Alþýðublaðið - 14.06.1950, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIf)
Miðvikudagur 14. júní 1950.
títgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Al'jjýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
LEIGJENDUR í REYKJA-
VÍK hafa með sér samtök, sem
vinna að verndun hagsmuna
þeirra fjölskyldna, sem ekki
eiga sjálfar þak yfir höfuðið.
Það er rétt og sjálfsagt, að
slík samtök séu til og séu
sterk, enda er hér um stóran
hop manna að ræða, og að
verulegu leyti hina efnaminni
borgara, sem ekk: geta komíð
ár sinni þ-.dánlega fyrir horð í
þessum efnum nema þeir beiti
n ætti samtakann-i
Leigjendafélagið hefur nú
skýrt frá þeim ásetningi sín-
um að reisa sambýlishús, sem
leigð verði út. Hefur félagið
byrjað á því að ráða húsameist
ara til þess að teikna hentugar
íbúðasamstæður, cg verður
ekki betur séð frá dyrurn leik-
manns, en að tillaga hans sé
hin aihyglisverðasta. þótt sjálf
sagt megi áeila til dómsdags
um húsaskipan og þxr sýnist
sitt hverjum. Húsanæistarinn
Vírðist bó vrra á rétt:: braut,
er hann hverfur frá hinum
rissstóru göngum og óbarflega
fyrirferðarmiklum borðstofum,
en reynir að hugsa sem bezt
fyrir högum húsmóðurijmar,
sem lengst dvelst í hverri íbúð,
svo og barnanna, sem eru yf-
irleitt afskipt í íslenzkri húsa-
skipan.
Húsaskipun hér á Iandi hef-
ur undanfarin ár verið mjög ó-
hentug, og yíða kennt óhófs og
íburðar frekar en þæginda og
skynsemi, enda byggt af veru-
legurn efnum fyrstu árín eftir
stríð. Hefur miklu rúmi verið
eytt í stássstofur, sem sjaldan
er setið í og börn mega helzt
ekki koma inn í nema spari-
klædd á tyllidögum. Stórum
borðstofum er haldið við, með-
an fjölskyldurnar matast dag-
lega í eldhúskrók. Þá er víða
hægt að halda dansleiki í
„haH“-unum svonefndu, en
síðan er börnunum hrúgað
hverju ofan á annað í kojur,
rétt eins og á smáskipum, og
þeim er hvergi ætlað nægilegt
rúm til náms og leikja. Eldhús-
in eru oft rúmgóð og full þæg-
inda. En það hefur ekki verið
hugsað fyrir því, hve mörg
skref húsmæðurnar þurfa að
taka þar um ævina, enda
mundu smærri og hentu[,ri eld-
hús oft þægilegri til að vinna í
Þannig mætti lengi telja.
■Y-
Þegar fjárhagsráð var sett á
laggirnar, var ætlunin að koma
í veg fyrir óhóf í þessum efn-
um með því að takmarka stærð
íbúða, en ríkisvaldið hætti sér
að sjálfsögðu eltki út á þá
braut, að segja fyrir um her-
bergjaskipan, enda þótt það
gæti vel gefið góð ráð og veitt
fræðslu í þeim efnum fyrir bæ-
ina, eins og gert er fyrir sveit-
irnar. Ekki hafa þessi lög þó
verið haldin til hlítar, og má
sjá í opinberum skýrslum, að á
síðast liðnu ári var enn verið
að reisa 7, 8, 9 og 10 herbergja
íbúðir í Reykjavík.
Undanfarin ár hafa þeir ein-
staklingar, sem sjálfir geta
reist sér íbúðir, ráðið lögum og
lofum í byggingarmálunum.
Að vísu hafa byggingafélög
verkamanna reist allmikið af
sambýlishúsum og Reykjavík-
urbær einnig, en í báðum til-
fellunum verða menn að geta
lagt fram mikið fé til að eign-
ast íbúðirnar: Leiguíbúðir hafa
ekki verið reistar nema undir
þaki einstaklinga, sem oft nota
þær aðeins til þess að létta
þeim byrðina af eigin íbúð.
Þannig hefur yfirgnæfandi
meirihluti leiguíbúða, sem
teknar hafa verið í notkun
undanfarin ár, verið í kjöllur-
um eða undir risi nýrra húsa.
