Alþýðublaðið - 14.06.1950, Page 5
Miðvikudagur 14. júní 1950.
4IÞÝÐUBLAÐI0
í VESTUR-EVRÓPU er nú ekkert meira rætt pn tií-
lögur Roberts Schumans, utanríkismálaráðherra Frakka,
um sameiningu þungaiðnaðarins í þessum hluta álfunnar
undir eina stjórn. í þessari grein, sem þýdd er úr viku-
blaði ungra jafnaðarmanna í Svíþjóð, ,.Friheten“, er gerð
nokkur grein fyrir þessum tillögum.
' HINAR fálmkenndu álits-
gerðir Lundúnaráðstefnunnar
un þá, sem kennd er við Schu-
athygli, samanborið við áætl-
man hinn franska, enda þótt
Monet, viðreisnarmálaráðherra
Frakka, sé í raun ré'ttri höf-
undur hennar. En það var sem
sagt Robert Schuman, utan-
Jríkismálaráðherra Frakka,
tísku sprenr.ju, og verfur ekki
eem varpaði þessari stórpóli-
enn séð fyrir, hver áhrif sú
eprengja kacn að kafa. Þcssi
Hthygnsverða áætlun. sem ger-
fr ráð fyrii sameiniu.ru þýzku
og frönsku sxáliðjunn.r: undir
cúnni Þ arrkvæma-.rstjórn,
verður, sí- iregnirna: réttar,
aC teljast alger breydr.g hvað
erertir luna viðteknu erfða-
Etcinu FraKka í utanrílasmál-
t'Jin, að Fiakkar hafa nu látið
af sinni Figi.óu anduð í garð
Þí ðverja á því sviði; aö stefna
Richelieu-Poincaré sé orðin o-
raunhæf og úrelt andspænis
r.aunhæfri, yfirvofandi hættu
eí yfirgangi Rússa.
Um langan aldur hefur saga
Evrópu mótast af baráttunni
um yfirráðin á meginlandinu.
í þeim átökum hefur Frökk-
um verið það nauðsyn, að
þýzka ríkið mætti sín se.m
minnst, enda var Frakkiand
þá valdamest á meginlandi Ev-
rópu. Þannig var það allt fram
á daga Napoleons. Nii eru
breyttir tírnar. Hið forna lén-
Bkipulag og stjórnaraeildavald
hefur orðið að þoka fyrir nýj-
um stjórnmála- og hagkerium.
Á nítjándu öldinni hófst múg
urinn til áhrifa og aukinna
valda og sigurskeið vélamenn
íngar og verksmiðjuiðnaðar.
Þýzkaland varð skyndilega
stórveldi á sviði iðju og iðnað-
ar, og stjarna þess fór ört
hækkandi á himni heimsstjórn
málanna. í Ruhr, Saar, Efri-
Slésíu og Lóthringen fannst
gnægð kola og málma í jörðu,
og þungaiðnaðurinn, sem hófst
í þessum héruðum, gerbreytti
aðstöðu þjóðarinnar til áhrifa
og valda á meginlandinu, bæði
á sviði stjórnmála og fjármála.
En, — um leið og þar komu
fram stóriðjuhöldar eins og
Krupp, stofnuðu leiðtogar eins
og þeir Mannemann og Thyss-
én voldugustu verkalýðssamtök
heimsins, sem áður en langt
um leið létu til sín taka, svo
að ekki varð fram hjá þeim
gengið.
Ekki varð samt lát á hinum
fornu átökum um meginlands
yfirráðin milli Frakka og Þjóð
verja. Þeim hélt áfram, enda
þótt eðli þeirra tæki nokkrum
breytingum. Þau voru ekki
lengur togstreita milli tveggja
erfðavaldahafa og hirðgæð-
inga þeirra, heldur styrjöld
milli iðnaðarríkja um fram-
leiðslumagn, vöruvöndun og
samkeppnishæfni, afkastagetu
iðnstétt’anna og æskilegustu
hráefnin. Það kom skjótt í ljós
að Þjóðverjar höfðu yfirhönd-
ina í þeirri baráttu, og nú varð
Robert Schuipan.
það stjórnmálastefna Frakka,
að veikja og lama framleiðslu-
möguleika þeirra, hvar sem
því yrði við komið, og draga
um leið úr stríðsstyrk þeirra
og hergagnaiðnaði. Að fyrri
heimsstyrjöldinni lokinni
misstu Þjóðverjar líka málm-
auðugustu héruð sín, eins og
Lothringen í heiyiurnar á
Frökkum, og hafa ' þau síðan
verið aðalgrundvöllur málm-
iðnaðarins franska.
