Alþýðublaðið - 11.05.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.05.1950, Blaðsíða 4
4 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Beneðikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Tólf slunda hvíld á fogururium. ÞAÐ er segin saga, að í hvert skipti, sem Alþýðublaðið birtir grein, hvort heldur rit- stjórnargrein eða aðsenda, til stuðnings kröfunni um tólf stunda hvíld á togurunum, stekkur Þjóðviljinn upp á nef sér og velur Alþýðublaðinu og Alþýðuflokknum öll þau verstu skammaryrði, sem til eru í hinu ófagra pólitíska orðasafni kommúnista. Eitt slíkt kast fékk Þjóðviljinn í gær, og virð- ist tilefni þess hafa verið það, að Alþýðublaðið birti í fyrra- dag mjög athyglisverða grein eftir Sæmund Ólafsson, vara- forseta Alþýðusambands ís- íands og ritara Sjómannafélags Reykjavíkur, grein, sem hafði inni að halda ný og sterk rök og áður lítt rædd, fyrir því, að tólf stunda hvíld á togurum yrði nú lögboðin, og það sem allra fyrst, þau nefnilega, að þrældómur togarasjómanna á hinum nýju»skipum á saltfisk- veiðum, sem nú eru að hefjast aftur í stórum stíl, væri svo mikill, að sjómenn myndu vart fást til þess að fara á togarana, nema því að eins að hvíldar- tími þeirra yrði lengdur upp í tólf klukkustundir á sólar- hring. Það var út frá þessum forsendum, sem Sæmundur Ólafsson komst svo að orði í grein sinni, að tólf stunda hvíld á togurunum væri nú orðin iáfsnauðsyn fyrir sjálfan tog- araútveginn. Menn skyldu ætla, að Þjóð- viljinn, sem þykist hafa verið að berjast fyrir þessu máli und- anfarin ár, fagnaði því, að fá slíkan stuðning við það. En það virðist vera öðru nær. Það er engu líkara en að Þjóðviljinn hafi misst á sér alla stjórn út af grein Sæmundar Ólafssonar í Alþýðublaðinu. Svo reiður er hann út af henni. Það er því engin furða þótt menn spyrji: Hafa kommúnistar virkilega engan áhuga á því, að þetta mál nái fram að gangi? Eða hvern- ig á annars að skilja það, að Þjóðviljinn skuli ætla af göfl- um að ganga í hvert sinn, sem því berst liðveizla úr einhverri annarri átt? * Það er hægt að beita sér fyr- ir hagsmuna- og menningar- málum hins vinnandi fólks með tvennt fyrir augum: Annað er það, að nota þau flokki sínum til pólitísks fram- dráttar; og er fyrir slíka flokka jafnaðarl'ega algert aukaatriði, hvort málin ná fram að ganga og kjör verkalýðsins eru bætt; já, oft þykir það meira að segja síður en svo æskilegt og hitt miklu betra, að hægt sé að nota þau sem Jengst sem áróðursmál fyrir flokkinn og sem rógsmál gegn öllum öðrum. Liggur það í augum uppi, að flokluir, sem í glíku augnamiði beitir sér fyr ir! áhugamálum verkalýðsins, ALÞVÐUBLAÐÍÐ Fimmtudagur H, íiiaí 1950. vill engan stuðning við þau fá frá öðrum flokkum. Hann vill Cá að þenja sig um þau einn, í þeirri von, að geta veitt á þeim aukið iylgi fyrir sig. Þessi er yfirleitt afstaða kommúnista til velferðarmála verkalýðsins. Hitt er, að leggja höfuð- áherzlu á það í hverju máli, að bað nái frarp að ganga svo að lífskjör verkalýðsins verði bætt, hvað sem flokksfylgi og flokkshag líður; og er auð- skilið að flokkur, sem að þessu ctefnir, hlýtur að fagna hver-j- um þeim stuðningi, sem hann fær í baráttunni fyrir