, og þess vegna þekkja íslendingar myndina, sem blasir við Frökkum og ítölum, þó að hún sé raunar miklum mun minni og óskýr- ari. En meðan þessu fer íram í Vestur-Evrópu, halda Rússar og leppríki þeirra áfram að vígbúast af enn meira kappi en nazistar og fasistar árin fyrir síðari heimsstyrjöldina. Engin þjóð ver slíkum fjárfúlgum til vígbúnaðar og Rússar, og eng- in þjóð hefur svo fjölmennum her á að skipa sem þeir. Þess vegna hafa lýðræðisríkin ekki séð sér annað fært en eflá land varnir sínar og vígbúast. Þau minnast þeirra atburða, er gerðust í árdögum síðari heims styrj aldarinnar, og þau æskja þess ekki, að þeir endurtaki sig. Þau hafa ekki gleymt því, að nazismann vantaði aðeins herzlumuninn til að leggja und ir sig Evrópu af því að lýðræð- isríkin höfðu sofið á verðinum, þegar þau áttu að veka. Kommúnistar í Vestur-Ev- rópu þykjast vera eldheitir og einlægir friðarsinnar. Þeir eru á móti endurvígbúnaði og her- skyldu. Þeir stofna friðarnefnd ir, tala og skrifa um nauðsyn friðarins og fordæma styrjald- ir. En hvernig víkur þessu við austur á Rússlandi? Stofna ekki kommúnistar þar friðar- nefndir til að berjast gegn endurvígbúnaði og herskyldu? Fréttir af stofnun slíkra félags- samtaka þar austur frá hafa ekki borizt, þó að ekki sé ó- hugsandi, að Rússum detti í hug að kjósa nefndir til að berjast fyrir friði — í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum. En heima fyrir hreyfa þeir ekki hönd eða fót friðinum til stuðn- ings. Þvert á móti. Þeir vinna myrkranna milli við að fram- leiða hergögn, verja sívaxandi fjárfúlgum til vígbúnaöar og hafa á að skipa fjölmennari og þjálfaðri her en nokkurt ríki annað í víðri veröld. Þannig er einnig friðartal og friðarskrif kommúnista vatn á myllu Rússa. Tilgangurinn er að telja lýðræðisríkjunum trú um, að þeim sé óhætt að lifa i andvaraleysi og blekkingu, til þess að einræðið eigi auðveld- ari leik, þegar það leggur til atlögu. En þeir verða æ fleiri, sem sjá, hvaða hætta er hér á ferðum. Þess vegna tapa kom- múnistar fylgi og kalla yfir sig fyrirlitningu þjóðanna, sem unna frelsi, lýðræði og mann- réttindum. Hin misheppnuðu verkföll á Frakklandi eru að- eins ein sönnun af mörgum; og einnig hér á landi verður þess nú vart, að fylgið er farið að hrynja af kommúnistum. ...-»------- Tvær nýjar tylja- búðir leyfðar í Reykjavík DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ liefur nú leyft, að stofnaðar verði tvær nýjar lyfjabúðir í Reykjavík, önnur í Skjóla- og Melahverfum, en hin í Norður- mýrar- og Hlíðahverfum. Var frá þessu leyfi skýrt á fundi bæjarráðs í gær. 1920 30 ára 1950 FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA félagsins verður haldin að Hótel Borg laugardag- inn 4. marz og hefst með sameiginlegu borðhaldi klukkan 17.30. Fjölbreytt skemmtiskrá. Áskriftarlisti liggur frammi í skrifstofunni sunnu- daginn 19. febrúar klukkan 1—6 og miðvikudag- inn 22. febrúar klukkan 5—8. Hátíðarnefndin. Gjafir til SÍBS í nóvember í NÓVEMBER s. 1. bárust kr. 9.945,16 í gjöfum til SÍBS, og fer hér á eftir listi yfir gjaf- irnar: Frá Almenna byggingafélag- inu kr. 4.845,16, frá frú Fanney Benónýs kr. 100, Stöðvarfirði, afhent af umboðsmanni SÍBS, 500, A. N. 15, N. N. 20, Gunn- ari Sigurðssyni 15, N. N. 50, D. O. 100, G. S. 50, Norður- Þingeyjarsýslu 1000, Suður- Þingeyjarsýslu 2000, frá konu til minningar um 9. nóvember 100, N. N. 125, Jónasi Þorbergs. syni 25 og frá starfsmönnum bifreiðastöðvar Hafnarf jarðar til minningar um Ottó R. Ein- arsson bifreiðarstjóra kr. 1000. Bréf um fólk. andleysið. — Skólamaður um skóla- — Erfiðleikamir og vakningin. — Sorprit og áfergja. ,J&G ER samþykkur þér í því,' þótti andleg . frjósemi okkar að Reykjavík er andlaus borg, borg’ararnir latir við erfið við- fangsefni, en því viljugri að taka þátt i umræðum um ómerki Ieg slúðurmál". Þetta segir J. Br. í bréfi til min í gær af til- efni pistils mins í fyrradag og hann heldur áfram. ,,f æsku minni var þessu öðru vísi farið hér í Reykjavík, þá var vegizt á um merkileg viðfangsefni og deilurnar þá alltaf frjóar og vekjandi. Er« ef til vill hafa þá einnig verið til menn, sem ekki Mál séra Péturs Magnússonar MÁL SÉRA PÉTURS MAGN- ÚSSONAR frá Vallanesi, hin ruddalega aðför Guðmundar Arngrímssonar, lögreglu- þjóns sakadómara, að honum og hin löglausa handtaka prestsins um hánótt er enn á allra