Alþýðublaðið - 25.04.1950, Síða 4

Alþýðublaðið - 25.04.1950, Síða 4
4 ALÞVÐUBLAÐIÐ ÞriSjudagur 25. apríl 1S50. Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan li.f. Sama myndin hveri, sem lifið er . BLEKKINGIN um bjarg- ræði gengislækkunarinnar er nú öllum I jps. Allir aðilar þjóð félagsins, nema braskararnir og stóratvinnurekendurnir, íordæma gengislækkunina. Launastéttirnar kynnast henni x mynd stórfelldrar verðhækk unar. og nú þegar er svo kom- ið, að verzlanir í Reykjavík iiafa á boðstólum nauðsynja- vöru, sem ekki selst, vegna stórminnkaðrar kaupgetu al- rnennings af völdum gengis- lækkunarinnar. Reynsla opin- berra starfsmanna er hin sama, og ofan á gengislækkun- ina hafa þeir orðið fyrir því áfalli, að ríkisstjórnin hefur lækkað uppbótina á laun þeirra úr 20% niður í 15%. Bændastéttin hefur tekið sömu afstöðu til * gengislækkunar- irinar og launþegarnir í kaup- stöðunum. Bændafundur í Borgarfirði, einu öflugasta sveitahéraði Sjálfstæðisflokks- ins, samþykkti fyrir skömmu með Framsóknarmanninn Sverri Gíslason í Hvamrííi, formann stéttarsambánds bænda, í broddi fylkingar, að fela framleiðsluráði landbún- aðarins að beita sér fyrir því nú þegar, að bændur landsins fái uppborna þá verðhækkun, sem verður á aðfengnum á- burði og fóðurvörum af völd- um gengislækkunarinnar, en jafnframt vítti fundurinn þær tíðu hækkanir, sem gerðar hafa verið á benzíni og öðrum rekstrarvörum við landbúnað- inn. Dómur launþeganna í kaup- stöðunum og bændastéttarinn ar urn gengislækkunina er þannig á eina og sömu lund. Þjóðfélagsþegnarnir stynja undir þessari þungu og órétt- látu byrði. En ríkisstjórnin unir sér við að lesa þann sam- eiginlega þvætting Morgun- blaðsins og Tímans, að gengis- Iækkunin hafi verið eina úr- ræðið og óumflýjanlegt að leyfa hinar sífelldu verðhækk anir, þrátt fyrir marggefnar yfirlýsingar um, að vel og trú- lega skyldi staðið á verði gegn þeim. Meira að segja er við- skiptamálaráðherrann í sam- stjórn íhaldsins og Framsókn arflokksins líðsodohir í kapp- hlaupi verðhækkananna. Hann er búinn að fá coca-cola hækk að í verði! En hvað blasir svo við, ef Iitið er til sjávarútvegsins, at- vinnuvegarins, sem gengis- lækkunin átti sér í lagi að rétta við? Búa- ekki útvegs- rnenn og sjómenn við auðnu- hag, þó að launþegarnV’ og bændurnir verði fyrir hverju skakkafallinu öðru meira af völdum gengislækkunarinnar? Áhrif gengislækkunarinnar fyrir sjávarú t/eginn eru þau, að hann hefur aldrei barizt svo í bökkum sem einmitt nú. Út- gerðai’kostnaðurinn hefur hækkað eins og allt annað. En ríkisstjómin hefur svikizt um að efna það fyrirheit að hækka fiskverðið, en eins og kunnugt er var gengið út frá því af höfundum gengislækkunarlag- anna, að það hækkaði upp í 93 aura fyrir hvert kíló. Geng- islækkunin þrengir því að út- vegsmönnum og sjómönnum á nákvæmlega sama hátt og launþegunum í bæjunum og bændunum í sveitunum, enda hafa þessir aðilar a.llir sem einn fordæmt gengislækkun- ina og afleiðingar hennar. En stjórnarblöðin þegja þunnu hljóði um þessa staðreynd eins og hinar nær daglegu verð- hækkanir