Alþýðublaðið - 28.03.1950, Page 6

Alþýðublaðið - 28.03.1950, Page 6
s 'ALÞYöUBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. marz 1950 aibcraun íslendingasagnaútgáfan hefur undanfarna mánuði auglýst og selt bækur sínar gegn afborgun við miklar vinsældir. Nú þegar getið þér fengið allar bækur útgáfunnar með afborgunarkjörum. — Klippið út og Sendið útgáfunni auglýsingu þessa. Ég undirrit. ... óska að mér verði sendar íslendinga sögur (13 bindi), Byskupasögur, Sturlunga og Annálar ásamt Nafnaskrá (7 bindi), Riddarasögur (3 bindi) og Eddukvæði I—II, Snorra Edda og Eddulyklar (4 bækurj, samtals 27 bækur, er kosta kr. 1255,00 í skinnbandi. Bækurnar verði sendar mér í póstkröfu þannig, að ég við móttöku bókanna greiði kr. 155,00 að viðbættu öllu póstburðar- og kröfugjaldi og afganginn á næstu 11 mán- uðum með kr. 100,00 jöfnum mánaðargreiðslum, sem greiðast eiga fyrir 5. hvers mánaðar. Ég er orðin. . 21 árs og er það ljóst, að bækurnar verða ekki mín eign fyrr en verð þeirra er að fullu greitt. Það er þó skilyrði af minni hendi, að ég skal hafa rétt til að fá skipt bókunum, ef gallaðar reynast að einhverju leyti, enda geri ég kröfu þar um innan eins mánaðar frá móttöku verksins. Litur á bandi óskast Svartur Brúnn Rauður Strikið yfir það, sem ekki á við. Nafn Staða . Heimili Útfyllið þetta áskriftarform og sendið það til útgáfunnar. Séuð þér búinn að eignast eitthvað af ofantöldum bók- um, en langi til áð eignast það, er á vantar, fáið þér þær bækur að sjálfsögðu með afborgunarkjörum, þurfið aðeins að skrifa útgáfunni og láta þess getið hvaða bækur um er að ræða. Aldrei liefur íslenzkum bókaunnendum verið boðin slík ? kostakjör sem þessi. Islendingasagnaútgáfan fí.f. Túngötu 7. — Pósthólf 73. — Sími 7508. — Reykjavxk. Eric Ambler verðum að fá okkur góðan franskan mat“. Hún þagnaði í svip, en bætti svo við hikandi: ,,Ég hef aldrei komið í Tour d’Argent11. „Þangað skulum við fara.“ „Er yður alvara? Þá skal ég borða þangað til ég er orðin eins og aligæs. Síðan getum við byrjað.“ „Byrjað?“ „Það er enn opið á ýmsum stöðum, þrátt fyrir bannið. Ég mun kynna yður fyrir ágætri vinkonu minni. Hún var sous- maquecée í Moulin Galant, þeg- ar Le Boulanger réði þar ríkj- um. Það var áður en glæpa- mennirnir komu. Þér skiljið sous-maquecée?“ „Nei.“ Hún hló. „Já, þetta er allt svo dularfullt fyrir yður. En ég skal skýra það betur seinna. Yður mun þykja vænt um Su- zie. Hún sparaði mikið fé sam- an, og nú er hún reglusöm. Hún átti stað í rue de Liége, sem var miklu betri heldur en Le Jockey Cabarett í Istanbul. Hún varð að loka honum þegar stríðið brauzt út, en hún hefur opnað annars staðar. Það er skammt frá rue Pigalle, og þeir, sem eru vinir hennar, geta komið þangað. Hún á mjög marga vini, og nú er hún aftur farin að safna peningum. Hún er orðin gömul og lögreglan skiptir sér ekkert af henni. Hún yptir bara öxlum þegar minnzt er á lögregluna. Hvaða ástæða er til þess, að maður hætti alveg að skemmta sér, bara af því að þetta bölvað stríð hefur skollið á allt í einu? Ég á líka fleiri vini og kunn- ingja í París. Ég er alveg sann- færð um, að yður mun lítast vel á þá og kunna vel við yður í hópi þeirra, eftir að ég hef kynnt yður fyrir þeim. Þegar þeir fá að vita, að þér eruð vinur minn, þá er engin hætta á ferðum. Þeir eru ekkert ann- að en kurteisin og hjálpsemin, þegar þeir vita, hver hefur komið með vin til þeirra. En þeir treysta ekki öllum, skal ég láta yður vita.“ Iíún hélt áfram að tala um þessa vini sína. Flestir voru þeir konur (Lucette, Dolly, Sonia, Claudette,. Berthe). En auk þeirra voru einn eða tveir karlmenn (Jojo, Ventura), sem voru útlendingar og höfðu því ekki verið kallaðir í herinn. Hún talaði um þá og lýsti kost- um þeirra, en einhvern veginn fékk hann þá tilfinningu, að hún reyndi að fegra þá og gylla. Það gat vel verið, að þessir vinir hennar væru ekki auðugir á borð við það, sem Ameríkumenn kalla auð, en þetta var heimsfólk. Allt var það sérstætt, hafði sín sérkenni og lét ekki að sér hæða. Einn var ákaflega ,,gáíaður“, annar átti vin í innanríkismálaráðu- neytinu, þriðji ætlaði að fara að kaupa glæsilegt hús í San Tropez og hafði haft um orð að bjóða þangað öllum vinum sín- um í sumarleyfinu. Allt var þetta fólk ákaflega skemmti- legt, og