Alþýðublaðið - 11.05.1950, Síða 5

Alþýðublaðið - 11.05.1950, Síða 5
.'FimmtudagiiE 11. nttí 1958.________________ ALÞÝPUBLAPIf) 5 Margarethe Buber-Neumann: MARGARETHE BUBER-NEUMANN sat í haldi í fangabúSunum í Ravensbrúck á ófriðarárunum ásamt rnörgum ö'ðrum konum. Hún var áður gift þýzka kommún istaforingjanum Heinz Neumann, og var landflótta austur á Rússlandi fyrir stríðið, en var sett þar í fangabúðir, eftir að maður hennar hafði verið tekinn af lífi af því að hann var ekki á hinni ,,réttu línu‘\ En í byrjun ófriðarins fram- seldi sovétstjórnin hana Gestapolögreglu Hitlers. Frú Buber-Neumann býr nú í Stokkhólmi. í grein þessari segir hún frá því, er hún stóð aftur augliti ti_I auglitis við fyrr- verandi kvalara sína, fangaverðina frá Ravensbrúck, er þeim haflði verið stefnt fyrir franskair herrétt. í RASTATT, lítilli borg í Baden og á franska hernáms- | svæðinu í Þýzkalandi, hefur að uncíánförnu farið fram réttar- rannsókn í máli varðmanna við fangabúðirnar Ravensbrúck. Þegar yfirheyrslur hófust í máli Suhren varðforingja og Plaum foringja „starfsflokk- anna“, eða þvingunarvinnunn ar, var ég beðin að koma til Rastatt og bera vitni í máli þeirra. Það rigndi í Rastatt þegar ég kom þangað; þoka grúfði yfir járnbrautarstöðinni og fjöllin risu umhverfis dalverpið eins og myrkir skuggar. Enginn var sjáanlegur á brautarpallinum. Ég kallaði á burðarkarl. ;,.Get- íð þér komið farangri mínum til gistihússins?“ spurði ég. ,,Gistihússins?“ spurði hann, ..ætlið þér að vera við réttar- höldin?“ Ég játti því. ..Eigið þér að vera vitni?“ Ég játti því einnig. Þjóðverjar eru þar vitni enn þann dag í dag. „Þá eig- tð þér að búa í Bluma-gistihú:;- ínu!“ mælti hann, en því mið ur gkt ég ekki samsinnt því. „Nei, mér mun vera ætlaöur- staður í gistihúsinu „Schwert", Hann leit á mig en svaraði fáu og viðmót hans gerbreyttist. Hann varð kuldalegur og afur.d inn, því að nú var honum Ijóst, að ég væri til þess komin að vitna gegn Þjóðverjum og til stuðnings ákæru hernámsvfir- valdanna á hendur beim Hann þagði á leíðinni til gistihússins og þögn hans var þrungin fyrir litningu. Við gengum fram hjá löngum röðum lágra húsa, hlöðnum úr brúnum steini. Sum staðar var unnið af kappi að smíði nýrra húsa á rústum hruninna bygginga. Handan við múr sá ég lítið hof, sem ‘úóð á lágri hæð milli laufvana trjáa, autt og_ yfirgefið. Slíkum for- ííðarhelgidómum á Þýzkalandi virðíst hvarvettna ofaukið nú. Ráðhúsið í Rastatt er : fögur bygging. Sú var tíðin, að mað- ur gat notið stílfegurðar þess í næði, en nú er öðru að gegna. Stöðvunarlaus straumur folks og þys um alla ganga, en frá flötum veggjanna stara slæð- um hjúpaðar dísir og íturvaxn- ir guðir á harmleikinn, sera efnt hefur verið til í fundarsölunum; harmleikinn, sem livergi' getur samrýmst fögrum stíl eða hrein um línum. Þess arna varð mað ur var, jafnvel áður en maður gerðist sjálfur bátttakandi i harmleiknum. Franskur err- bættismaður áritaði gistileyfi mitt og síðan hélt ég til franska {'istihússins, án þéss að hafa iengri dvöl í ráðhúsinu að cinni. í gistihúsinu var allt í niður- tiíðslu og sóðaskap/Mér haíði verið fengið herbergi nr. 5 til íbúðar, það var þröng kytra á bakhæð. Húsgögnin voru rúm ileti'og einn stoll, jivottaborð og stóð á því vatnskanna og var brotið skarð í könnuna. Ég virti fyrir mér íbúðina og stundi bungan. Það var ekki laust við nð mér rynni til rifja, er ég hugleiddi, hve