Alþýðublaðið - 11.05.1950, Síða 8
Geriztáskrifendur
a<5 AlþýÖublaðinu.
! Alþýðublaðið inn á
j bvert heimili. Hring-
ið í síma 4900 eða 4906.
r
Fimmíudagur 11. maí 1950.
Börn og unglingar.
Komið og seljið
AlþýöublaSiðo 1
Allir vilja kaupa
Alþýðublaðið. \
haimilishrærivél sem
r sildarverksmiðiu l
Glerþakin ræktarjörð á Islandi
nú um siö hekiarar.
/
'Athyglisverðar fyrirspurnir á aiþingi um sukk
við byggingu nýju síldarverksmiðjanna
STÓRATHY GLISVERÐ AR FYRIRSPURNIR
varðandi sukk cg óreiðu við byggingu síidarverk-
smiðjanna nýju á Siglufirði og Skagaströnd voru lagð-
ar fram á alþingi í gær. Fyrirspyrjandi var Gylifi Þ.
Gíslascn, og fékk hann þær upplýsingar hjá Ólafi
Thors atvinnumálaráð'herra, að fulikcmin endurskoð-
un hefði nú verið gerð á reikningum fyrir byggingu
verksmiðjanna, og lofaði Ólafur þingmönnum því, að
þeir myndu fá að sjá þessa skýrsiu strax cg hún bær-
ist ríkjís'stjórninni.
Gróðurhúsaræktin í örum vexti; háífur
hektari bætist við á þessu ári.
GRÓÐURHÚSARÆKTIN er stöðugt í vexti. Hafa verifi
byggð um % ha. gróðurhúsa á árinu; sumt þó enn í byggingu.
Sumarið 1924 voru bygg’ð fyrstu gróðurhúsin við jarðhita á
Reykjum og smáhús yfir leiðslurnar í Þvottalaugarnar. Nú era
gróðurhús á íslandi um 67 600 fermetrar eða rúmlega 6V2 ha.
Auk þess um % ha. vermireita og sólreita. Glerþakin ræktar-
jörð alis um 7 ha. Er þróun gróðurhúsaræktunar ævintýri líkust.
Drengur á hjðli
mjaðmarbroinar
í áreksirmð bí!
DRENGUR á reiðhjóli rakst
á Wfreið á gatnamótum Rauð-
arárstígs og Háteigsvegar í
fyrradag um kl. 4.20 með þeim
n.'fjeiðingum, að hann mjaðm-
arlsrotnaði og meiddist auk
[æss á höfði. Drengurinn heit-
i.r Gunnar Axelsson, Kringiu-
mýrarbletti 15.
Gunnar var að fara niður Há
teigsveg og rakst þá á hlið bif-
reiðarinnar R 658, sem ók í
þeirri svipan fyrir vegamótin.
Kastaðist hann á götuna við á-
reksturinn.
21 vélsfjóri iýkur prófi
í GÆRDAG lauk 21 vélstjóri
bartfararprófi frá Vélstjóra-
skólanum, og sátu hinir ungu
vélstjórar hóf að Hótel Borg í
gærkveldi.
Hæstu einkunn við prófið
hlaut Jón Ármann Jónsson frá
Húsavík. Annar varð Jón
Hjaltested, Reykjavík, og 3.
Jón Einarsson frá Raufarhöfn.
Tveir af þessum ungu vél-
stjórum eru þegar ráðnir í
starf; Jón Ármann á togarann
Úranus og Jón Einarsson að
síidaryerksmiðjum ríkisins á
Rauíarhöfn.
Ábufðarverksmiðju
og sorpeyðingarstöð
ákveðinn staður
á Árfúnshöfða
BÆJARRÁÐIÐ hefur sam-
þykkt að áburðarverksmiðj-
unni og sorpeyðingarstöðinni
verði ætlaður staður á Ártúns-
höfða.
j\ánar um staðarákvörðun-
ina segir svo í fundargerð bæj-
arráðs:
Áburðarverksmiðju verði
setíaður staður á Ártúnshöfða
við mynni Grafarvogs, eftir
nánari útvísun síðar. Stærð
landsins ákveðin síðar.
Sorpeyðingarstöð verði ætl-
aður staður á Ártúnshöfða við
Eiiiðaárós, einnig samkvæmt
nánarí útvísun. Óákveðin
stærð.
Þá hefur verið ákveðið að at-
haínasvæði bæjarstofnana
verði ákveðið milli Miklubraut
ar, Eiliðaáa, Blesugrófar og
Breiðholtsvegar, um það bil 12
hektara landflæmi.
Loks hefur verið rætt um
svæði fyrir kjötmiðstöð, og var
ákveðið að fá umsögn sam-
vinnunefndar um skipulagsmál
í því sambandi.
