Alþýðublaðið - 24.05.1950, Page 5

Alþýðublaðið - 24.05.1950, Page 5
Mi’ðvikudagui* 24. maí 1950. Aí bÝÐUBLAOIÐ SfSari hluti af grein Frc ISLANDSKLUKKAN Fæst af leiksviðunum þar gátu heitið leiksviðs nafni, heldur voru þetta aðeins. meira *og minna flatar, litaðar mynd- ir, —teikningar ■— riss á svört- um blöðum, ■— að vísu tákn- xæn samlíking við hinar lit- sterku, en oft skopteiknuðu sögumyndir Kiljans á svört folöð íslandssögu lians. Hugmyndin þarf alls okki að vera slæm, enda sótt í marg- endurtekna reynslu síðasta ald- arfjóroungs, eða jafnvel lengri tíma, í þýzkum, rússneskum, sem enskum og frönskum leik- hússheimi, sem á stundum hef- ur verið framkvæmd með mik- illi leikni, jafnvel Snilli, þegar raunverulegir lisíamenn eða kunnáttumenn í leiksviðsgerð hafa um fjallað. Því miður var engu slíku til að dreifa hér í sviðum Islandsklukkunnar. Einna skárst hefur þetta tek- izt í innisviðunum heima í Skálholti. Aftur missa beina- grindaleifar vistarveranna á Kein og í Bræðratungu ger- samlega þess marks, að sýna andrúmsloft og efnislegt ástand þeirra híbýla, sem þeim var setlað að sýna. Munur þeirra á leiksviði þjóðleikhússins var og sama sem enginn, en sam- kvæmt sögunni mjög mikill Þessi grindabrot voru því nán- ast hlægileg, jafnvel þó að þau ættu að skoðast sem lauslegt riss. Venjulegt íbúðarherbergi, foókhlöðu eða viðhafnar skraut- sal mætti eftir þessu sýna allt á þann sama einfalda hátt að setja með nokkru miliibili 4 prik uppistandandi úr gólfi eða aðeins 4 snærisspotta hangandi niður úr lausu lofti, og segja að þetta væru horn þessara vistarvera, -—■ hafa t. d. spott- ana einfalda í íbúðarherberg- inu, tvinnaða eða þrinnaða í bókhlöðunni og fléttaða í skrautsalnum! Þessum grindabrotum hefði því alveg eins mátt sleppa. Ekki var það betra í Jagara- lundi. Árni Magnússon trónaði alla þá sýningu á upphækkuð- um palli, sem bar brot af flúr- uðu handriði. Átti þetta víst að tákna vald hans og virðingu í „Kaupinhafn“! Á gólfi við hlið- ina stóð tilklippt trjátegund í stafgisinni og hriplekri ís- lenzkri búrkollu. Áttu þær lík- lega að tákna hið fala ísland, sem verið var að bjóða honum að léni. Umhverfis í myrkrinu ráfuðu svo meðlimir .dönsku stjórnarinnar og viðskiptavinir hennar. Ég verð að segja, að það þarf vitgrannan mann til þess að finna vit í slíku leik- sviði. Lítið betra er að segja um bókasafn Árna Magnússonar, sem var lélegt sýnishorn af hinu mikla og merkilega safni hans. Virðist mjög ólíklegt, að kona, sem Árni kaus að giftast til fjár, samkvæmt sögunni, og taka þannig fram yfir „íslands- sólina“, hafi ekki átt myndar- legri húsakynni en safnhús þetta bar vott um, samanber einnig 4. atriði 3. þáttar. Leiðinlegt dæmi um afkára- skapinn og vitleysuna voru dyrnar á Skálholtsstað í 5. at- riði 1. þáttar. Stafninn var að vísu ekki höfðinglegur útlits, en hann var sjálfur ekki mikið rkekktur og þilborðin ekki sér- íeg'a gamalleg, en dyraumbún- aðurinn var skekktur um heila borðbreidd og hurðin fylgdi náttúrlega eftir, eins og sagað