Alþýðublaðið - 05.07.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.07.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. júlí 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 UM LANGT SKEIÐ hefur borgarstyrjaldarhættan vofað yfir í Kóreu, og óhætt mun að fullyrða, að blásið hafi verið að þeim glóðum, sem nú eru orðnar að báli, svo að segja án afláts síðast liðin fimmtíu ár, e.ða frá því er Japanir gáfust upp í lo*k síðari heimsstyrjald- ar. Um fjörutíu ára skeið höfðu Japanir kúgað þjóðina og und- irokað; tugþúsundir manna höfðu flúið land og síðan unn- ið í útlegð sinni af öllum mætti að endurheimt frelsis og sjálf- stæðis til handa ættjörð sinni. TTelsishreyfingunni óx þróttur með þjóðinni siálfri, og liðs- menn hennar únnu Japönum allt það ógagn, sem þeir máttu; en þeir komu fram hefndum með hópfangelsunum og múg- morðum. Síðan komst á „friður“ í heiminum, og þá gerðu Kóreu- búar sér vonir um, að sigurveg- ararnir veittu þeim sjálfstæði og-fullt frelsi, samkvæmt marg- endurteknum loforðum. Kóreu- búar gátu meðal annars vitnað í yfirlýsingu Kairo-ráðstefnu þeirra Roosevelts, Churchills og Chiang Kai Shek, sem birt var 1. desember 1943, en þar var Kóreu beinlínis getið í á- lyktunarorðum, varðandi styrj- aldarmarkmið Bandamanna á Kyrrahafi: „Stórveldin þrjú, eru minnug þeirrar kúgunar, sem íbúar Kóreu hafa orðið að þola, og hafa því fastráðið að veita þeim aftur sjálfstæði sitt, þegar tími er til þess kominn að þeirra dómi.“ Rússneski herinn kom fyrst til Kóreu. Samkvæmt sam- komulagi milli Bandamahna hernam hann skagann norðan 38. breiddargráðu, en banda- xíski herinn gekk á land í Suð- ur-Kóreu rnánuði síðar. Þeir héldu inn í höfuðhorgina Seoul, gengu inn um hin sömu borgarhlið og sendimenn Kína- keisara fyrr á öldum, sem átti það til að krefjast hlýðni og hollustu af konungum Kóreu og jafnvel skatta. Borgarbúar iögnðu Bandaríkjamönnum á- kaft og töldu, að koma þeirra boðaði frelsi þjóðarinnar og endurheimt sjálfstæðisins. Raunin varð önnur, og orsök þess er fyrst og fremst sú, að Kórea varð, áður en langt um Jeið, eitthvert mikilsverðasta átakasvæðið í kalda stríðinu. Að vísu var sú ákvörðun tekin á Moskvuráðstefnunni í desem- ber 1945, að gera Kóreu sjálf- stætt og fullvalda ríki, en mjög eru deildar skoðanir varðandi framkvæmdina. Nefnd, skipuð Rússum og Bandaríkjamönn- um var sett á laggirnar, en sam- vinna innan hennar varð engin. Rússar vildu aðeins viðurkenna .stjórnarhæfni vinstri flokk- anna í Kóreu — nánar tiltekið hommúnistana, en Bandaríkja- menn vildu stofna til mjög víð- tækrar lýðræðislegrar flokka- samvinnu um stjórriina. Næsti leikur Rússar var, að þeir báru fram tillögu um að bæði þeir og Bandarikjamenn flyttu heri sína á brott úr Kó- reu, en Bandaríkjamenn báru þá tillögu undir ráð sameinuðu þjóðanna og bentu á í því sam- bandi, að komúnistar í Norður- Kóreu hefðu yfir fjölmennum og vel vígbúnum her að ráða. Sameinuðu þjóðirnar sendu þá alþjóðlega eftirlitsnefnd til Kó- reu, en raunhæfur árangur þeirrar sendiferðar varð sá helztur, að Rússar mótmæltu henni kröftuglega og neituðu nefndinni skilyrðislaust um leyfi til ferða um Norður-Kó- reu. Árið 1948 efndu Banda- Stríð i Kóreu ríkjamenn til frjálsra kosninga í Suður-Kóreu, sem fram fóru undir eftirliti sameinuðu þjóð- anna, en komúnistar studdu framkvæmd þeirra með hermd- arverkum og skemmdarstarfi eins og þeirra er von og vísa. Kosningaúrslitin reyndust ótví- ræð og hægri flokkum þeirra Syngman Rhees og Kim Sung Soos óvæntur og glæsilegur sigur. Nokkrum mánuðum síð- ar kaus þjóðþingið Syngman Rhee-forsetá lýðveldisins. Hann er 78 ári að aldri og myndaði útlagastjórn