Sízt ber að vanþakka slíkar í-
búðir, enda hafa þær verið stór-
felld búbót í húsnæðisskortin-
um. En hitt getur engum
leynzt, að þetta eru yfirleitt
ekki hentugar leiguíbúðir. Þær
lúta iðulega, hvað herbergja-
skipan snertir, lögmálum
stærri íbúðanna á aðalhæðun-
um og skortir ýmis þægindi,
sem koma mætti fyrir í sama
rúmi.
íslendingar hafa verið tregir
til þess að hef ja þyggingu sam-
býlishúsa í stórum stíl og segj-
ast yfirleitt heldur vilja búa í
minni húsum. Þó munu þær
fjölskyldur, sem 1 stórum hús-
um búa, yfirleitt una vel við,
og rná ekki ganga fram hjá
þeim byggingum, þar sem vitað
er, að íbúðir verða vart bjgggð-
ar ódýrari en í sambyggingum.
Leigjendafélagið er því á réttri
leið, er það undirbýr byggingu
sambýlishúsa, þar sem íbúðirn-
ar eru sniðnar við kröfur leigj-
enda, en ekki viðaukar undir
eða oían á öðrum íbúCum.
S
s
s
s
t
Þá er ónefnd fjárhagshliðin
á þessum málum. Augljóst er,
að sá hópur manna, sem hefur
ráð á að byggja sjálfur eða að-
stöðu til að komast yfir lán á
erfiðum tímum, hefur yfirit itt
betri líkur til að bjarga sér í
húsnæðismálunum en hinn
hópurinn, sem vafalaust er
miklu stærri, en ekki getur ráð-
izt í eigin byggingu. Það er því
óréttlæti að miða allar bygg-
ingar við það, að menn eigi í-
búðirnar, þótt slíkt sé vitaskuld
æskilegt og hér hafi vissulegu
verið mikið gert til að hjálpa
mönnum að eignast íbúðir.
Aðrar þjóðir, til dæmis Bretar,
hafa spyrnt mjög við fótum í
þessu efni, og sjá til þess, að
meirihluti allra íbúða, sem
reistar eru, verði til leigu áu
fyrirframgreiðslu, svo að allur
þorri launþega fái notið þeirra.
Þennan þátt byggingastarfsemi
vantar svo til alveg í þessu
landi. Meðan ekki er byggt
með ódýra leigu fyrir augum,
er stórri stétt þeirra, sem
minna mega sín, misrétti gert.
Meðan ekki er byggt til að
leigja hinum félausu, verður
bröggum og skúrum og göml-
um kjöllurum aldrei útrýmt.
„Þetta étur presturinn í Grímstungu, en þið meg-
ið snapa gams.“ — Þjóðsaga; dæmi upp á daginn
í dag. — Lúxushundur í Reykjavík — smala-
senni í sveit.
BORGARI SKRIFAR: „Þjóð-
saga segir frá Einari nokkrum,
sem kallaður var prestslausi. —
(Þjóðs. Jóns .Þorkelssonar).
Hann var prestur að Grímstungu
í Vatnsdal um 1780. Þótti hann
undarlegur maður og sérgóður
mjög. Sagt er, að þegar almúga-
fólk kom að bae hans og baðst
ölmustu, hafi hann sýnt því mag-
ála og smálka og mælt: „Þetta
etur presturinn í Grímstungum,
en þið megið snapa gams.“
ÞESSI SAGA datt mér í hug,
þegar ég las í Morgunblaðinu
nýlega (Víkv. 6. júní), að flutt-
ir hafi verið inn frá dollaraland
inu Ameríku 98 bílar frá ára--
mótum — aðallega lúxus-bílar
— um leið og forstjóranum fyr
ir almenningsvögnum höfuð-
staðarins var neitað um inn-
flutningsleyfi fyrir tveim stræt
isvagnagrindum. Almenningur
verður að sætta sig við varla
gangfæra strætisvagna, á sama
tíma og nokkrir menn í þjóð-
félaginu hafa það mikil ráð í
hendi sér, að geta fengið nýj-
asta ,,model“ af lúxus-bílum á
. .2—3 ára fresti. Nokkrir „séra
atur en þing sameinuðu þjóð- Einarar“ státa sig af ,,magálum,“
anna hefst þar, að því er til- meðan við verðum að gera okk-
kynnt var í gær í Washington.1 ur að góðu að snapa „gams“.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR
Bandaríkjanna, Frakklands og
Bretlands munu hittast í New
York í ágúst eðá september,
Árásin á opinhera starfsmenn
NYLEGA VAR ég á gangi í
Austurstræti. Vakti athygli mína
glænýr og mjög fallegur bíll,
sem.stóð fyrir framan Tóbaks-
liúsið. Af því ég sá enga far-
þega í bínum, gekk ég alveg að
honum og kíkti inn. En þá reis
upp farþegi á afturlöppunum í
aftursætinu. Þar var sem sé
ljómandi fallegur og stór hund-
ur. Mér hálf brá, maður á því
ekki að venjast, að hundar séu
farþegar í 100 þúsund króna bíl.