aefði verið þannig úr stafnborð- unum, að hægt væri að hafa dyrnar svona afkáralega skekktar. Virtist dyraumbúnað- ur þessi hafa verið teiknaður og málaður undir öðrum „áhrif- um“ heldur en stafninn sjálf- ur. Slíkt sem þetta heíur að vísu verið fyrirgefið allt of oft í Iðnó, en það er hvorki hægt né þ€ss heldur þörf í þjóðleikhúsi íslands. Út yfir allt tók sviðið í Al- mannagjá, og var það þó annað sviðið af tveimur, sem oftast var notað. Leiksvið þetta var ekki vel byggt upp. Það var of- hlaðið eða of þröngt. Bergið var málað af furðanlegri íáfræði og viðvaningshætti og sýndi að málarinn, Lárus Ingólfsson, kann ekki að mála landslags- leiktjöld. Var hreint og beint raunalegt að sjá í sjálfu þjóð- leikhúsinu slíkt viðvanings- handbragð og litameðferð. Bergið í leiksviðinu var eins og hlaðið úr vatnssorfnu, hnött- óttu stórgrýti. Allir vita,. að í sjálfri Almannagjá hafa hinar ótölulegu sprungur myndað til- tölulega hvassar brúnir á hinu Gundursprungna bergi. Það var þó fleira raunalegt við þetta svið heldur en teikn- ingin og málningin á því. Hin fullkomnu lýsingartæki húss- íns voru misnotuð þar á hinn hugsunarlausasta og fáránleg- asta hátt. Miklum roða var beint inn í gjána til vinstri (Hestagjá) og á vinstri gjár- vegginn (hinn lægri). Aldrei væri þó í Almannagjá á Þing- völlum við Öxará hægt að sjá þenna gjárvegg lýstan, hvorki kvöld- né mprgunroða, vegna þess, að þegar um kvöldroða er að ræða á Þingvöllum, kastar hærri gjárbarmurinn eða Súl- ur óumflýjanlega skuggum sín- um yfir hann. í morgunroða á Þingvöllum er þessi sami gjár veggur kominn í skugga sjálfs sín, þar sem berg hans veit þá undan sólu. Hærri gjárveggur- inn er hins vegar sá veggurinn, sem morgimroði á Þingvöllum getur leikið um. Ég nefni þetta sem dæmi um, hve margt í þessum leiksviðum er g'ert út í loftið, athugunar- og þekking- arlítið og því fjarri þeim sann- leika, er vort ástkæra, fagra land lifir á. Eina leilcsviðið af 12, sem náði allmiklum áhrifum, var bruninn í næst síðasta atriði. Sá klaufaskapur eða hirðuleysi nær eyðilagði þessi áhrif fimmtudags kvöldið 4. þ. m„ að logarnir stöðvuðust á himnin- um hvað eftir annað. Slíkt má náttúrlega aldrei koma fyrir, ef áhrifin af brunanum eiga ekki að fara út um þúfur. Hins vegar gaf leiksviðið sjálft nauða ómerkilega hugmynd um götu í Kaupmannahöfn, — jafnvel á 18. öld. Áhrifameira væri að sjá eldhafið yfir allri baksýn leiksviðsins, og tæknin er ekki stórfelld, ef þaö er ekki hægt. Það heyrir ekki tjaldaútbún- aðinum til, en ekki er hægt annað en finna að því ósam- ræmi, er kom fram í lýsingu 1. atriðis 1. þóttar, er mikill roði lék um Almannagjá (líklega morgunroði) en sterkt hvítt ijós, úr annarri átt, og þá ekki frá sólunni, va rlátið lýsa upp andlit böðulsins. Er erfitt að skilja frá hvaða veraldarhnetti eða Ijóskeri svo sterk birta hefði átt a ðgeta skinið þarna í gjánni um aldamótin 1700. Annað atriði, sem ekki kem- ur leiktjöldunum við, get ég ekki stillt mig uni að minnast á, en það er hýðing Jóns Hregg- viðssonar. í