Alþýðublaðið - 17.05.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.05.1950, Blaðsíða 8
Ijerizt áskrifendur @ð Alþýðubiaðinu. i Alþýðublaðið inn á i hvert heimili. Hring- ! ið í síma 4900 eða 4906. Börn oá unglingar, Komið og seljið Albýðublaðíð, i Allir vilja kaupa Alþýðublaðið. 1 bor íenginn íii rannsókna á skeljasandinum á Sviði Borinn var reyndur um síðustu helgi á skipinu Maríu Júlfu og þótti gefast vel. STJÓRN SEMENTSVERKSMIÐJU RÍKISINS hefm- fcng- i'ð nýjan bor frá Svíþjóð til þess að rannsaka skeljasandslagið á"Sviði í Faxaflóa. Var farið út nie'ð borinn og hann revndur á bjöi'gunar- og rannsóknarskipinu Maríu Júlíu um síðustu helgi, og þvkir þegar sýnt, að því er dr. 'Jón Vestdal, formaðyr sem- entsverksmiðjustjórnar skýrði blaðinu frá í viðtali í gær, að Jiann ætli ekki að bregðast vonum manna. Stjórn sementsverksmiðj- unnar hafði skipið Maríu J.úlíu þá til umráða í aðeins fjóra daga til að reyna borinn og liefja ránnsóknir á skeljasands- laginu, fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Aðeins fyrsta og síðasta daginn var veður hagstætt til rannsókna, hina dagana talsvert mikil alda, en þó bezta veður. Var borinn fyrst reyndur uppi • í Hvalfirði á leir, en svo á skelja- sandslaginu á Sviði. RANNSÓKN HALDIÐ ÁFRAM EFTIR 2—3 VIKUR Senda þurfti skipið Maríu Júlíu til annarra starfa eftir helgina, svo að hætta varð rannsóknum um sinn, en þeim mun verða haldið áfram eftir tvær til þrjár vikur. Ekki taldi dr. Jón Vestdal tímabært að eegja neitt frá rannsókn þessari enn, þar eð hún er aðeins á bvrjunarstigi. < SÆNSK UPPFINNING eldri gerðum var naumast hægt að bora dýpra en 2—3 metra niður í botniögin, en talið víst. að ná megi allt að 20 metrum niður með hinum nýja bor, ef um leirbotn er að ræða. Öðru máli gegnir þó um skeljasand, þótt sýnt þyki, að bora megi nægilega djúpt til að rannsaka okeljasandinn á Sviði. Dr. Jón Vestdal átti tal við prófessor Kullenberg í fyrra- haust og hafði meðferðis sýnis- horn af sandi. Taldi Kullen- berg, að bora mætti 3—5 metra niður í sandinn, og lét Jón þess getið, er blaðið átti tal við hann í gær, að ekkert benti til, að það væri ofsagt. Heiðursdoktor í Oxford Sigurður Nordal prófessor var í gær kjörinn heiðursdoktor við Oxfordháskóla. Er hann nú á ferð um England og mun flytja Eyrirlestra við Oxford og fleiri enska háskóla. Brezka útvarp- ið skýrði í gær frá því, að Nor- dal hefði verið veittur þessi heiður af hinum fornfræga háskóla. ----------♦--------- ATLANTSHAFSRÁÐIÐ ræddi í gær skýrslu land- varnanefndar. Hraðkeppni Armanns í handknatt- leik íer fram á morgun ----------—%----— 17 flokkar frá 8 félögom keppa á mótinu. Bor sá, sem sementsverk- smiðjustjórn hefur nú fengið, er ný sænsk uppfinning. Fann prófessor Kullenberg í Gauta- borg borinn upp eftir stríðið. Borinn er ætlaður til rann- sókna á botnlögum sjávar og stöðuvatna og tekur mjög fram eldri gerðum slíkra tækja. Með Fyrsta íslenzka flugkonan Erna Hjaltalín, dóttir Stein- dórs Hjaltalíns útgerðarmanns, lauk nýlega prófi í einkaflugi, og er hún fyrsta íslenzka stúlk- an, sem tekur hér flugpróf. Fiugnámið stundaði hún að öllu leýti hér heima. Loftferðaskír- teíni Ernu, sem er nr. 132, er gefið út 12. marz síðast liðinn, á