Alþýðublaðið - 22.02.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.02.1950, Blaðsíða 6
5 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikuclagur 22. febrúar 1350 Huerjum einasta borgara í frjálsu lýð- ræðislandi er nauðsyn oig skylda að fylgj- ast vel með því, sem fram fer í landi hans og víðs vegar um a'lla jörð. Alþýðublað- ið flytur, auk frétta og grema, fjölbreytt- ara skemmtiefni en nokkurt annað dag- blað hér á landi. Kaupið og lesið það. Úfbreiðið AEþýðublaðið! Eric Amhler I GREIPUM DAUDANS I STÓRKOSTLEGIR ÍÞRÓTTA- SIGRAR UNNIR Á TVEIM VETTVÖNGUM! Fyrir nokkru síðan var boðað til heimsmeistarakeppni í hand knattleik í Svíþjóð. Var boðs- bréf sent öllum þjóðum heims, en ekki er nú íþróttamenningin á hærra stigi hjá hinum ýmsu þjóðum heims en það, að ekki náðu þær tug, sem töldu sig hafa sigurstranlegu handknatt- leiksliði á að skipa og gjaldeyri til að kosta för þess. Vér ís- Iendingar vorum einir þeirra ör fáu þjóða, er töldu sig hafa hvorutveggja, og sannast hér sem oftar, að við erum eklci líkt því eins blankir og við látum. Því miður varð ekkert úr heimsmeistaramótinu. Stórþjóð irnar urðu skelkaðar ,þegar þær fréttu væntanlega þátttöku vora og sáu sér þann leik á borði að bera fyrir sig hina rígu þátt- töku til að fresta því og svipta oss þannig möguleikum til þess að gerast heimsmeistarar í íþróttinni og miklir menn, — enda kom á daginn, að þetta var eina ráðið. Ekki létu vorir menn þetta samt lama útþrá sína eða baráttulcjark, — sögðu út viljum vér eins og Snorri, nema hvað þeir höfðu það í fleirtölu, — og fóru, sáu og sigruðu! Erum vér því í raun réttri heimsmeistarar í hand- knattleik, hvað sem hver segir. Til þess að gera mönnum jþetta ljóst, einkum þeim ,sem ókunnugleika vegna eða skorts á stærðfræðilegri þekkingu álíta að markafjöldin ráði úr- slitum, skal fram tekið, að hann ræður þessu að nokkru, en að- eins að litlu leyti. Samkyæt viðteknu, alþjóðlegu almennings áliti, sem meðal annars -á sér ríka stoð í ' finnsku stigatöfl- unni, er það mannfjöldi þjóð- anna sem mestu ræður um úr- litin, enda gefur það auga leið. Ef við athugum til dæmis landskeppnina milli Svía og ís lendinga ber oss því fyrst að taka til greina að sænska þjóðin er fimmtíu sinnum fjölmennari en vér íslendingar. Samkvæmt því hefði það átt að reiknast jafntefli, hefðu Svíar skorað fimmtíu mörk gegn einu. Þeirri keppni lauk hins vegar þann- ig, að vorir taenn skoruðu hvorki meira né minna en 7 mörk gegn 15, eða 1—2, og þó vel það. Hafa menn vorir því unnið þarna hinn rækilegasta sigur, eða, ef miðað er við fólks fjölda, skorað 350 mörk gegn 15. — og má því með sanni segja, að förin hafi ekki verið til einskis farin. Víst er um það, að lengi mun slíks afreks verða minnst í íþróttasögunni og ekki kæmi mér á óvart þótt Svíar yrðu framlágir fyrst í stað þar sem rætt verður um handknatt- leik. Úrslit landskeppninnar við Dani urðu okkur því miður ekki jafn glæsileg, en engu að síður vel viðunandi. Samkvæmt þess um útreiknigi unnum vér þá með 180 mörkum gegn 20, og er það Dönum rétt mátuleg hirt- ing fyrir allt þeirra stærilæti. Að sigur okkar varð þó ekki enn meiri í Danmörku er fyrst og framst óhagstæðri grunntölu markanna en þó ekki síður á þeirri sögulegu staðreynd, að Danir hafa alltaf verið hálfgerð ir amlóðar til fólksfjölgunar — heimá fyrir. Ég vona að öllum skiljist nú, að fyllsta ástæða er til að þakka handknatfleiksköppum okkar unnið afrek og taka vel á móti þeim. þegar þeir koma heim aftur sem margfaldir meist arar í íþrótt sinni. Margir hafa að minnsta kosti hlotið lof fyr- ir minni Ianlkynningu. Jarpur. (miðað við fólksfjölda). á réttu að síanda. Það situr ekki á okkur að bera fram spurningar. Og hvers vegna? í’að er vegna þess, að sverin geta aðeins gefið bankastjorar, ftóriðjuhöldar og