Alþýðublaðið - 05.07.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.07.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MLðvikudagur 5. júlí 1950. Gin a Vöðvan Ó. Sigurs: ÍÞRÓTTAÞÁTTUR. Heilir íslendingar! Fyrri liluta landskeppninnar Danmörk—ísland er lokið með glæsilegum sigri okkar íslend- inga, bravó, bravó! Það liggur vel á mér í dag, þótt ekki sé raunar laust við að ég kvíði fyrir kvöldinu, sem er þó auð- vitað ástæðulaust. Við stöndum okkur aftur í kvöld, — það væri líka skárra! Danir eru engin stórþjóð, þegar allt kemur til alls. Gunnar Huseby er minn mað ur! Þegar hann er annars veg- ar kemur það út á eitt, bótt Danirnir ganga berserksgang og ryðji öllum sínum metum“. ,,Herðið þið á skúrinni, ég skal herða á framsóknarmerinni!“ sagði Bjarni Ben forðum, og eins má Huseby segja. Hefði Daninn slysað kringlunni 50 metra; mundi Huseby óðar hafa skutlað henni 55. En til þess kom ekki. Þegar allt kemur til alls, er danskur berserksgangur ekki svo hættulegur. Danir unnu að vísu eina í- þrótt með yfirburðum, sleggju- kastið. Ef það er þá rétt að kalla svo barnalegan leik íþrótt Sveifla kúlu á spotta, svona rétt eins og þegar krakkar sveifla steinvölu á snæri og lata hana síðan flakka eitthvað út í buskann. Mér finnst oss ekki láandi, þótt vér höfum aldrei Iagt sérstaka rækt við slíkan barnaskap; vér erum þó fullvita menn, — herra rhinn trúr! En Danir vissu líka af því, að þeirn var sigurinn vís í þeirri keppni! Létu setja upþ íammgert ör- yggisnet fyrír aftan sig, svona til vonar og vara, ef sleggjan tæki upp á því að endasendast einn hring umhverfis jörðina. 'Það gefur svo sem aug'a leið, að það væri ekki sérlega notalegt að fá hana í hnakkann, þegar hún kærni til baka úr slíkri reisu! Bravó, bravó! f þetta skipti reyndi nú samt ekkert á örygg- isnetið. Einhverntíma heyrði ég sögu um strák, sem ekki kvaðst vilja kasta einhverri kylfu, sem hann var með, fyrr en tunglið væri farið fram hjá! En, sem sagt, — Danirnir unnu sleggju- kastið--------það var leiðin- iegra með hundrað metra sprett hlaupið, því að þar höfðu þeir líka sigur, en þá keppni áttum við að sigra. Ég hef ekki enn þá haft tíma til þess að nthuga af hvaða orsökum við töpuðum þar, en eitthvað hlýtur að hafa —----------------------4— klikkað. Eg skal láta ykki.i,- vita nánar um þetta strax þegar ég kemst til þess. Nú, þetta rnunaði svo sem engu. Brot úr sekúndu, hvað er það! Satt að segja finnst mér bara hégómi að vera að hafa orð á því! Stangarstökkið er bæði fög- ur og karlmanhleg íþrótt, enda unnum við hana með glans; bravó, bravó! Torfi sveif yfir það, sem Danirnir þurftu ekki að láta sig dreyma um. „Vér erum sjálfir vorum himni næst“, segir skáldið í kvæðinu, og enda þótt hann eigi þar sennilega við það, að íslending- ar eigi að'fljúga með íslenzkum flugvélum og flugmönnum, -—• samanber „Fljúgið með Föxun- um!“ þá átti þetta líka fyllilega við Torfa í stangarstökkinu. Ef englarnir hefðu ekki vængi, myndu þeir áreiðanlega svífa á stöng eins og Torfi! Grindahlaupið unnu Danir. Það er nauðaómerkileg íþrótt! í rauninni bara að hlaupa yfir girðingar. Þegar maður • sér slíkt hlaup, dettur manni helzt í hug huglaus strákahópur, sem nefur hnuplað ávöxtum úr garði, séð keriinguna koma og lagt á flótta! íslenzkir strákar myndu áreiðanlega snúast til varnar, og láta hendur skipta! Danir unnu sem sagt grinda- hlaupið, bravó, bravó! ■— fvrir Dönum! (Þsir mörðu líka uf sigurinn í 1500 metra hlaup- inu). Þrístökkið er geysilega erfið íþrótt og vandasöm. Stokkið á "ót af fæti og síðast á fótar- :íæti. Við sigruðum það með glans!