aðbúð vitn- nnna, er bjuggu í hir.u glæsilega Blume-gistihúsi, væri öll önn- 'ur og betri. Það „gistihús laut býzkum forráðamönnum og naut hins bezta álits, enda eru þýzku gistihúsin nú þegar starf rækt samkvæmt nýjustu tízku og hin glæsilegustu. Ég sigr- aðist samt skjótt á þessum ó- tilhlýðilegu hugsunum, sem betur fór, og ákvað að taka þessu öllu með hugprýði. Mér varð að minnast burðarkaris- ins. Hver vissi nema svo kynni að fara, að ég hefði hugprýð- innar fyllstu þörf. Ég leit ör- væntingaraugum á rúmfletið undir þakglugganum; — allt í lagi, hugsaðí ég, virti fvrir mér kóngulóarvéfinn í hornunum, — fái ég ekki svefnfrið þá iireyfi ég mótmælum- m Vitnin verða að halda sig í réttarsalnum er á þau er kall- að með nafni. Við lítUm for- vitnislega í kri'fg um okkar; ég hef rekist þarna á nokkrar gamlar kunningjakonur og við hugleiðum allar það sama; minningarnar frá fangabúða- vistinni ásækja okkur. Það var fyrir löngu síðan, hugsum við, en samt er engin leið að'gleyma því. Við erum enn ferðamenn og öllum framandi í þessu landi. Sakborningabekkurinn er enn auður, en við vitum, að áður en langt um líður verða leiddar tvær manneskjur þar til sæt- i.s, og við kvíðum því að siá þær. Sá kvíði á þó ekkert skilt við helóttann og örvæntinguua í Helvíti fangabúðanna, við kvíðum fyrst og fremst martröð iiræðilegra minninga. Manni veitist örðugt að trúa og treysta á framkvæmd réttlætisins, en ramt er vantraustið á því sviði íiættulegra. en nokkuð annað. Hvernig koma þessar mann- eskjur okkur fyrir sjónir nú, þegar raunveruleikinn hefur íagt á þær sítt sannmat og svipt bær öllu lognu prjáli? Sumar kunningjakonur mínar hafa þegar hlotið dágóða þjálfun sem vitni gegn sakborningunum við slík réttarhöld. Mér finnst þetta allt úr hófi ógeðslegt, en þær taka því öllu með ró, þær hafa nú um nokkurra ára skeið lagt fram sinn skerf til þeirra brofa mynda, sem gefa munu svo nanna heildarmynd, varðandi menn og atburði, þegar þeim hefur verið raðað saman, að unnt reynist að fullnægja öllu réttlæti. Og þó, — maður er alltaf vantrúaður á að verðl tullnægt til hlýtar, en begar ekki er um annað að velia, þá er að sætta sig við það. Dyrn- ar inn í sakborningastukuna cru opnaðar og hinir ákærðu leiddir inn af einkennisbúnum varðmönnum. Þegar inn í stúik una kemur, eru handjárnin tek in af sakborningunum. Mann- k'ckia í járnum er ógeðfelld á að líta. Og þegar ésr lít þessa hálf- hörðnuðu unglinga. á sakborn- ingabekknum. veitist mér örð- us?t að þekkja þar aftur manh- ■■'skiurnar. sem með ríkisvald- ið að bakh.jarli revndu eitt sinn r.ð brjóta vilia minn til hlýðni, cg er það tókzt ekki, að dæma mig á svívirðilegan hátt í hóp '.inna mörgu fórnardýra. Þess- ír nazistar afsönnuðu svo ekki varð um villst, þá útbreiddu hænningu, að handbendi Hitlers hafi verið gædd e'nhverjum djöfullegum mætti. Þess sáust engin merki á þessum tveim unglingum. ' Þeir voru lióst dæmi hinnar smitnæmu far- sóttar, sem hóf meðalmennsk- una til æðstu valda og seldi heimskunni sjálfdæmi. Sak- borningar þessir voru á engan hátt frábrugðnir venjulegum. býzkum smáborgurum, og hafa sennilega ekki verið það held- ur. meðan þeir. höfðu völdin. Sem smáborgurum og smáborg arlegum afbrotamönnum hafði þeim verið fengið takmarka- laust vald yfir lífi og örlögum fjölda manns, skynsemi þeirra villt með dulfræðilegum siða- kerfum, en samvizka þeirra ekki reynst nægilega þroskuð og