afmælisdegi flugkonunnar; en þá varð hún 18 ára. HRAÐKEPPNI ÁRMANNS í handknattleik fer fram á íþróttavellinum’í Reykjavík á morgun og hefst kl. 10 f. h. Keppt er í meistaraflokki, 2. flokki og 3. flokki karla. r.tta félög hafa tilkynnt þátttöku, en alls keppa 17 flokkar á mólinu og skipt- ast þannig: Meistaraflokkur 7 félög, 2. flokkur 5 félög og 3. flokkur G félög. Mótið fer fram á einum degi þar sem þetta er „útsláttar- keppni11, þ. e. það lið, sem tap- ar einum leik, er úr keppninni. Félögin, sem þátt taka í mót- inu, eru: Ármann, ÍR, Fim- leikafél. Hafnarfjarðar, Fram, KR, Víkingur, Valur og Ung- mennafél. Afturélding, Mos- fellssveit. Þetta er síðasta tækifæri handknattleiksmanna til þess að sýna hæfni sína, áður en valið verður í landsliðið, þvi frammistaða þeirra. í mótinu getur ráðið miklu um, hverjir verða endanlega valdir í lands lið íslendinga, sem keppa á við Finnland þann 23. maí n. k. Kl. 10 f. h. fara fram eftir- taldir leikir: 3. fl. karla: Fram—FH, Ár- mann—KR, ÍR—Valur. 2. fl. karla: Ármann—ÍR, FH—Vai- ur. KR á frí. Kl. 2 e. h. hefjast leikir í meistaraflokki karla, fyrst keppa FH—Víkingur, Ármann —ÍR, Afturelding—Fram. Val- ur á frí. Strax og lokið er umferðinni í meistaraflokki fara frarn undanúrslit í 3. og 2. flokki, og þar strax á eftir í meistara- flokki og síðan úrslit í öllum flokkum. ----------------------- Framhald af 1. siðu. Efri deild afgreiddi í fyrri- nótt sem lög frá alþingi frum- varpið um að heimíla ríkis- stjórninni að taka 45 rnilljóna lán til sementsverksmiðjunnar. í neðri deild fluttu þeir Emil Jónsson og Sigurður Guðnason tillögu um að leitað verði um- sagnar veykfræðingafélagsins um staðsetningu verksmiðjunn- ar; en tillagan var felld. í efri deild krafðist Gísli Jónsson þess, að ríkisstjórnin gæfi yfir- lýsingu um að staður fyrir verksmiðjuna yrði ekki endan- lega ákveðinn strax; en slík yfirlýsing var ekki gefin. Stendur því óhögguð sú'ákvörð- un fyrrverandi ráðherra, að verksmiðjan skuli reist á Akra- nesi. SNJÓKOMA var á nokkrum stöðum norðan lands í gær- morgun, einkum á Möðrudal á Fjöllum og á Siglunesi, Þingsályktunartillaga m innflutn- ing erlendra bóka og fímarita -------------- ■ «» --- Flutt í gær af þeim Gylfa Þ. Gíslasyni og Ólafi Björnssyni prófessor. Kosningar í sam einuSu þingi KOSNINGAR voru á dag- skrá sameinaðs þings í gær, og var skipað í tvær nefndir og valdir endurskoðunarmenn rík isreikninga ásamt fuiltrúum á. fund Evrópuráðs. í Þingvallanefnd voru kosn- ir Hermann Jónasson, Harald- ur Guðmundsson og Gísli Jóns son. I úthlutunarnefnd lista- mannastyrkja voru kosnir Ingimar Jónsson, Þorsteinrt Þorsteinsson, Þorkell Jóhann- esson og Sigurður Guðmunds- son (ritstjóri Þjóðviljans). Yfirskoðunarmenn ríkis- reikninga voru kosnir Sigurjón Á. Ólafsson, Jón Pálmason og Jörundur Brynjólfsson. Fulltrúar á fundi Evrópuráðs í Strassburg í sumar voru kosn ir Stefán Jóh. Stefánsson, Her mann Jónasson og Jóhann Þ. Jósefsson. TVEIR ALÞINGISMENN, þeir Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Björnsson, hafa flutt þingsályktunartillögu um innflutning er- lendra bóka og blaða, og er hún svohljóðandr „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnir.a að hlutast tif um, að leyfður verði nægilegur innflutningur erlendra bóka og tímarita til þess að fullnægja eðlilegri eftirspurn.