albúið að hjálpa, ef maður þurfti að fá einhverju ,,sérstöku“ framgengt. En Gra- ham spurði einskis. Hann gerði enga athugasemd við þá mynd, sem hún var að draga upp fyrir hugskotssjónum hans. Nú fannst honum jafnvel, að það hlyti að vera skemmtilegt að sitja í hópi glaðlegs fólks og drekka góða drykki úr dýrum glösum og skemmta sér í sól og sumri. Hann mundi verða öruggur og frjáls og geta gert allt, sem hann langaði til. Aftur mundi hann verða sjálfum sér líkur, óttalaus og upplitsdj arf- ur. Þá mundi þessi óbærilegi taugaæsingur hverfa. Já, þetta varð að verða að virkileika. Það var óhugsandi, að menn sæktust eftir lífi hans, hrein- asta bábilja. Möller hafði að minnsta kosti á réttu að standa í einu atriði. Hann hlaut að vera þjóð sinni meira virði lif- andi en dauður. Já, vitanlega var hann þjóð sinni miklu meira virði lifandi en dauður. Jafnvel þó að fram- kvæmd samningsins við Tyrki yrði frestað um sex vikur, þá mundi hann að sjálfsögðu vera allra manna bezt fallinn til að framkvæma það, sem hann hafði unnið að Og jafnvel mundi hann geta unnið eitt- hvað upp af hinum tapaða tíma, hraðað framkvæmdun- um. ‘ Hann var, hvað sem öðru leið, aðaltrúnaðarmaður og sér- fræðingur fyrirtækis síns í þessum málum, og hann var handviss um það, að það yrði ákaflega erfitt fyrir félagið að fá mann í hans stað. Hann hafði þó ekkl farið með neitt fleipur, þegar hann sagði Haki, að völ væri á heilli tylft af mönnum, sem gætu unnið störf hans, en hann hafði bara sleppt því, að þessir menn voru nær eingöngu útlendingar, Ameríku menn, Frakkar, Þjóðverjar, Japanir og Tékkar. Vitanlega var skynsamasta leiðin um leið sjálfsögðust. Hann var vélfræð- ingur en ekki njósnari að at- vinnu. Líkast til hefði þjálfaður njósnari getað hamlað upp á móti mönnum á borð við Möller og Banat. En hann var ekki bjálfaður njósnari. Það lá ekki í hans verkahring að ákveða, hvort Möller var að reyna að blekkja hann eða ekki. Hans skylda var aðeins sú, að vernda líf sitt. Það hlaut að verða öll- um fyrir beztu, að hann dveld- ist í sex vikur á þeim stað, sem Möller hafði nefnt. Vitanlega var þetta fals og lygi allt sam- nn. Hann varð að ljúga að Stephanie og vinum þeirra, að forstjóra fyrirtækis síns. og fulltrúum tyrknesku stjórnar- innar. Hann mundi ekki geta íiagt þeim sannleikann. Þeir mundu álíta, að hann hefði átt að hætta lífi sínu. En það var létt fyrir fólk, sem sat öruggt . í hægindastól heima hjá sér, að hugsa þannig um aðra, sem voru í hættu. En mundu þeir trúa honum? Hans heimafólk mundi trúa honum. En mundi Haki hershöfðingi trúa sögu hans? Haki mundi gruna eitt- hvað og koma með nærgöngul- ar spurningar. Já, Haki mundi áreiðanlega reyna að komast að hinu rétta og svífast einskis í þeirri viðleitni. Það mundi valda honum ýmsum erfiðleik- um. En Möller mundi skipu- leggja varnirnar. Möller var á- reiðanlega vanur slíku Möller í( Það varð skyndileg svipting í huga hans. Guð komi til, hvert var hann eiginlega að fara? Það, sem hann hafði ver- ið að ráðslaga með sjálfum sér, var ekkert annað en föður- iandssvik. Og þó .... Og þó hvað? Hann varð þess fullviss allt í einu, að eitthvað hafði gripið huga hans. Hugmyndin um það, að gera samkomulag við erlendan njósnara, var ekki lengur óhugsanleg. Hann mundi geta gért samkomulag við Möller án þess að hafa af því samvizkubit. Hann var að verða glæpamaður og svikari. Hann gat ekki framar treyst cjálfum sér. Josette hristi handlegg hans. „Hvað er að, chéri? Hvað geng- ur að yður?“ „Ég mundi aðeins allt í einu eftir dálitlu,“ umlaði í honum. „Já,“ svaraði hún gremju- lega. „Nú eruð þér ekki nær- gætinn við mig. Ég spurði yður hvort við ættum ekki að halda áfram að ganga. Og þér svöruð- uð mér ekki. Ég spurði yður aftur að því, og þér nemið stað- ar, alveg eins og yður sé að verða illt. Þér hafið alls ekki hlustað á það, sem ég hef verið að segja.“ Hann hristi af sér kvíðann. ,,Jú, ég heyrði það. En eitthvað, rem þér sögðuð, minnti mig á það, að strax og við komum til Parísar, verð ég að skrifa nokk- ur viðskiptabréf, og ég verð að retja þau í póstinn undir eins. Þessi bréf eru ákaflega áríð- andi.“ Hann reyndi að brosa, yppti öxlum og bætti við glettnislega: „Ég vil helzt ekki A T

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.