sterk til þess að standast hinar mörgu freistin"ar valds- ins. Augliti til auglitis við þessar meinleysislegu persón- ur hlaut að vakna sú spurning hvernig hversdagslegur meðal maður geti breyzt í hættulegan múgmorðingja; hættuleg spurn ing, því að óneitanlega er það auðveldara, að játa kenning- unni um geðveiki þeirra, er með völdin fóru, og leysa um leið hinn hversdagslega meðal- mann frá allri ábyrgð, heldur en hitt, að viðurkenna að í hverjum manni bui djöfulleg- ustu hneigðir. Það sjónarmið hefur þó einn kost, — það svipt ir hatrið allri sjálfsmeðauk- un. Réttarhöldin hófust. Hvert vitnið á eftir öðru var leitt fram og yfirheyrt. Sannar frá- sagnir af hinum hræðilegustu atburðum voru vandlega unnar úr brotum harmsárra minninga og furðusögnum sjúkrar og þjáðrar ímyndunar. Hverjum dómara er það ljóst, að vitnum verður ekki treyst eða trúað bókstaflega, og í stórum drátt- um er sannleikanum heldur ekki misþyrmt. Frö^sk göfgi vetti svip sinn á þessi réttar- höld. Sakborningunum var gef- inn þess kostur að svara ásök- unum hvers vitnis, er það hafði lokið máli sínu. Gagnsannanir varnarvítnanna voru smám saman allar hraktar og gerðar ómerkar. Réttlætið var látið ráða úrslitunum und’y cruggri, en vingjarnlegri stjórn dóm- stjórans, sem eitt sinn hafði verið fangi í saxnesku fanga- búðunum. Framburður ákæru- vitna og varnarvitna stangaðist Framhald á 7. síðu. íslendingaútgáfan befur undanfarna mánuði selt bæk- úr gegn afborgun við miklar vinsældir. H.E. skrifar um útgáfuna: . . . . og voru bækurnar allar prýðilegar að frágangi. Svo framarlega sem alþjóð kann að meta bækur og vill eignast góðar bækur með góðum kjörum, þá eru þeir greiðsluskilmálar, sem íslendingasagnaútgáfan býður. þeir haganlegustu, sem þjóðin á völ á nú, og er það vel. Ég álít, að íslendingasögurnar ættu að vera til á hverju heim- ili. Nú þegar geíið þér fengið allar bækur úígáfunnar með af borgunarkjörúm. Klippið úí pöntunarseSi! þennan, og sendið útgáfunni. Ég undirrit . . . óska að mér verði sendar íslenöinga sögur 13 bindi), Byskupasögur, Sturlunga og Annálar ásamt Nafnaskrá 7 bindi), Riddarasögur (3 bindi) og Eddukvæði I—II, Snorra Edda og Eddulyklar (4 bækur), samtals 27 bækur, er kosta kr. 1255.00 í skinnbandi. Bækurnár verði sendar mér í póstkröfu þannig, að ég við mótttöku bókanna greiði kr. 155.00 að viðbættu öllu póstburðar- og kröfugjaldi og afganginn á næstu 11 mán- uðum, með kr. 100,00 iöfnum mánaðargreiðslum, sem greíð ast eiga fvrir 5. hver'mánaðar. Ég er orðin . . 21 árs og er það Ijóst, að bækurnar verða ekki mín eign fyrr en verð þeirra er að fullu greitt. Það er þó skilyrði af minni hendi, að ég skaí hafa rétt til að fá skipt bókunum, ef gallaðar reynast að einhverju leyti,. enda geri ég kröfu þar um Innan eins mánaðar frá máttöku verksins. Nafn .. Staða . Heimili Séuð þér búinn að eignast eitthvað af ofantöldum bók- ; um, en langi til að eignast það, er á vantar. fáið þér þær bækur að sjálfsögðu með afborgunarkjörum, þurfið að- eins að skrifa útgáfunni og láta þess getíð, hvaða bækur um er að ræða. Aldr.ei hefur íslenzkum bókaumiendum verið boðin slík kostakjör sem þessi. Islendingasögurnar inn á hvert islenzkt heimili. ísfendingðsagnaúlgáfan fi.f. Túngötu 7. — Pósthólf 73. — Sími 7508 eg 81244 — Kvík. Litur á bandi óskast Svartur Brúnn Rauður Strikið ýfir það, sem ekki á við.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.