Alþýðublaðið - 24.05.1950, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.05.1950, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. maí 1950. tJtgefandi: Aljiýðuflokkuriun. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Fingfréttir: Helgi Sæmundsson, Riístjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Aiþýðuprentsmiðjan h.f. eða nýlf sfeigufag? ÞVÍ VAR YFIR LÝST, er gengi krónunnar var lækkað, að með þeirri ráðstöfun ætti að gera tvennt: rétta við hag út- flutningsatvinnuveganna, alveg sérstaklega bátaútvegsins, og koma jafnvægi á þjóðarbú- skapinn, fyrst og fremst á ut- anríkisviðskiptin. En í dag, rúmum tveimur mánuðum eft- ir gengislækkunina, leikur það ekki á tveimur tungum, að hvort tveggja hafi mistekizt Bátaútvegurinn er mun verr stadaur gn fyrir gengislækk unina. Fiskverðið, sem talið var að hækka myndi úr 75 aur- um upp í 93, hefur ekkert hækkað, en tilkostnaður við út- gerðina hins vegar stórkost- lega vegna verðhækkunarinn- ar á öllum innfluttum reksturs vörum hans. Og áhrifin á utan- ríkisviðskiptin háfa alveg orð- ið öfug við þaS, sem til var ætl- azt, og gj^ídeyrisskorturinn og vöruskorturinn aldrei verið eins tilfinnanlegur og í dag Frjáls verzlun, s'/n lofað var í kjölfar gengislækkunarinnar og bæta átti mörg mein, virðist eiga langt í land. 'i’ Ekkert af þessu’.hefur komið Alþýðuflokknum á óvart. Hann barðist gegn gengislækkuninni einmitt vegna þess, að hann hafði aldrei neina trú á því, að hún næði tilgangi sínum, en taldi hana hins vegar hið hróp- legasta ranglæti gagnvart launastéttum landsins. Hins vegar leynir það sér ekki, að borgaraflokkarnir, sem að gengislækkuninni stóðu, eru komnir í hinn mesta vanda og vita vart sitt rjúkandi ráð Heyrist það oftar og oftar nefnt, að þeir sjái nú ekki aðra leið út úr ógöngunum en þá, að halda áfram á óheillabrautinni og lækka gengi krónunnar á ný. Og sjálfsagt hefur eitthvað slíkt vakað fyrir atvinumálaráðherr- anum, Ólafi Thors, er hann lét svo um mælt í útvarpsumræð- unum á alþingi á dögunum, að það væri engan veginn víst, að gengislækkunin, sem gerð var, nægði til þess að ná tilgangi hennar. Alþýðuflokkurinn varaði undir þinglokin mjög alvarlega við því að grípa til nýrrar geng- islækkunar, sem aðeins myndi gera illt verra. Alþýðuflokkn- um er það fullkomlega Ijóst, að nýrra ráðstafana er þörf til þess að tryggja afkomu bátaútvegs- ins og útflutningsatvinnuveg- anna yfirleitt, eftir að gengis- lækkunin hefur misheppnazt svo herfilega, sem raun ber vitni; en hann telur nýja geng- islækkun í því skyni ekki korna til mála. Þingmenn Alþýðuflokksins gerðu í þinglokin tilraun til þess að koma nokkru viti fyrir gengislækkunarflokkana í þessu efni með því að bera fram tillögu til þingsályktunar um skipun milliþingauefndar til þess „að athuga skipulag og rekstur útflutningsatvinnuveg- anna og gera tillögur um, á hvern liátt hægt sé að lækka reksturskostnað þeirra með breyttum sldpulagsháttum og vinnuaðferðum“. Bentu þeir í greinargerð fyrir þessari tillögu á, að vafalaust mætti bæta af- komu útflut.ningsatvinnuveg- anna og samkeppnishæfni á er- lendum markaði verulega