Kóreumanna þeg- ar árið 1919. Stjórnmálalegar athafnir Bandaríkjamanna í Suður-Kó- reu hafa sætt mikilli gagnrýni, einnig í Bandaríkjunum. Stór- blaðið „New York Times“ tel- ur þá eiga bróðurpartinn af sökinni. Þeim hafi tekizt ó- höndulega til þegar í byrjun, þegar frelsisfagnaðuxinn stóð sem hæst, og „hetjan frá Okin- awa“, John H. Rodge hershöfð ingi, komst svo óheppilega að orði um Kóreubúa, að þeir væru af sömu kattaættinni og Japanir. Rodge v.ar dugandi hershöfðingi en seinheppinn stjórnmálamaður og illa fall- inn til friðsamlegra skipulags- rtarfa, þar. eð hann áleit það hlutverk sitt fyrst og fremst að stuðla að friði og reglu á her- ámssvæði sínu, lét hann Japani gegna áfram ýmsum mikils- verðum embættum, sem að sjálfsögðu var frekleg móðgun við Kóreubúa. Þó keyrði fyrst um þverbak, þegar hann valdi sér ráðgjafa úr hópi þeirra, cem haft höfðu nána samvinnu við Japani á styrjaldarárunum: gerði hann það fyrir þá sök, að hann vissi þá öllum hnútum kunnuga, en tók ekki með í reikriinginn hvers vegna og hvernig þeir höfðu öðlazt þekk- inguna. Sá, er tók við hernáms- stjórn af honum, Ancher Lerch hershöfðingi, bakaði sér óvin- sældir þjóðárinnar með því að þrjóskast gegn vilja hennar varðandi jarðeignaskipti, og vildu landsmenn að komið 'yrði á sama skipulagi og .Banda- ríkjamenn áttu frumkvæði að í Japan eftir styrjaldarlokin, og er þetta enn eitt dæmi um víxl spor Bandaríkjamanna í Kó- reumálunum, sem bandarísk stórblöð viðurkenna og ávíta. Þegar bandarískir ráðgjafar Larch mæltu með skiptingu jarðeigna, svaraði hann því til, að slíkt skipulag væri komm- únismi, ,,og ég líð ekki neinn kommúnisma!“ Bandaríkjamenn sáu samt von bráðar að sér, en það er heldur engan veginn auðleyst þraut að koma lýðræði á með þjóð, sem að vísu á sér alda- gamla menningu og sögu, en hefur um langt skeið búið við kúgun og kyrrstöðu, og því dfegizt aftur úr. Sem lítið rtæmi um þá örðugleika, sem Bandaríkjamenri hafa átt við að stríða í því starfi, má geta þess, að 200 flokkar höfðu menn í framboði tii þings við kosning- arnar 1948. Þrátt fyrir það, sem að fram- an er sagt, mun óhætt að íull- yrða, að Bandaríkjamenn hafi gert virðingarverða tilraun til að koma á lýðræði í Suður- Kóreu. Blöð Suður-Kóreu- m'anna eru og frjáls að því að gagnrýna starf Bandaríkja- manna, og notfæra sér það frjálsræði svikalaust! Hins veg- ar er að sjálfsögðu öll gagnrýni bönnuð þeim blöðum, sem út koma á rússneska hernáms- svæðinu. í septembermánuði 1948 var Iýst þar yfir stofnun iýðveldis á Kóreu, og hetjan úr bardögunum við Japani, Kim Ilsung, þá 38 ára að aldri, skip- aður formaður æðsta ráðs þess. Hann hafði stofnað skæruliða- flokk í Mansjúríu árið 1932, eða þegar hann var 19 ára að aldri. Fjórum árum síðar var hann orðinn foringi 4000 skæruliða, sem ruddust inn í Norður-Kóreu, felldu nokkur hundruð. Japani og héldu borg einni hæfilega lengi á valdi sínu til þess að geta dregið fána hins sjálfstæða Kóreuríkis við hún á ráðhúsi borgarinnar. Forseti þessa kommúnistaríkis nefnist Kim Du-Bong og hefur barizt gegn kúgun Japana í 40 ár, en hann er 61 árs að aldri. Á árunum frá 1940—45 dvald- ist hann með kínversku komm- únistunum í Genan og hafði þá forustuna í sjálfstæðisbaráttu útlægra . Kóreubúa; einnig hafði hann umsjón með póli- tísku trúboði Kóreubúa, sem teknir höfðu verið til fanga. Pak Heun-yong fer með emb- netti ■ utanríkismálaráðherra; hann er 51 árs að aldri; dvald- ist um þriggja ára skeið í Moskvu, áður en hann var sendur til Kóreu á laun, og gerðist þá foringi mótstöðu- hreyfingarinnar. " í desembeniiánuði lt>48 lýsti rovétstjórnin því yfir, að ner- námslið þeirra allt hefði verið iiallað heim úr Norður-Kóreu, og í júnímánuði í sumar sem ieið hélt bandaríska hernáms- !iðið á brott úr Suður-Kóreu, m eftir varð þar aðeins 500 manna lið sérfræðinga og ráðu- nauta. I septembermánuði 1949 birtist álitsgerð Kóreunefndar íameinuðu þjóðanna. Er þar talið, að líkurnar fvrir samein- ingu Suður- og Norður-Kóreu fári stöðugt minnkandi, og að i'.