Alþýðublaðið - 17.05.1950, Blaðsíða 6
6
ALÞYÐUBLAÐiÐ
Miðvikudagur 17. maí 1950.
‘-V ____
(ómsfrandi sfjúpmæður
fáið þér hjá okkur.
EINNIG AFSKORIN BLÓM
Enn þá er hægt að fá RABARBARAIINAUSA og til-
komnar ANEMÓNUR
Hringið. og við sendum.
Gróðrarstöðin Sólvangur
Jónas Sisr. Jónsson.
Leifur
Leirs:
CON SPÁSSIA.
og það kemur
fyrir að
maður stendur
og glápir
orðlaus
undrandi
vegna óvæntra
og allt að því
yfirmannlegra
klókinda
þeirra háttsettu
nú hækka þeir
smjörið til
þess að komast
hjá því að
hækka smjörlíkið.
næst
hækka þeir svo
smjörlíkisverðið
tii þess að
komast hjá
verðhækkun á nýjum
kartöflum
og þegar nýju
kartöflurnar koma
á markaðinn
en rauðmaginn
hættir að
veiðast
hefðarkría þjálfa sig af kappi í
ræðulist.
Fróðir menn geta sér þess til,
að kríurnar hafi i huga að fagna
með kórsöng og ræðuhöldum
manni einum, sem er væntan-
legur á næstunni úr langferð er
•tendis, og launa honum hannig,
að hann hefur um margra ára
ckeið tekið á móti kríur.ni á
Keflavíkurflugvelli, er hún kom
úr vetrardvöl sinni þar syðra.
Um það er nú rætt í blöðun-
um, að þjóðleikhúsgestir sýni
hinni virðulegu stofnun óvirð-
ingu mikla, er þeir hámi í sig
cælgæti í salarkynnum hennar.
Er þess vitanlega getið um leið,
að slíka ósvinnu leyfi erlendir
leikhússgestir sér aldrei, en
svali hins vegar sælgætislöngun
sinni á virðingarminni skemmti
stöðum, til dæmis í Tívolunum.
Er þetta sjálfsagt rétt athugað,
en þó er hins einnig að gæta,
að þjóðleikhúsið á sjálft nokk-
urn þátt í þessari óvirðingu, er
það rekur sælgætíssölu innan
veggja sinna og sennilega í því
skyni, að gestirnir kaupi og
sýni stofnuninni þannig þegn-
skap við hagsmuni hennar. Úr
þessu mætti þó eflaust bæta með
því að' setja upp spjöld í sæl-
gætisölunni, með áskorun, sem
væri eitthvað á þessa leið:.,,Þjóð
leikhúsgestir! Styrkið stofn-
unina og kaupið sælgætið hér,
— en étið það suður í Tívoli!“
hækka þeir kartöílu
verðið til þess
að komast
hjá því að hækka
verið á rauð
maganum
Okey — — —
Leifur Leirs.
GENGIÐ UNÐIR LEKA.
Þeir sem gengiS hafa í grennd
við dvalarstöðvar kríunnar að
undanförnu, þykjast hafa orðið
þess varið, að eitthvað alvarlegt
sé í bígerð hjá þeim fuglum.
Segja sumir, að þar sé verið
að æfa geysistóran kríukór og
sömuleiðis virðist einstaka upp-
B! B
Onnumst kaup og
sö!u (asíðígna
og alls konar -
samningagerðir.
SALA og SAMNINGAR
Aðalstræti 18.
Sími 6916.
L@sið Alþýðublaðið
Lotta var í raun og veru
ónnum kafin alla daga, en sjálf
var hún þó.ekki með í leikn-
um. Þetta fullnægði henni ails
ekki. Herra Kleh vildi ekki
leyfa nein samkvæmi meðan
stríðið stæði og það lá heldur
ckki neitt á. Lotta var tæplega
sextán ára gömul og nógur var
timinn.
Irene skrifaði næstum því á
hvtrjum degi. Aðallega skrif-
aði hún Lottu, en ég fékk að
tesa þau öll. Það, sem ég tók
sérstaklega eftir í sambandi
við þessi bréf, var að hún
minntist varla á Alexander.