á nauðsynjavörum almennings. Gengislækkunin er hvorki meira né minna en að sliga sjávarútveginn. Sjómenn á Akranesi hafa haft við orð að hætta róðrum, ef ríkisstjórnin efni ekki loforð sitt um 93 aura fiskverð. Sjómenn á ísa firði hafa gert samþykkt þar sem bent er á, að það séu full komin brigðmæli, að fiskverð ið skuli ekki hækka. Þeim finnst að vonum mikill munur á raunveruleikanum og þeirri blekkingu gengislækkunar- postulanna, að með gengis- lækkuninni yrði bátaútvegin- um séð' fyrir stórauknum tekjum, er tryggðu hallalaus- an rekstur hans. Útvegsmenn í Reykjavík hafa gert með sér svipaða samþykkt og sjómenn- irnir á Akranesi og ísafirði. Hvert sem litið er, blasir þannig við augum sama mynd- ín. Gengislækkunin reynist í framkvæmd enn meiri háska- valdur en xiokkurn gat órað fyrir í upphafi. Óánægjan vegna hennar nær langt inn í innsta hring stjórnarliðsins. En Morgunblaðið og Tíminn halda áfram að japla á því, að hún hafi verið eina úrræðið og óumflýjanleg! . Þjóðinni er nú orðið Ijóst, hvað hún kallaði yfir sig í kosningunum í haust. Hún finnur áhrif gengislækkunar- innar betur með hverjum degi, sem líður. Henni dylst ekki, að loforð Framsóknarflokksins um ,hliðarráðstafamrnaf‘ voru fleipur eitt. Þeir einu, sem sætta sig við gfengislækkunina, eru braskaramir og stórat- vinnurekendurnir, ráðherr- arnir sex í flatsæng samstjórn ar íhaldsins og Framsóknar- flokksins og ritstjórar Morgun blaðsins og Tímans. En gleði þessara aðila er þjóðinni vissu- íega dýr. Tvær byggingar. — MeS rassinn úr buxunnm, — Ummæli síjómmálamannsms. — Leikriíasam- kopnnin. — Leiðmlegar misfellur. , KRON minnkaði sl. ár VÖRUSALA Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis nam á síðasta ári samtals kr. 17 359 554,17 og varð tekjuaf- gangurinn kr. 154 124,69. Kom þetta fram í skýrslu framkvæmdastjóra KRON á aðalfundinum, sem haldinn var á sunnudaginn. Samþykkt var að tekjuafgangurinn skyldi all- ur. lagður í varasjóð. Hefur rekstrarhagnaðurinn fario minnkandi frá fyrra ári, og mun þar m. a. vera um að kenna skorti á nauðsynjavör- um. Rætt var á fundinum um að fjölga búðunum í bænum, og talin nauðsyn á því, að hæfi- iega mörgum og skipulega dreifðum matvörubúðum væri komið fyrir, svo að hver félags maður ætti sem stytztan veg að sækja í næstu félagsbúð. ER ÞAÐ táknrænt um okkur ísleiidinga, að um leið og allt ■er að fara á hausinn hjá okkur, að því er virðist í svipinn, er- i.im við áð taka í notkun ein thesíu stórhýsi og giæsilegustu byggingar, sem við höfmn reist? Þjóðleikhúsið stendur fullbúið og í það Itiía nú þús. manna iil þess að sííga inn í ævintýra heirn út ,úr .áhyggjunum og gremjunni, sem umlykur okh - ur þessa dagána. Þjóðminja- safnið er að verða fullbúið. SVO AÐ SEGJA msð rassinn úr buxunum stöndum viS á næstu mánuðum vonandi ekki árum, fyrir framan þessar miklu byggingar, þjóðleikhúsið *og þjóðminjasafnið, og dáumst að því, hve duglegir við höfum verið og forsjálír að lúka þess- tim verkum áður en allt snar- r.