ættan á grimmilcgri borgara- styrjöld á skaganum aukist að rama skapi. líefur sá spádóm- ur rætzt helzt til skiótt Kvað nefndin báðar hernámsstjórn- irnár eiga' sök á þessu öng- bveiti, og að ýmsar hernaðar- legar aðgerðir báoum megin við 38. breiddargráðuna, sem skapar landamæri Suður- og Norður-Kóreu, fælu í sér gagn kvæma Ögrun, sem orsakað gæti bein vopnaviðskipti þá og þegar. Þá telur nefndin og, að bann sovétstjórnarinnar við starfsemi hennar hafi æst for- sprakka þjóðveldisins á Norð- ur-Kóreu til hernaðaráróðurs og komið í veg fyrir að nefndin gæti mælt þá máli varðandi friðsamlegri lausn ágreinings- atriða. Skipting landsins var og ör- lagarík í sjálfu sér. Tveir briðju hlutar landsmanna búa á Suður-Kóreu. Þar er einnig hrísgrjónaræktin mest, en það cr mikilsverðasta framleiðslu- varan. Hins vegar er iðnaður- inn mestur á Norður-Kóreu. Þar eru héruð auðug af nám- um og mikil raforkuver. (Fjór- um dögum eftir að kosninga- úrslitin í S.-Kóreu voru gerð kunn, rufu Norður-Kóreubúar rafleiðslurnar, sem fluttu Suð- ur-Kóreu-mönnum helming þeirrar raforku,, sem þar var notuð.) A Norður-Kóreu eru og áburðarverksmiðjur, sem fram- ieiddu áburð á akrana í Suður- Kóreu. Hins vegar hefur Suður Kórea orðið Marshallhjálpar- innar aðnjótandi, og einnig tekið á móti nokkrum vopna- sendingum, samkvæmt ákvæð- um varnarsáttmálans. Truman forseta fórust þannig crð um þetta í ræðu, sem hann hélt fyrir skömmu, eftir að Atlants- hafsbandalágið var stofnað: . Hinu nýja lýðveldi á Kóreu skaga, sem stofnað var eftir að þar höfðu fram farið frjálsar kosningar undir eftirliti sam- einuðu þjóðanna, er ógnað af veldi kommúnista á norður hluta skagans. í samráði við Bandaríkjastjórn og með að- stoð hennar hefur stjórn lýð- veldisins komið sér upp fá- mennum her, til öryggis bæði á innlendum vettvangi og gegn hugsanlegum utan að komandi árásum. Stjórn lýðveldisins hefur farið þess á leit við Bandaríkjastjórn, að hun léti þessum fámenna herstyrk í té nauðsvnlegustu vopn til Iand- varna og til strandvarna.“ Nákvæmar upplýsingar um berstyrk Kóreuríkjanna hvers um sig eru ekki fyrir hendi. „Manchester Guardian“ álítur sjálfan. herinn á N.-Kóreu ekki fámennari en 80 000, og þess utan hafi þjóðveldið á að skipa 50 000 manna vopnuðu lög- regluliði. Þessar tölur eru þó miðaðar við það, sem var áður en undirbúningurinn að bein- um hernaðaraðgerðum hófst. Um sama leyti var lýðveldi Suður-Kóreu talið hafa 60 000 manna her. undir vopnum. í símskeytum fréttaritara frá vígstöðvunum er talið, að her Norður-Kóreu sé nú 95—100 þúsund manns fjölmennari en her SuðurKóreumanna. Um aldaraðir hefur Kóreu- mönnum reynzt það dýrí spaug, hvernig þeir eru í sveit settir. Mongóiar, Mansjúríu- menn og Japanir hafa ætt yfir landið og haldið þjóðinni í á- nauð um aldalöng tímabil. Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk, vöknuðu vonir með þjóð- inni um frelsi og sjálfstæði, en kalda stríðið gerði þær vonir að engu. Og nú hefur hin ó- eðlilega skipting landsiys um 38. breiddargráðu orsakað borgarastyrjöld, sem komúnist- íska þjóðveldið átti urptök að, -— þjóðveldið, sem áreiðanlega hefúr ekki brugðizt sovét- stjórninni í undirskriftaher- ferðinni. varðandi friðarávarpíð fræga. — ------ (Social-Demokraten).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.