Alþýðublaðið - 06.07.1950, Page 1
Yeðurhorfur:
Suðaustan gola eða kaldi.
'UdLni‘&_-- - -- -
Skýjað, en úrkoniulaust að
mestu.
XXXI. árg. •
Fimmtudagur 6. júlí 1959.
141. tbl.
Forustugrein:
ískyggilegar atvinnuliorfur.
Bræðilusíldarverðið var
Finnur Jónsson vildi ákveða það 70
kr., ef upoSö^ð ssld yr-ði 750 ÖÖO mál,
og 75 kr., ef hón yrði 5 000 000 mála.
Uðsauka hrað
Tíu ára gömul móðir
MEIBIHLUTI stjórnar síldarverksmiðja ríkisins
lagði til við atvinnumá’ará ðherra í gær, að bræðsíusíld-
in verði í sumar keypt vxð föstu verði fyrir 65 krónur
málið, en þeir, sem þess óska, geía fengið að ieggja síldina
inn upp í vinnnslu. Atvinnumálaráðherra mun hafa fall-
izt á þessa tillögu meirihluta síídarverksmiðjustjórnar-
innar. Tillagan var byggð á áætiun, scm er miðuð við,
að verksmiðjurnar fái 500 000 'mál t.I vinnslu.
Finnur Jónsson mætti á fundi síldarverksmiðju-
stjórnarinnar í stað Erlends Þorsteinssonar, sem er ut-
anlands, og lagði til, að fasta verðinu yrði hagað þannig,
að ef upp lögð síld hjá verksmiðjunum yrði 750 000 mál,
yrði verðið 70 kr. málið, en ef aflinn yrði ein milljón
mál, yrði verðið 75 luónur á mál.
Áliir flokkar brezka þingsins styðja
stjórn Attlees í Kóréumálinu
—---------------------
Attlee og Churchill töluðu við umræður
um málið á þingi \ London í gærdag.
6000 málum landað
YFIRGNÆFANDI MEIRIHLUTI ALLRA FLOKKA í
brezka þinginu styður stefnu stjórnarinnar í Kóreumálinu.
Kom þetta fram, er málið var rætt í gær, og þeir Clement
Attlee og Winston Churchill fluttu aðalræðurnar fyrir tvo
stærstu flokkana. Lýstu þeir báðir fullkomnu fylgi sínu við
stefnu öryggisráðsins í þessu máli og stuðningi við þær hern-
aðaraðgerðir sameinuðu þjóðanna, er nú stefna að því að hrinda
innrás kommúnista.
“♦hafið tilefnislausa árásarstyrj-
hafið yfir allan efa, að komm-
únistar í Norður-Kóreu hefðu
hafði tílefnislausa árásarstyrj-
öld með innrás sinni í Suður-
Kóreu. Benti hann á þá stað-
reynd, að Norður-Kórea sé bú-
in nýtízku vopnum í stórum
stíl, en hins vegar séu Suður-
Kóreumenn svo til vopnlausir.
KvaS Attlee þetta enn eitt
dæmi um -yfirgang kommún-
ista, sem yrði að stöðva.
Churchill lýsti yfir óskiptum
stuðningi stjórnarandstöðunn-
ar við stefnu stjórnarinnar í
þessu máli. Hann benti á, að
ekkert nema yfirburðir Banda-
ríkjanna í kjarnorkuvopnum
stæði í vegi fyrir því, að Sovét-
ríkin byrjuðu heimsstyrjc/l.
Sagði hann, að þessir yfirburð
ir Ameríkumanna væru bezta
tryggingin fyrir Evrópumenn
gegn Rússum.
Churchill sagði, að meiri von
mundi til að semja við Rússa
um frið, er kommúnistar hefðu
verið hraktir úr Suður-Kóreu.
Sagði hann, að það yrði að
semja Við Rússa með styrk-
leika að baki, en ekki veik-
leika.
í GÆRDAG komu allmargir
bátar með síld til Raufarhafn-
ar. Mestan afla hafði Stígandi,
800 mál, og Gylfi, 500 mál.
Aðrir voru með smáslatta. Alls
hafa nú verið lönduð á Raufar-
höfn 6000 mál.
Samkvæmt símtali, sem
blaðið átti við fréttaritara sinn
á Siglufirði í gærkveldi, er all-
ur flotinn nú á austurmiðunum
kringum Langanes, út af
Sléttu og á Þistilfirði, en í gær
var dimmviðri og slæmt veiði-
veður, en búizt var við að
hægja myndi með kvöldinu. Af
vesturmiðunum, eða út af
Siglufirði hafa engar síldar-
fréttir borizt síðasta sólarhring
og er ekkert af skipum þar, og
hefur engin síld verið lögð upp
á Siglufirði frá því er Fanney
og Einar Þveræingur komu
þangað á dögunum.