ðist um. En er nokkuð mis- >afnt um þetta að segja? Það tekur enginn af okkur þjóðleik húsið og heldur ekki þjóðminja safnið, og bæði eiga þessi hús að leggja grunninn að nýju lífi okkar og hjálpa okkur til að reisa okkur við eftir að við höf um fallið um koll? ÉG ER EKKERT ónægður íneð þetta. Það var þó gott að ekki fóru allir peningar okkar Lundúnafréttir ÞJÓÐVILJINN flytur heldur en ekki fréttir á sunnudaginn af síðasta fundi útvarpsráðs. Þegar litið er á þriggja dáika fyrirsögn blaðsins þess efnis, að útvarpsráð hafi nú mælt svo fyrir „að fréttastofan hætti að einskorða fréttaöfl- un sína við brezka útvarpið“, er engu líkara en að Þjóð- víljinn telji hreina og beina byltingu hafa verið gerða í útvarpsráði; enda sparar hann nú ekki eggjunarorðin til starfsmanna fréttastofunn ar, að duga nú vel. „Það er á valdi fréttastofunnar sjálfr- ar“, segir Þjóðviljinn, „að haga starfi sínu í samræmi við þá sjálfsögðu kröfu út- varpshlustenda11 (les komm- únista) „að þeim séu, með ó- vilhöllum ' fréttaflutníngi" (les Moskvufréttum) „veitt- ar frá öllum hliðum upplýs- ingar um gang heimsmál- anna“. Það leynir sér svo sem .ekki, að Þjóðviljinn þyk- ist eiga starfsmenn fréttastof unnar með húð og hári og geta skipað þeim fyrir verk- um; og verður nú fróðlegt að sjá, -hvernig þeir bregðast við. EN HVAÐ ER ÞAÐ ÞÁ, sem þarna hefur gerzt og hleypt hefur þessúm vindi í Þjóð- viljann? Jú,-það er þetta, sam kvæmt þeim upplýsingum, sem Alþýðublaðið hefur aflað Sér: Um svipað leyti og Jónas Árnason, þingmaður komm- únista, bar fram fyrirspurn á alþingi varðandi fréttaflutn- ing ríkisútvarpsins frá út- löndum og kvartaði undan því, hve lítið væri af Mosku- fréttum í útvarpinu, hóf Sverrir Kristjánsson, vara- fulltrúi kommúnista í út- varpsráði, rekistefnu mikla þar út af því sama. Leyndi það sér ekki að hér var um samræmdar hernaðaraðgerð- ir að ræða, skipulagðar frá hæstu stöðum í erindreka- hópi Rússa hér á landi; en bæði á alþingi og í útvarps- ráði fór sóknin alveg út um þúfur, og árangurinn varð enginn annar en sá, að aug- lýst var enn einu siirni hin virðulausa þjónkun kommún ista við Rússland. í ÚTVARPSRÁÐI var Sverri á það bent, að þar hefði aldrei verið neitt bann við því, að afla frétta víðar en frá Lond on, þar á meðal einnig frá Moskvu, enda þótt Lundúna- fréttirnar séu lagðar til grundvallar fyrir fréttaflutn- ingi útvarpsins frá útlöndum, sakir bess, hve ýtarlegar os ó vilhallar þær eru, og sakir hins, hve miklu léttara er að ná þeim en fréttum frá út- varpsstöðvum, sem eru lengra í burtu. Það er þá og eínnig kunnara en frá þurfi að segia, að svo að segja dag lega flytur útvarþio einnig fréttir frá Stokkhóimi eða Oslo; en þær eru með áreið- anlegi-i fréttum, sem völ er á. Það hefur einnig oft komið fyrir, að fréttir hafi verið fluttar frá Moskvu; en hvort- tveggja er, að erfitt er að ná þeim frá degi til dags, og að þær eru svo mengaðar póli- tískum áróðri, lofi um Sovét- ríkin og kommúnismann og níði um lýðræðisríkin og allt það ,sem er í vegi fyrir komm únistum, að þær eru lítt hæf- ar til flutnings í pólitískt hlut lausu og óvilhöllu útvarpi. Er það ekki aðeins skoðun mik- ils