stjórnmála- menn, eða með öðrum orðum þeir, sem framleiða hergögnin. Og þeir gefa ekki neitt svar. Og hvers v^na ekki? Vegna þess að þeir vita, að ef fransk- ir og enskir hermenn vissu svörin, myndu þeir neita að berjast“. Konan hans roðnaði. „Þetta er alrangt. Vitanlega myndu Frakkar aldrei neita að verja okkur gegn þessum skítugu Húnum“. Hún leit til Grahams. ,,Það er ljótt að segja, að Frakk ar myndu neita að berjast. Frakkar eru engir hugleysingj- ar“. „Nei, en við erum heldur ekki heimskingjar11. Hann sneri sér snögglega að Gra- ham. „Hafið þér heyrt um Bri- ey, monsieur? Úr námunum í Briey koma níutíu af hundraði af öllum járnmálmi Frakk- lands. Árið 1914 hertóku Þjóð- verjar þessar námur, og þeir starfræktu þær og fengu úr þeim það járn, sem þeir þurftu með. Já; þeir starfræktu þess- ar námur af fullum krafti. Síð- ar hafa þeir viðurkennt, að ef þeir hefðu ekki haft þessar námur, þá hefðu þeir gefizt upp um vorið 1917. Já, þeir lágu ekki á liði sínu við námu- vinnsluna. Ég, sem barðist við Verdun, get fullvissað yður um það. Nótt eftir nótt sáum við eldslogana úr bræðsluofnum járnvinnslustöðvanna í Briey og það var hörmulegt á að líta. Við vissum þá, að úr okkar eig- in iárni voru smíðaðar kúlurn- ar, sem rigndi yfir okkur. Flug- vélar okkar og sprengikúlur þeirrahefðu getað jafnað þetta allt við jörðu á einni viku, en stórskotaliðið þagði, flugherinn einnig, allir þögðu. Einn flug- maður, sem kastaði einni sprengju á Briey, var dreginn fyrir herrétt. Hvers vegna?“ Hann hækkaði röddina. ,,Ég get sagt yður það, monsieur. Það var vegna þess, að skipun hafði verið gefin um það, að ekki mætti snerta við Briey. En hver gaf þá skipun? Það vissi enginn. Skipanírnar komu frá einhverjum, sem sat einhvers staðar efst uppi. Hermálaráðu- neytið sagði, að hershöfðingj- arnir hefðu gefið út’skipanirn- ar um þetta. Hershöfðingjarn- ir sögðu, að þær hefðu komið frá hermálanáðuneytinu. Við þekktum ekki hið sanna í mál- inu fyrr en stríðinu var lokið. Skipanirnar höfðu verið gefn- ar út af Monsieur de Wendel í Comté des Forges, en hann átti bæði námurnar og bræðslu ofnana. Við börðumst fyrir lífi okkar, en líf okkar var ekki eins mikils virði og framtíðar- gróði Monsieur Wendels af námunum í Briey: Nei, það er ekki heppilegt að láta þá sem terjast, vita of mikið. Margar ræður, alveg sjálfsagt. En að segja hermönnunum sannleik- ann? Nei, kemur ekki til mála“. Konan hans fórnaði höndun- um, ákaflega hneyksluð. „Allt af kemur hann að því sama. í hvert sinn, sem minnzt er á stríðið, fer hann að tala um Briey, atburði, sem gerðust fyrir tuttugu og fjórum árum síðan“. „Og er það nokkuð undar- legt?“ sagði hann. „Ástandið er ekki mikið breytt og viðhorfin eru hin sömu. Sú staðreynd, að við fáum eiginlega ekkert að vita fyrr en löngu eftir á, þýð- ir ekki sama sem að svona lag- að gerist ekki nú. Allt af þeg- ar ég hugsa um stríðið fer ég ósjálfrátt að hugsa um Briey og logana úr bræðsluofnunum þar. Það minnir mig á, að ég er eins og hver annar venju- legur alþýðumaður og að mér ber ekki að trúa öllu sem ég heyri. Ég fæ frönsk blöð í hend ur og sé eyðurnar í þeim. Þar hefur ritskoðunin drepið nið- ur fingri sínum. Þessi blöð segja mér vissa hluti. Þau segja, að Frakkar berjist með Bretum gegn Hitler og nazism- anum og fyrir frelsi og lýð- ræði“. „Og þér trúið því ekki?