vörum og mun tvímæla- laust verða þao þar til rétt- inum í þessu máli, rétti séra Péturs Magnússonar og rétti þeim. Fyrir hvern einasta hugsandi mann er það því hafið yfir allan efa, að hand- taka séra Péturs um hánótt, án handtökuheimildar, er fá- heyrt gerræði, framið í skjóli þeirrar stöðu, sem Guðmund- ur Arngrímsson hefur með höndum, — gerræði, sem fel- ur í sér ógnun við réttarör- yggi hvers einasta borgara. við rannsókn málsins, að hinn Reykvíkinga vera mikil. NÚ ER SVO AÐ . SEGJA aldrsi fluttur opinber fyrirlest- ur sem vekur mikla athygli og deilur, og var Stúdentafundur- inn um daginn algert einsdæmi í þessu efni á síðasta hálfum i öðrum áratug. Ég hygg að þessu valdi ekki minnst stríðið, her- námið og áhrif þess afkomu og hugsunarhátt almennings. Fólk, sem eingöngu hugsar um munn og maga, peninga og vellíðan er sjaldan andlega frjótt. Það sýn- ir reynsla allra tíma. ERFIÐLEIKARNIR KENNA okkur mönnunum og vekja okk- ur. Þeir eru eins og regnskúr á þurra mold. Að vísu mega erfið- leikarnir ekki vera of miklir, því að þá geta þeir beygt og jafnvel brotið. Undanfarin ár hafa allir verið í kapphlaupi um seki lögregluþjónn sakadóm- ■ penjngaj iúxus og býlífi. Það hvers einasta borgara fil þess þettA ER KJARNI MÁLS- að njota oryggis fyrir slikum heimsóknum af hálfu lögregl- unnar, hefur verið íullnægt.. ÞAÐ MUN EKKI TAKAST að villa dómgreind og réttartil- finningu almennings í þessu máli með neinum óstaðfestum slúðursögum hins seka lög- regluþjóns sakadómara um gluggagægjur séra Péturs. Það getur að vísu verið, að til sé svo hugsunarlaust fólk, að því finnist bollaleggingar um slíkt og þvílíkt vera aðalatriði í þessu máli. En í fyrsta lagi varða gluggagægjur ekki við hegningarlögin; og í öðru lagi er ekki annað sýnilegt en að sögurnar um þær hafi þegar verið afsannaðar fyrir rétti. Og í öllu falli var séra Pétur Magnússon ekkj staðinn að INS, og raunar það eina, sem almenningur telur sig nokkru skipta í sambandi við það. Löggæzlumaður hefur misnot- að stöðu sína stórkostlega og brotið á einum borgara helg- ustu mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, persónu- frelsi og heimilisfrið. Menn spyrja, hvar réttaröryggið sé í þessu landi, ef slíkt og því- líkt geti skeð án þess, að al- varleg viðurlög fylgi fyrir þann, sem þannig hefur brot- ið af sér. Mál þetta er nú að vísu í rannsókn, og er þess að vænta, að á því verði tekið •föstum tökum. En því er ekki að leyna, að það hefur vakið leiðinlegar grunsemdir og raunar stórkostlega furðu hugsandi manna í sambandi ara skuli enn gegna starfi eins og ekkert hafi í skorizt. í nágrannalöndum okkar á Norðurlöndum og á Bretlandi væri slíkt vart hugsanlegt. Þar hefði manninum vafalítið strax verið vikið úr starfi fyrst um sinn, meðan rann- sókn í máli hans stæði yfir. ÞETTA MÁL VARÐAR ALL- AN ALMENNING. Það snýst um það, hvort hér skuli full- nægt lögum og rétti, réttarör- yggi og réttartilfinningu hins óbreytta borgara; hvort hér skuli tryggtr að áfram verði réttarríki eða ekki. Ef hin löglausa handtaka séra Péturs Magnússonar fær ekki sinn dóm, og það dóm, sem full- nægir réttaröryggi almenn- ings, þá er hér skapað hættu- legt fordæmi. Og til hvers er hálfur heimurinn nú, og þar á meðal þjóð okkar, að berj- ast fyrir því að varðveita mannréttindin gegn þeirri lögreglukúgun, sem nú veður uppi austan járntjalds, ef við eigum að láta slíkt athæfi við- gangast hér, okkur sjálfra á meðal? hefur drepið andlega fram- tak þeirra. Ég spurði merkan. skólamann að því fyrir nokkru hvort ekki bæri á því í skólun- um að fram kæmu ungir menn sem væru hugsjónaríkir og hefðu áhuga á listum. HANN SVARAÐI að það bæri ótrúlega lítið á því og væri alls ekki sambærilegt við það sem var mjög algengt fyrrum og síð- ast fyrir um 15 árum. Hins veg ar hugsuðu ungmenni nú ákaf- lega um það að komast áfram, þannig að heir yrðu ríkir, eign- uðust nenrnga, hús, bíl — og gætu farið til útlanda til að skemm+a sér Nokkuð bæri á andle'mm á'ökum, en þá væri oftast nær um að ræða lágkúru- lega péutík. ekki hugsjónalegan pólitískan eldmóð, heldur leiðin legt nöldur og ofstæki á vörun- um“. ÞET'TA ERU HÖRÐ ORÐ um samtímann, og ekki fullyrði ég neitt um það hvort þau séu sönn eða ekki. En leiðinleg er Reykjavík og einkennilega and- laus, eins og slúðrið sýnir. Það Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.