meirihluta útvarpsráðs, heldur og fréttastjóra útvarps ins. REKISTEFNA SVERRIS fékk að endingu þá afgreiðslu, að henni var í rauninni vísað frá með tillögu frá formanni útvarpsráðs, Ólafi Jóhannes- syni prófessor, sem samþykkt var í einu hljóði (einnig af Sverri!) á síðasta fundi út- varpsráðs og hljóðar þannig: „Út af umræSum um frétta- flutning víll útvarpsráð taka fram, að það telur sjálfsagt, að frétta sé aflað sem víðast að, en lítur svo á að eðlilegt sé, að fylgt verði hér eftir scm hingaði til hcirri mcgmregíu, að aðal Iega verði stuðzt við fréitir frá brezka útvarpinu, en að þær verði fylttar út og auknar með fréttum annars- f.il ónýtis. Kunnur maður, sem hefur vit á hlutunum og taldi að gengislækkunin mundi bjarga okkur, sagði í fyrradag að sýnt væri að hún mundi ekki gera það, og allt mundi fara um. „En því fyrr því betra“ sagði hahn, „því að því fyrr sem við förum alveg á hausinn því fyrr reisum við okkur við“,. HANN gat svo sem frekt úr tlokki talað, því að hanrí fer ekki á hausinn. En þrátt fyrir það getur falist sannleiki í orð- um hans •— og ekki vantreysti ég íslendingum í framtíðinni. Þeir eru afburða dugmikil þjóð. Þeir afla vel, en þeir eyða líka fljótt, það hefur reynslan sann- að. Og líkast til þurfa þeir að £á nokkra velútilátna kinn- hesta í skóla reynslunnar til þess að þeir læri það, að það er erfiðara að gæta fengins fjár en afla þess. AF TIEEFNI af leikritasam- keppni þjóðleikhússins hef ég fengið eftirfarandi bréf. „Það virðist allt á sömu bókina lært hjá okkur íslendingum. Þjóð- leiklitisið efndi til verðlauna- samkeppni um leikrit og skyidu menn skila handritum með íeynimerki, en nöfn höfunda merkt sama leynimerki fylgja í lokuðu umslagi. Þetta var gert til þess að dómnefndin gæti ekki fyrirfram vitað hverjir höf undar væru, enda er þessi venja alls staðar í heiminum viðhöfð í slíkum tilfellum. EN NÚ ER VITAÐ, að fyrst sfendi Tryggvi Sveinbjörnsson þetta Ieikrit, sem verðlaunin hlaut, á dönsku. — Þá var hann látinn vita að það kæmi ekki til greina nema það yrði sent inn á íslenzku. Það gerði hann og það fékk^ verðlaunin. ÞANNÍG STOÐ dómnefndin við þennan höfund. Hvernig gat það átt sér stað? Ég er alls ekki Framhaid á 7. hSu staðar írá, eftir því, sem frétta stjóri telur ástæðu til hverju sinni“. EINS OG MENN SJÁ er með þessari sámþykkt útvarpsráðs aðeins staðfestur sá hátíui', sem fréttastofa ríkisútvarps- ins hefur undanfarið haft við íréttaöílu.n og fréttaflntníng frá útlöndum; og sá vindur, sem var í Þjóoyiljanum á sunnudaginn út af þessari samþykkt, er því algerlega ó- skiljanlegur. Eðá er Þjóð- viljinn virkilega svona hrif- inn af því, að Sverrir skuli, með því að greiða henni. at- kvæðl, hafa lýst yfir því, að hann „liti svo á,.að eðlilegt sé, að fylgt verði hér eftir sem hingað tíl þeirri megin- reglu, að aðallega verði stuðst við fréttir frá hrezka útvarp- inu“? En þatl er einmitt þetta, sem Sverrir hefur gert! Það eru hin neyðarlegu endaiok rekistefnu hans fyr- ir auknurn Moskvuáróðri í r í lds ú tvarpinu!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.