Alþýðublaðið - 22.03.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.03.1950, Blaðsíða 1
XXXI. árgangur. Miðvikudagur 22. marz 1950 67. tbl. London-Khöfn flugleiðis á 78 mín. Kómetao flaog lciðina i gær. j — KÓMETAN, ein fullkomn- asta þrýstiloftsflugvél Breta, flaug í gær frá London til Kaupmannahafnar á 78,5 mín- útum, og er það hálfu skemmri fiugtími en venjulegar farþega- íiugvélar þurfa til að komast þessa leið. Flugvélin var á sýn- ingarflugi með gesti eina innan borðs. Farþegarnir segja svo frá, aS vélin sé hin þægilegasta, stöð- ug á ’flugi og hávaði verulega minni en í venjulegum flugvél- um. Hraði flugvélarinnar var að m^ðaltali . 725' km á klst. Á heimleiðinni Var flugvélin 86 mínútur vegna mótvinda. Flugvélategund, þessi verður tekin ; til farþegaflugs . á leið- inni milli Bretlands og Ástárlíu á árinu 1951. --------------------- Þingflokkur belg- ískra Jafnaðar- manna sfyður verkfömn ÞIN GFLOKKUR belgiskra jafnaðarmanna hefur sam- þykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við mótmælaverkföll þau, sem verkamenn hafa gert gegn heimkomu Leopolds kon- ungs. Hefur flokkurinn einnig samþykkt, að verja fé til styrkt ar þessum verkföllum. Þingflokkur kaþólskra sam- þykkti þvért á móti á funai sínum í gær. að mótmæla vei’k- föllunum og vinna einarðlega að heimkomu Leopolds. Flokk- urinn lýsti stuðningi sínum á Eyskens forsætisráðherra, sem er að reyna að mynda stjórn. SLÖKKVILIÐIÐ var í gær kvatt að bifreiðaverkstæði póst- og símamálastjórnarinnar á bak við Nýborg við Skúla- götu. Var þar dálítill eldur, og skemmdir urðu á einum bíl inni á verkstæðinu, en engar teljandi skemmdir urðu aðrar. VERKALÝÐSSAMBAND .KOMMÚNISTA á Ítalíu hefur boðað til allsherjarverkfalls til þess að mótmæla hinum nýju öryggsilögum, sem stjórnin hefur sett. Verkalýðssambönd- Mikið deilurnál í Englandi. EITT MESTA DEILUMÁL, sem uppi er í Bretlandi um þessar mundir, er mál blökku- mannahöfðingjans Seretse og hinnar hvítu drottningar hans. Seretse er þjóðhöfðingi Baman gwato þjóðfiokksins í Bechu- analandi í sunnanverðri Afríku. Þegar ha-nn var við nám í Oxford, giftist hann enskri stúlku, Ruth Williams að nafni, og tók hana með sér til heim- kynha sinna. Þegar Seretse kom til Bechu- analands, mótmæltu ráðandi merin þar, og frændi hans einn. varð að flýja land ásamt mörg um ráðamönnum. En þjóðin kaus tryggð við Seretse og hina hvít'u drottningu. Stjórn lands ins, ;sem er að mestu í höndum blökkumanna sjálfra, fór aftur, og nýlega kallaði stjórnin í London Seretse þangað til ráða gerða. Þegar hann kom þangaö, var hanum bannað að hverfa aftur til Bechuanalands í fimm ár. Hann mótmælti, og málið hefur verið mikið rætt og um það deilt síðan, en það er enn óútkljáð. Hvíta drottningin, Ruth Williams, er í Bechunana landi og á von á barni. Hún kveðst ætla að vera kyrr hjá Bamangwötum. Brezka stjórnin hefur til- kynnt, að innan skaipms komi út hvít bók um mál þetta. -—...... —•»-------- Franska sijérnín býður nolkra launahækkun FRANSKA STJÓRNIN hef- ur samþykkt að gera opinber- um starfsmönnum og verka- mönnum í þjóðnýttum verk- smiðjum tilbo ðum 5% launa- hækkun og einhverjar afkasta- uppbætur að auki. Þetta er minna en verkamenn fara fram á, en stjórnin gerir sér vonir um samkomulag um þetta. Mun Bidault forsætisráð herra halda útvarpsræðu inn- an skamms og hvetja atvinnu- rekendur til að koma til móts við verkamenn, svo sem þeir frekast geti, og hins vegar hvetja verkamenn til að gera ekki meiri kröfur en franska hagkerfið getur risið undir. in, sem ekki eru undir stjórn kommúnista, hafa hvatt fylgis- menn sína til þess að skipta sér ekkert af verkfallinu. Eldur