góðum málstað hins vinnandi fólks, og beinlínis að leita slíks stuðn- ings hjá öðrum flokkum. Öðru vísi verður málunum ekkí á- fram þokað, þar sem verkalýð- urinn og flokkur hans eða flokkar eru enn í minnihluta. Þannig hefur Alþýðuflokkur- inn frá upphafi tekið á þeim stefnumálum verk^Jýðshreyf- ingarinnar, sem hann hefur borið fram til sigurs. Það er og hætt við því, að margt væri öðruvísi fyrir verkalýðinn og alþýðuna í þessu landi í dag, ef Alþýðu- flokkurinn hefði ekki tekið málin þessum raunhæfu tök- um. Þá væru áreiðanlega eng- ar alþýoutryggingar hér, engir verkamannabústaðir, ekkert orlof, ekki einu sinni átta stunda hvíld á sólarhring á tog urunum. Og af því að hér er verið að minnast á lengingu hvíldartímans á togurunum úr átta stundum upp í tólf stund- ír á sólarhring, er rétt að benda Þjóðviljanum á, að það kostaði Alþýðuflokkinn mörg nr að fá átta stunda hvíldar- tímann lögboðinn, og hann varð að sjálfsögðu að leita stuðnings til þess í borgara- flokkunum, því að ekki hafði hann neinn meirihluta til þess á þingi. Það er ofurauðvelt að hnoða raman frumvarpi um tólf stunda hvíld á togurum eins og kommúnistar hafa gert. En það er annað að fá það sam- þykkt á þingi, sem að meiri- hluta er skipað fulltrúum borg araflokkanna. Þetta sá Alþýðu flokkurinn strax og kommún- istar báru fram frumvarp sitt. Þess vegna reyndi hann sam- komulag um málið við borg- araflokkana, eins og á sínum tíma um átta stunda hvíldar- tímann, og beitti sér meðal annars fyrir því, að í málið var skipuð milliþinganefnd. En sú tilraun bar sem kunnugt er ekki tilætlaðan árangur. Snú- íst einhverjum þingmönnnum borgaraflokkanna ekki hugur í málinu, er því vonlítið, að það nái fram að ganga í bili; því að alþýðuflokksmenn og kom- mmúnistar, sem málinu fylgja, hafa ekki einu sinni saman- Jagðir bolmagn til þess að bera bað fram til sigurs á alþingi. En máske rök Sæmundar Ól- afssonar mættu einmitt verða til þess, að koma vitinu fyrir nægilega marga þingmenn Aðsókxiin að þjóðleikhúsinu. — Fyrsta reynslan. Ótrúleg framkoma. — Auðir bekkir. — GagnrýnL YFIR TÍU ÞÚSUNDIR ckki einn einasti n.ióti neinna Corréttinda •— og á ég þá fyrst og fremst við það. að starfsfólk teikhússins geti ekki annast er- indi vina sinna. manna hafa nú sótt leiksýning- ar þjóðleikhússins. Alls er búið að sýna 17 sinnum og tekjur hússins nema um 275 þúsund krónur fyrir aðgöngumiða, en auk þess koma tekjur af veiting um og leikskrám. Ég hygg að þessi rúmlega hálfi mánuður, seni Ilðinn er síðan Ieikhúsið tók til starfa, hafi gefið góða raun. Að vísu hafa margs kon- ar byrjunarörðugleikar komið í ljós. en þeir hafa flestir verið yfirunnir. EINHVER.TAR BREYTING- AR hafa verið gerðar á starfs- borgaraflokkanna til þess, að1 fólki að fenginni reynslu um hæfni þess í hverju starfi fyrir málinu verði bráðlega borgið? Hitt er svo annað mál, hvort kommúnistar myndu nokkuð fagna því. Meðan þeir voni í stjórn og höfðu aðstöðu til að gera sig gildandi varð enginn var við neinn áhuga þeirra á lengingu hvíldartíma á togur- unum. Það var ekki fyrr en þeir voru farnir úr stjórn og orðnir áhrifalausir, að‘ þeir uppgötvuðu allt í einu, hve heitt hjarta þeirra