Þær fyrirspurnir, sem Gylfi
lagði fram í þessu sambandi,
voru meðal annars þessar:
Er það rétt, að verktakar
við byggingu verksmiðj-
anna hafi fyrir milligöngu
annarra fengizt til að end-
urgreiða 900 000 krónur,
sem búið var að greiða fyr-
ir reikninga?
Er það rétt, að alvarlegar
misfellur hafi komið í Ijós
í bókhaldi yfir bygginga-
kostnaðinn?
Er það rétt, að andvirði
amerísks radíógrammófóns,
sem fór til manns í Reykja-
vík, hafi verið fært sem
byggingarkostnaður við
verksmi'ðjurnar?
Er það rétt, að heimilis-
hrærivél, sem fór til ein-
staklings í Reykjavík, liafi
verið færð sem kostnaður
við verksmiðjuna á Skaga-
strönd?
Er það rétt, að dollara-
greiðslur, sem í dagbók eru
færðar, sem greiðsla fyrir
eixiangrun á vatnspípur,
hafi raunvcrulega verið
dollaragreiðsla tii náms-
manns í Ameríku?
Er það rétt, að víða skoni
fylgiskjöl fyrir reikningum
fyrir byggingu síldarverk-
smiðjanna?
Þessar spurningar lagði Gylfi
fram, en Ólafur Thors treysti
sér ekki til að svara, þar sem
skýrslan um endurskoðun
reikninganna hefur ekki bor-
izt til stjórnarinnar enn þá.
Síldarverksmiðjustjórn skipaði
þá Erlend Þorsteinsson, Júlíus
Havsteen og Jón Kjartansson
til þess að rannsaka bygging-
arkostnaðinn "og mun umrædd
skýrsla vera árangurinn af
starfi þeirra.
Gylfi gat þess, að upphaf-
lega hafi verið lögleidd heim-
ild fyrir 10 milljóna lána til
vei'ksmiðjanna. 1944 var heim
ildin hækkuð í 20 milljónir.
1945 var skipuð bygginga-
nefnd fyrir verksmiðjurnar og
í apríl 1946 áætlar nefndin
heildarkostnaðinn 26,3 milljón
ir og er lánsheimildin hækkuð
í 27 milljónir. í nóvember
sama ár, 1946, er áætlun bygg-
inganefndarinnar komin upp í
38 milljónir, en nú mun vera
áætlað, að heildarbygginga-
kostnaður þessara tveggja
verksmiðja sé 42,45 milljónir.
----------•»---------
Ný launalög ekki
afgreidd á ylir-
siandandi þingi
NÝ LAUNALÖG verða fyr-
irsjáanlega ekki afgreidd á
þessu þingi, en ríkisstjórnin
mun sennilega leggja fram til-
lögur um fjárveitingu til
greiðslu uppbótar fyrir opin-
bera starfsmenn í dag. Frá
þessu skýrði Eysteinn Jonsson
fjármálaráðhei'ra í svari við
fyrirspurn, sem Gylfi Þ. Gísla-
Bon beindi til hans á alþingi í
gær. Eysteinn sagði enn frem-
ur, að launamálanefndin væri
rétt að ljúka störfum, en hefði
ekki skilað áliti til fjármála-
ráðuneytisins enn þá. Gylfi lét
í ljós mikla óánægju með það,
að ekki skyldu afgreidd ný
launalög á þessu þingi, eins og
gert var ráð fyrir í haust og
vetur.
Hæsiu vinningarnir
í happdræffinu
DREGIÐ var í fimmta flokki
happdrættis Háskóla íslands í
gær.
Hæsti vinningurinn, 15 þús-
und krónur, kom upp á númer
2234, og voru það fjórðungs-
miðar —• allir seldir í umboð-
inu í aVrðarhúsinu. — Næst
hæsti vinningurinn, 5000 krón
ur, kom upp á númer 5056,
sem var heilmiði, seldur í um-
boðinu hjá Bækur og ritföng,
Laugavegi 39.
•------■—-------------
Ræða Sfefáns
Framhald af 1. síðu.
ann og skiptu honum á milli
Steingríms Steinþórssonar for
sætisráðherra og Hermanns
Jónassonar landbúnaðarmála-
ráðherra. Síðastur talaði Ólaf-
ur Thors atvinnumálaráðherra
fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Nýlega var haldinn aðal-
fundur Gai'ðyrkjufélags Is-
lands. Formaður félagsins, Jó-
hann Jónasson frá Öxney,
skýrði frá starfseminni á árinu.