Þau höfðu fyrst farið til Part-
enkirchen, og þaðan skrifaði
hún aðallega um landslagið og
fólkið, sem var í sama gisti-
húsi og þau. Þau höfðu fengið
á leigu dálitla íbúð í Múnchen
og þaðan skrifaði hún aðallega
um íbúðina, um borgina, um
nýja kunningja, sem hún
hafði eignazt, og hún þráði
okkur öll. Stundum skrifaði
hún eftirskrift á þá leið, að
Alexander væri henni ákaf-
lega góður, eða hann væri á-
kaflega fátalaður, og likast til
hugsaði hann ekki um annað
cn ..stórbygginguna, sem hann
væri að gera uppkast að.
Og hvað átti hún að skrifa
um annað Hún var feimin og
einræn, alveg eins og faðir
hennar. Þegar ég skrifaði
henni, langaði mig oft til að
sPyrja hana, hvort hún væri
hamingjusöm, en ég fékk
aldrei nógu mikið hugrekki til
þess að bera spurninguna
fram.
Einu sinni, nokkrum dögum
ívrir jólin, þegar við sátum öll
saman við matborðið, kom
bréf frá henni til mín. Hún
sagði frá því í þessu bréfi, að
hún væri farin að fá vanda til
að hafa svima yfir höfðinu og
oft á morgnana væri henni
flökurt. Enn fremur sagði hún,
að Alexander hefði von um að
koma upp húsinu þeirra í
ágústlok.
An þess að mæla orð af vör-
um rétti ég herra Kleh bréfið.
Hann las það, en gekk svo út
að glugganum og horfði út.
,,Er nokkuð að?“ hvíslaði
Lotta.
Ég hristi höfuðið.
Herra Kleh sneri sér að okk-
ur. Hann strauk hvað eftir
annað um vangann á Lottu.
„Nei, það er ekkert að, svo er
guði fyrir að þakka“, sagði
hann með feimnislegum hátíð-
leik, en þannig var hann allt-
af, þegar hann var hrærður.
„Ekkert að barnið mitt heldur
þvert á móti“. Hann fékk
henni bréfið. En í sömu svif-
um hafði Lotta skilið allt. Hún
fölnaði skyndilega, en svo
gerði hún vandræðalega til-
raun til þess að brosa og sagði,
Gg röddin var ónáttúrleg og
titrandi: „Já, ég verð þá bráð-
um móðursystir, það verður
svei mér gaman“.
Hún fór með bréfið upp í
herbergi sitt, og fékk mér það
ekki aftur fyrr en um kvöldið.
„Alexander verður víst ákaí-
iega skemmtilegur í föðurhlut
verkinu", sagði hún. „Það er
alveg eins og ég sjái hann
iiggjandi á gólfinu við að búa
til spilaborgir fyrir ungann
allan daginn. Já, ætli hann
byggi bara ekki heilar borgir
á þann hátt“.
Herra Kleh var ákaflega ó-
rölegur. og þegar hátíðin gekk
í garð þaut hann af stað til
Múnchen. • Við höfðum sent
.lólagjafirnar til Irene með hon
um. Við gengum kringi;m jóla-
tréð, sem ég hafði miklu frern-
ur skreytt vegna þjónsins held
ui en fyrir Lottu, og ég talaði
um þau þrjú, sem nú væru
saman í Múnchen. Skyr.dilega
brast Lotta í stjórnlausan
grát. „Ég er svo hrædd um Ir-
ene“, stamaði hún. „Eg er svo
hrædd. Hún má eklci eiga
barn. Ég vil ekki að hún eign-
ist barn“.
Hún varð eitthvað svo ofsa-
fengin, að ég varð hrædd' um
að skilja hana eftir eina. Ilerra
Kleh hafði beðið mig um að
heimsækja Schmiedeifjöl-
skylduna á jólakvöldið, annars
gerði hann það alltaí sjálfúr.
