Alþýðublaðið - 24.05.1950, Side 6

Alþýðublaðið - 24.05.1950, Side 6
6 ALÞYÐUBLAOHE) Miðvikudagur 24. maí 1950. ,;■• iii- r Leifur Leirs: STANZA. Torneador take it esy . tuddinn bíður þinna hetjudáða skelltu í þig kók og kveiktu þér í Raleigh kreppunaut hvað-------- uss góði vertu ei smeykur þú hefur sjálfur sagt það væri leikur sýndu nú góði svighlaup þín og fimi GENGIÐ UNDIR I.KKA. . Þá frétt fengu menn með morgunkaffinu síðastliðinn sunnudag, að einn togara vorra vásri nú lagður af stað á fiski- mjölsveiðar. Sannast nú sem endranær þau orð meistara Jóns að margt búi í sjónum og fær Árni okkar Friðriksson þarna enn eina gátuna til að glíma við, — semsé að finna gotstöðvar fiskimjölsins. Ajax mánuagsblaðsins er næsta reiður út í matvælaeftir- litið; sakar það um að það láti afskiptalausa sölu baneitraðra fæðutegunda, svo sem kæfu, og hefur um það mörg orð og stór. Styður þessi reiðilestur í mánu- dagsblaðinu þá ágizkun manna, að Jón Reykvíkingur muni hafa láíið ofan í sig eitthvað það, ssm honum hafi orðið að aldurtila, sem þó að sjálfsögðu þurfi ekki endilega að vera annarra fram- .ieiðsla. sverð leikni þína torador take it easy tuddinn bíður--------- Leifur Leirs. y | jFrú Dáríðnr Dulbeima: Á ANDLEGUM VETTVANGI. Ó, hvað það var dásamlegt að skoða nýja „Gullfoss“. Ég má að vísu ekki vera að því að skrifa langt spjallt núna. Ég er í görð- unum. En þessi stutta heimsókn mín í Gullfoss verður mér ó- gleymanleg. Og ég leyfi mér að þakka Eimskip kærlega fyrir það að gefa mér og öðrum þetta tækifæri. En það er annað, sem mér finnst skömm að’ í þessu sam- bandi. Og það er ekki Eimskip að kenna. Hvernig er það eigin lega með skáldin í þessu bless- aða landi? Þegar gamli Gull- foss kom hingað í fyrsta skiptið fór hver hagyrðingur í landinu af stað, að maður nú ekki tali um betri skáldin. Nú mætir að- eins eitt skáld með kvæði upp á vasann, —- afbragðskvæði tel ég víst, — en þó ekki nema eitt. Skyldu þeir hafa oftekið sig á listamannaþinginu, eða hvað? Eða er það fyrir neðan virðingu skálda nú orðið að fagna skraut legri gnoð, sem skríður að landi? Hvað er þeim þá sam- boðið yrkisefni-------? En hvað um það! Ég þakka fyrir mig? í andlegum friði! Dáríður Dulheims. Þá er og annað matannál á döfinni. Einn af fyrrverandi safnaðarmeðlimum náttúrulækn ingafélagsins hefur að því er helzt virðist, gengið af trúnni og er nú með allskyns uppsteit og hnútukast í garð sinna fyrrver- andi trúarbræðra. Eru öldungar safnaðarins nú að reyna að graf- ast fyrir hvað hinn fallni bróðir geti hafa étið, sem afvegaleiði hann svo hörmulega. Er það jafn að hafa komizt í toat, — þykjast jafnvel þekkja hans eigin tanna vel hald þeirra, að hann kunni för á hnútunum, er hann sendir þeim. Tryggve Lie tók sér fyrir skömmu ferð á hendur til Moskvu. Ræddi hann þar eins- lega við Stalin, en vill engum r.egja hvað þeim fór á milli. Eitt hvað mun það þó hafa kvisast út og segir orðrómurinn að Stalin hafi spurt Lie, hvort sú fullyrð- ing mánudagsblaðsins hefði við rök að styðjast, að bandarískar blómarósir væru bandvitlausar eftir gömlum, gráhærðum mönn um. Svar Tryggve vitum vér ekki, en benda má á það, að honum virðist nú þykja heldur betur horfa, hvað snerir friðsam leg viðskipti U.S.A..og U.S.S.R. Sjárvarútvegsmáiaráðherra flutti ræðu við komu Gullfoss hins nýja, og er það ekkert til- tökumál í