sló fyrir togarasjómennina. En að vísu hafa þeir alla tíð síðan gengið miklu betur fram í því að rægja menn sundur í sambandi við þetta mál, en að safna sam- an kröftunum, sem til þess þarf að að bera það fram til sigurs. sig, án þess þó að nokkrum hafi verið sagt upp starfi, enda er það eðlilegt, að í ljós komi við svo stórt fyrirtæki að einn sé á- gætur í einu starfi þó að hami valdi ekki öðru. Nokkur óá- nægja hefur komið í ljós út ckki vera komin undir slíkum afgreiðslu aðgöngumiða, enda mæðir einna mest á því starfi í viðskiptunum við almenning. EN ÞETTA stafar fyrst og íremst af því, að þrjú leikrit eru í gangi í einu og fólk áttar sig ekki alltaf á því hvaða leikrit sé í kvöld eða annað kvöld þrátt fyrir auglýsingar í öllum blöð- um laglega og þó' að það sé prentað á aðgöngumiða. Það er þó eitt, sem ég verð að taka vara við, og það er, að enginn, ÞEIR einu, sem mér finnst að ættu mega panta aðgöngumiða eftir öðrum reglum en við Reyk víkingar, eru menn utan bæjar- ins, sem ætla að koma í leikhús- ið í hópum. Þetta mun og hafa verið ætlun leikhússins. En nú hefur komið fyrir ótrúlegt at- vik, sem að líkindum kemur í veg fyrir það. Leikfélag Kefla- víkur pantaði fyrir nokkrum dögum 35 aðgöngumiða. Leik- húsið tók miðana frá og geymdi þá, en þegar til kom mættu Keflvíkingarnir ekki — og sæt- in stóðu auð á sýningunni. ÞETTA ER ÓÞOLANDI fram Icoma og engin ástæða til að þola hana hver sem í hl.ut á. Afkoma þjóðleikhússins má ÞeirP sem grœða á gengislœkkuninnu DÝRTÍÐIN vex nú með hverj um deginum, sem líður, svo að uggvænlega horfir um afkomu alþýðuheimila. Aljþýðublaðið hefur reynt að fylgjast með þeim verðlagsbreytingum; sem mest áhrif hafa á alþýðu- heimilin, og gefa lesendum sín um hugmynd um áhrif gengis lækkunarinnar að svo miklu leyti sem þeir ekki verða sjálf ir varir við þau í hvert skipíi, sem þeir taka peningaveski úr vasa sínum. BORGARÁBLÖÐIN virðast ekki telja, að verðlag á lífs- nauðsynjum hafi mikið frétta gildi, því að Vísir, Morgun- blaðið og Tíminn gera sem minnst úr því, hve verðlag hækkar gífurlega í landinu þessar vikurnar. Þetta er þó mál, sem ekki er hægt að fela, hversu vandlega sem í- haldsblöðin halda þögn sína. Hækkanirnar finnur hver maður dag frá degi. ÞETTA ER EIN HLIÐ gengis- lækkunaráhrifanna, sú hlið- in, sem snýr að öllum almenn ingi í landinu, sem ber nú hinn vaxandi þunga „við- reisnarráðstafana“ ríkisstjórn arinnar. Hin hlið málsins snýr að þeim, sem græða á þessum ráðstöfunum og lifa nú betra lífi en nokkru sinni. Alþýðublaðið sagði nýlega frá einu dæníi af þeirri hlið málsins, en það var hinn gíf- urlegi gróði, sem Kveldúlfur hirti af síldarmjölssölu eft.:r gengislækkunina. Þetta fjö!- skyldufyrirtæki atvinnumála ráðherrans, sem lét undirbúa gengislækkunina og vildi vinna það til að víkja úr for sætisráðherrastóli fyrir fram- sóknarmanni til- að koma henni á, græddi að minnsta kosti milljón krónur á þvi einu að lúra á síldarmjöli, sem framleitt var fyrir all- löngu síðan, og flytja það síði an út eftir að krónan var fall in. Þannig fékk Kveldúlfur 3061,90 kr. fyrir hverja smá- lest síldarmjöls, sem ætlað var til sölu innanlands fyrir kr. 1005 hver