- Fengum tvöfalda'n sigur og hefðum sennilega fengið þre faldan, ef við heíðum mátt nenda þrjá menn í keppnina. Danir hafa ekki lesið Laxness og því fipaðist þeim all.taf á fót- arfætinum. Húrra fyrir Laxness — þetta gat hann! Meira á'morgun, — þegar vér höfum unnið lokasigurinn! Bravó, bravó, bravó! Með íþróttakveðjum! Vöðvaii Ó. Sigurs- í rishæð til sölu fyrir að- eins kr. 57 þús. Útborgun kr. 40 þús. Laus til íbúS- ar strax. SALA & SAMNINGAR, Aðalstræti 18 Sími 6916. Lesíð Alþýðublaðlð Wti hringurinn með stóra demant- inum. Svo tók hún hann og lagði hann niður hjá öðrum skartgripum, hjá hönskum, sjölum og kniplingum. „Hefurðu misst vitið, Lotta?“ sagði ég. „Hver fjár- inn hefur skyndilega hiaupið í þig?“ Hún svaraði ekki, en hélt á- fram að róta í föggum sínum. „Þú mátt ekki gefast upp, þó að þú sért dálítið taugabil- uð sem stendur. Þú mátt það ekki, Lotta. Hugsaðu um föður þinn. Hugsaðu um framtíð þína. Baróninn mun láta und- an og leyfa þér að ferðast burt í nokkra daga. Þetta fellur allt aftur í ljúfa löð, góða.“ Hún sleppti því, sem hún hélt á, og horfði á mig, „Já, en ég vil ekki halda áfram þess- um leik, Eula. Ég get alls ekki meira,“ sagði hún. Hún setti allar gjafirnar í töskuna, henti þeim í eina hrúgu. „Ég hef viðbjóð á þessu,“ sagði hún. Ég gat engu svarað. Lotta hafðj á réttu að standa. Þetta var allt svo auðvirðilegt og ó- geðslegt. Herra Kleh varð hvorki eins hissa né reiður og ég hafði búizt við. Og þegar ég fór að hugsa um þetta skildist mér, að hann hefði einmitt veitt Lottu mikla athygli síðustu vikurnar, og jafn vel þó að hann hefði ekki fengið neinn ákveðinn grun, þá hafði hann þó veitt því athygli, að Lotta var með dökka skugga fyrir neðan augun og að hún var á- kaflega taugaveilduð. Já, nú skildist mér, að ástæðan fyrir því, að hann reyndi svo mjög að fresta brúðkaupinu, hafði verið sú, að hann vildi að Lotta fengi lengri umhugsunarfrest. Að vísu talaði hann af mikilli alvöru við dóttur sína. Hann sýndi henni fram á, að hún, í heimskulegri fljótfærni sinni, hefði tekið örlagaríka ákvörð- un, sem hún síðar gæti ekki staðið við, og þetta mundi valda henni og öðrum sorg og vand- ræðum. „En samt sem áður hefðir þú valdið enn meiri ó- hamingju, hefðir þú ekki kom- izt á þessa skoðun fyrr en eftir brúðkaupið," sagði hann. Og hann kom svo varfærnis- lega fram við Lottu, að það var eins og hann vildi 'reyna að bæta henni það upp, sem hún nú missti við það að hætta við að giftast baróninum. Hann stakk upp á því við hana að ferðast burt. Hann gerði líkast til ráð fyrri því, að ónærgætið fólk mundi ekki láta hana í friði fyrir spurningum, og það væri því heppilegast, að hún færi burt úr borginni um skeið. Og það var sjálísagður hlutur. að hún færi til Irene, enda var Irene ákaflega einmana, þegar Alexander var á vígstöðvun- um. Hún mundi því áreiðan- lega fagna því, ef Lotta kæmi til hennar. „Kannski þetta hafi verið bezta lausnin,“ sagði ég eitt kvöldið, eftir að við Lotta höfð- um setið tímum saman og tal- að um vandræði okkar. Það var engum efa undirorpið, að einn- ig í Munchen væru læknar, sem töldu, að jafnvel smávegis lungnaþensla gerði það sjálf- sagt að fóstri væri eytt, og að þessir læknar myndu einnig þekkja sérfræðinga í kvensjúk- dómum, sem myndu verða til- leiðanlegir til að framkvæma aðgerðina. Það var líka mikiu minni hættu bundið fyrir hana að láta gera þetta í Miinchen. Þar þekkti enginn hana, og hún þekkti þar engan. Irene þekkti áreiðanlega marga iækna, og hún mundi geta hjálpað henni. „Og ef þetta tekst ekki með einhverjum ráðum, þá verður þú að Icoma hingað til Vínar- borgar og vera hér í nokkra daga.