“ í greinargerð sinni segja * 1 flutningsmenn: „Um alllangt skeið undanfarið hefur verið mikill skort^ erlendra bóka og tímarita í bókaverzlunum landsins. Getur varla heitið, að ný erlend bók hafi sézt í bóka- verzlun í Reykjavík í marga mánuði, og utan Reykjavíkur hefur ástandið . varla verið betra. Þarf ekki að orðlengja um það, að við slíkt er ekki unandi til lengdar. íslendingar eru bókhneigðir, og erlendar bækur og erlend tímarit hafa jafnan verið mikið lesin á ís- landi til fróðleiks og skemmt- unar. Fjölmörgum er og ó- kleift að sinna störfum sínum svo vel sem skyldi, nema að eiga greiðan aðgang að erlend- um bókum og tímaritum til þess að geta aukið þekkingu sína og kynnzt nýjungum. Því smærri sem þjóðin er, þeim mun nauðsynlegra er henni að vera í sem nánustum menning- artengslum við umheiminn. Þau tengsl verða á engan einn hátt betur tryggð en þann, að þjóðin eigi sem greiðastan að- gang að bókum og tímaritum annarra menningarþjóða. Flutningsmönnum þessarar tiliögu er ljóst, að.hæpið ér fyr- ir alþingi að ætla sér að hafa afskipti af því í einstökum at- riðum, hvað flutt sé til lands- ins. Öðrum stofnunum hefur verið falið það hlutverk að taka ákvörðun um það. Hins vegar hafa verið flUttar á alþingi og samþykktar tillögur, þar sern látin er í ljós ósk um aukinn innflutning á vörutegundum, sem skortur hefur verið á. Með tilliti til þess getur það ekki tal- izt óeðlilegt, þótt lagt sé til, að alþingi skori á ríkisstjórfiina að hlutast til um, að bætt verði úr þeim brýna skorti erlendra bóka og tímarita, sem ríkt hef- ur í landinu. Tiilaga þessi er heldur ekki fram borin fyrir þá sök, að flutningsmenn hennar telji á- stæðu til að ætla, að þau yfir- völd, sem ákvörðun taka um þessi efni, hafi ekki nægilegan skilning á nauðsyn innflutn- ings erlendra bóka og tímarita. Hitt er vitað, að meðan jafn mikiTþ skortur er á erlendum gjaldeyri og nú á sér stað, knýja rrargir á dyr innflutningsyfir- valdanna og fleiri en unnt er eð sinna. En ef alþingi sam- þýkkti ályktun þessa, yrði yfir- völdunum væntanlega auðveld- ara að láta bókainnflutning n-jóta þess forgangsréttar um- fram annan miður þarfari inn- fiutning, sem fyllsta ástæða er til, að hann njóti.“ Sögulegu þingS a$ ljúka_ Þinglausnir verða f dag, ÞINGLAUSNIR verða í dag. Lýkur bar með 69. lög- gjafarþingi Islendinga, sem setið hefur frá því í nóvem- berbyrjun sí'ðast liðið haust, og hefur þetta verið eitt hið sögulegasta þing síðari ára. Er það fyrst óvenjulegt, að þrjár ríkisstjórnir sátu við vöid, meðan þing þetta stóð yfir. Þá mun þing þetta lcngi í minnum haft fyrir hina stórfelldu gengislækkun, sem það lögleiddi, og þann dilk, sem sú ráðstöfun dreg- ur á eftir sér. Alls munu 176 mál hafa verið lögð fyrir þetta þing, en mikill fjöldi af þeim hlaut ekki af- greiðslu þingsins. Þingskjöi eru orðin tæplega 800 og má af þeim nokkúð marka tölu frumvarpa, ályktunartil- lagna, breytingartillagna, fyrir§purna og nefndarálita, sem þingmenn lögðu fram á þessum vetri, þótt ekki sé tala þeirra nákvæmlega sú sama og tala þingskjalanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.