sögunni er Jón hýddur á bert bakið. Á leik- sviðsbrúninni virtist hann vera þéttbúinn innan undir víðri úlpu, er hékk niður af síðum hans og tók við svipuhcggun- um. Flestum mun hafa fundizt gaman að þessari hýðingu þarna á þjóðleiksviðsbrúninni. Engum mun hafa ofboðið þessi samvizkulausa refsi-aðferð. Því þá að sýna svona bjánalega hýðingu, nema til þess, meðal annars, að aímá það, sem eftir var frá hendi höfundarins af efni harmleiksins og gera hann að algerum skopleik? NÝÁRSNÓTTIN Það skal sagt þegar, að þar var þó að finna leiksviðsútbún- að, er sýndi fram á hina miklu kosti, sem leiksvið þjóðleik- hússins heíur að bjóða. Á ég þar sérstaklega við ,,Gullna- súlna-salinn“. Hann var í aðal- atriðum stórfenglegur og fal- legur. Súlurnar skrautlega ævintýralegar, svo hugkvæmni gætti þar á fallegan hátt. Sáust þar, og í búningum álfanna, á- gætlega vel hæfileikar og kunn- átta Lárusar Ingólfssonar á búningasviðinu. Gerð salarins nálgaðist sem sé miklu meira getu hans á búningasviðinu heldur en vettvangi venjulegr- ar leiktjaldagerðar. Og sem búningateiknari virðist Lárus vera hugkvæmur og smekkvís kunnáttumaður. Bláa baktjaldið í „Gullna- EÚlna-salnum“ hékk þó hirðu- leysislega á laugardágssýning- unni 6. þ. m„ og var það mikill galli. Þrepin og pallurinn und- tr hásæti álfakóngsins voru ekki góð, né renningurinn þar á, og maður mundi hugsa sér að súlurnar miklu og fallegu bæru uppi einhvers konar ævintýrahvelfingu. Nei, það var nú öðru nær. Tvær ómálaðar tofttjaldadruslur (soffittur) komu í staðinn fyrir hvelfingu, og hurfu súlurnar miklu upp á Með vísun til 4. greinar laga um sveitarsíjórnar- kosningar skulu almennar hreppsneíndarkosningar í þeim sveitarfélögum, sem ekki var ltosið í í janúarmánaði síð- L- - . ast liðnum, fara fram sunnudaginn 25. júní næst komandi og áminnast hér með oddvitar og sveitarstjórnir um að kjörskrár til hreppsnefndai’kosninga þessara séu lagðar fram og leiðréttar eins og lög mæla fyrir, og kosningin að öðru leyti undirbúin í samræmi við fyrirmæli laga nr. 81 1836 um sveitarstjórnarkosningar. Félagsmálaráðuneytið, 23. maí 1850. bak við þessar druslur. Séð aft j ast úr salnum, niðri, bar ekki eins mikið á þessu og framar- > lega í.honum, og á svölum voru ! menn svo heppnir að sjá þetta ekki. Baðstofan’ í Nýársnóttinni voru einnig góð leiktjöld, betri en önnur sams konar eftii*Lár- ur Ingólfsson og mun betri en baðstofan í Fjalla-Eyvindi; ■—■ en svo lenti þetta í rneiri og minni vitleysu, þegar kom upp að Álfhamri, og sannaði enn þá ■einu sinni, að Lárus er e.kki fær um að mála úti-leiksvið eða landslag. Þar er Sigfús Hall- c órSson honum jafnvel skárri og sjálfum sér samkvæmari. Harðfenni var sums staðar á Láglendi í Álfhamarssviðinu, — hins vegar enginn snjór eða svell á forsviðinu, enjiýfallin mjöll á klettunum beggja meg- in. Álfaborgin mátti og heita snjólaus og fjöllin í fjarska al- veg snjólaus upp á efstu brún- ir!! Vetrarblær með svellum og hjarnbreiðum var.enginn. Norðurljósin voru eins og illa