Kol og járn eru uppspretta
máimiðnaðarins, og um leið
grundvöllur alls stórveldis nú
á dögum. Nú er því þannig
farið fyrir duttlunga nattúr-
unnar, að kolin er að finna í
Þýzkalandi, — en járnið 1
Frakklandi. Áratugum samán
hefur franskur málmsteinn
verið fluttur yfir landamærin
til Ruhr, til bræðslu í hinum
tröllauknu koksofnum. Járn
leitar kola, er orðtæki á svæð
inu milli Rínar og Ruhr. Og
í báðum þessum löndum hafa
stjórnmálamennirnir horft
löngunaraugum yfir landa-
mærin, og hugleitt með hvaða
hætti þeir gætu bezt klófest
það, sem lönd hvers um sig
skorti en hitt átti. Fjandskap-
urinn milli Frakka og Þjóð-
verja hefur á síðustu áratug-
um fyrst og fremst verið sprott
inn af gagnkvæmri ágirnd á
hráefnalindum. Því var það,
að Ludendorf krafðist Lang-
wy Þjóðverjum til handa í
fyrri heimsstyrjöldinni, og
Ponicaré sendi franskt her-
námslið til Ruhrhéraðanna af
sömu orsök. Það liggur í aug-
um uppi ,að sú þjóð, sem hef-
ur yfir gnægð bæði járns og
kola að ráða, hlýtur að eiga
auðvelt með að sölsa undir sig
húsbændaréttinn á meginlandi
Evrópu.
En nú hyggjast hinir fornu
keppinautar að hætta þessan
heimskulegu togstreitu. Karl
Arnold, einn helzti leiðtoginn
í vinstra fylkingararmi CDU,
hefur fyrir skemmstu borið
fram tillögur um sameiningu
alls þungaiðnaðar í Vestur-
Evrópu í einn ,,hring“, er rek-
inn væri á samvinnugrund-
velli. Ruhr, Sahr, Lothringen,
Luxemburg og Belgía eiga.
samkvæmt tillögum hans. að
vera aðilar að þessari sam-
vinnu, og hafa þar ráð og áhrif
í hlutfalli við framleiðsluverð
mæti hvers um sig, en teljast
eigendur „hringsins11 og heíid
arframleiðslunnar og sjá um
markaði og dreifingu í samein
ingu. Víst má telja, að fyrir
Arnold vaki, að þungaiðnað-
urinn verði, ef til kemur, þjóð-
nýttur að meira eða minna
leyti, eða að minnsta kosti
háðúr ströngu eftirliti ríkisins.
Það er í sjálfu sér þungamiðja
þessari tillagna, þar eð engum
getur dulizt, að óforsvai anlegt
væri með öllu að veita nokkr-
um einstaklingum aðstöðu til
svo geysilegra valda, þeir gætu
þá ráðið lögum og lofum í
allri annarri framleiðslu Ev-
rópu og um leið einnig í stjórn
málum álfunnar.
Tillaga Arnolds er svar
Þjóðverja við stjórnmálalegri
afstöðú sameinuðu þjóðanna
gagnvart Þýzkalandi, einkum
þó meðferð þeirra á Ruhr-
vandamálinu. Samkvæmt kröf
um þeirra er það alþjóðleg
nefnd, sem fara á með völdin
í framleiðslu Ruhrhéraðanna,
og í þeirri nefnd eiga aðeins
fulltrúar vesturveldanna,
Bandaríkjanna, Bretlands,
Frakklands, Hollands, Belgíu
og Luxemburg, að eiga sæti,
auk fulltrúa Þýzkalands. Hlut-
verk nefndarinnar er það, að
ráða skiptingu kola og koks,
sem framleitt er í Ruhrhéruð'
cnum til útflutnings og notk-
unar innan lands, ákveða verð
lag, tolla ,skatta, vinnulaun,
gæta þess að kröfur vestur-
veldanna séu uppfylltar og af-
vopnunarákvæðin haldin.
Kröfur þessar voru bornar
fram á Lundúnaráðsteínunni
1948. Þýzku verkalýðsambönd
in mótmæltu þeim harðlega. í
mótmælunum var cinkum
bent á, að eftirlit og afskipti
bandamanna væri úr hófi ein-
hliða og hernámsyfirvöldin
gætu bókstaflega ráðið öllu á
sviði félags-, framkvæmda- og
fjármála í Þýzkalandi, yrðu
kröfur Lundúnaráðstefnunnar
camþykktar, þar eð yfirráð
framleiðslunnar í Ruhr væru
lykillinn að öllum völdum í
Þýzkalandi. Þýzku jafnaðar-
mennirnir halda því einnig
fram, að þessi Ruhrnefnd sé
þegar orðin dulbúið einkahags
munafyrirtæki einstakra iðju-
hölda, og starfi samkvæmt
pví. En fyrst og fremst er vak-
in athygli á því, að Ruhrnefnd
in komi í veg fyrir raunhæfa
ramvinnu með Þjóðverjum og
vesturveldunum, með því að
skipta þýzku þjóðinni í tvær
heildir og gera hana áhriía-
lausa, einkum aðra heildina,
verkamennina, — í atvinnu-
og fjármálum þjóðarinnar,
hvenær sem erlendum iðju-
Framhald á 7. síðu.
í Aíþýðublaðinu á suníuidögum,
eru vinsamlega beðnir
að skiía handriti að augiýsingunum
fyrir klukkan 7 á föstudagskvöld
í auglýsingaskrifstofu blaðsins, Hverfisg. 8—10.