Stundum sér maður dauðupp-
gefin seppagrey á mjólkurbíl-
unum í sveitinni. En það er nú
annar handleggur að vera vinnu
hundur í sveit, en lúxushundur
í Reykjavík.
ÖLL DAGBLÖÐIN gagnrýna
ciðru hverju þennan mikla bila-
innflutning, og þjóðin er hneyksl
uð á þessu ráðleysi. En hverjir
eru þeir menn, sem hafa slíkt
vald, að geta ráðstafað dýrmæt-
um gjaldeyri í lúxus-þægindi
fyrir nokkra „séra Einara“, með
an tugþúsundir af íbúum borg-
arinnar verða að sætta sig við
skröltandi og skjögrandi stræt-
isvagna-hró? Fróðlegt væri að
fá það upplýst.
EMBÆTTISFERILL séra Ein
ars endaði með ósköpum. Hann
var dæmur frá kjóli og kalli, en
hann var nú hinn siaffírugasti
samt. Kastaði hann hempu sinni
í dómarann og sagði: „Takið þið
við henni Brúnku og skeinið
ykkur á henni og svei henni“.
Séra Einar var .hvorki prúður
til orðs né æðis.
TÍMINN hefur í gær í hótun-
um við opinbera starfsmenn,
ef þeir vilji ekki sætta sig
við það, að vinnutímí, þeirra
sé lengdur samtímis og kaup
þeirra er lækkað. „í ýmsum
ríkisstofnunum“, segir blað-
ið, „hefur fólk tekið þessari
litlu breytmgu á vinnutíman
um sem sjálfsögðum hlut.
Margir opinberir starfsmenn
gera sér ljóst, að hyggilegast
er fyrir starfsmennina sjálfa,
að fara vailega í slík mál, ef
óánægjan út af kostnaðmi.m
við ríkisbáknið á ekki að
sjóða svo irnp úr meðaL þjóð-
arinnar, að stórfelldar óvin-
sældir hljótist af fyrir hina
opinberu starfsmenn, sem
engum yrði til góðs og var-
hugavert er að stuðla að á
nokkurn hátt'.
ÞETTA VERÐUR EKKT MIS-
SKILIÐ. Tíminn hótar því,
að þeir opinberir starfsinenn,
sem ekki vilja sætta sig við
gerræði íhaldsstjórnarmnar
skuli verða sviptir atvinnu
undir yfirskyni sparnað-
ar á kostnaðinum við „ríkis-
báknið“! Eru slík skrif Tím-
ans að vísu ekki nema rck-
rétt áframhald 'þess fjand-
skapar, sem Framsóknar-
flokkurinn hefur sýnt opin-
berum starfsmönnum og bar
áttu þeirra fyrir bættum kjör
um eftir stríðið. Sá fjand-
skapur kom fyrst greinilega
fram, er Framsóknarflokkur-
inn greiddi atkvæði á alþingi
gegn nýju launalögunum,
1945, enda þótt opinberir
starfsmenn hefðu til þess
tíma enga kauphækkun feng
ið til samræmis við kjara-
bætur annarra stétta.