með slíkum ráðstöfunum. Leikur það og ekki á tveimur tungum, að skipulag þessara atvinnu- vega, og þá ekki hvað sízt báta útvegsins, er nú með þeim hætti, að það gerir frumleiðslu kostnað og stjórnarkostnað mun meiri, en hann þyrfti að vera. Fyrirtækin eru of mörg og of smá; í innkaupum á rekstrarvörum þeirra ríkir skipulagsleysi, en mörg verða þau að burðast með dýra for- stjóra, sem fyrirtækjunum er ofviða að bera. En öllu þessu mætti kippa í lag með skyn- samlegri og tímabærri" endur- skipulagningu þessara atvinnu vega. Hér er Um allt aðrar, vitur- legri og varanlegri ráðstafán- ir að ræða, en gengislækkun, til þess að tryggja afkom'u báta útvegsins og annarra útflutn- ings atvinnuvega þjóðarinnar. En það er til dæmis - um það, hve gersamlega heillum horfn- ir borgaraílokkarnir hér á landi eru, að þeir báru ekki gæíu til þess að samþykkja þingsályktunartillögu Alþýðu- flokksins. Svó starblindir eru þeir, að þeir fengust ekki einu sinni til þess að ræða hana. Þinginu var slitið án þess að hún væri tekin á dagskrá. Skipulagsleysið og öngþveitið i útflutningsatvinnuvegunum á þ: V>ig bersýnilega að halda áfram, og alþýðan að borga brúsann, sennilega með nýrri gengislækkun. En sá reikningur er að vísu gerður án alþýðunnar. Og það er öldungis évíst, að hún kæri sig nokkuð um að greiða hann. Áðaifundur Kaup- félags verkamanna á Akureyri Frá fréttaritara Alþýðubl. AKUREYRI. AÐALFUNDUR Kaupfélags verkamanna á Akureyri var haldinn 12. þessa mánaðar. Hagur félagsins er góður, og var vörusala aðeins meiri en árið 1948. Sjóðir félagsins uxu og var félagsmönnum úthlutað 3% af ágóðaskyldri vöru í stofnsjóð. Félagsmenn voru í ársbyrj- un 342, en í árslok voru þeir orðnir 419, og margir hafa gengið í félagið frá því um nýj- ár. í stjórnina var kosinn Hall- ór Friðjónsson, endurskoðandi félagsreikninga Albert Sölva- son og varaendurskoðandi Að- alsteinn Stefánsson, allir end- urkosnir. Fulltrúar á aðalfund SÍS voru kosnir Erlingur Frið- jónsson og Sigurður Kristjáns- son, og varamenn Bragi Sigur- jónsgon og Jón M. Árnason. HAFR. Þegar Gullfoss gamli kom — og sá nýi. Bréf um skipið. . BOLVÍ KIN G AFÉL AGIÐ í Reykjavík hefur gefið út minningarrit um síra Pál Sig- urðsson sóknarprest í Bolung- arvík, sem lézt í Reykjavík í fyrrasumar. Höfundur ritsins er Jóhann Bároarsort, en for- mála ritar Jens K. Níelsson kennari. Ritið er rúmar 40 blað síður að stærð, smekklega út- gefið. ÞAÐ VAR GAMAN að vera út í Örfirisey á laugardaginn og sjá fossana fjóra sigla út iil rnóts við Gullfoss. Enn meira gaman var að koma þangað aft- ur og sjá skipin fimrn sigla inn og Gullfoss fyrstan svo glæsi- legan, sem hann var. Fólk fagn aði líka skipinu af alhug, enda er það rétt, að Gullfoss hinn nýi er staðfesting þeirra vona, sem aðeins rættust að nokkru þegar gamli Gullfoss sigldí fyrsta siin hér í liöfn. GAMALL MAÐTJR, sem stóð við hlið mér á hafnarbakkanum þegar skipið var að leggjast upp j að, sagði: „Ekki er fögnuðurinn eins mikill nú og hann var þeg- ar gamli Gullfoss kom liingað fyrst, það var eftirminnileg Etund“. Ekki gat ég dæmt um það, því að þá var ég ekki við- staddur, en