í bifreiðaverk- siæði vlð Nýborg Brelar Iryggja loftvarnir sfn Höfnin í Kaupmannahöfn Höfí á fiskinnflutningi minnkuð vegna viðskipfastefnu OEEC Lækkandi verð ©g mótmæli fiskimanna sföðvoðy isfiskssöiiir okkar í Frakklandi ÍSFISKSSÖLUR íslenzku togaranna tveggja í Bonlogne í Frakklandi fyrir skömmu urðu vandámál fyrir efnahagsstofnun Vestur-Evrópuríkjanna (OEEC), að því er skýrt er frá í New York Times. ísfiskssala þessi var því að eins möguleg, að Frakkar höfðu rýmkað alímjög á innflutningshöftum sínum í samræmi við samþykktir OEEC, þótt aðrar ástæður yrðu til þess að söluferðum til Frakklands var þegar hætt. Það hefur verið stefna Mar- hallríkjanna að leyfa frjálsan innflutning á sem flestum vöru flokkum, og hefur þessi stefna orðið til þess að auka milliríkja viðskipti og meðal annars opn að nýja markaði fyrir íslend- inga (saltfiskur í Portúgal ofl.), þótt það sé enn ekki í stórum stíl. í viðskiptasamningum við Frakka hefur ekki verið gert ráð fyrir ísfisksölu, heldur að- eins freðfiski. Þegar Frakkar afnámu innflutningshömlur á allmörgum vörum, var ísfisk- urinn þar á meðal, og sköpuð- ust þar möguleikar til ísfisks- sölu í Frakklandi. Togararnir Maí og Ingólfur Arnarson fóru til Boulogne, en vegna mót- mæla sjómanna og útgerðar- manna og lækkaðs fiskverðs í Frakklandi, voru ekki farnar fleiri ferðir. Vandamálið; sem New York Times skýrir frá í þessu sam- bandi í frétt frá Genf, er, að Frakkar leyfðu fiskinnflutning frá íslandi, Svíþjóð og fleiri löndum, en ekki frá Noregi Norðmenn mótmæltu þessu og töldu sig misrétti beitta. Islendingar hafa ekki trevst sér til þess að taka þátt í því að leysa hömlur milliríkjaverzl unar, eins og Marshalllöndin Flugherinn iær nýj- ar og fullkomnar orusíuflugvélar BREZKI FLUGHERINN er nú að fá fleiri og fullkomnari flugvélar er hann hefur haft, og tilraunir eru nú gerðar með „fljúgandi sprengju", sem hægt verður að skjóta frá flugvélum á sprengjuflugvélar og stýra þeim á leiðinni. Henderson, flugmálaráðherra Breta, skýrði frá þessu í neðri deild enska þingsins í gær. Fjárveitingin til flughersins fyrir næsta fjárhagsár var til umræðu í neðri deildinni, en hún nemur 223 milljónum punda. Gaf Henderson í þessu tilefni yfirlit yfir flugvélakost Breta. Flestar orrustuflugsveitirnar hafa nú þegar þrýstiloftsflug- vélar, nema þær, sem eru í Austurlöndum, og munu þær fá slíkar vélar innan skamms. Þá verða næstu ár teknar í notkun nýjar þrýstilofts orrustuflug- vélar, fullkomnari en þær, sem nú eru til. Meðal þeirra er „Ve- nom“ orrustyvélin, sem tekin verður í notkun næsta ár, en hún flýgur yfir 1000 km á klst Nýjar næturorrustuflugvélar eru einnig væntanlegar og nú tveggja hreyfla sprengjuflug- vél, knúin með þrýstilofti. Um sprengjuflugvélarnar sagði Henderson, að 70 risa- flugvirkin, sem Bretar fá á næstunni frá Bandaríkjunum, myndu styrkja mjög sprengju- flugvélakostinn, en hinar fyrstu munu nú vera komnar til Eng- lands. McMillan, sem talaði fyrstur fyrir stjórnarandstöðuna, lagði áherzlu á nauðsyn fullkomins radarkerfis í Vestur-Evrópu, til þess að tryggja loftvarnir og samræma þær. -------........*------ Forseli Flnnlands sæmir Alfons Jóns- son á Siglufirði FORSETI FINNLANDS, herra Paasikivi, hefur sæmt herra vicekonsúl Alfons Jóns- son, Siglufirði, riddara 1. gráðu finnsku ljónsorðunnar (riddere av I. klassen av Finlands Le- jons orden). Herra Alfons Jónsson hefur gegnt vicekonsúlsstarfi fyrir Finnland í 20 ár. hafa samþykkt að gera sín á milli. Munu íslendingar og Grikkir vera einu þjóðirnar, sem ekki hafa gert innflutning á neinum vöruflokkum frjáls- an.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.