ÞÁ ER ÞAÐ OG ÓGLEYMT,
hvernig þingmenn Framsókn
arflokksins létu, þegar al-
þingi ákvað í fyrravor, að
veita fé til uppbótar á laun
opinberra starfsmanna, enda
þótt sú launauppbót væri
bundin því skilyrði, að rann-
sókn leiddi í ljós, að opinber-
ir starfsmenn hefðu dregizt
aftur úr öðrum stéttum um
launagreiðslur. Framsóknar-
þingmennirnir ætluðu alveg
af göflum að ganga út af
þessari fjárveitingu og
greiddu allir sem einn maður
atkvæði á móti henni. Sýndi
það ákaflega vel. réttlætis-
kennd Framsóknarflokksins,
að hann vildi neita opinber-
um starfsmönnum um slíka
launauppbót, enda þótt hann
heimti árlega verðhæhkanir
og kjarabætur til handa
bændum til samræmis við
þær kauphækk^nir og kjara-
bætur, sem aðrar stéttir hafa
fengið á árinu.
OPINBERIR STARFSMENN
þurfa sem sagt ekkert að
vera hissa á skrifum Tímans.
En á hinu mega þeir furða
sig, að Sjálfstæðisflokkurinn
skuli nú hafa gengið allur
undir ok Framsóknar í launa
málum og kjaramálum
þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn
stóð þó, ásamt Alþýðuflokkn
um — að vísu til knúinn af
Alþýðuflokknum — að setn-
ingu nýju launalaganna 1945.
Og helmingur hans drattað-
ist þó til þess á þingi í fyrra-
vor að greiða atkvæði með
hinni sjálfsögðu fjárveitingu
til uppbótar á laun opinberra
starfsmanna. Sömu þing-
menn Sjálfstæðisflokksins
stóðu meira að segja að því
með Alþýðuflokknum síðast
lioið haust að samþykkja á
alþingi að haldið skyldi á-
fram að greiða opinberum
starfsmönnum 20% uppbót á
laun þeirra svo sem byrjað
var síðast liðið sumar. En nú
hefur Sjálfstæðisflokkurinn
allur farið yfir í herbúðir
Framsóknar í þessu máli og
átt þátt í því með honum, að
lækka launauppbótina og
lengja vinnutíma opinberra
starfsmanná um leið!
ÞANNIG EIGA OPINBERIR
STARFSMENN nú sameig-
inlegri árás beggja borgara-
flokkanna að mæta. Má vel
vera, að erfitt reynist fyrir
þá að hrinaa þeirri árás í bili.
En minnugir. munu þeir
verða þeirra bolabragða, sem
nú eru höfð í frammi við þá,
og þeirra hótana, sem þeir
fá nú að heyra. Og dagur
reikningsskilanna kemur þótt
síðar verði. Þá ættu þau ekki
að verða mörg, atkvæðin,
sem Framsóknarflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn fá frá
hinum láglaunaðri opinberu
starfsmönnum.
FÁIR DÆMAST NÚ frá „kjól
og kalli“ þótt undarlegir mis-
brestir verði í „embættisferli“
þeirra, og þeir noti aðstöðu sína
í eiginhagsmunaskyni og veifi
að manni „smálkum og „mag-
álum“. Oft eru þessir menn dug
legastir allra að krefjast sparn-
aðar og þegnskapar af þjóðinni
á erfiðleikatímum, en veita sjálf
um sér munað og þægindi á
kostnað alþýðunnar.
ÞVf AÐEINS er von, að úr
erfiðleikunum rætist, að allir
sem einn sýni þégnskap og færi
fórnir. Sú sjálfsagðasta krafa er,
að þeir sem sífellt eru að minna
þjóðina á erfiðleikana og brýna
fyrir henni sparsemi, gangi á
undan með góðu eftirdæmi“.
Deíian milli blaða-
manna og ÍSÍ
er nú leysf
HIN ÓÆSKILEGA DEILA,
sem undanfarið hefur staðið yf
ir milli íþróttasambands ís-
lands og Blaðamannafélags ís-
lands er leyst með þeim hætti,
að báðum aðilum má vel líka.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt á fundi sambandsráÖs í
SÍ hinn 10. júní s. 1.: „Sam-
bandsráð ÍSÍ samþykkir, að
venjulegt blaðamannaskírteini
gildi að öllum íþróttamótum í
SÍ,' sem fram fara á opnum
svæðum, þó aðeins á venjuleg
stæði“.