fólk var nú kátt og ég varð ekki var við neinn er ekki tæki þátt í húrrahrópun- um "þarna á hafnarbakkanum. NOKKUR GAGNRYNI hefur mætt þessu glæsilega skipi. Þó ekki skipinu sjálfu, heldur áætl unrim stjórnarinnar um fyrsta hlutverk skipsins. Ég hef feng- ið nolckur bréf um þetta efni og birti ég í dag aðeins eitt þeirra. Eftir yfirlýsingu, sem stjörn Eim skipafélagsins hefur nú birt, er þessi gagnrýni einna helzt sú, að skipið eigi að fara með f jölda gesta í hringferð. En þetta er ekki rétt, eftir því sem segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Gest- irnir verða aðeins 4—6 og er það ekki tiltökumál. Bréfið, sem Minjagripir og góðar gjafir, SYNING SÚ, sem heimilisiðn- aðarfélag íslands og ferðaskrif stofan gangast fyrir í Málar- anum um þessar mundir, er hin athyglisverðasta. Það, sem þar er sýnt, er bæði list og iðnaður, og ekki við hæfi burgeisa einna vegna verðs, heldur hentugar smágjafir al- þýðu manna, og ofan á allt bætist, að munirnir geta vel aflað þjóoinni gjaldeyris- tekna. FERÐASKRIFSTOFAN hefur fundið mjög til þess, að hér á landi hefur lítið af hentug- um minjagripum verið fáan- legt, og hefur verzlunin, sem slíka muni á að selja á Kefla- víkurflugvelli, verið ömurlegt dæmi um lítið úrval af rándýr um gripum. Forstöðumenn ferðaskrifstofunnar hafa ein- sett sér að bæta úr þessu og því hafa þeir í samvinnu við heimilisiðnaðarfélagið efnt til samkeppni um minjagripi. Árangurinn er einstaklega góð ur og kemur mörgum á óvart. Mikill fjöldi muna barst og eru margir þeirra hinir smekk legustu, sem jafnast á við minjagripi hvar sem er í heim inum. Verðið á þeim er ekki úr hófi fram, og mun í mörg- um tilfellum geta lækkað veru lega, ef framleiðsla hæfist á slíkum munum í stórum stíl. ÞAÐ ER VANDI að útbúa minjagripi fyrir ferðamenn. Þeir verða að vera svo til al- veg íslenzkir og algerlega ís- lenzk vinna. Þeir seljast bet- ur, ef þeir minna beinlínis á landið með korti eða ein- hverri mynd eða lítilli áletr- un. Þó er þetta engan veginn skilyrði. Umfram allt verða munirnir að vera snotrir og listrænir og bera vott þroska og smekkvísi. Öll þessi skil- yrði eru uppfyllt í ríkum mæli af munum á sýningunni í Mál aranum. Þeir eru margir hverj ir fagrir, Iitlir (en það er hentugt á öld flugvélanna), minna á réttan hátt á landið og verðið virðist í flestum til fellum viðráðanlegt, þótt það mætti lækka nokkuð. ÞESSIR GRIPIR, leirmunir, glermunir, trémunir, ullar- munir og fleira, eru þó ekki aðeins ánægjulegir minja- gripir. Þetta eru snotrir grip- ir, sem marga landsmenn mun fýsa að eignast. Þarna var fjöldinn allur af munurn, sem kosta innan við 30 krónur, sem eru hinir hentugust til gjafa, og hinir dýrari, sem flestir útheimta meiri handa vinnu, eru einnig tilvaldir til slíkra nota. Allt þetta þarf að láta framleiða í allstórum stíl og ferðaskrifstofan þyrfti að opna á góðum stað minjagripa verzlun, sem einnig mundi verða eins konar gjafaverzl- un fyrir landsmenn sjálfa um leið. Mundi gott framboð hinna ódýrari muna á þessari sýningu létta nokkuð vöru- skortinn til gjafa, til dæmis um jólaleytið, og verðið get- ur einnig verið