Félagið tók myndarlegan þátt í
sjöundu Norðrurlanda garð-
yrkjusýningunni í Helsingfors
s.l. haust. Hlutu garðyrkjustöð-
in Fagrihvammur og Sveinn
Guðmundsson á Reykjum í
Mosfellssveit verðlaun fvrir
blómarækt. Var aðstaða Is-
lands samt erfiðust allra Norð-
urlandanna, þar eð allar sýn-
ingarvörur varð að flytja svo
langt að, og veður olli auk þess
töfum á flugferðunum«
Gefin var út Matjurtabókin;
alþýðlegt fræðslurit um rækt-
un helztu matjurta. Kemur
bókin í góðar þarfir nú, þegar
við verðum að efla garðrækt-
Ina til að verða sjálfum okkur
nógir í framleiðslu kartaflxxa
og káltegunda.
Danski garðyrkjuleiðbeinand
inn Sennels hélt fróðlegan
garðyrkjufyrii’letur í Háskól-
anum á vegum félagsins 15.
nóv. s.l.
Fjölmenn uppskeruhátíð var
haldin í Skíðaskálanum s.l.
haust. Sagði Jóhann frá Öxney
þar ferðasögu frá Finnlands-
sýningunni. Eru slíkar upp-
skeruhátíðir nú haldnar árlega.
Á stjórnarfundi á Bessastöð-
um 24/3 var ákveðið að útvega
5 ha. land til skógræktar á
Heiðmörk. Samþykkti aðal-
fundurinn þá ráðstöfun.
Jón Rögnvaldsson garðyrkju
maður í Fífilgerði mætti fyrir
hönd félagsins sem fulltrúi á
aðalfundi norska garðyrkju-
cambandsins í Þrándheimi 1.
■—3. sept. s.l. sutnai’.
Samþylckt var tillaga frá
Einari Siggeii’ssyni um að taka
til athugunar, hvort ekki
mundi hentugt að útvega hing-
að garðyrkjufræðing á vegum
Marshallaðstoðarinnar til 'að
veita leiðbeiningar. Enn frem-
ur var samþykkt, að ritnefnd
athugaði, hvort fært væri að
gefa út fræðilegt rit um ein-
hverja þætti garðyrkjunnar
næsta ár.
í ritnefnd voru kosnir Einar
Siggeirsson og Halldór Ó. Jóns
son. Ritari félagsins er sjélf-
kjörinn formaður nefndarinn-
ar. Úr stjórn áttu að ganga Eð-
vald Alalmquist og Ingólfur
Davíðsson, en voru báðir end-
urkjörnir.
Stjórnina skipa nú:
Jóhann Jónasson frá Öxney,
bústjóri á Bessastöðum, for-
maður. Ingólfur Davíðsson
grasafræðingur, ritari. Edvalá
Malmquist ræktunarráðunaut-
ur, gjaldkeri. Ingimar Sigurðs-
son, garðyrkjubóndi í Fagra-
•hvammi, varaformaður og HaÍl
dór Ó. Jónsson garðyrkjubóndi
meðstjórnandi.
--------------------
Gjaldeyrishagnaður
bankanna nam
16-18 milljónum
GJALDEYRISHAGNAÐUR
BANKANNA vegna gengis-
lækkunarinnar nemur 16—18
milljónum króna, að því er
Eysteinn Jónsson fjármálaráð
herra skýrði frá á alþingi í
gær. Hann sagði, að ekkei’t
væri því til fyrirstöðu að bráð-
lega verði hægt að greiða fé
þetta til þeirra aðila, sem eiga
að fá það, ræktunarsjóðs, bygg
ingasjóðs búnaðarbankans,
byggingasjóðs verkamanna og
bæjarfélaga.
Það var í svari við fyrir-
spurnum, sem Eysteinn upp-
lýsti þetta, en þrír þingmenn
höfðu lagt fram fyrirspurnir
um það, hve mikið þetta væri
og hvenær vænta megi fjár
þessa til þeii’ra nota, er það
var ætlað í gengislækkunar-
lögunum.
Norræn samvinnu-
kvikmynd
SAMBAND norrænu sam-
vinnufélaganna hefur látið
gera kvikmynd af starfi sam-
vinnuhreyfingarinnar í öllum
löndunum, meðal annars hér á
!andi, og hefur fræðsludeild
SÍS nú fengið eintak af kvik-
myndinni, en í það hefur verið
Eelldur íslenzkur texti, og enn
fremur éru talaðar með henm
skýringar, en samfelld hljóm-
list er með myndinni.
Kvikmyndin hefur þegar
vex’ið sýnd víða á Norðui’lönd-
um og mun verða sýnd þar
framvegis hjá samvinnufélög-
unum, og einnig verður nú
byrjað að sýna hana hér.
Myndin nefnist „Samvinna
á Norðurlöndum“, og sýnir
margvíslega stai’fsemi sam-
vinnufélaganna, bæði í verzlun
og iðnaði. Hefst hún á myftd-
um frá Danmörku, þá frá Nor-
egi, íslandi og loks frá Svíþjóð
og Finnlandi.