smálest. Hreimi gróði fyrirtækisins af geng- islækkuninni er því 2000 kr., mánaðarkaup verkamanns, af hverri smálest, og mun jafn- vel harðgerðustu bröskurum þykja það „góður business“ h.iá fyrirtæki at'vinnumála- ráðherrans. ÞETTA atvik mun þó engan veginn vera einsdæmi. Það er á almanna vitorði, að fjöl- margar heildverzlanir hafi miklar birgðir af alls konar varningi geymdar, þótt því sé hátíðlega yfir lýst, að þessar vörur séu ekki til. Ætlunin er að þíða, þar til ný send- ing af þessum vörum kemur og verð á þeim er ákveðið eftir nýja gengfnu •— miklu hærra. Þá munu hinar földu vörur koma fram, og heild- salinn hirðir stórfé í hreinan gróða. Það er ekki einleikið, • hvernig hver vörutegundin á fætur annarri virðist nú ganga til þurrðar á örskömm- um tíma í verzlunum. FLEIRI ERU ÞEIR, sem nú una dutlungum fólks- og vitanlega ber leikfélaginu að borga miS- una. Nú mun vera í ráði að krefjast greiðslu af slíkum hóp- um um sama leyti og aðrir sækja rína miða, og selja miðana taf- arlaust ef reglunum er ekki íylgt. ÉG HEF DÁLÍTIÐ gagnrýnt ýmislegt í fari þjóðleikhússins og mun gera það áfram, en gæta þess ætíð að beita fullri sann- girni, og þó hlífast ekki við. Hins vegar mun ég ekki þegja yfir því þegar svona atvik koma fyrir. Ef leikhúsið hefur skyld- um að gegna gagnvart almenn- íngi, — og það er hverju orði sannara, þá hefur almenningur ekki síður skyldum að gegna gagnvart því. Hannes á horninu. „Holltes heima híaf’ Framhald af 3. síðu. var? af sjálfu sér. Er það aug- tjóst mál, að kaupmaður, eða hver sem er kaupandi, kaupir ekki til langframa vörur, sem reynast ónothæfar. Það er var- hugavert á opinberum vetc- vel hag sínum. Svartur mark. vangi, að koma fram með jafn aður hefur aldrei verið meiri j mikla f jarstæðu og það, að og þarf ekki annað en athuga aiiur fatnaður unninn úr lopa smáauglýsingar Morgunbl. til sé ónothæfur, — og aðeins þess að ganga úr skugga um unninn tii skjótrar f.járöflun- það. í einu eintaki af blað-1 ar. Leyfum við okkur, sem inu er boðin fram hvers kon- ’ framleiðum þessa vöru, að ar vara: Gólfteppi, herra-1 víta harðlega slíkar árásir á fatnaður, heimilisvélar. dömu atvinnurekstur okkar. Því það kjólar, dragtir, málning, bíl- er áreiðanlegt, að þeir, sem ar o. fl. o. fl. Trúir því eng- inn maður, að allt þetta sé standa þannig hjá og sjá að- eins misfellurnar, bera ekki „notað“ eða með eðlilegu ^ Eíður ábyrgð gagnvart þjóð móti til landsins komið og sinni, en þeir, sem leggja orku boðið til sölu. Þá benda hinar sína í að nýta það, sem fyrir miklu utanfarir ekki tit þess, hendi er, og orðið getur til að að miklar þrengingar séu í bæta úr brýnustu þörfum, sem fjárhag eða gjaldeyriseign fyrir liggja á hverjum tíma. vissra hópa í þessu landi nú frekar en fyrir gengislækk- unina. I\mnig mætti lengi íelja. ÞAÐ ERU ÞUNGAR BYRGÐ- AR, sem nú eru lagðar á al- menning í landinu. En það hlýtur hver maður að kalla hróplegt ranglæti, er þær ráð F. h. Prjónlesframleiðenda- félagsins. Viktoría Bjarnadóttir (form.). stafanir alþingis, er þessum byrðum valda, verða jafn- fram til þess að gefa fáum út- völdum stórkostlegan gróða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.