litaðar pappírsræmur límdar upp á hringtjaldið. Þau voru hreint og beint til háðungar, og er furða, að hin „fullkomna tækni“ skyldi þora að láta slíka vankunnáttu koma fram. Yfir- leitt var ekki ævintýrablær tunglskinsnæturinnar yfir þessu sviði, heldur ljóskastara- ofbirta skrautsýningarinnar. Dyrnar á hamri Áslaugar álfkonu voru viðunandi, en skáru sig þó úr. Álfheimalegt eða dularfullt var það hins veg- ar ekki, hvernig álfaborgin sjálf opnaðist. Skárra hefði verið að hún hefði opnazt líkt og vængjahurðir, — inn —, og alveg skruðningalaust, eða eins og renni- eða skothurðir, sem hefðu harfið, — en bezt, að hún hefðu horfið, — en bezt að hún parti og álfarnir farið þar út og inn. Álfaborgin, séð að utan, gaf ekki til kynna miklar vistar- verur inni í henni, — en ennþá minni, þegar hún opnaðist. 1. júní á heimili utan við bæinn. Upplýsingar í Bankastræti 6, II. hæð, milli kl. 4—6 á fimmtudag. Góð var logndrífan í 1. þætti, en leiðinlegir pallarnir eða kassarnir, sem álfameyjarnar ctóðu á — og mikill galli var það, að birtu skyldi leggja á svarta tjaldið á bak við þær. Einnig hefði farið betur á því. að draga fortjaldið fyrir sem snöggvast, á meðan gegnsæa tjaldið var dregið upp fyrir Gullna-súlna-salnum. Nokkuð vildi bera á ýmis konar hirðuleysi, svo sem að draga ekki tjöld mátulega fyrir, svo að sjá mátti í ómálað bakið á öfugum tjöldum annaira leik sviða. Öllum ber saman um, að vist- arverur þjóðleikhússins séu mjög smekklegar og margt fal- legt um svip áhorfendasalarins að segia. Því furðulegra er að hengja kippu af ljóskösturum á hinn ósmekklegasta hátt inn- an í salinn og framan a stúk- urnar, án þess að gera tilraun til að hylja þá fyrir áhorfend- um. Loks skal minnzt á leik- skrána. Framhlið kápunnar er íslenzk, en bakhliðin frönsk auglýsing, á frönsku, með mynd af Vendómesúlunni í París, er Napóleon Bonaparte lét reisa þar til minningar um herferð sína 1805. Var nú ekki hægt að hafa kápuna íslenzka beggja rnegin, — og hver réði svona smekldeysu? Þrátt fyrir alla þessa mörgu og oft mjög mikilvægu galla, gefa þó sýningar þessar gleði- legt fyrirheit um það, hvað hægt væri að gera í þióðleik- húsinu okkar, þegar kunnátta, vandvirkni og umhyggjusemi verður komin þar á sama þroskastig að því er útbúnað- inn snertir, eins og leiklistin sjálf, því frammistaða leikara og einnig dansara var yfirleiit mjög góð. Saimleikurinn er sá,’ að í þjóðleikhúsinu væri hægt að gera undraverða hluti. Að endingu vil ég taka það fram, að þó að mér finnist svið- setning íslandsklukkuonar í mestum molum þeirra þriggja leikrita, sem hér um ræðir, þá lýsir þó snilldarleikur Lárusar Pálssonar þar í hlutverki Grindvíkingsins sem ógleyman- íeg perla í íslenzkri leiklist. í maí 1950. Freymóður Jóhannsson. ENN EIN TILRAUN til að ná samkomulagi um friðar- samninga við Austurríki hef- ur mistekizt í London, og var ekki ákveðinn tími fyrir næsta fund. Alís hafa verið haldnir yfir 250 fundir um þetta efni, án árangurs.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.