nokkru lægra en hið brjálaða gjafaverð, sem hér tíðkast. Ferðaskrif- stofan ætti að geta haft tekj- ur af slíkri verzlun og þanriig stuðlað að efnahagslegu sjálf- stæði sínu. ÞAÐ ER ÁNÆGJULEGT að skoða sýningu minjagrip- anna. Það skín hugvitsemi og vinnugleði út úr munun- um, og þarna eru auðsýnilega að verki listamenn, sem ekki telja sér trú um að þeir séu neinir snillingar (en eru það þó, sumir) og vinna auðsýni- lega fyrst og fremst vegna starfsgleðinnar einnar. cg birti þrátt fyrir- þetta er svo hljóðandi. HLUTHAFI SKRIFAR: „Nú er komið til landsins okkar feg- usta fley, Gullfoss hinn nýi. íylgja skipinu áreiðanlega góð ar óskir frá öllum íslendingum. Við vonum að það verði okkur til gæfu og gengis í framtíðinni. ÞEGAR EIMSKIPAFÉLAGIÐ var nýstofnað var ég á ferming- araldri. í fermingargjöf var mér gefið hlutabréf í félaginu, sú gjöf gladdi mig mest. Hún vakti hjá mér fagnaðarkennd og hlýhug í garð þessa nýstofnaða félags, og hefur þessi hlýhugur ekki dofn að með árunum, heldur þvert á móti. Þegar Gullfoss hinn nýi sigldi inn höfnina í gær, greip mig sama fagnaðarkenndin og á fermingardaginn minn þegar mér var gefið hlutabréfið. ÞAÐ ER MÁL MANNA að Éimskipafélagio hafi vsrið rek- ið með fyrirhyggju og dugnaði, og hafi þeir menn þökk fyrir, sem hafa stuðlað að velgengi fé lagsins. En í gær varð ég íy.rir vonbrigðum. Ég las í Morgun- blaðinu að góða fagra fleyið.okk ar æíti að fara í „lúxus-flakk“ með nokkra útvalda gesti. Mér finnst nefnilega ekki tímabært að Gullfoss fari í slíkt ferða- lag. í blöðum og útvarpi er allt af vsrið að búa þjóðina undir aðsteðjandi erfiðleika, og skora á fólk að sýna liáfsemi á öllum sviðum. Eimskip verður líka að sýna hófsemi. Eg er viss um, að fólk út á landi gleðst eklci síð- ur yfir komu skipsins, þótt það sé með flutning og farþega, sem borga fyrir sig. Það er búið að vera mikið um dýrðir í sam- bandi við för skipsins frá Dan- mörku, komu þess til Englands. og svo hér á laugardag. Nú hefði leiknum átt að verða lok ið. ÞAÐ ERU MARGIR undr- andi yfir þes^ú fyrirhugaða ferðalagi með gesti. Ráðamenn félagsins hafa víst séð sitt ó- vænna. í gærkvöldi var lesin upp tilkynning í útvarpinu þess efnist, að fólk geti fengið far á þá staði, sem Gullfoss sækir heim. En þess jafnframt getið, að ekki sé hægt að fá far með skipinu í hringferðina. Því ekki það? Ég er viss um að margir vildu fara í slíkt skemmtiferða- lag, hluthafar og aðrir -— og náttúrlega greiða farið. Ferðin ætti þá ekki að verða baggi fyr- ir félagið. ÞJÓÐIN HEFUR staðið ein- huga um „óskabarn þjóðarinn- ar“. Ég býst við því miður, að erfiðleikarnir sæki það ekki síð- ur heim en önnur atvinnufyrir- tæki hér. Þess vegna álít ég, fé- lagsins vegna, að ekki sé tíma- bært að skipið fari sína fyrstu ferð nær eingöngu í sýni-ferða- lag. Það er of dýrt spaug nú á tímum. Það verður að bíða betri tíma, að fara í ferðalag með boðsgesti. Og hverjir eru svo á litnir verðugastir þess heiðurs? Það verður áreiðanlega vandi að velja úr þeim stóra hóp, sem hefur borið hag og velferð Eim skipafélagsins fyrir brjósti“.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.