Alþýðublaðið - 28.03.1950, Side 7

Alþýðublaðið - 28.03.1950, Side 7
Þriðjudagur 28. marz 1950 ALÞÝÐUBLAÐIÐ í raxsE*» Ólafur Þórarinsson múrari. Hrísateig 9. andaðist 27. þ. m. Börn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og jarðarför Sigui’ións Einarssonar, að Borg í Ytri-Njarðvík. “ ‘ijf 'f’j Sveinbjörn Sigurjónsson, Soffía Ingvarsdóttir. Einar Jónasson, Ólafía Ögmundsdóttir. Asgeir Steíánsson Framhald af 3. síðu. svo vill hann enn að unnið sé. En hann gerir þó jafnan mestar kröfur til sjálfs sín, og þá er hægara að verða við kröfunum, þegar sá, sem á að verða við þeim, finnur, að sá, sem gerir þær, krefst hins sama eða meira af sjálfum sér. Ásgeir Stefánsson hefur ekki verið einn á ferð. Hann kvænt íst 1932 Sólveigu Björnsdóttur, Helgasonar skipstjóra og Ragn- hildar Gísladóttur, konu hans. Hefur hún síðan verið honura styrk stoð í öllu hans starfi og búið honum og börnum þeirra, þremur, hið indælasta heimili. Getur sá, sem þetta ritar, bezt borið um þá gestrisni og þann hlýhug, sem þar ríkir. Hér verður ekki farið út í að rekja þessa sögu mikið íengur. Ásgeir Stefánsson hef- ur þegar leyst af höndum mik- ið .starf og merkilegt. En endist honum líf og heilsa, sem er vonandi, er ekki að efa, að þar verður enn miklu við bætt. Hann er ekki gefinn fyrir að sitja auðum höndum og hafast ekki að. Hann er einn af þeim hamingjusömu mönnum, sem fipnur í starfinu hina mestu ánægju. Það er ósk mín t-il hans nú á þessu merkisafmæli, að hann njóti þessarar ánægju sem allra lengst. Emil Jónsson. Framh. af 5. síðu. árum fær kjörseðlana í hend- ur til þess að hafa áhrif á gang þjóðmálanná, ætti að gera sér ljóst, að raunverulega er aðeins um tvennt að selja, þ. e. vinstri stefnu eða hægri stefnu. Valið byggist á því, hvort menn meta meira öryggið gegn skortinum eða frelsið til auðsöfnunar. (Alþýðumaðurinn). HANNES Á IIORNINU Framhald af 4. síðu. ar unga menn til brýnustu fram leiðslustarfa eins og til dæmis nú á saltfisksveiðarnar. Hannes á horninu. Kaupum fuskur á BaSdursgöíu 30. Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðalstræti 12, og í Bókabúð Austurbæjar. Skíðamótiou íokið: Grétar Árnason Reykjavíkurmeist- ari í skíðagöngu SKÍÐAMÓÍI REYKJAVÍK- UR lauk á sunnudaginn, og varð Grétar Árnason, ÍR, Reykjavíkurmeistari í skíða- göngu á 1:13,42 klst. • í skíða- göngu drengja sigraði Henn- ing Bjarnason, Ármanni, á 56,50 mín. Úrslitin í skíðagöngunni urðu annars sem hér segir: 1. ~Grétar Árnason ÍR 1:13,42 2. Guðm. Bjarnason ÍR 1:15,00 -3. Gísli Kristjánsson ÍR 1:17,41 í drengja flokki sigraði Hepning Bjarnason, eins og áður segir, á 56,50 mín. Ann- aí’ varð Stefán Pétursson ÍR á 1:08,03 klst. í brunkeppni hjá A-flokki urðu þrír Reykjavíkurmeistar- ar, það er að segja allir á sama tíma 68 sek. Þeir voru Guðni Sigfússon ÍR, Þórir Jónsson KR og Víðir Finn- bogason Ármanni. Fjórði varð Ásgeir Eyjólfsson Ármanni á 76 sek. og fimmti Hörður Björnsson IR á 78 sek. í sveitakeppni vann sveit ÍR á'250 sek., önnur sveit Ár- manns á 251 sek. og þriðja sveit KR á 271 sek. fyrstir á 61 sek. Það eru þeir Guðmundur Jónsson KR og Óskar Guðmundsson, einnig úr KR. Þriðji varð Hermann Guðjónsson KR á 63 sek, og fjórði Valdimar Örnólfson ÍR á 64 sek. í sveitakeppni í svigi í B- flokki fóru leikar þannig, að sveit KR varð fyrst á 613,6 sek. Önnur sveit ÍR á 629 sek. í C-flokki karla varð sveit Ármanns fyrst á 592,5 sek. Önnur sveit Ármanns á 706,1 sek. og þriðja sveit skáta á 710,2 sek. Framfarafélag Voga- hverfis sækir um lóð fyrir félagsheimill FRAMFARAFÉLAG Voga- hverfis, sem nýlega var stofn- að, hefur hug á því að koma upp félagsheimili fyrir hverfið og hefur félagið í þessu skyni hótt um lóð til bæjarráðs. LesiS Alfjýðublaðið! Auglýsið í Alþýðublaðinul hefur frá því hún hóf starfsemi sína ávallt boðið fornrit vor í ódýrustu, beztu og handhægustu útgáfunum. íslendinga sögur I—XII -J- Nafnaskrár (Guðni Jónsson). Byskupa sögur I—III, Sturlunga I—III og Annálar ásamt Nafnaskrá (Guðni Jónsson) Riddarasögur I—III (Bjarni Vilhjálmsson). Eddukvæði I—II, Sæmundar-Edda og Eddulyklar, 4 bindi (Guðni Jónsson). Fimmti flokkur útgáfunnar verður Karlamagnúsar saga og lcappa hans 3 bindi (Bjarni Vilhjálmsson) Allir þeir, er hafa ekki enn eignazt bækur vorar, og hafa áhuga á því, geta nú sem síðast liðna 7 mánuði fengið þær með mjög hagkvæmum afborgunarkjörum. Túngötu 7. P. O. Box 73. — Símar 7508 — 81244, Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.