sjólfu sér, því að hið sama hefðum vér gert í hans sporum. Merkilegra var það, sem fram kom í ræðunni, að sjávar- útvegsmálaráðherra taldi sjálf- sagt að við færumst í litklæðum, — ef við ættum endilega að far- ast; það er að segja: yltum niður brekkuna með „fuld musik", og fer þá að verða skiljanlegt hvers vegna sumir þingmanna lögðu svo mikið kapp á að fá symfóníuhljómsveitina. Virðist nefndur ráðherra vera orðinn reikull í trúnni á gömlu þróun- Gin a K au s hún naut þess að geta sýnt ein hverjum blíðu. Hún naut þess c-innig hvað Lotta var fjörug, kát og uppátektarsöm. Það var mikil breyting fyrir Irene eftir einveruna hjá Alexander í þögn og bið. Og þess vegna skipti ég mér sem allra minnst af þeim, en lét þær vera út af fyrir sig sem oftast. Þær voru óaðskiljanlegar. Þær fóru saman niður i borg- ina, fóru í langar gönguferð- ir og fóru saman á hljómleika. Á brúðkaupsdegi sínum, hinn 5. október, fékk Irene rendan fallegan blómavönd með dökkrauðum rósum. Það fylgdi honum ekki nein kveðja, en við vorum öll sannfærð um rð enginn annar en Altxand- er hefði sent hann. Irene varð eins og cnnur manneskja af gleði. ,,Ég var alveg viss um að hann mundi gleyma því“, sagði hún Iivað eftir annað. Hún var alltaf að flytja rós- irnar úr einum vasanum í annan og það gerði hún bara vegna þess að hún naut þess í ríkum mæli að rnega hand- íjatla þær. „Og ég, sem hélt, að hann mundi gleyma því“. Seinna fékk ég að vita, að rósirnar voru frá Lisbeth. ,,Ég veit fullvel, hvernig Al- exander er“, sagði hún við mig. „Hann gleymir bókstaf- lega öllu svona löguðu. Og þetta hefði sært Irene mjög og valdið henni óþarfa vonbrigð- um“. Irene skrifaði oft til Alex- anders og fékk líka mörg bréf frá honum. Á hverjum degi sagði hún: „Á morgun eða hinn daginn fer ég heim“. En allt- af þóttist hún hafa einhverja ástæðu fyrir því að fresta brott ferðinni. Ef til vill var hún að vona, að Alexander mundi kveðja hana heim, eða biðja hana að fara að koma. Að lok- um tók herra Kleh fullnaðará- kvörðun, og það þó að það hefði glatt hann mikið, að fá að hafa Irene hjá sér. „Það er ekki heppilegt að eiginkona sé svona lengi burtu frá mann- inum sínum“, sagði hann. Hvers vegna var Irene svona treg til að fara heim? spurði arkenninguna hvað snertir or- sök og afleiðingu, er hann kast- ar ,,herðið-að-ykkur-inittisól“- arboðorðinu svona umsvifalausf í höfnina, og tekur í þess stað að nálgast stökkbreytingaboð- skap Lysenkos hins rússneska, haldandi það, að fyrst Skúla gamla heppnaðist glitklæðabrell an hljóti öllum höfðingjum að heppnast hún. „Og skuluð þið hafa það at marki, at þá fer Áleifur í gleði- klæði----------“ ég sjálfa mig kvöldið eftir að við höfðum fylgt henni á braut arstöðina. Líkast til var hún hrædd við tóma barnaherberg ið, sagði ég við sjálfa mig, en mér datt líka í hug, að ef til vill væri hún hrædd við svefn herbergið og hið tómlega sam- líf með manni sínum, Annars hafði Alexander í fjarveru Irene breytt barnaher berginu í venjulegt herbergi. Samt sem áður fékk ég enn einu sinni að sjá þetta her- bergi. Það var mynd af því í tímariti fyrir húsagerðarlist, já, það voru fjölda margar myndir af því frá öllum hlið- um og undir einni myndinni stóð: „Fyrirmyndar barnaher- bergi, heilbrigði, ljós og litir“. í nóvemberbyrjun kom Fritz Ott heim af vígvellinum. Hann hafði fengið kúlu í hægra