Alþýðublaðið - 21.02.1950, Qupperneq 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. febrúar 1950
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Beneðikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4091, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Kosningabomba
(hurchills
INN í kosningabaráti.una á
Bretlandi hefur á síðustu
stundu verið kastað bombu,
sem mjög virðist hafa aukið á
óvissuna um það, hvernig kosn-
ingarnar muni fara. Sú kosn-
ingabomba, sem hér er átt við,
er ræðan, sem Churchill flutfi
í Edinborg í vikunni sem leið;
en með þeirri ræðu var alþjóða-
stjórnmálunum og þá fyrst og
fremst átökunum milli austurs
og vesturs, blandað alveg ó-
vænt og skyndilega inn í hina
brezku kosningabaráttu.
Þetta vakti þegar í stað því
meiri undrun, sem ekki var vit-
að að neinn verulegur ágrein-
ingur hefði verið milli brezku
jafnaðarmannastjórnarinnar og
hinnar borgaralegu stjórnar-
andstöðu um steínuna út á við,
og sízt af öllu um afstöðuna til
Rússlands; enda hafði kosninga-
baráttan snuizt algerlega um
innanlandsmál, íhaid og jafnað-
arstefnu, einkafrarntak og þjóð-
nýtingu, þar til Churchill flutti
Edinborgarræðu sína. En eftir
þá ræðu varð breyting á þessu;
og alþjóðastjórnmálin virðast
nú í lok kosningabaráttunnar
vera orðin eitt aðalmálið, sem
um verði ksoið.
Churchill gerði, sem kunnugt
er, kalda stríðið milli austurs
og vesturs að umtalsefni í Edin-
borgarræðu sinni og gaf í skyn,
að flokkur hans myndi, ef hann
fengi meirihluta við kosning-
arnar, beita sér fyrir ráðstefnu
Vesturveldanna og Rússlands
með það fyrir fyrir augum að
binda enda á þetta taugastríð
og ófriðaróttann, sem því fylgir.
Vel má vera, að Churchill
hafi með tiliiti til kosninganna
þótt það nauðsynlegt, að koma
einu sinni fram sem friðarhöfð-
ingi; því að sem kunnugt er hef-
ur það orð. á legið síðustu árin,
að hann væri nokkuð herskár í
ræðum sínum gagnvart Rúss-
iandi; og ef til vill hefur hann
óttast, að það orð kynni að
draga úr fylgi íhaldsflokksins
á kjördegi. En hvað sem hæft
kann að vera í því, þá er hitt
augljóst, að það er alltaf líklegt
til fylgisauka hjá fólki, sem ótt-
ast stríð meira en allt annað,
að gefa því vonir um varanleg-
an frið; og því verður því ekki
neitað, að Edinborgarræða
Churchills var klókindalegur
íeikur á taflborði kosningabar-
áttunnar. Hann lét í það skína.
að jafnaðarmannastjórnin hefði
ekki gert allt það, sem unnt
væri til þess, að tryggja friðinn,
og að íhaldsstjórn undir forustu
hans myndi gera betur. Hún
myndi að minnsta kosti reyna
með nýrri ráðstefnu áð binda
enda á kalda stríðið og bægja
ófriðarhættunni frá dyrum
brezku þjóðarinnar.
* '
Þeir Attlee og Bevin svöruðu
þessari ræðu Churchills strax
og svöruðu henni mjög hispurs-
laust. Þeir bentu á, að það hefði
aldrei staðið á Bretlandi, þegar
um það hefði verið að ræða að
leita samkomulags við Rúss-
land og tryggja friðinn; en þær
samkomulagstilraunir, sem
hvað eftr annað hefðu verið
gerðar, hefðu því miður borið
hörmulega lítinn árangur.
Hvorugur þeirra vísaði hug-
mynd Churchills um nýja ráð-
stefnu á bug; en báðir bentu
hins vegar á, að það væri ekki
á valdi Bretlands eins, að stofna
til slíkrar ráðstefnu, sem snerta
myndi öryggi og framtíð
margra annarra ríkja. Slík mál
yrði að ræða á vettvangi hinna
sameinuðu þjóða.
Aðrir forustumenn brezka
alþýðuflokksins, svo sem Morri-
son og Sir Stafford Cripps, hafa
verið harðorðir um Edinborgar-
ræðu Churchills og sakað hann
um loddaraleik með vandamál,
sem hann viti þó jafnvel og
aðrir, hve örðugt sé að leysa.
Og úti um heim hefur ræða
hans ekki vakið neina hrifn-
ingu. Truman Bandaríkjafor-
seti vék sér í balaðaviðtali al-
veg undan því, að láta uppi
nokkurt álit á henni; og Bi-
dault, forsætisráðherra Frakka,
hefur í ræðu beinlínis mótmælt
því, að til nokkurrar ráðstefnu
Vesturveldanna og Rússlands
verði stofnað án samráðs við
þjóð sína. Og víst mun mörgum
verða á að hugsa, að eitthvað
muni þurfa meira en eina ráð-
stefnuna enn til þess að lægja
þær öldur, sem nú rísa milli
austurs og vesturs; því að ekki
verour það sagt, að á ráðstefnur
hafi skort eftir stríðið. Ef þær
væru einhlítar til að tryggja
friðinn, þá ætti honum nú ekki
að vera eins hætt og raun ber
vitni.