HEILSULEYSI Ernest Bevins, brezka utanríkisráðherrans,
er nú að verða alvarlegt vandamál fyrir Attlee. Bevin er nú enn
á sjúkrahúsi í London og hefur verið gerður á honum nýr skurð
ur * * * Kínverskir kommúnistar hafa afþakkað boð Banda-
ríkjastjórnar um stórfelldar matvælasendingar til hungur-
svæðanna í Kína * * * Norðmenn eru að sprengja í loft upp
kafbátastöðvar nazista í Bergen. Þær koma lýðræðisþjóðunum
aldrei að gagni, en Rússar gætu notað þær * * Áróður fyrir
Eisenhower sem forsetaefni Bandaríkjanna 1952 er þegar byrj-
aður * * * Mikill fjöldi rússneskra flugumanna hefur sézt í nám
unda við úraníumnámurnar í belgíska Kongó nýverið * * +
Prófkosningar standa yfir í Bandaríkjunum fyrir þingkosn-
ingarnar í haust og Truman berst fyrir því, að halda meirihluta
þingsins og fá sér hliðholla menn kosna :!: * * Óttazt er um líf
Smutz marskálks, hins þekkta stjórnmálamanns Suður-Afríku,
sem hefur legið þungt haldinn.
MOHAMED OG PRINSESS-
URNAR.
Þegar systir Persakonungs,
Fatima Pahlevi prinsessa, gift
ist Ameríkumanninum Vin-
cent Hillyer suður á Ítalíu fyr-
ir nokkrum vikum, var hún
þegar útskúfuð í Teheran, af
því að brúðkaupið var ekki á
móhamediska vísu. Nú hafa
ungu hjúin látið Aga Khan
gefa sig saman á ný og prin-
sessan hefur aftur verið tekin
í sátt. Aly Khan prinsessa,
öðru nafni Rita Hayworth, var
viðstödd vígsluna, og sagði:
„Þetta var svo fögur athöfn.
Hún minnti mig á mitt eigið
brúðkaup. Ég skildi ekki orð“.
Rita notaði tækifærið til að
lýsa yfir, að hún sé ekki að
skilja við Aly Khan og hafi
í hyggju að gerast múhameðs-
trúar.
DROTTNINGIN OG ÖSKU-
BÍLLINN.
Þegar Elísabet Englands-
drottning ók til Birkenhead til
í'ð skýra nýtt flugvélamóður-
skip, korp_ fyrir einstætt
hneyksli. Öskubíll komst inn
í bílaröðina, rétt aftan við
drottninguna, og bílstjórinn
sást herma eftir drottning-
unni, þegar hún beygði sig og
heilsaði mannfjöldanum. Bíl-
sijórinn, Syd Cooper, sem er
átta barna faðir, hefur misst
stöðu sína, og málið verður ef
til vill rætt í þinginu í Lond-
on.
ÁFRAM SHOSTAKOVÍCH.
I tvö ár hefur rússneska tón
skáldið Dmitri Shostakovich
verið að reyna að afmá „borg-
aralega úrkynjun“ úr tónlist
sinni og komast á rétta línu.
Nú hefur Pravda enn sent hon-
um tóninn og að þessu sinni
fyrir að starfa ekki nógu mik
:ð. Blaðið segir, að hann hafi
ekki lokið nógu snemma við
óperu sína, Október, sem fjall
ar um rússnesku byltinguna
1917. Blaðið áminnti tónskálda
félagið einnig fyrir að hafa
ekki gefið málinu nægilegan
gaum.
í Tékkóslóvakíu virðast tón-
listarmenn verá betur á „lín-
unni“ en sjálfir Rússarnir. Á
hljómleikum slóvakísku fíl-
harmónísku hljómsveitarinnar
fyrir skömmu voru þessi við-
fangsefni leikin: „Kantata urn
kommúnistaflokkinn“ - „Kan-
tata um Gottwald“ og „Skál
Stalins“.
KRISTUR JARÐSKJÁLFT-
ANNA.
Mikill jarðskjálfti varð ný-
lega í Cusco í Peru og fórust
83 manns, en svo til hver ein-
asta bygging í bænum skemmd
ist, þar á meðal dómkirkjan.
En í rústum kirkjunnar fundu
bæjarbúar einn hlut óskemmd
an. Það var fræg Kristsmynd,
sem nefnist „E1 Senor de los
Temblores“ eða Kristur jarð-
skjálftanna. Þetta sama lík-
neski hafði sloppið óskemmt
úr jarðskjálfta miklum 1650
og nú tóku Cuscoar það og
báru fram á aðaltorg bæjarins.
Þar var myndin sett upp og
þúsundir krupu á bæn fyrir
framan har:a.
STÓRT OG SMÁTT.
Heimsblöðin velta því fyrir
sér, hvorn Ava Gardner vilji
heldur, Frank Sinatra eða
spánska nautabanann Mario
Cabre. Hún afneitar báðurn.
* * jjag er ng byrjað að
setja saman síma og sjónvarp,
svo að menn geti séð þá, sem
þeir tala við. * * Það fær*
ist nú í aukana, að tízkumeyj-
Frh. á 7 síðu.