hnéð. Til að byrja með ieit þetta ekki hættulega út. Fjölskyldan Ott var meira að segja næstum því glöð yfir því að hann skyldi hafa særzt. Allt mundi verða komið í lag eftir tvo mánuði eða svo, og kannske mundi þetta sár ein- mitt verða til þess að bjarga lífi piltsins. En þetta fór á aðra leið. Sárið hafði verið ó- hreint frá byrjun. Fritz Ott fékk hvert hitakastið á fætur öðru, og þegar að lokum eng- inn vafi gat leikið á því, að hann var búinn að fá blóðeitr- un var fóturinn tekinn af hon- um. Þetta var vitanlega mjög þungt áfall fyrir Otts-fjölskyd una, því að Fritz var einkason ur og nú var líf hans eyðilagt. Kér þýddu engin orð, og ekki mundi Fritz geta fetað í fót- spor Nelsons, því að Fritz átti ekki að verða flotaforingi, heldur tengdasonur herra Klehs og starfsmaður í fyrir- tæki hans. Og um það þýddi nú ekki að tala þrátt fyrir alla meðaumkunina. Lotta heim- rótti veslings piltinn nokkrum sinnum, enda höfðu þau verið ieikfélagar, þegar þau voru lítil, en Lottu var illa við sjúkrastofur og sjúklinga yfir- leitt. Hún dvaldi aldrei leng- ur hjá honum en tæpan klukku tíma í einu og ég er líka hrædd um að Fritz hafi síður en svo baft mikla ánægju af þessum heimsóknum hennar. En þetta féll herra Kleh mjög þungt. Eftir að Vinzenz Uhl hafði fallið, hafði Fritz verið tengdasonur hans núm- cr tvö, en nú höfðu örlögin einnig þar gripið í taumana. Hann þorði meira að segja ekki að minnast á Roeder bara af einskæri hjátrú. Þess hjá- trúarhræðsla fór líka að gera vart við sig hjá honum gagn- vart Lottu. „Hún er víst ekki l’amingjunnar barn“, sagði hann. En þetta fannst mér bara þvaður, því að stríðið hafði ráðið niðurlögum svo margra hundraða þúsunda, og það gat meira en verið, að Lotta hefði hvorki tekið bón- orði frá Vinzenz Uhl eða Fritz Ott, jafnvel þó að þeir hefðu báðir komið heim í fullu fjöri. Ég held, að hann hafi verið eitthvað miður sín um þetta íeyti, að hann hafi verið las- inn og óttazt, að hann mundi deyja áður en hann vissi barn sitt í öruggum höndum. Já, ég er hrædd um að þetta hafi ein- raitt gert hann svona óþolin- móðan. Og stríðið varð æðisgengnara með hverjum degi sera leið. Einn morguninn í nóvember byrjun kom frú Schmiedel rauðeygð í staðinn fyrir mann sinn inn um dyrnar á verzlun- inni og sagði hríðgrátandi: „Þeir hafa tekið hann.“ Þrátt fyrir lungnaveikina og aðra líkamlega galla hafði hann verið skráður í herinn. Og þetta var rétt fyrir jólin árið 1916, þegar allir voru öhnum kafnir og hurðin stóð næstum því allt- af upp á gátt. Allir stríðsgróða- hákarlarnir voru önnum kafnir við að skipta hinum léttfengnu peningum sínum í góðmálma og gimsteina, bæði til þess að fullnægja hégómagirni sinni ög eins til þess að tryggja sig gegn gengisfalli. Þessi tíðindi konunnar fengu mjög á herra Kleh, því að hann mat herra Schmiedel mjög mik- ils, jafnvel, þó að hann hefði ekki í ölí þau tuttugu ár, sem hann hafði unnið hjá honum, talað við hann eitt einasta orð í trúnaði. Og auk þess, hvar átti að finna jafn trúverðugan og samvizkusaman mann á þessum tímum? Þeir voru ekki M.s. „öulífoss" Pantaðir farseðlar með m.s. „GuIÍfoss" frá Reykjavík 3. júní til Leith og Kaupmanna- hafnar skulu sóttir fyrir laug- ardag 27. þ. m., annars verða þeir seldir öðrum án frekari viðvörunar. H.f. EimáifSðfétag Sslands,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.