Sjálfsagt er Churchill það og
jafn vel ljóst og öðrum, Edin-
borgarræðu hans ber því fyrst
og fremst að skoða sem kosn-
ingabombu, miðaða við það, að
vinna stundarfylgi fólks, sem
óttast nýtt stríð og tekur fegins
hendi hverri tálvon, sem að því
er haldið, um tryggan og varan-
legan frið. Hvort Churchill hef-
ur reiknað það rétt, að þessi
ÞAÐ ER STAÐREYND, að at-
vinnuvegir íslendinga eru
hættulega einhæfir og snúast
að of miklu leyti um fiskveið-
ar einar. Þetta verður til
þess, að afkoma þjóðarinnar
verður háð hættulegum sveifl-
um, því að útflutningurinn,
og þar með vörumagn, sem
flutt er inn í landið, getur
breyzt svo gífurlega frá ári
til árs eftir fiskaflanum. Ef
það verður nokkru sinni hugs-
anlegt að gera fiskveiðar að
nægilega öruggum atvinnu-
vegi til að byggja jafna af-
komu á þeim, verður það að
minnsta kosti ekki í náinni
framtíð.
MENN ERU ÞVÍ SAMMÁLA
um það, að hér verði, ef þess
er nokkur kostur, að rísa upp
aðrir atvinnuvegir, er veiti
þjóðarbúinu meiri kjölfestu
en fiskveiðarnar geta gert.
Er þar fyrst og fremst talað
um stóriðnað, en til þess að
hann nái tilgangi sínum, verð-
ur hann að byggjast á innlend-
um hráefnum og annað hvort
að framleiða útflutningsvöru
eða spara stórkostlega inn-
kosningabomba verði honum til
fylgisauka, skal þó hér alveg ó-
sagt látið. En til skamms tíma
hefði það áreiðanlega þótt for-
spá, að brezka þjóðin teldi
Churchill líklegastan til þess að
stilla til varanlegs friðar í hinni
erfiðu sambúð austurs og vest-
urs eftir ófriðinn.
---------—:—-------
Nemendasyning
leikskóia
Ævars R. Kvaran
SÍÐASTLIÐINN sunnudag
efndi leikskóli Ævars R. Kvar-
an til nemendasýningar í
Skátaheimilinu.
Fyrsta atriðið var upplestur
Elínar Ingvarsdóttur og var
: gerður að honum góður róm-
ur. Þá sýndu tveir nemendur
skólans skilmingar, og vakti
það atriði mikla athygli, enda
er íþróttin sjaldséð hér. Þau
Sólveig Jóhannsdóttir og Lúð
vík Hjaltason fluttu þátt úr
sjónleiknum: ,0g man þá tíð“,
eftir Engen 0‘Neill, og þótti
þeim mjög vel takast. Að síð-
ustu var látbragðsleikur, all-
langur, samfylldur þáttur, og
fögnuðu áheyrendur honum á-
kaft. Mun þetta í fyrsta skipti
sem sú grein leiklistar er sýncl
sértök hér á viði; hafði Kle-
menz Jónsson leikari séð um
æfingu á þættinum, en Kle-
mens er fastur kennari við skól
ann.
Þótti nemendasýning þessi
vel takast og skólanum til
sóma.
á laugardaginn
ÁRSHÁTÍÐ verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar verður á
laugardagskvöldið kemur í
Iðnó og hefst kl. §,00. Verður
þar fyrst sameiginleg kaffi-
drykkja, en skemmtikraftar frá
„Bláu stjörnunni11 munu ann-
ast skemmtiatriði. Síðan verð-
ur dans.
vantar ungling til .blaðburðar við
Laugaveg.
Talið við afgreiðsluna. - Sími 4900,
ÁlþýðublaðlS
Góð hugmynd, sem misíókst fyrir handvömm.
En aftur harf að hefjast handa.
MARGIR REYKVIKINGAR
glöddust yfir því, þegar tilkynnt
var, að landsmót í skautakeppni
færi fram á Tjörninni. Sýndi
það sig líka, að fólk hafði hug á
að njóta þessa óvenjulega við-
burðar, enda var veður goít og
fagurí. á suimudag. Skauta-
brautin hafði verið rudd og fægð
á sunnudagsmorgun og var hún
við Tjarnargötuna, hringmynd-
uð. Fólk fór að flykkjast á
Tjörnina og á götur í grennd við
j hana strax klukkan 1 og er á-
í ætlað að allt að 10 þúsundir
manna hafi komið á staðinn.
FÓLK FLYKKTIST út á ís-
inn og var mikil hætta samfara
því. Það brast líka og brakaði í
ísnum og var hreinasta mildi að
hann skyldi ekki alveg bresía
sundur og fólkið steypast í vatn
ið. Þegar tími sá var kominn,
! þegar mótið átti að hefjast, var
l
fólkið beðið að fara af braut-
inni, en það stóð allmargt á
henni sjálfri, en þrengdi auk
þess mjög að henni úr öllum átt-
um.