“ „Það mun takast,“ sagði Lotta. „Þú skalt engar áhyggj- ur hafa af því. Irene hefur sagt mér um eina vinkonu sma . . “ Okkur kom sarnan um að Lotta skyldi ekki skrifa mér um þetta; okkur fannst, að það væri allt of hættulegt. Hina vegar átti hún, þegar öliu væri lokið, að binda orðin „allt i lagi“ inn í einhverja setningu í bréfinu, en þannig, að ég skildi hvað hún ætti við. „Þú verður að fyrirgefa mér alla þá sorg, sem ég hef váldið þér,“ sagði Lotta, þegar hún hafði fengið sér sæti í brautar- lestinni, en herra Kleh stóð á gangbrautinni og hrópaði á mig, að ég yrði að stíga af. Ég kyssti litlu stúikuna mína; andlit hennar var fölt, tekið og áhyggjufullt, og það var sorg í augum hennar. Ég óskaði henni alls hins bezta og bað hana að vera rólega og taka því, sem að höndum bæri. „Þegar þú kemur aftur heim, þá er allt hitt liðið eins og ijót- ur draumur.11 „Ailt í lagi.“ Það stóð í bréfi, sem ég fékk 4. október. Bréfið var aðallega um tengdamóður Irene, en hún hafði fengið slag. „En nú er allt í lagi“ skrifaði Lotta, og hún hafði undirstrikað þessi orð. Það gat varla verið, að þau ættu við frú Wagner, því að af næsta bréfi frá Irene réðum við, að gamla konan haf ði misst Og nú svaf ég sæmilega á næturna, í fyrsta sinn í heilan mánuð. Hvað varðaði mig um ofsafengin ummæii Línu frænku og' reiðiþrungin bréf frá hershöfðingjaírúnni í Bozen, eða háðglósurnar frá Winter- feldt, og mér stóð hjartanlega á sama um það, þegar Helmut heimsótti mig ákaflega hátíð- legur að því er virtist, til þess eins að móðga mig í orðum. „Það var auðvirðilegt af Lottu, að draga Martin inn í þetta,“ sagði Helmut. „Það var líka algerlegur óþarfi hjá henni. Þegar stúlka vill fá að giftast föður elskhuga síns, þá verður hún fyrst að tryggja það, að elskhuginn vilji það. En það hefur Martin ekki vilj- að. Var Martin kanski með iiótanir?“ Ég svaraði honum ekki; vildi ekki tala við hann á þessum grundvelli, en spurði að eins* hvað hann ætti við með því að segja, ao Martin hefði verið blandað í málin. Baróninn hefði sagt það beinlínis, að hann tæki ekkert mark á bylt- ingarsinnuðu.m skoðunum Mar- tins. „Já, það er líka satt. Hann tekur ekkert mark á þeim. Pabbi er að vísu gamaldags kjáni, en hann er ekki heimsk- ur, og að lokum sá hann, hvaða hlutverk honum hafði verið ætlað í þessum leik; hann sá það af eigin rammleik og án þess að ég hjálpaði honum til þess; það vil ég taka fram, uæði mér og honum sjálfum til varnar.“ Um þessar mundir bar ég fremur þungan hug til Martins og þó varð mér alltaf hugsað til hans, þegar ég hugsaði um framtíð Lottu. Orð Helmuts gerðu mig hrædda. Var Martin á einn eða annan hátt í hættu? „Hann er þó að minsta kosti ' sonur hans,“ sagði ég. „Já, pabbi álítur það, og all- ir, sem sjá Martin, verða að failast á það, að margt bendir til þess. Pabba hefur alltaf langað til að koma fram við Martin eins og faðir á að gera, en það tókst aldrei, Hann héfði áreiðanlega viljað gefa mikið til þess að svo hefði getað ver- ið; já, að hann hefði mátt vera eins og aðrir feður við son sinn; já, ég er viss um, að hann hefði viljað borga tvö þúsund krónur á mánuði til þess. En ekkert var hægt að fá fram með peningum. Martin er stolt- ur. Pabbi varð að vísu hrifinn af því, en samt'gramdist hon- urn framkoma hans við sig. Það hlýtur líka að vera leiðinlegt fyrir mann eins og pabba, að ’ sonurinn komi fram eins og 1 hann þykist meiri maður en

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.