“ spurði Graham. „Ég trúi því, að franska þjóð- in og brezka þjóðin berjist með þetta í. huga, en er þar með allt sagt? Mér dettur Briey í hug, og ég efast um það Þessi sömu blöð sögðu líka einu sinni, að Þjóðverjar tækju ekki neitt málmgrýti úr Briey- námunum —■ og að allt væri í bezta lagi. Ég særðist í síðasta stríði og bíð þess aldrei bæt- ur. Ég þarf ekki að berjast í þessu stríði. En ég hugsa því fleira“. Konan hans rak upp kulda- hlátur. „Já, það kemur annað hljóð í strokkinn hjá honum, þegar hann kemur aftur heim til Frakklands. Hann talar eins og kjáni og þið skuluð ekki taka neitt mark á honum, herrar mínir. Hann er góður Frakki. Hann fékk heiðurs- krossinn fyrir hreysti og hug- rekki“. Hann bandaði með hendinni. „Já, dálitla silfurplötu utan á brjóstið til að hylja stálflísina innan í því. Ég held að bezt væri að kvenfólkið berðist í þessum styrjöldum. f*að er miklu herskáara og þjóðernis- sinnaðra en karlmennirnir“. „Og hvað segið þér, Kuv- elti?“ sagði Graham. „Ég? Ó, hafiö mig afsakað- an“. Kuvelti varð vandræða- legur. „Þér vitið að ég er hlut- laus. Ég veit ekki neitt, hef eiginlega ekki neina skoðun“. Hann baðaði út höndunum. Ég sel bara tókbak. Það er utan- ríkisverzlun, og það er nóg fyr- ir mig“. Frakkinn leit snögglega upp. „Tóbak? Jæja. Ég hef haft töluverð afskipti af tóbaks- verzlun. Fyrir hvaða fyrirtæki starfið^þér?" „Pazar í Istanbul“. „Pazar?“ Mathis hleypti brúnum og virtist verða undr- andi. „Ég held ekki að . . .“ En Kuvelti greip fram í fyr- ir hor.um. „Sjáið þarna. Þetta hlýtur að vera Grikklands- strönd“. Þau litu öll þangað, sem hann benti. Og vitanlega var þetta Grikkland. Það leit út eins og dálítið ský fyrir ofan gullrönd eyjarinnar Makronisi. Skipið klauf öldurnar og hreyf- ingar þess voru hægar og ör- uggar. „Þetta er fagur dagur, dá- samlegur dagur“, sagði Kuv- elti. Hann dró andann djúpt og stundi ánægjulega. Ég hlakka mjög mikið til að koma til Aþenu. Við komum til Pyræ- us um klukkan tvö“. „Ætlið þér og kona yðar að fara í land?“ spurði Graham, og sneri sér að Mathis. „Nei, ég hugsa ekki. Við stöndum of stutt við“. Hann bretti upp jakkakraga sinn. „Já, þetta er fagur dagur, ég er samþykkur því, en mér finnst hann heldur kaldur“. „Ef þú stæðir ekki svona og talaðir og talaðir, þá myndi þér ekki verða svona kalt“, sagði konan hans. „Þú ert ekki með neinn trefil“. „Jæja, jæja“, sagði hann gremjulega. „Við skulum þá koma okkur niður. Fyrirgefið herrar mínir“. „Ég held ég fari líka niður“, sagði Kuvelti. „Ætlið þér að koma líka? mr. Graham?“ „Ég ætla að standa hérna dá- litla stund enn“. Hann mundi fá meira en nóg af Kuvelti seinni hluta dagsiris. „Jæja, við sjáumst um klukk an tvö“ „Já“. Þegar þau voru farin leit hann á klukkuna og sá að hún var að verða hálf tólf. Hann ákvað að ganga tíu smrium fram og aftur um bátaþilfarið áður en hann færi niður og fengi sér eitthvað að drekka. Honum fannst, þegar hann fór að ganga, að honum liði miklu betur eftir næturhvíldina. Það var að minnsta kosti víst, að hann kenndi ekki til í hend- inni, og hann fann, að hann gat beygt fingurna dáhtið, án þess að kenna sársauka. Enn betra var þó hitt, að hann hafði ■osnað við þá tilfinningu, sem hann hafði haft daginn áður, að hann væri undir einhvers konar martröð. Nú var hann sftur orðinn bjartsýnn, fannst sllt leika í lyndi. Honum fannst gærdagurinn langt í burtu. Að vísu minntu umbúðirnar á hendinni hann á viðburði dags- ins, en nú fannst honum þetta ekki neitt. Gærdagurirm hafði fært honum furðulega reynslu. Nú var aðeins svolítil skráma á handarbaki hans og hún myndi hverfa á fáum dögum. Og nú var hann á leiðinni heim til sín, til starfs síns cg við- fangsefna. Hann minntist Jos- ette og hrósaði happi yfir því, að hann hefði haft stjórn á sjálfum sér um kvöldið og ekki gert neina vitleysu. Hann gat varla skilið það núna, að hann skyldi hafa liaft nokkra löng- un til að kyssa hana. Það var meira en ótrúlegt. Annars var það ef til vill skýringin, að hann hafði verið ákaflega þreyttur bæði á sál og líkama og fundist hann þurfa að upp- lifa ævintýri. Hún var áreið- lega ákaflega blóðheit kona. Hún hafði boðið siálfa sig fram, að vísu nokkuð opinskátt, en þó . . . Leslð AlþýðublaSlð! I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.