IíALLAÐ VAR til fólksins í
hátalara, en annaðhvort heyrði
það ekki í hátalaranum eða það
vildi ékki hlýða, því að það fór
ekki, en stóð sem fastast. Leið
þannig tíminn, að fólkið beið og
keppendur biðu og forstöðu-
menn mótsins biðu. Beið þannig
hver eftir oðrum með beirn áf-
leiðingum, að forgöngumenn-
irnir hættu loks við að láta mót-
ið fara fram, en fólkið tíndist
burt.
VISSI SVO ENGINN NEITT
fyrr en sagt var í útvarpinu um
kvöldið, að mótið hefði farið
fram. Virðast forgöngumennirn-
ir hafa látið einhverja keppend-
urna keppa, en þó ekki alla, því
að margir þeirra munu ekkert
hafa vitað um keppnina eítir að
hún gat ekki farið fram klukk-
an 2. Svo fór um sjóferð þá.
flutning til landsins og minnka
þannig útflutningsþörfina.
FÉLAG IÐNREKENDA hefur
nú skrifað viðskiptamála-
ráðuneytinu um mál þetta í
sambandi við Marshall aðstoð-
ina. Er félagið mjög hlýnnt
því, að leitað verði aðstoðar
amerískra sérfræðinga, ef
þess er kostur, til þess að
rannsaka ónotaðar auðlindir
landsins. Verður að telja sjálf-
sagt að nota slíka aðstoð, í
fullkominnj samvinnu við
innlenda kunnáttumenn, ef
hún stendur til boða, svo að
það verði sem fyrst Ijóst,
hvaða möguleikar á stóryðju
eru fyrir hendi í landinu.
IÐNAÐURINN hefur vaxið gíf-
urlega hér á landi hin síðari
ár. Þessl vöxtur hefur verið
mjög ör, og ekki ávallt beinzt
inn á heppilegar brautir, eins
og iðnaðarmenn sjálfir eru
fyrstir manna til að viður-
kenna. Ýmis konár smáiðnað-
ur, sem hér hefur risið upp,
á vafasaman tilverurétt og
þrífst hér í skjóli innflutnings
haftanna. Hins vegar er megin
þorri þeirra iðnfyrirtækja, er
hér hafa komizt á fót, hin
þarflegustu og mikill vinning-
ur fyrir þjóðarbúið. Þetta á
að sjálfsögðu við mestallan
fiskiðnaðinn, en auk þess við
mikinn meirihluta annarra
verksmiðja.
STÓRIÐNAÐUR, annar en
fiskiðnaðurinn, mun byrja að
rísa hér á næstu árum.með á-
burðarverksmiðjunni og se-
mentsverksmiðjunni, en nýja
Sogsvirkjunin mun skapa
skilyrði fyrir enn frekari
verksmiðjurekstri. Allt þetta
er gert fyrst og fremst með
Marshallaðstoð. En hér þarf
önnur og meiri átök til þess
að hægt sé að tala um stór-
iðju hér, hvað þá útflutnings-
iðnað. Rannsókn á möguleik-
um slíkrar stóriðju hér er því
hin þarfasta og þyrfti að ger-
ast í nánustu framtíð.
HVAÐA VON hér er á stór-
iðju, skal látið ósagt. Vatns-
orkan er fyrir hendi, og eng-
inn skyldi fullyrða, að hér séu
ekkj ófundnar auðlindir. En
einskis má láta ófreistað —
hér mega engar auðlindir
standa ónotaðar.
HÉR ER UM HNEYKSLI að
ræða. Engin stjórn virðist hafa
verið á þessu fyrirhugaða
skautamóti. Hins vegar var
hugmyndin alveg prýðileg og
allmikill viðburður og upplyft-
ing í viðburðasnauðu lífi bæjar-
búa. Forgöngufólkið hefði þegar
um morguninn átt að setja verði
við brautina og láta þá gæta
hennar og segja fólkinu hvar
það mætti vera. Það hefði líka
átt að hafa þarna betri hátalara
en raun var á, því að margir
hafa fullyrt við mig, að þeir
hafi alls ekki heyrt neina beiðni
um það að víkja frá. En fyrst
allt þetta mistókst, áttu for-
göngumennirnir vitanlega að
fresta mótinu, og ekki halda það
aftur með leynd seinna úm dag-
inn. Segja má.því að hver silki-
húfan hafi verið uþp af armarri.
ÞAÐ VAR MJÖG leiðinjegl
að þetta skyldi mistakast. Hér
var brotið upp á mjög skemmti
Iegri nýjung. Hér var hafinn
góður og gagnlegur siður, sem
hefði átt að geta oröið langlifur.
Allt mistókst fyrir haudvömm,
En allir vænta þess að forgöngu
mennirnir hefjist aftur handa
og hafi þá allan undibrúning
betri.
Hannes á horninu.