Schmiedel var helzti trúnað-
armaður hans í fyrirtækinu og
hafði starfað með honurn í
irc-ira en tuttugu ár. H'i.m var
hvort tveggja í senn bókhald-
ari og sölumaður og hann var
jafnduglegur í báðum störíun-
um. En það háði honum mjög
að hann var lungnaveikur og
sjúkdómurinn var alls ekki í
ténun. Alltaf fyrir jólin var
mikið að gera í verzluninni og
þá var hurði.n oft opin. Þetta
varð til þess að hann fékk allt-
af mjög iilkynjað kvef á þess-
um tíma, en hann hélt út og
fci' ekki í rúmið fyrr en á að-
tangadag og þá alltaí með mik-
tnn hita. Herra Kleh heimsótti
hann alltaf, og talaði þá með
viðkvæmni um það, hve ör-
væntingarfull konan hans
væri, þessi skarpnefjaða kona,
og hve innilega vænt henni
bætti um hinn skarpnefjaða
mann sinn.
En að þessu sinni, þegar ég
kom til þeirra hjónamia, var
itún óvenjulega róleg, horfði á
hitamælinn og sagði, að núna
væri hitinn ekki svo mikiU að
bún þyrfti að hafa miklar á-
hyggjur. „Það er að mhrnsta
kosti betra en að þurfa að fara
í stríðið", sagði hún. ,,í ræstu
| viku á enn einu sinni að skrá
I raenn. í herinn“.
Ég stóð því ekki við nema
stutta stund og næstum því
hljóp heim á leið. En þegm' ég
kom heim svaf Lotta róíegú.
Við hliðina á henni á koddan-
um lá nýja gullarmbandsúrið
hennar og heildarútgáía af
verkum Dehmels, auk allra
annarra jólagjafa, sera hún
hafði fengið.
Herra Kleh kom aftur frá
Múnchen annan janúar. Hann
nagði mér, að Irene liti eklu
vel út. Brúnir skuggar voru
á andliti hennar, en það var
skiljanlegt, eins og ástatt var.
Læknirinn áleit að fæðingin
mundi ganga vel. Enn fremur
sagði herra Kleh, að vinnan
við húsið þeirra gengi ágæt-
lega að minnsta kosti eins vel
og hægt væri að búast við a'ð
vetri til.
Frásögn hans var álíká og
’bréfaskriftir Irene. Maður
fékk svo sem ekki mikið að
'vita af henni. Hann sagði bara
frá ytra borði hlutanna.
Einu sinni reyndi ég að fá
dálítið meira upp úr honum.
.Fannst yður, að Irene væri
hamingjusöm?'1
Hún var ákaflega glöð yfir
því að ég skildi heirnsækja
hana“, sagði hann. „En hvern
ig á ég að vita, hvernig hún
cr, þegar ég er ekki viðstadd-
ur. Ég er hræddur um að hún
sé nokkuð einmana“, sagði
hann svo. „Alexander er önn-
tim kafinn við vinnu sína og
ég held næstum því að hann
onni ekki öðru sem stendur.
Oft kemur hann ekki beim af
teiknistofunni fyrr én eftir
miðnætti. Það var hið eina,
cem hún virtist hafa ástæðu til
að setja út á hann, og ég gat
ekki fundið neitt athugavert
við það“. (
„Hlakkar hún til að eignast
barnið?“ spurði ég. „Og hlakk-
ar Alexander til að verðá fað-
ir? Ég spyr vegna þess að í
raun og veru, og það vitið þér
raunar sjálfur, höfðu þau á-
kveðið að eignast ekki barn
íyrst um sinn“.
Vikingar
Meistara og 7. flokkur. Æf-
ing á íþróttavellinum í kvöld
kl. 7. III. fl. æfing á Gríms-
staðaholtsvellinum í kvöld
kl. 9. Þjálfarinn.
KNATTSPYRNU-
FÉLAGIÐ
ÞRÓTTUR.
4. fl. Æfingaleikur
verður við KR kl. 6
í kvöld á Gríms-
staðaholtsvellinum.
Þjálfarinn.
G
O
L
I
A
T