Þetta er Hannah Moore, hin tíu ára gamla svertingjastúlka í
Charlestar í Mississippi, sem nýlega varð móðir. Hér sést hún
með barnið sitt, telpu, sem vó 3,2 kílógrömm, er hún fæddist.
Brynjólfur Jóhannesson fer einn ís«
lenzkra leikara meö aðaíhlutverk.
Sókn kommúnistð
miðar hægt átram
Fleiri rússneskum
Yak orustuflug-
véíum grandað.
SAMNINGAR varðandi kvikmyndatöku á skáldsagna-
bálkinum Salka Valka eftir Halldór Kiljan Laxness hafa nú
tekizt, og er aðeins effir að fá samþyklst þeirrar ríkisstofnunar
í Frakklandi, sem lxefur umsjón með starfsemi franskra kvik-
myndafélaga, og er að ýmsu leyti ábjTg fyrir því, a'ð þeir séu
starfi sínu vaxnir. Samningsaðilar eru Edda Film h.f. og liöf-
undurinn annars vegar og Artian Film Associéte. Er ráðgert
að sýningar á kvikmyndinni geti hafizt hér í desembev næst-
komandi. Brynjólfur Jóhannesson fer einn íslenzkra Ieikenda
með aðalhlutverk.
í blaðaviðtali í gær rakti
Pétur Þ. J. Gunnarsson nokkuð
gang málsins. Kvað hann Edda
Film h.f. hafa haft mikinn hug
á samvinnu við frönsk kvik-
myndatökufélög, en fyrsta til-
raunin með Fjalla-Eyvind fór
út um þúfur sem kunnugt er.
Leitaði þá félagið enn fyrir sér
um möguleika á gerð slíkrar
kvikmyndar, og varð Salka
Valka fyrir valinu, en hún hef-
ur verið þýdd á ellefu tungu-
mál, meðal annars á frönsku.
Hófust síðan samningar við hið
franska félag um kvikmyndun
BÁÐIR AÐILAR senda
nú liðsauka í flýti til víg-
stöðvanna sunan við Su-
won og virðast bardagar
þar 'færast í aukana. Sókn
kommúnistahersins held-
ur áfram, en miðar hægt
fram á við og varnarher-
inn _ hef-ur hörfað. Hafa
kommúnistar beitt mi’kl-
um fjö'lda fúl'lkomnustu
vopna í bardögum þessum,
þar á meðal mörgum skrið
drekum.
Miklar rigningar á vígvöll-
unum í gær hindruðu loftárás-
ir þar, en á bak við víglínuna
gerðu amerískar flugvélar harð
ar árásir á járnbrautarbæi og
herstoðvar. ■ Flugvélar frá
brezku og amerísku flugvéla-
móðurskipi tóku þátt í árásum
á stöðvar kommúnista í ná-
grenni við Pyngyang. Skutu
þær niður tvær rússneskar Yak
orustuflugvélar, eyðilögðu
margar á jörðu niðri og gerðu
frekari usla í herstöðvum
kommúnista.
EINS OG 1939,
SEGIR ACHESON.
Dean Aclieson, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna,
sagði á fundi blaðamanna í
gær, að það sé álíka fjar-
stæða að segja nú, eins og
kommúnistar gera, að Suð-
ur-Kórea hafa ráðizt inn í
Norður-Kóreu, og það var
1939, er Hitler hélt því fram
að Pólland hefði ráðizt á
Þýzkaland.
sögunnar og hefur félagið ráð-
ið þekktan franskan rithöfund,
Nivoix, til þess að búa söguna
fyrir kvikmynd.
Nokkrar smávægilegar breyt
ingar verða gerðar á sögunni,
að sjálfsögðu með samþykkti
höfundarins, sem Pétur kvað
hafa sýnt mikinn velvilja við
samningsgerðina.
Kvikmyndin verður, eins og
skýrt var frá í blaðinu í gær,
tekin að mestu leyti í Grinda-
vík. Er bráðlega von á frönsk-
um _ kvikmy ndatökusérf ræðing-
um þangað til þess að annast
allan undirbúning, en leikend-
urnir koma í byrjun ágúst, og
er gert ráð fyrir, að kvikmynda
(Frh. á 3. síðu.)